Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 2
„Landsliðið hefur verið
risastór hluti af lífinu“
125 Hlynur
Bæringsson
kveður sem
sjötti leikja-
hæsti lands-
liðsmaður Ís-
lands frá
upphafi.
Höfðingjar
Vatnaskil í kvöld þegar Hlynur og Jón Arnór le
tveir áratugir síðan þeir komu inn í liðið Lítið um
„Hlynur er hæglátur strákur sem er alinn upp fyrir utan
borgina og vel utan um hann haldið. Hann sóttist eftir því
sem hann vildi gera og fékk til dæmis að fara til Reykja-
víkur til að æfa körfu með KR þegar hann var að komast á
unglingsár. Hlynur er mjög rólegur utan vallar. Hann er
húmoristi sem er mjög traustur og góður félagi. „Easy
going“ gæi sem er klár einstaklingur og pælir í hlut-
unum. Hann hefur fundið jafnvægi milli alvörunnar og
gleðinnar.
Inni á vellinum og á æfingum er hann duglegasti mað-
ur sem þú getur unnið með. Hann fer í einhvern ham þeg-
ar þangað er komið. Hann er eins og tvær ólíkar persónur,
innan vallar og utan. Það er einkennandi hversu mikill
baráttumaður hann er og ofan á það bætast útsjón-
arsemi og klókindi. Stundum finnst manni hann alveg
fáránlega klókur þegar hann er að kljást við hávaxnari
menn. Þar nýtur hann þess að vera sterkur frá náttúr-
unnar hendi og þyngdarpunkturinn er á réttum stað.
Hann kann að nýta sér það og oft eiga stærri og
breiðari miðherjar ekki möguleika gegn honum á
vellinum,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson sem þjálf-
aði Hlyn hjá Snæfelli þegar liðið varð Íslands- og
bikarmeistari árið 2010 með Hlyn sem fyrirliða.
„Hann er fæddur leiðtogi. Hann hefur fyrirlið-
ann í sér og maður finnur það bara þegar mað-
ur er í kringum hann. Hann heldur ekki lengstu
ræðurnar yfir mönnum en leysir fyrirliða-
hlutverkið mjög vel. Hann fer fyrir mönnum
með því sem hann gerir á æfingum og í leikj-
um,“ sagði Ingi þegar leitað var til hans.
Hlynur fer í einhvern ham
á körfuboltavellinum
INGI ÞÓR ÞJÁLFAÐI HLYN HJÁ SNÆFELLI
„Já mjög. Ég verð að vera hreinskilinn varðandi það,“ sagði Hlynur
þegar Morgunblaðið spurði hann hvort það væri skrítin tilhugsun að
komið væri að leiðarlokum hjá honum og landsliðinu. „Þetta hefur
verið risastór hluti af mínu lífi svo lengi. Lífið hefur verið planað
út frá því hvenær landsliðið er að keppa. Fyrir utan einkalífið þá
hefur þetta hlutverk að vera landsliðsfyrirliði verið stór hluti af
mínu lífi. Það er leiðinlegt að geta ekki spilað landsleiki enda-
laust, nú mun gefast tími til að horfa með stolti til baka.“
Hlynur segir það skipta sig máli að vera ennþá með hlut-
verk í liðinu þegar hann spilar síðasta leikinn. „Menn eru
ekki alltaf dómbærir á eigin getu en ég held að ég hefði
verið valinn í Portúgalsleikinn þótt ekki stæði til að
kveðja. Það er góð tilfinning og ágætt að spila síðasta
leikinn á heimavelli. En ætli maður fari ekki að sjá eft-
ir þessari ákvörðun strax í sumar,“ sagði Hlynur og
brosti. kris@mbl.is
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
Lið Keflavíkur hreinlega kjöldró lið KR í uppgjöri
tveggja efstu liða Dominos-deildar kvenna í körfu-
knattleik í Keflavík í gærkvöldi þegar þrír leikir af
fjórum í 21. umferð deildarinnar fóru fram. Lokatöl-
ur í Keflavík voru 91:59.
Brittanny Dinkins fór enn einu sinni á kostum í
liði Keflavíkur. Hún skoraði 34 stig. Birna Val-
gerður Benónýsdóttir var næst með 19 stig og
Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 13 stig. Orla
O’Reilly var stigahæst í liði KR með 25 stig og
Kiana Johnson var næst með 20 stig.
Stjarnan vann öruggan sigur á neðsta liði deild-
arinnar, Breiðabliki, 79:56, í Ásgarði. Danielle Vic-
toria Rodriguez var stigahæst hjá Stjörnunni með
14 stig og Bríet Sif Hinrikdsóttir var næst með 13
stig. Sanja Orazovic skoraði 17 stig fyrir lið Breiða-
bliks.
Haukar lögðu Skallagrím með 72 stigum gegn 59 í
Borgarnesi. þar sem gestirnir tryggðu sér sigurinn í
fjórða leikhluta. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði
23 stig fyrir Skallagrím og Eva Margrét Kristjáns-
dóttir var með 24 stig fyrir Hauka. iben@mbl.is
Keflavíkurliðið
kjöldró KR-inga
Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson
Sótt Birna V. Benónýsdóttir sækir að körfu KR þar
sem Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir er til varnar.
Albert Jónsson, Dagur Benediktsson og Kristrún
Guðnadóttir tryggðu sér í gær sæti í aðalkeppninni
á lengri vegalengdum á heimsmeistaramótinu í nor-
rænum greinum skíðaíþrótta sem þá hófst í Seefeld
í Austurríki. Albert varð í þriðja sæti undankeppn-
innar í karlaflokki, þar sem gengnir voru 10 kíló-
metrar, og Dagur í sjötta sæti en tíu bestu komust
áfram og geta keppt í 15 og 30 km göngu á mótinu.
Þeir náðu líka að vera undir punktalágmarki, 140
FIS-punktum, sem þurfti til að fara áfram.
Kristrún Guðnadóttir varð sjöunda í undankeppni
kvenna, þar sem gengnir voru 5 kílómetrar. Hún
náði hinsvegar ekki að vera undir punktalágmark-
inu í kvennaflokki, 180 FIS-punktum, og átti ekki að
komast áfram. Skíðasamband Íslands gerði at-
hugasemd til mótsstjórnar vegna þeirrar niðurstöðu
og úrskurðað var í kjölfarið að tíu efstu í kvenna-
flokki kæmust allar áfram.
Snorri Einarsson og Isak Stianson Pedersen
þurftu ekki að fara í undankeppnina þar sem þeir
höfðu unnið sér inn fullan keppnisrétt fyrir mótið.
vs@mbl.is
Íslendingarnir í
aðalkeppni á HM
Meistaradeild karla
16-liða úrslit, fyrri leikir:
Atlético Madrid – Juventus .................. (0:0)
Schalke – Manchester City................... (2:1)
Staðan í leikjunum þegar blaðið fór í
prentun í gærkvöld. Sjá mbl.is/sport.
Evrópudeild UEFA
32 liða úrslit, seinni leikur:
Sevilla – Lazio........................................... 2:0
Sevilla áfram, 3:0 samanlagt.
Ítalía
Bikar kvenna, 8-liða úrslit, seinni leikur:
Roma – Res Roma.................................... 3:1
Kristrún Rut Antonsdóttir var á meðal
varamanna Roma.
Roma áfram, 9:4 samanlagt, og mætir
Fiorentina í undanúrslitum.
Lengjubikar karla
A-deild, 4. riðill:
Keflavík – FH........................................... 2:2
Ingimundur Aron Guðnason 53., Anton
Freyr Hauks Guðlaugsson 89. – Steven
Lennon 45.(víti), Brandur H. Olsen 88.
Keflavík 4, FH 4, Breiðablik 3, Víkingur
R. 0, Haukar 0, Grótta 0.
Vináttuleikur U17 kvenna
Ísland – Írland.......................................... 5:2
Hafrún Rakel Halldórsdóttir 19., Arna Ei-
ríksdóttir 27., Ída Marín Hermannsdóttir
30., Andrea Rut Bjarnadóttir 75., Ólöf Sig-
ríður Kristinsdóttir 85.
KNATTSPYRNA
Danmörk
Skjern – SönderjyskE......................... 35:25
Björgvin Páll Gústavsson varði 12 skot
af 24 í marki Skjern. Tandri Már Konráðs-
son er frá keppni vegna meiðsla.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3
mörk fyrir SönderjyskE.
GOG – Kolding..................................... 33.26
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 10 mörk
fyrir GOG.
Ólafur Gústafsson hjá Kolding var í leik-
banni.
Staðan: GOG 34, Aalborg 33, Holstebro
29, Bjerringbro/Silkeborg 29, Skjern 28,
Skanderborg 27, Århus 26, SönderjyskE
18, Ribe-Esbjerg 18, Nordsjælland 15,
Kolding 12, Lemvig 12, Mors/Thy 10,
Ringsted 9.
Noregur
Kolstad – Drammen ............................ 26:28
Óskar Ólafsson skoraði 3 mörk fyrir
Drammen.
Staðan: Elverum 27, Drammen 26, Ar-
endal 25, Fyllingen 21, Kolstad 20, Runar
20, Nærbö 15, Halden 17, Haslum 14, Bæk-
kelaget 13, Falk 6, Bodö 4.
Svíþjóð
Kristianstad – Alingsås ...................... 32:25
Ólafur A. Guðmundsson skoraði 7 mörk
fyrir Kristianstad, Teitur Einarsson 4 og
Arnar Freyr Arnarsson 4.
Sävehof – Redbergslid........................ 28:29
Ágúst Elí Björgvinsson varði 5 skot í
marki Sävehof.
Staðan: Kristianstad 44, Malmö 36, Red-
bergslid 35, Ystad IF 34, Skövde 33, Säve-
hof 33, Alingsås 32, Lugi 26, Guif 18, IFK
Ystad 17, Karlskrona 14, Önnered 13,
Hammarby 12, AIK 11.
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
RN Löwen – Kielce.............................. 30:29
Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyr-
ir Löwen og Guðjón Valur Sigurðsson 2.
Barcelona 20, Veszprém 16, Vardar
Skopje 15, RN Löwen 14, Kielce 14, Mes-
hkov Brest 7, Montpellier 7, Kristianstad 5.
HANDBOLTI
Dominos-deild kvenna
Skallagrímur – Haukar........................ 59:72
Stjarnan – Breiðablik........................... 79:56
Keflavík – KR ....................................... 91:59
Staðan:
Keflavík 21 16 5 1680:1584 32
KR 21 15 6 1581:1488 30
Valur 20 14 6 1631:1402 28
Stjarnan 21 13 8 1532:1526 26
Snæfell 20 12 8 1531:1445 24
Haukar 21 7 14 1474:1542 14
Skallagrímur 21 5 16 1419:1590 10
Breiðablik 21 1 20 1512:1783 2
KÖRFUBOLTI
KÖRFUKNATTLEIKUR
Forkeppni EM karla 2021:
Laugardalshöll: Ísland – Portúgal...... 19.45
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Reykjaneshöll: Njarðvík – Þróttur R. 18.30
Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn:
Kórinn: Stjarnan – Selfoss .................. 20.10
Í KVÖLD!
LANDSLEIKUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Miklir höfðingjar leika í síðasta sin
unni þegar Ísland mætir Portúgal
körfuknattleik í Laugardalshöllinn
Bæringsson og Jón Arnór Stefánss
urinn verði þeirra síðasti með A-lan
sinn 125. A-landsleik og þannig hit
landsleik.
Báðir eru þeir fæddir árið 1982 o
landsleik árið 2000. Hlynur er sjött
urinn frá upphafi og Jón er fjórtán
lykilhlutverkum þegar landsliðið n
komst á stórmót í íþróttinni í fyrsta
Fyrir þá sem fylgst hafa með ísle
um augljóst um hvers lags vatnask
hefur árum saman verið fyrirliði og
sé ekki nema 200 cm, sem ekki þyk
landsleikjum, þá tókst honum, stun
hátt, að hafa betur gegn 215 cm háu
með stórliðum í Evrópu. Jón Arnór
annar Íslendingur í atvinnumennsk
besti leikmaður landsliðsins bæði í
Þessu stigi forkeppninnar fer að
tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í
mætir Belgíu ytra á sunnudag og h
Jóns hjá landsliðsmönnunum. Tvei
draga vagninn, Haukur Helgi Páls
mannsson, verða væntanlega ekki
Framundan hjá þeim eru mikilvæg
lagsliðum sínum. En þeir verða me
þeim leik er lítið um forföll hjá Ísle
kantinum eins og Kári Jónsson og
hefðu verið valdir en Jón Axel fær
idson í Bandaríkjunum og Kári er m
arinn Craig Pedersen nefndi einnig
isson og Ólafur Ólafsson gætu ekki
Morgunblaðið/Eva Björk
Samherjar Hlynur Bæringsson o
saman með KR einn vetur þegar þ