Morgunblaðið - 01.02.2019, Side 12

Morgunblaðið - 01.02.2019, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 587 9999 fyrirspurn@fjallaleidsogumenn.is Ævintýralegar utanlandsferðir FJALLALEIDSOGUMENN.IS Þ etta er eins konar fjallaskíðaprógramm á veg- um FÍ sem við Helgi Jó- hannesson lögmaður höfum haldið úti saman í allmörg ár og hefur notið mikilla vinsælda. Bæði hefur þátttaka verið afar góð og flestar ferðir selst upp en síðan höfum við verið afar heppnir með veður og ferð- irnar gengið slysalaust fyrir sig. Loks hefur stemningin verið góð – enda reynum við Helgi að taka okkur ekki of alvarlega og halda í góða skapið,“ segir Tómas. Aðspurður hvort fólk þurfi að vera í keppnisformi til að fara á slíkt nám- skeið segir hann svo ekki vera en fólk þurfi engu að síður að vera vel á sig komið. „Þessar ferðir eru alls ekki miðað- ar við afreksfólk eða þá sem eru í súperþjálfun, en fólk þarf að vera í góðu formi því flestar ferðanna eru krefjandi og taka oft daginn og rúm- lega það. Mikilvægt er að fólk sé vant á skíðum og hafi prófað fjallaskíði áð- ur, því þessar ferðir eru ekki byrj- endaferðir.“ Frá unglingum upp í áttrætt – Hverjir eru það sem koma á svona námskeið? „Það hefur verið gaman að sjá breiddina í þessum hópum, allt frá unglingum og upp í fólk á áttræðis- aldri. Allir eiga sameiginlegt að hafa gaman af útiveru og skíðum. Vissu- lega sjáum við oft sömu andlitin, sem við teljum jákvætt og merki um að fólki þyki ferðirnar skemmtilegar.“ – Hvað eru fjallaskíði? „Fjallaskíði eru í grunninn svig- skíði eins og notuð eru í skíðabrekk- um nema hvað þau eru oftast breiðari og mun léttari. Þau eru einnig meira sveigð en venjuleg skíði þannig að lægsti punkturinn er undir miðju skíðinu, en ekki fremst og aftast, sem gerir manni auðveldara að skíða utan brauta og eykur á flot í bæði púð- ursnjó og snjóbráð. Undir skíðin eru sett skinn sem límast við botninn og gera manni kleift að ganga upp í móti. Skinnin eru síðan tekin af áður en byrjað er að renna sér niður. Bindingarnar eru líka miklu léttari en venjulegar skíðabindingar og hægt er að losa um hælinn á þeim og jafnvel hækka undir hælnum. Þetta er því ekki ólíkt því að ganga í tröppu á leiðinni upp og mun auðveldara en að ganga á fjallgönguskóm í snjó, sérstaklega ef hann er gljúpur. Þeg- ar upp er komið er hælfestingin fest, og eru bindingarnar þá með öryggi eins og hefðbundnar skíðabindingar, bæði á tánni og hæl. Að síðustu skipta skórnir miklu máli. Þeir eru mjög líkir hefðbundnum skíðaskóm í útliti en eru léttari og hægt er að beygja þá meira fram þegar gengið er upp. Þetta auðveldar uppgönguna, en þegar renna á sér niður er skón- um læst í ákveðinni stellingu og gefa þeir þá mun þyngri hefðbundnum skíðaskóm lítið eftir.“ Aðspurður um töfra fjallaskíða segir Tómas að þau opni nýja vídd í fjallamennsku. „Hægt er að komast lengri vega- lengdir en ef farið er gangandi. Síðan er skíðabunan niður yfirleitt ógleym- anleg, sem mörgum finnst ekki ánægjulegasti hlutinn í gönguferð- um, þegar álag á hné, ökkla og mjaðmir gerir mest vart við sig. Fjallaskíði eru nefnilega frá læknis- fræðilegu sjónarmiði góð fyrir líkam- ann, bæði upp og niður. Það er helst ef bera þarf skíðin langt að snjórönd sem maður saknar þess að hafa ekki hefðbundna gönguskó undir fótum. En það gleymist vitanlega um leið þegar skíðað er niður. Síðan er minni hætta á að lenda í sprungum á fjalla- skíðum en gangandi því skíðin dreifa álaginu.“ Nauðsynlegt námskeið Hvers vegna þarf fólk að fara á námskeið í þessu? „Það er hægt að læra ýmislegt af okkur sem höfum verið í þessu lengi, bæði hvað varðar útbúnað og tækni en ekki síður er það keppikefli okkar að gæta öryggis og kenna þátttak- endum á öryggisútbúnað. Við erum alltaf með ýli, skóflu og snjóflóða- stöng meðferðis en reynum auðvitað að forðast að þurfa að nota slíkan út- búnað. Það gerum við með því að stúdera leiðina í þaula og veðurspá. Auk þess erum við alltaf með í ferð- unum aðstoðarfararstjóra sem er með sprungubjörgunarréttindi, en sem betur fer höfum við ekki enn þurft að láta reyna á þá reynslu þeirra. Allir fararstjórarnir eru búnir gps-tæki því veður getur breyst skyndilega á jöklum. Loks má nefna góðan félagsskap í þessum ferðum, en þessir hópar eru yfirleitt afar sprækir og ekki vesen á fólki,“ segir Tómas. – Hvers vegna er fjallaskíða- mennska góð fyrir hjartað? „Þetta er frábær hreyfing því þarna reynir bæði á neðri útlimi og hendur. Hjartaþjálfun eins og hún gerist best – eins og gönguskíði „á sterum“, en gönguskíðamennska er einmitt sú hreyfing sem er hvað öfl- ugust þegar kemur að þrekþjálfun og gönguskíðamenn sennilega þeir íþróttamenn/konur sem eru í besta þrekinu af öllu íþróttafólki.“ – Er þetta ekkert hættulegt? „Það eru vissulega hættur á háum fjöllum og ekki síst jöklum, en við leggjum mikla áherslu á öryggi þátt- takenda. Sem betur fer hafa þessar ferðir hingað til gengið án slysa – sem er ótrúlegt því margar ferðanna eru mjög krefjandi og brekkurnar brattar.“ – Hvað þarftu að hafa til að bera til að vera góður á fjallaskíðum? „Fyrst og fremst að vera vanur á svigskíðum en síðan þarf að vera í góðu grunnformi, t.d. úr hlaupum, sundi eða öðrum íþróttagreinum sem krefjast þols. Þá er mikilvægt að kunna að lesa í aðstæður og veður.“ – Hvert er þitt uppáhaldsnesti á fjöllum? „Það eru flatkökur með soðnu eggi. Er alltaf með nokkrar slíkar og svo orkudrykk og svo oft kaffi í létt- um brúsa.“ Fjallaskíða- mennska sérlega góð fyrir líkamann Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir hefur staðið fyrir vinsælum fjallaskíðanámskeiðum sem haldin eru hjá Ferðafélagi Íslands. Hann segir að fjallaskíðamennska sé mjög góð fyrir líkamann og auðvitað hjartað. Marta María | mm@mbl.is Tómas segir það sé gott fyrir heilsuna og sálina að stunda fjallamennsku. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir. Fólk þarf að vera í góðu líkamlegu formi til að stunda fjallaskíðamennsku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.