Morgunblaðið - 27.02.2019, Side 2

Morgunblaðið - 27.02.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 RAFVÖRUR ehf Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Sorpkvarnir í vaska rafvorur.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég átti alls ekki von á því að verða hundrað ára. Ég átti frekar von á því að ég myndi látast á miðjum aldri því ég var alltaf með magasár og vesen á þeim árum. En ég náði mér þokkalega af því af aldrinum að dæma. Það er alveg ótrúlegt,“ sagði Líney Guðmundsdóttir, sem fagnar 100 ára afmæli í dag. Hún er mjög ern og heldur heimili í íbúð sinni í einbýlishúsi á Hval- eyrarholtinu í Hafnarfirði. Á efri hæðinni býr dótturdóttir hennar með sinni fjölskyldu. Líney kvaðst vera við þokkalega heilsu og sjá um sig með aðstoð. Hún eldar nema þegar dóttir hennar færir henni mat. Líney hefur góða sjón og les Morg- unblaðið daglega og hefur mjög gaman af að leysa krossgátuna. Það er heilaleikfimin hennar. Þar til fyrir nokkrum árum gekk hún upp og nið- ur tröppur við húsið til að halda lík- amanum í þjálfun. En hverju þakkar hún að hafa náð svo háum aldri? „Það er náð Guðs í lífi mínu. Það fylgir því traust að trúa. Það er sannarlega reynsla mín,“ svaraði Líney. Hún man fyrst eftir sér átta ára gamalli, árið sem pabbi hennar, Guð- mundur Jónsson, dó 33 ára gamall. Sú reynsla er Líneyju ógleymanleg. Þau áttu heima á Austara-Hóli í Fljótum. Móðir hennar, Ólöf Anna Björnsdóttir, stóð þá uppi ein með þrjú ung börn og hafði áður misst tvo unga drengi. Líney fór í fóstur hjá frændfólki sínu að Reykjarhóli í Fljótum. „Þar ílengdist ég,“ sagði Líney og hló við. Á Reykjarhóli kynntist hún manninum sínum tilvonandi, Árna Eiríkssyni. Þau gengu í hjónaband og tóku við búskap á Reykjarhóli. Líney og Árni eignuðust tvö börn, Ester og Guðmund Hauk, og ólu upp fóstursoninn Benedikt Frímanns- son. Þar kom að þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur árið 1962. „Við ákváðum að hætta að búa. Ég var búin að vera lasin og af og til á sjúkrahúsum vegna magans. Það spilaði inn í líka að við fluttum,“ sagði Líney. Þau bjuggu lengi á Bergþórugötu 25 og Árni fékk vinnu hjá Trésmiðjunni Völundi. Hann lést árið 1967 á 62. aldursári. En hvað skyldi Líneyju vera efst í huga þeg- ar hún lítur um öxl yfir langa ævi? „Það er vernd Guðs yfir lífi mínu. Ég hef fundið fyrir henni. En þetta er allt að láni,“ sagði Líney. Hún hélt upp á níræðisafmælið og fékk þá fjölda gesta og á 99 ára af- mælinu í fyrra var fullt hús af gestum. „Það ætti að duga,“ sagði Líney. Hún ætlaði að taka það ró- lega í dag og vera að heiman. Morgunblaðið/RAX 100 ára Líney Guðmundsdóttir ólst upp í Fljótunum og bjó þar þangað til fjölskyldan flutti suður til Reykjavíkur. Það fylgir því traust að trúa  Líney Guðmundsdóttir, 100 ára, heldur enn heimili Suðvestanstormurinn sem Veðurstofan hafði varað við skall á Austurlandi af miklum þunga í gær. Mældist mesti vindurinn á Hornafirði, 31 metri á sekúndu, og mestu hviðurnar 41 metri á sekúndu, samkvæmt athugunum Veðurstof- unnar um tíuleytið í gærmorgun. Tjörvi Óskarsson, ritstjóri Eystrahorns, segir að mesti stormurinn hafi gengið yfir fyrir hádegi, en að vel hvasst hafi verið fram á kvöld. Var að sögn Tjörva nánast ekki hægt að vera úti við meðan verstu hviðurnar gengu yfir. Foreldrar sóttu börnin sín úr skóla á bílum og enginn fékk að fara úr skólanum nema hann væri sóttur. „Svo var mikið að fjúka af lausum hlutum, öskutunnum og þess háttar,“ segir Tjörvi og bætir við að þakplötur hafi losnað af nokkrum húsum í bænum, meðal annars fiskimjölsverk- smiðjunni, sem í daglegu tali kallast Bræðslan. Fóru björgunarsveitir og festu þök niður á húsum víða um land þar sem þess var þörf, meðal annars á Hornafirði, Stokkseyri og í Vestmannaeyjum, en einnig var tilkynnt um lausamuni á ferð á Djúpavogi og víðar. Þá var rokið svo mikið að klæðning fauk af veginum við jarðgöngin við Almannaskarð. Jens Olsen, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar, segir að félagið hafi sinnt tæp- lega 20 verkefnum vegna óveðursins í gær og tóku um 25 manns þátt í þeim. Rúður brotnuðu í að minnsta kosti fimm bílum vegna óveðurs- ins, en í einum þeirra voru tveir ferðamenn á leiðinni frá Höfn til Egilsstaða. Komust þeir hvorki afturábak né áfram rétt hjá Hvalnesi milli Djúpavogs og Hafnar, auk þess sem rúða brotnaði í bílnum sem gerði vistina þar heldur kuldalega. Sáu meðlimir í Björgunarfélagi Hornafjarðar og Björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi um að færa fólkið til Hafnar. sgs@mbl.is Aftakaveður á Austurlandi  Stormurinn náði rúmlega 30 metrum á sekúndu þegar verst lét  Þakplötur og annað lauslegt fauk Ljósmynd/Björgunarfélag Hornafjarðar Útkall Rokið var svo mikið að klæðningin fauk í gær af vegi við jarðgöngin um Almannaskarð. Eystrahorn/Tjörvi Óskarsson Stormur Björgunarsveitir þurftu m.a. að festa þakið á Vélsmiðju Hornafjarðar niður í óveðrinu. Þingmennirnir Karl Gauti Hjalta- son og Ólafur Ísleifsson sátu fyrsta þingflokksfund sinn með Miðflokknum í gær, en tilkynnt var fyrir helgi að þeir hygðust ganga í flokkinn. Þá var einnig til- kynnt að Miðflokkurinn myndi óska eftir því að kosið yrði upp á nýtt í nefndir þingsins í ljósi nýrra hlutfalla flokkanna á þingi. Gunn- ar Bragi Sveinsson, þingflokks- formaður Miðflokksins, segir að það mál sé á byrjunarstigi, þar sem vistaskipti Karls Gauta og Ólafs hafi ekki átt sér formlega stað fyrr en í gær. „Við munum að sjálfsögðu óska eftir því að það verði skipað á ný í nefndir í ljósi þess að flokkurinn er orðinn stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, en það ræðst af viðbrögðum hinna flokkanna hver næstu skref verða ef menn taka ekki vel í þá ósk,“ segir Gunnar Bragi. Fyrsta skrefið verði alltaf að formenn og þingflokksmenn stjórnarand- stöðuflokkanna setjist niður og ræði saman, og á Gunnar Bragi von á að það muni gerast á allra næstu dögum. Hann segir að- spurður allt of snemmt að íhuga hvernig ný nefndaskipan yrði og í hvaða nefnd flokkurinn fengi for- mennsku. Fyrst þurfi að sjá hvort samkomulag náist. „Það er hins vegar ljóst að ef Alþingi á að endurspegla styrk þingflokka og stærð þeirra, þá þarf þetta að breytast.“ sgs@mbl.is Ræðast við á næstunni  Fyrsti formlegi þingflokksfundurinn Gunnar Bragi Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.