Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 4

Morgunblaðið - 07.02.2019, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2019 Alcoa hefur verið leiðandi í áliðnaði frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1888 og álver Fjarðaáls við Reyðarfjörð er meðal þeirra fullkomnustu í heiminum. Öryggi er í fyrirrúmi og mikið er lagt upp úr góðum aðbúnaði starfsmanna, öflugu félagsstarfi og stuðningi við samfélagið. Alcoa Fjarðaál leitar að hæfileikaríkum hugbúnaðarsérfræðingi til starfa í framleiðsluþróunar- og upplýsingatækniteymi. Í teyminu vinnur fjölbreyttur hópur sérfræðinga í straumlínustjórnun, verkefnastjórnun og upplýsingatækni að stöðugri þróun á framleiðslu fyrirtækisins. Ábyrgð og verkefni Innleiðing stafrænna lausna í framleiðslu Verkefnastjórnun við þróun nýrrar virkni og kerfa Rekstur framleiðslukerfa Umsjón með kerfis- og gagnahögun framleiðslukerfa Skýrslugerð og úrvinnsla gagna Ráðgjöf og þjónusta við notendur Hæfniskröfur B.Sc. í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegt nám Fimm ára reynsla af þróun og rekstri upplýsingakerfa æskileg Hagnýt þekking á gagnagrunnum og gagnagrunnsforritun Menntun og/eða reynsla á sviði verkefnastjórnunar Greiningarhæfileikar, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð Miklir samskiptahæfileikar og þjónustulund Enskukunnátta Í samræmi við jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls og lög nr. 10/2008 eru konur hvattar til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar. Umsóknir eru trúnaðarmál og er þeim öllum svarað. Frekari upplýsingar veitir María Ósk Kristmunds- dóttir, framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, upplýsingatækni og fjárfestinga, maria.kristmundsdottir@alcoa.com. Umsóknum skal skilað ásamt ferilskrá á www.alcoa.is • • • • • • • • • • • • • Sérfræðingur í upplýsingakerfum framleiðslu Ný tækifæri, nýjar áskoranir! www.hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.