Morgunblaðið - 19.02.2019, Side 3
Bikarmeistarar Fram áttu greiða
leið í undanúrslit Coca Cola-bikars
kvenn, bikarkeppni HSÍ, í gærkvöldi
þegar liðið vann Selfoss, 34:22, í Iðu
á Selfossi. Sigurinn var jafnvel enn
öruggari en úrslitin gefa til kynna.
Framliðið tók leikinn föstum tök-
um í upphafi og skoraði 12 af fyrstu
13 mörkunum. Að loknum fyrri hálf-
leik var munurinn 12 mörk, 17:5,
Fram í vil.
Eins og gefur að skilja var það
nánast formsatriði fyrir Framara að
vinna leikinn þótt liðið slakaði nokk-
uð á klónni þegar á leið hálfleikinn.
Steinunn Björnsdóttir og Þórey
Rósa Stefánsdóttir voru markahæst-
ar í liði Fram með átta mörk hvor.
Karen Knútsdóttir skoraði fjögur
mörk. Annars dreifðist markaskorun
liðsins vel, ellefu af tólf tókst að
skora mark.
Harpa Sólveig Brynjarsdóttir,
Katla María Magnúsdóttir og Perla
Ruth Albertsdóttir skoruðu fjögur
mörk hver fyrir Selfossliðið.
Greið leið í undanúrslit hjá
bikarmeisturum Fram
Eitt
ogannað
Handknattleiksdómararnir Anton
Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson
dæmdu leik Paris SG og Zagreb í B-
riðli Meistaradeildar Evrópu í hand-
knattleik karla á sunnudaginn. Leik-
urinn fór fram í París og lauk með sigri
heimaliðsins, 33:28. Þetta er fimmti
leikurinn sem Anton og Jónas dæma í
Meistaradeild karla á þessari leiktíð.
Leonard Sigurðsson, knatt-
spyrnumaður frá Keflavík, er genginn
til liðs við úrvalsdeildarlið Fylkis. Leon-
ard, sem er 22 ára sóknarmaður, lék 17
leiki fyrir Keflavík í Pepsi-deildinni í
fyrra og á alls 30 leiki þar að baki með
liðinu.
Vicente Car-
rasco og Ólafur
Helgi Hreinsson
voru sæmdir gull-
merku Karate-
sambands Íslands
á karateþingi sem
haldið var um
liðna helgi. Báðir
hafa þeir unnið öt-
ullega að vexti og viðgangi karateí-
þróttarinnar hér á landi í ríflega þrjá
áratugi.
Ekki var farið rétt með nöfn verð-
launahafanna í svigi karla á heims-
meistaramótinu í alpagreinum í
blaðinu í gær. Á eftir heimsmeist-
aranum, Marcel Hirscher frá Aust-
urríki, komu tveir landar hans, Mich-
ael Matt og Marco Schwarz. Frakkinn
Alexis Pinturault varð hinsvegar
fjórði.
Kristófer Óskar Óskarsson, 18 ára
knattspyrnumaður úr Fjölni, er til
reynslu hjá danska liðinu Vejle þessa
dagana. Kristófer kom inn í meist-
araflokkshóp Fjölnis síðasta sumar og
skoraði sigurmark gegn Íslandsmeist-
urum Vals í Reykjavíkurmótinu í síð-
asta mánuði.
Knattspyrnumað-
urinn Ari Leifsson hefur
framlengt samning
sinn við Fylki en
þetta staðfesti félag-
ið í tilkynningu sem
það sendi frá sér í
gær. Ari er tví-
tugur mið-
vörður sem er
uppalinn í Ár-
bænum en
samningurinn
gildir til ársins
2021. AFP
Leikbann Virgil van Dijk miðvörður Liverpool
missir af leiknum gegn Bayern í kvöld.
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. FEBRÚAR 2019
Kevin Durant, leikmaður Golden State Warriors,
bandarísku meistaranna í körfuknattleik, var valinn
besti leikmaðurinn í Stjörnuleik NBA sem fór fram í
Charlotte í fyrrinótt. Durant skoraði 31 stig og tók 7
fráköst fyrir „Lið LeBron“ sem sigraði „Lið Giann-
is“ í fjörugum leik, 178:164. Durant sýndi góð tilþrif
allan tímann og sérstaklega í fjórða leikhluta þegar
lið hans tryggði sér sigurinn. Þetta er í annað skipti
sem Durant hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun en hann
var einnig kjörinn bestur í Stjörnuleiknum árið
2012.
Giannis Antetokounmpo, Grikkinn kraftmikli, var
ásamt LeBron James kjörinn til að fara fyrir lið-
unum tveimur í leiknum. Hann átti stórleik og skor-
aði 38 stig, sem hefði væntanlega tryggt honum
nafnbótina besti leikmaðurinn, hefði lið hans borið
sigur úr býtum. Giannis, sem er 24 ára leikmaður
Milwaukee Bucks og lék sinn þriðja Stjörnuleik, tók
11 fráköst og tróð boltanum 10 sinnum í körfuna hjá
LeBron og félögum. Sjálfur náði LeBron sér ekki á
strik fyrr en á lokakafla leiksins en hann endaði með
19 stig. vs@mbl.is
Durant sá besti
í annað skipti
AFP
Reyndur Kevin Durant lék sinn tíunda Stjörnuleik
og var valinn bestur í annað skipti.
Rakel Hönnudóttir og liðsfélagar hennar í
enska knattspyrnuliðinu Reading mæta Man-
chester United í átta liða úrslitum ensku bik-
arkeppninnar en dregið var í gær. Reading
lagði Birmingham í sextán liða úrslitum
keppninnar um helgina, 2:1, og skoraði Rakel
sigurmark leiksins.
Rakel samdi við Reading í síðasta mánuði og
hefur skorað þrjú mörk í þremur leikjum fyrir
félagið, þrátt fyrir að hafa byrjað á bekknum í
þeim öllum. Dráttinn í 8-liða úrslitum ensku
bikarkeppninnar er sem hér segir:
Reading – Manchester United
Aston Villa – West Ham
Durham – Chelsea
Manchester City – Liverpool.
Rakel mætir Man. Utd
Rakel
Hönnudóttir
Zinedine Zidane, fyrrverandi knattspyrnu-
stjóri Real Madrid, er orðaður við stjórastöð-
una hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea
þessa dagana. Zidane lét af störfum hjá Real
Madrid síðasta sumar eftir að hafa stýrt Real
Madrid til sigurs í Meistaradeild Evrópu,
þriðja árið í röð.
Maurizio Sarri tók við stjórnartaumunum
hjá Chelsea síðasta sumar af Antonio Conte en
liðið fór mjög vel af stað undir stjórn Sarri.
Gengi liðsins hefur hins vegar dalað mikið á
síðustu vikum og liðið tapaði illa fyrir Man-
chester City í ensku úrvalsdeildinni um þarsíðustu helgi, 6:0.
Ekki hefur tapið fyrir hinu Manchester-liðinu í átta liða úrslitum
bikarkeppninnar í gærkvöldi orðið til þess að blási byrlegar fyrir
Ítalanum hjá útgerðinni á Stamford Bridge.
Leysir Zidane Sarri af?
Zinedine
Zidane
Skagamenn hafa bætt við sig sænskum varn-
armanni fyrir baráttuna í fótboltanum í sumar
en þeir endurheimtu sæti sitt í efstu deild eftir
eins árs fjarveru. Þeir hafa samið við sænskan
varnarmann, Marcus Johansson, sem er 25 ára
gamall og var síðasta hálfa árið í röðum Silke-
borg í dönsku B-deildinni.
Johansson, sem er 195 cm á hæð, er uppal-
inn hjá Halmstad og lék með liðinu til loka
tímabilsins 2017, alls 26 leiki í úrvalsdeild og
17 í B-deild. Hann var þá samherji Tryggva
Hrafns Haraldssonar, sem nú er kominn aftur
til ÍA frá Halmstad. Johansson lék fyrri hluta síðasta árs með
Jönköping í B-deildinni en fór þaðan til Silkeborg. Þar átti hann
erfitt uppdráttar vegna meiðsla og náði ekkert að spila með lið-
inu. vs@mbl.is
Svíi í vörnina hjá ÍA
Marcus
Johansson
Á SELFOSSI
Guðmundur Karl
sport@mbl.is
Valsmenn voru í gær fyrstir til þess
að tryggja sér sæti í 4-liða úrslitum
bikarkeppni karla í handbolta með
sannfærandi sigri á Selfyssingum á
útivelli í gærkvöldi, 31:24.
Það var spenna í loftinu fyrir leik-
inn enda tvö af sterkustu liðum Ol-
ísdeildarinnar að mætast. Valsmenn
sýndu strax mátt sinn og megin. Þeir
spiluðu frábæra vörn allan leikinn og
voru virkilega ákveðnir í sókninni.
Allt var undir í þessum leik og Vals-
menn voru mættir austur fyrir fjall til
þess eins að sigra. Miðað við spila-
mennskuna í gærkvöldi verða þeir að
teljast líklegir bikarkandídatar.
Sérstaklega var gaman að fylgjast
með Magnúsi Óla Magnússyni sem
var frábær í fyrri hálfleik og algjör
lykilmaður í sóknarleik Vals. Þá voru
þeir heldur ekki árennilegir í vörninni
bræðurnir Orri og Ýmir Gíslasynir.
Anton Rúnarsson var líka virkilega
öflugur og á lokakaflanum fann
Sveinn Aron Sveinsson fjölina sína.
Selfyssingar hlupu á vegg í gær-
kvöldi og sterkur varnarleikur Vals-
liðsins neyddi heimamenn til þess að
gera ýmislegt erfitt í sókninni, enda
voru töpuðu boltarnir margir. Heima-
menn reyndu að hleypa leiknum upp á
síðustu tíu mínútunum. Neyðarúrræði
sem gekk ekki upp, en eitthvað þurfti
að reyna til þess að ná sigrinum.
Selfyssingar treystu mikið á Hauk
Þrastarson og Elvar Örn Jónsson í
leiknum. Haukur var markahæstur
Selfyssinga og Elvar var sterkur í
vörninni en átti lengst af erfitt í sókn-
inni gegn miðjublokk Vals. Þeir vín-
rauðu eygðu örlitla von þegar tæpar
fimm mínútur voru eftir en fengu þá
þrisvar sinnum brottrekstur á
skömmum tíma og eftirleikurinn var
auðveldur fyrir Val.
Morgunblaðið/Eggert
Markahæstur Anton Rúnarsson var aðsópsmikill hjá Val og skoraði 8 mörk.
Valsmenn sýndu styrk sinn
Léku frábæra vörn gegn leikmönnum
Selfoss sem voru í eltingaleik frá upphafi
Hleðsluhöllin, Coca Cola-bikar
karla, 8-liða úrslit, mánudag 18.
febrúar 2019.
Gangur leiksins: 1:2, 2:5, 5:5, 7:8,
8:10, 9:13, 11:15, 14:17, 16:19,
18:23, 20:26, 24:31.
Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson
7/1, Hergeir Grímsson 4/1, Guðjón
Baldur Ómarsson 4, Elvar Örn
Jónsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 3,
Árni Steinn Steinþórsson 1, Einar
Sverrisson 1, Guðni Ingvarsson 1.
Varin skot: Pawel Kiepulski 9, Al-
exander Hrafnkelsson 1.
Selfoss – Valur 24:31
Utan vallar: 14 mínútur.
Mörk Vals: Anton Rúnarsson 8/3,
Magnús Óli Magnússon 7, Sveinn
Aron Sveinsson 6, Vignir Stef-
ánsson 4, Ýmir Örn Gíslason 3,
Daníel Freyr Andrésson 1, Ásgeir
Snær Vignisson 1, Alexander Örn
Júlíusson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson
11/1.
Utan vallar: 14 mínútur.
Dómarar: Sigurður Hjörtur Þrast-
arson og Svavar Ólafur Pétursson.
Áhorfendur: 575.