Morgunblaðið - 07.02.2019, Side 3

Morgunblaðið - 07.02.2019, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 3 Spennandi sumarstörf hjá traustu fyrirtæki Alcoa hefur verið leiðandi í áliðnaði frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1888 og álver Fjarðaáls við Reyðarfjörð er meðal þeirra fullkomnustu í heiminum. Öryggi er í fyrirrúmi og mikið er lagt upp úr góðum aðbúnaði starfsmanna, öflugu félagsstarfi og stuðningi við samfélagið. Umsóknarfrestur er til og með miðvikudeginum 20. febrúar. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst. Umsóknir eru trúnaðarmál og verður þeim öllum svarað. Alcoa Fjarðaál leitar að góðu fólki til sumarafleysinga í álverinu við Reyðarfjörð. Um er að ræða framleiðslustörf á þrískiptum átta tíma vöktum í kerskála, skautsmiðju og steypu- skála Fjarðaáls. Sumarstarfsmenn þurfa að geta unnið samfellt í að minnsta kosti tvo og hálfan mánuð. Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri, hafa gild ökuréttindi og hreint sakavottorð. Almennar hæfniskröfur Sterk öryggisvitund og árvekni Dugnaður og vilji til að takast á við krefjandi verkefni Heiðarleiki og stundvísi Lipurð í samskiptum og vilji til að vinna í teymi Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um störfin. Frekari upplýsingar veitir mannauðsteymi Fjarðaáls í síma 470 7700 eða í gegnum netfangið fjardaal@alcoa.com. Hægt er að sækja um sumarstarf hjá Fjarðaáli á www.alcoa.is. • • • • SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Mannauðsstjóri Stofnfisks tilheyrir mannauðsteymi Benchmark í Bretlandi og vinnur með þeim að innleiðingu mannauðsstefnu félagsins auk þess að bera ábyrgð á öðrum mannauðsmálum Stofnfisks. Mannauðsstjóri hefur aðsetur á skrifstofu Stofnfisks í Hafnarfirði en mun ferðast milli starfsstöðva fyrirtækisins á Íslandi auk þess sem gera má ráð fyrir ferðalögum erlendis. MANNAUÐSSTJÓRI Helstu verkefni • Ráðgjöf og stuðningur til stjórnenda og starfsmanna vegna mannauðsmála • Innleiða gildi og menningu Benchmark hjá Stofnfiski • Innleiðing og eftirfylgni mannauðsstefnu • Umsjón með ráðningum og nýliðaþjálfun • Umsjón með þjálfunar- og starfsþróunarmálum • Aðstoð við launasetningu og þróun launa • Önnur tengd verkefni Hæfniskröfur • Farsæl starfsreynsla á sviði mannauðsmála • Háskólamenntun á sviði viðskipta og/eða mannauðsmála kostur • Góð þekking á íslenskum vinnurétti og viðskiptaháttum • Starfsreynsla erlendis frá eða frá alþjóðlegu fyrirtæki er kostur • Framúrskarandi enskukunnátta, geta til að tjá sig í ræðu og riti á ensku • Frumkvæði, metnaður og framúrskarandi samskiptafærni • Góð færni í tímastjórnun og forgangsröðun verkefna Nánari upplýsingar veitir: Inga S. Arnardóttir inga@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf, hvoru tveggja á ensku. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar nk. Stofnfiskur er stærsti framleiðandi laxahrogna á Íslandi og er leiðandi í kynbótarannsóknum fyrir fiskeldi en býður jafnframt upp á hrognaframleiðslu, kynbætur fyrir fiskeldi, rannsóknir og ráðgjöf. Fyrirtækið var stofnað árið 1991 og selt til breska líftæknifélagsins Benchmark Holdings plc. árið 2014. Hjá Stofnfiski starfa um 70 starfsmenn og eru skrifstofur félagsins í Hafnarfirði en aðrar starfsstöðvar eru við Kalmannstjörn, Vogavík, Hafnir og í Kollafirði. Nánari upplýsingar á www.stofnfiskur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.