Morgunblaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 3
Eitt ogannað skipta, enda toppliðin í Vesturdeildinni öll í góðum málum hvað varðar styrk- leika leikmannahópsins. Fjörið vestanmegin er meira í Holly- wood, þar sem Lakers er vikuleg sápu- ópera. Magic Johnson, forseti Los Angeles Lakers, rembdist eins og rjúpan við staurinn að ná í stjörnuleikmanninn Anthony Davis hjá New Orleans Pelic- ans. Umboðsmaður Davis, sem einnig er vinur og umboðsmaður LeBron James, varpaði sprengju í fjölmiðla viku fyrir lok leikmannaskiptanna um að hans maður vildi fara frá New Orleans og að hann væri með ákveðið lið í huga (þ.e. Lakers). Þetta reitti skiljanlega forráðamenn New Orleans til reiði því leikmönnum og umboðsmönnum er bannað að óska opinberlega eftir slíku samkvæmt reglum NBA. Þar að auki eru sár íþróttaunnenda New Orleans-búa enn ekki gróin eftir grimmt tap NFL- ruðningsliðs borgarinnar í undan- úrslitaleik Saints gegn Los Angeles Rams um daginn. Alvarleg dómaram- istök seint í þeim leik tóku unninn leik úr höndum heimamanna, sem máttu horfa á Rams liðið í Ofurskálarleiknum. Þrátt fyrir að Johnson hefði lofað fjórum góðum ungum leikmönnum, plús tvo háskólavalrétti, og að taka á sig erfiðan samning eins leikmanns Pelic- ans – þ.e. hann bauð allt nema LeBron James – neituðu forráðamenn New Or- leans að ræða þau skipti á endanum. Johnson sat eftir með sárt ennið og er nú að reyna að ýta undir sjálfstraust leikmanna sinna eftir þetta leikrit. Stjörnuleikmenn í lykilstöðu Sagan um beiðni Davis sýnir enn einu sinni hve mikil völd stjörnuleik- menn hafa nú í NBA-deildinni. Ólíkt því sem knattspyrnuáhugafólk á að venjast frá Evrópuboltanum, þar sem lið geta einfaldlega keypt sér það sem þau vant- ar, er launaþak og háskólaval í NBA. Það gerir framkvæmdastjórum liðanna kleift að byggja upp lið og styrkja þau síðan með leikmannaskiptum. Þegar LeBron James ákvað að hann ætti betri kost á að vinna meistaratit- ilinn með því að yfirgefa Cleveland Ca- valiers og gera samning við Miami Heat árið 2010, breytti hann stöðunni enn frekar með því að fá Chris Bosh hjá To- ronto Raptors til að koma með sér til Miami. Þeir voru vinir og með lausan samning hjá sínum liðum. Með Dwyane Wade þegar til staðar hjá Miami sköp- uðu þeir þríeyki stjörnuleikmanna sem skiluðu tveimur titlum. Síðan þá hafa ýmsir leikmenn reynt hið sama og í dag stíla margar stór- stjörnur á að hafa stjórn á því með hvaða liði þeir spila, með því að gera samninga sem þeir geta sagt upp á tveggja eða þriggja ára fresti. Þessi staða hefur gert það að verkum að forráðamenn NBA-liðanna eru lík- legri en fyrr að gera skammtímaáætl- anir þegar um leikmannahópa þeirra ræðir. Mórallinn er að bíða ekki með að vinna titilinn þegar tækifærið gefst. Það er nú eða aldrei. Harden óstöðvandi James Harden, skotmaskínan hjá Houston Rockets, hefur verið leikmaður ársins það sem af er. Hann hefur haldið Rockets á floti eftir að liðið missti tvo lykilmenn síðasta sumar og síðan lang- varandi meiðsl leikstjórnandans Chris Paul. „Skeggið“ skoraði 42 stig í tapi gegn Minnesota Timberwolves á mið- vikudag og hafði því skorað 30 stig eða meira í 31. leik í röð. Án hans væri Hou- ston ekki nálægt sætum í úrslitakeppn- inni. Það virðist erfitt fyrir margt NBA- áhugafólk að meta hæfni Hardens vegna leikstíls hans. Margir telja hann reyna að fiska of mörg vítaskot í sniðskotum. Hann einokar boltann líka mjög mikið í sókn og oft virðist sem samherjar hans séu til lítils annars en að setja tálma fyrir hann til að skora. Ég hef lengi verið einn af þessum gagnrýnendum, en Harden er í raun ein- faldlega að gera það sem til þarf til sig- urs Rockets. Það er undir varnarleik andstæðinganna og útfærslu dómara á reglum boltans komið að stöðva hann. Harden hefur verið óstöðvandi í vetur – tekur næstum 40% af öllum skotum Rockets og gefur 40% af öllum körfum samherja sinna. Andstæðingar hans verða að taka tillit til mögulegrar stoð- sendingar hans í sókn og það gefur hon- um það litla svigrúm sem hann þarf í skot. Rétt eins og Boston austanmegin, er Houston einnig í fimmta sætinu í deilda- keppninni það sem af er. Með endur- komu Chris Paul þessa dagana ætti Roc- kets að komast upp töfluna og ná í þriðja sætið, því Oklahoma City virðist ekki á þeim buxunum að gefa eftir annað sætið. Á meðan bíður Golden State á toppnum eftir úrslitakeppninni. gval@mbl.is í Austurdeildinni AFP Gasol hefur byrjað vel með Toronto allra liða í NBA-deildinni. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019  Þór Akureyri er með sex stiga for- skot á toppi 1. deildar karla í körfu- bolta eftir sannfærandi 99:81-útisigur á Sindra á Hornafirði í gær. Pálmi Geir Jónsson átti glæsilegan leik fyrir Þór og skoraði 35 stig og tók 10 fráköst. Með sigrinum fór Þór upp í 28 stig, en Höttur er í öðru sæti með 22 stig, eins og Fjölnir. Þar á eftir koma Vestri og Hamar með 20 stig. Liðið í efsta sæti deildarinnar fer beint upp í efstu deild.  Víkingur Ólafsvík og FH hafa kom- ist að samkomulagi um að miðjumað- urinn Grétar Snær Gunnarsson gangi til liðs við Víking og hefur hann skrif- að undir tveggja ára samning við liðið. Grétar Snær, sem er 22 ára gamall og hefur spilað samtals 18 leiki með yngri landsliðunum, var í láni hjá HB í Færeyjum á síðustu leiktíð og varð færeyskur meistari með liðinu undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Þá hafa Ólafsvíkingar samið við Englendinginn Harley Willard. Hann verður 22 ára gamall á árinu. Willard er alinn upp í akademíu Arsenal.  Anthony Martial og Jesse Lingard, leikmenn enska knattspyrnuliðsins Manchester United, verða frá keppni næstu tvær til þrjár vikurnar vegna meiðslanna sem þeir urðu fyrir í tapi liðsins gegn Paris SG í 16-liða úrslit- um Meistaradeildarinnar á Old Traf- ford í vikunni. Þetta þýðir að þeir missa af bikarleiknum gegn Chelsea á Stamford Bridge á mánudagskvöldið og sömuleiðis af leiknum gegn Liver- pool í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á Old Trafford annan sunnudag. ALGARVEBIKAR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Ef komið væri haust og íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu á leið í sína fyrstu leiki í undankeppni EM 2021 þá hefði Jón Þór Hauksson ekki valið sama leikmannahóp og hann til- kynnti í gær. Það er ljóst. Í komandi leikjum gegn sterkum liðum Kanada og Skotlands í Algarve-bikarnum, og á æf- ingum í Portúgal, um næstu mán- aðamót gefst hinum nýja þjálfara hins vegar gott tækifæri til að skoða og meta leikmenn og nýta þannig tíma- frestinn fram að hausti. Einna mesta athygli vekur að Jón Þór skuli skilja Fanndísi Friðriks- dóttur eftir utan hóps, leikmann sem alla jafna væri ofarlega á blaði. Fanndís hefur hins vegar leikið nær sleitulaust frá vorinu 2017, með Breiðabliki, Mar- seille í Frakklandi, Val og Adelaide United í Ástralíu, og þjálfarinn taldi rétt að gefa henni pásu þó Fanndís væri ósammála: „Fanndís er auðvitað frábær fót- boltamaður, það efast enginn um henn- ar hæfileika og hún hefur verið lyk- ilmaður í íslenska landsliðinu í mörg ár. Það eru augljóslega ekki forsendurnar fyrir því að hún er tekin út núna,“ sagði Jón Þór við Morgunblaðið. Hann kveðst ekki vera að reyna að „stuða“ leikmannahópinn með því að velja ekki Fanndísi nú, eða Söndru Maríu Jessen í leikmannahópinn sem vann Skota á La Manga í janúar. Sandra María, besti leikmaður síðasta Íslandsmóts, talaði opinskátt um það hve mikið andlegt högg það hefði verið að fá ekki sæti í fyrsta landsliðshópi Jóns Þórs í janúar. „Við áttum saman spjall. Sandra María var að fara til Þýskalands og hefja sinn feril með Leverkusen og við töldum á þeim tímapunkti að það væri betra að hún einbeitti sér að því og kæmi svo með til Algarve. Nú er bara undir henni komið eins og öllum í hópn- um að stimpla sig inn,“ sagði Jón. Margrét Lára Viðarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir snúa aftur inn í lands- liðið eftir barneignir og meiðsli. Dagný lék síðast alvöru fótboltaleik haustið 2017 og Margrét hefur leikið með Val að nýju í vetur eftir að hafa ekki spilað síðan um vorið 2017. Á ferilskránni eiga þær samtals 193 landsleiki og 99 mörk. „Við erum að taka Margréti og Dagnýju með út til þess að sjá hvar þær eru raunverulega staddar eftir hlé,“ segir Jón og viðurkennir að óvíst sé að þær hefðu verið valdar núna ef um leiki í undankeppni EM væri að ræða. Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörð- ur er að jafna sig eftir aðgerð, Elísa Viðarsdóttir og Anna Rakel Péturs- dóttir missa sæti sitt frá því í janúar, og ákveðið var að Alexandra Jóhanns- dóttir léki frekar með U19-landsliðinu í næstu verkefnum þess. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir kemur inn sem nýliði en hún getur leikið sem vinstri bakvörður og leyst fleiri hlutverk. Tímafresturinn nýttur  Fanndís ekki til Algarve  Jón Þór segir hana lykilleikmann sem þurfi nú hvíld  Vill sjá hvar Dagný og Margrét Lára standa  Þórdís Hrönn með sem nýliði Morgunblaðið/Eggert Breytingar Dagný Brynjarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir koma inn í landsliðið á ný fyrir leikina þrjá í Algarve- bikarnum en Fanndís Friðriksdóttir verður eftir heima. Ísland mætir Kanada og Skotlandi í riðlakeppni mótsins. KÖRFUKNATTLEIKUR Geysisbikar kvenna, úrslitaleikur: Laugardalshöll: Stjarnan – Valur .... L13.30 Geysisbikar karla, úrslitaleikur: Laugardalsh.: Njarðvík – Stjarnan . L16.30 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66 deildin: Origo-höllin: Valur U – Fylkir............... L18 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Fífan: Breiðablik – Grótta ................ L10.15 Boginn: KA – Valur ................................ L17 Egilshöll: Fylkir – Þróttur R ............ S16.15 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Fífan: Breiðablik – Selfoss................ L12.15 Egilshöll: Valur – ÍBV....................... L15.15 Boginn: Þór/KA – Stjarnan............... S16.30 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Egilshöll: Björninn – SA ................... L18.50 UM HELGINA! 1. deild karla Sindri – Þór Ak. ...................................... 81:9 Staðan: Þór Ak. 17 14 3 1685:1384 28 Höttur 15 11 4 1433:1179 22 Fjölnir 16 11 5 1498:1368 22 Vestri 16 10 6 1411:1276 20 Hamar 16 10 6 1582:1492 20 Selfoss 16 7 9 1320:1309 14 Sindri 18 1 17 1349:1779 2 Snæfell 16 1 15 992:1483 2 Frakkland Deildabikarinn, 8-liða úrslit: Nanterre – Limoges............................ 75:98  Haukur Helgi Pálsson tók 5 fráköst, skoraði 4 stig og gaf 2 stoðsendingar en lék aðeins í 7 mínútur. NBA-deildin Orlando – Charlotte ........................... 127:89 Atlanta – New York ........................... 91:106 New Orleans – Oklahoma City........ 131:122 KÖRFUBOLTI MARKVERÐIR: Sandra Sigurðardóttir, Val 19 Sonný Lára Þráinsd., Breiðab. 5 Bryndís L. Hrafnkelsd., Þór/KA 1 FRAMHERJAR: Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 117 Rakel Hönnudóttir, Reading 94 Elín Metta Jensen, Val 37 Berglind B. Þorvaldsdóttir, PSV 35 Agla María Albertsd., Breiðab. 20 Svava Guðmundsd., Kristianst. 12 MIÐJUMENN: Sara B. Gunnarsd., Wolfsburg 120 Dagný Brynjarsdóttir, Portland 76 Gunnhildur Yrsa Jónsd., Utah 59 Sandra M. Jessen, Leverkusen 25 Sigríður Lára Garðarsd., ÍBV 14 Selma Sól Magnúsd., Breiðab. 9 Andrea Rán Hauksd., Breiðab. 7 VARNARMENN: Hallbera Guðný Gísladóttir, Val 99 Sif Atladóttir, Kristianstad 77 Glódís P. Viggósd., Rosengård 71 Anna Björk Kristjánsd., PSV 40 Ingibjörg Sigurðard., Djurgården 18 Guðrún Arnard., Djurgården 5 Þórdís H. Sigfúsd., Kristianst. 0 Hópurinn fyrir Algarve-bikarinn JÓN ÞÓR HAUKSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI VALDI 23 LEIKMENN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.