Morgunblaðið - 27.02.2019, Side 27

Morgunblaðið - 27.02.2019, Side 27
Tónlistarráði Íslands 1999-2007 og formaður 2005-2007, var í Norræna félaginu á Íslandi 2002 -2009, vara- formaður 2003-2005 og formaður 2005-2009, formaður stjórnar Kirkju- bæjarstofu, rannsókna- og menn- ingarseturs 2007-2010, formaður rekstrarstjórnar Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Klausturhóla 2007- 2010 og varaformaður stjórnar Vina Vatnajökuls 2009-2015. Bjarni hefur verið fulltrúi Íslands á fjölmörgum ráðstefnum og sér- fræðifundum víða um lönd um óperu- starfsemi, listmenntun, hönnun, hönnunarmenntun, kennaramenntun og rannsóknir í menntamálum. Hann hefur einnig komið fram fyrir hönd Norðurlandanna við fjöldamörg tækifæri í mörgum löndum. Hann var eigandi og vert í Sjávarpakkhús- inu, sumarveitingastað í Stykkis- hólmi 2000-2005. „Ég hætti að vinna þegar ég var 68 ára og elti konuna mína til Lúxem- borgar þar sem hún var að vinna en við erum nýkomin heim þaðan. Núna er ég farinn að mála svolítið, hef enga framadrauma á því sviði en er þó far- inn að huga því að halda sýningu. Ég fór aðeins að fikta við að mála fyrir tíu árum en þá hafði liðið langur tími frá því ég málaði síðast. Ég ætlaði mér samt alltaf að verða skúlptúristi en endaði á bak við skrifborðið.“ Þegar Bjarni lítur til baka er hann þó mjög sáttur við starfsferilinn. „Ég er búinn að koma víða við og satt að segja hefur allt verið skemmtilegt og spennandi. Kannski var eftir- minnilegast að vera óperustjóri. Það var allur pakkinn þar.“ Fjölskylda Eiginkona Bjarna er Valgerður Gunnarsdóttir Schram, f. 26.10. 1950, sjúkraþjálfari og lýðheilsuræðingur. Foreldrar hennar voru Rannveig G. Ágústsdóttir, f. 1925, d. 1996, fram- kvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, og Gunnar G. Schram, f. 1931, d. 2004, prófessor. Börn Bjarna og Valgerðar eru 1) Dýrleif, f. 1970, heimspekingur og kennari í Albany, New York-ríki, BNA; maki: Peter Matsuo, eðlis- fræðingur og framkvæmdastjóri, börn: Valgerður Þóroddsdóttir, ljóð- skáld og útgefandi, Bjarni Þórodds- son, stjórnmálafræðingur og verk- efnastjóri í Ráðhúsi Reykjavíkur, Benjamín Matsuo, og Ísak Matsuo; 2) Finnur, f. 1973, óperusöngvari, bús. í Lewes, S-Englandi, maki: Sally Matthews óperusöngkona, börn: Óð- inn Finnsson Bell; Íris Matthews Finnsdóttir og stjúpdóttir hans er Grace Watmough; 3) Daníel, f. 1979, tónskáld og hljómsveitarstjóri, maki: Elísabet Alma Svendsen listfræð- ingur, börn: Ríkharður Daníelsson og Bjarni Daníelsson. Systkini Bjarna eru Guðný Daní- elsdóttir, f. 1939, læknir; Friðrik Daníelsson, f. 1947, verkfræðingur, og hálfbróðir samfeðra er Hörður Rafn Daníelsson, f. 1934, ljósmynd- ari. Foreldrar Bjarna voru hjónin Daníel Á. Daníelsson, f. 21.5. 1902, d. 22.11. 1995, læknir á Dalvík, og Dýr- leif Friðriksdóttir, f. 14.10. 1906, d. 18.6. 1994, ljósmóðir og húsfreyja á Dalvík. Úr frændgarði Bjarna Daníelssonar Bjarni Daníelsson Finnur Daníelsson togaraskipstjóri áAkureyri Guðný aníelsdóttir æknir í Rvík D l Daníel Ágúst Haraldsson söngvari í GusGus Guðný Guðnadóttir húsfreyja á Kirkjubóli Finnur Eiríksson bóndi á Kirkjubóli í Valþjófsdal, Önundarfirði Guðný Kristín Finnsdóttir húsfreyja í Önundarfirði, á Suðureyri, Ísafirði og í Rvík Daníel Bjarnason hákarlaskipstjóri í Önundarfirði, síðar skipasmiður á Suðureyri og Ísafirði, síðast í Rvík Guðrún Björnsdóttir húsfreyja í Tannanesi Bjarni Jónsson bóndi í Tannanesi í Önundarfirði Daníel Á. Daníelsson læknir á Dalvík Dýrleif Friðriksdóttir ljósmóðir á Dalvík Friðrik Sæmundsson bóndi á Efri-Hólum og víðar í Núpasveit Þórný Jónsdóttir húsfreyja í Narfastaðaseli Sæmundur Jónsson bóndi í Narfastaðaseli í Reykjadal, S-Þing. Dýrleif Kristjánsdóttir húsfreyja á Syðri-Brekkum Guðrún Halldórsdóttir ljósmóðir í Núpasveit Þórný Friðriksdóttir skólastj. Húsmæðrask. á Hallormsstað alldóra Friðriksdóttir kennari í Rvík HGuðrún Sigurðardóttir úsfreyja á Hallormsstaðh S.Björn Blöndal gítarleikari í Ham og fv. borgarfulltrúi óhann Friðriksson orstjóri Kápunnar J f Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastj. Landakotsskóla Sæmundur Friðriksson frkvstj.Bændahallarinnar Guðrún Sigríður Friðriksdóttir kennari áAkureyri Kristján Friðriksson forstjóri ÚltímaGuðrún Kristjánsdóttirmyndlistarmaður Karl Björnsson frkvstj. Sambands ísl. sveitarf. Björn Þórhallsson formaður VR og varaforsetiASÍ Margrét Friðriksdóttir húsfr. á Kópaskeri Guðrún Stefánsdóttir arkitekt Svanhvít Friðriksdóttir háskólalektor Halldór Guðbrandsson bóndi á Syðri-Brekkum á Langanesi ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2019 Kjartan Ólafsson fæddist 27.febrúar 1919 á Krosshóli íSvarfaðardal. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Sigurðsson, f. 1891, d. 1952, bóndi á Krosshóli og í Syðra-Holti, og Kristjana Jónsdóttir, f. 1882, d. 1970, húsfreyja. Foreldrar Ólafs voru hjónin Sigurður Ólafsson, bóndi á Krosshóli, og Júlía Runólfs- dóttir. Foreldrar Kristjönu voru Jón Halldórsson, bóndi og smáskammta- læknir á Hofsá og víðar í Svarfaðar- dal, og Helga Guðmundsdóttir, bú- stýra Jóns. Kjartan vann að búi foreldra sinna, uns hann lauk gagnfræðaprófi 1939 frá Menntaskólanum á Akureyri eftir tveggja vetra skólasetu þar. Hann stundaði síðan daglaunastörf á sumr- um við höfnina í Reykjavík og víðar meðan hann var í menntaskóla og há- skóla. Hann lauk stúdentsprófi utan- skóla frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1942 og læknaprófi frá Háskóla Islands árið 1952. Nám í menntaskóla og háskóla hafði þá dregist á langinn vegna fjárskorts. Kjartan hafði þá einnig fyrir heim- ili að sjá því að árið 1949 hafði hann kvænst Klöru Kristinsdóttur, f. 21.10. 1922, d. 2.1. 2010, hjúkrunarkonu. Börn þeirra eru Þorsteinn, f. 1950, Ólafur Kristinn, f. 1954, og Þórunn Sólveig, f. 1955. Kjartan starfaði fyrst á ýmsum stöðum við læknisstörf, t.d. á sjúkra- húsum í Reykjavík og á Blönduósi. Hann var læknir við ameríska sjúkra- húsið á Keflavikurflugvelli 1954-1956, og lagði þá jafnframt stund á tann- læknanám við HÍ sem hann lauk 1957. Sama ár varð hann læknir á Seyðisfirði og stundaði jafnframt tannlækningar víða á Austurlandi. Hann tók við stöðu héraðslæknis á Seyðisfirði 1968. Kjartan sat í bæjarstjórn Seyðis- fjarðar frá 1962 til dauðadags og var þekktur fyrir dugnað sinn og ósér- plægni bæði í læknastörfum sínum og sveitarstjórnarmálum. Kjartan fékk kransæðastíflu 13. desember 1973 og lést sama dag. Merkir Íslendingar Kjartan Ólafsson 100 ára Líney Guðmundsdóttir 95 ára Brynhildur Jónsdóttir 90 ára Sigríður S. Guðmundsdóttir Þorgeir Þorkelsson 85 ára Erla Eggertsdóttir Guðrún M. N. Friðriksdóttir Jónína Sigurðardóttir Ólafía Jóhanna Bjarnadóttir 80 ára Einar Hilmar Jónmundsson Kristín Valtýsdóttir Oddný Guðfinna Jóhannsd. 75 ára Alexander Georg Árnason Auður Sigurðardóttir Ásgrímur Ingi Ingólfsson Guðlaug Steingrímsdóttir Jóhann Jóhannsson Jóna Steinunn Sveinsdóttir 70 ára Bjarni Daníelsson Guðrún Kristjánsdóttir Katrín Gísladóttir Margrét Anna Hjaltadóttir Ragna Fossberg Ragnheiður Hauksdóttir Sveinbjörn Kr. Stefánsson Þorvaldur Kristjánsson 60 ára Anna B. Steindórsdóttir Aree Naxdontree Ásdís Einarsdóttir Bryndís Guðjónsdóttir Guðmundur B. Kristinsson Haukur Emilsson Helga Margrét Björnsdóttir Ingigerður Arnljótsdóttir Jarle Reiersen Jón Einarsson Kristín Magnúsdóttir Óskar Baldursson Bech Páll Brynjarsson Rósa Hansen Sigurður Þorri Sigurðsson Sigurgeir E. Jóhannsson Sigurjón Helgi Hjelm 50 ára Arnar Tryggvason Ecaterina Vilceanu Guðni G. Borgarsson Hlynur Sigmarsson Jón Auðun Sigurjónsson Kristján B. Thorlacius Kristján Garðarsson Maríanna Garðarsdóttir Svandís Guðmundsdóttir 40 ára Benedikt Viðarsson Eðvarð Árni Kjartansson Emma Ann Shannon Ester Jóhannesdóttir Ester Marít Arnbjarnard. Gintaras Rutkauskas Jessica Faustini Aquino Pedro N.F.M. Peneiras Sigríður Björnsdóttir Arnar Sigurrós Jónasdóttir 30 ára Arnar Friðrik Albertsson Ásta Kristín Svansdóttir Daniel Tytla Elías Sæbjörn Eyþórsson Ernir Skorri Pétursson Ingvi Már Gíslason Jan Budka Jóna Sigríður Halldórsd. Jurgita Mazeikaité Kristrún Anna Óskarsdóttir Sigurlaug Arna Sævarsd. Þórdís Hrund Þórðardóttir 40 ára Árni er frá Súðavík en býr á Akureyri. Hann er vinnslurafvirki hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa. Maki: Margrét Sonja Við- arsdóttir, f. 1974, vinnur hjá Skíðaþjónustunni. Börn: Kara Margrét, f. 2009, Maron Már, f. 2012, og Lovísa Mía, f. 2014. Foreldrar: Skafti Jóhanns- son, f. 1960, smiður í Mos- fellsbæ, og Ragnheiður Árnadóttir, f. 1961, rekur gistiheimili á Laugum. Árni Kristinn Skaftason 30 ára Bryndís er úr Kópavogi en býr í Hafnar- firði. Hún er vaktstjóri í flugumsjón hjá Wow air. Maki: Finnbogi Árnason, f. 1988, smiður hjá ÞG verki. Dóttir: Snædís Lilja, f. 2015. Foreldrar: Pétur Arnar- son, f. 1956, flugstjóri hjá Icelandair, og Magnea Lilja Haraldsdóttir, f. 1958, bókari hjá ÁTVR. Þau eru bús. í Kópavogi. Bryndís Pétursdóttir 40 ára Lena er Breiðhylt- ingur, er með BS í ferða- málafr. og viðskiptafr. og vinnur hjá Sensa. Maki: Vignir Daði Val- geirsson, f. 1976, rafvirkja- meistari og eigandi RBM. Börn: Valgeir Nils, f. 2002, Hulda Hanna, f. 2006, og Óliver Atli, f. 2011. Foreldrar: Nils Nilsen, f. 1943, d. 2015, og Edda Hulda Waage, f. 1946, d. 2015. Lena Hulda Nilsen Til hamingju með daginn DRAUMAEIGN Á SPÁNI Nánar á www.spanareignir.is ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR Aðalheiður Karlsdóttir Löggiltur fasteignasali adalheidur@spanareignir.is Sími 893 2495 Ármúla 4-6, Reykjavík Karl Bernburg Viðskiptafræðingur karl@spanareignir.is Sími 777 4277 Ármúla 4-6, Reykjavík 2-3 svefnherbergi 2 baðherbergi Flott hönnun, vandaður frágangur Frábært útsýni Geymsla og stæði í bílakjallara Hægt að velja um tilbúnar íbúðir eða íbúðir í byggingu Alg jör paradís fyrir golfara Verð frá 32.700.000 iskr. (246.000 evrur, gengi 1evra/133 Ikr) Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001 GLÆSILEGAR LÚXUSÍBÚÐIR Las Colinas margverðlaunað sem eitt besta golfsvæðið á Spáni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.