Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 3
r á útleið
ika sinn síðasta landsleik Tæpir
m forföll í leiknum gegn Portúgal
100 Jón Arnór
Stefánsson kemst í
hundrað landsleikja
hópinn í kveðju-
leiknum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þriðji Albert Jónsson tryggði sér keppnisrétt í að-
alkeppninni á heimsmeistaramótinu.
„Ég held að það hafi ekki síast alveg inn að þetta sé síðasti landsleikurinn. Það væri
kannski týpískt fyrir mig ef ég myndi mæta í næstu keppni hjá landsliðinu því ég hef
látið mig plata mig út í að halda áfram fram til þessa. En skýringin á því að maður
hefur haldið áfram þetta lengi hlýtur að vera sú að það sé skemmtilegt að spila með
landsliðinu. Ég er stoltur af því að spila fyrir Ísland en nú er kominn tími á þetta.
Þessu verður ekki frestað lengur,“ sagði Jón Arnór þegar Morgunblaðið spjallaði við
hann á blaðamannafundi í vikunni. „Síðustu dagana hef ég látið hugann reika yfir
landsliðsferilinn. Þetta hefur verið langur tími og ég hef verið að rifja upp tímann
með landsliðinu. Það er góð tilfinning og það sem situr eftir er allt jákvætt.“
Jón Arnór meiddist nokkrum sinnum í nára frá vorinu 2017 og til vorsins 2018.
Hann hefur náð undraverðum bata og spilað mikið í vetur. Jón getur því spilað
síðasta landsleikinn vel á sig kominn. „Nárameiðsli eru erfið á þessum
aldri. Eiginlega er ótrúlegt hvað ég hef spilað mikið en að baki liggur
einnig mikil vinna. Ég er þakklátur fyrir að vera heill, geta
lagt mitt af mörkum og kvatt á þeim nótum.“ kris@mbl.is
„Þakklátur fyrir að geta
lagt mitt af mörkum“
„Jón Arnór hefur alltaf verið gríðarlegur íþrótta-
maður. Hefur frábæra hæð fyrir bakvörð og er vel
af guði gerður varðandi líkamlegt atgervi. Hann hef-
ur alltaf búið yfir snerpu og sprengikrafti. Var of-
boðslega fljótur sem krakki og var eiginlega of fljót-
ur til að byrja með því hann gleymdi stundum að
taka boltann með sér. Hann var hrár fyrsta árið en
hafði eiginleika sem ekki er hægt að kenna og því
var hægt að móta hann. Þegar tæknin jókst þá fór
hann að vekja athygli. Jón er klár og var fljótur að
læra. Fyrir vikið var hann fljótur að tileinka sér leik-
skilning. Alltaf hefur hann lagt sig mikið fram og ver-
ið á fullu,“ segir Benedikt Guðmundsson en hann
þjálfaði Jón Arnór í yngri flokkum KR og einnig í
meistaraliðinu 2009.
„Jón hefur alltaf verið óeigingjarn leikmaður og
spilað á réttan hátt. Hann var í mjög sterkum flokki
hjá KR og var nánast aldrei stigahæstur í leikjunum.
En hann lét til sín taka í nánast öllum þáttum leiksins
enda alhliða leikmaður. Hann spilaði alltaf vel í vörn-
inni og var yfirleitt leikstjórnandi í sókninni. Honum
var alveg sama um þennan þátt leiksins sem fær mesta
umtalið: hver skorar mest. Hann hefur alltaf nálgast
íþróttina á eins góðan hátt og hægt er. Hann er í þessu
til þess að ná árangri. Er það einn helsti kostur sem
íþróttamaður getur haft. Ef þú nálgast íþróttina á réttan
hátt, og hefur hæfileikana, þá kemur hitt í kjölfarið. Allt-
of margir krakkar eltast við að vera aðalskorarar í sínu
liði,“ sagði Benedikt ennfremur þegar blaðið leitaði til
hans.
BENEDIKT ÞJÁLFAÐI JÓN HJÁ KR
Hefur alltaf nálgast
íþróttina á réttan hátt
Eitt
ogannað
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
Langhlauparinn Hlynur Andrésson stórbætti í gær-
kvöld eigið Íslandsmet í 3.000 metra hlaupi innan-
húss á frjálsíþróttamóti í Björgvin í Noregi og varð
fyrstu Íslendinga til þess að hlaupa vegalengdina á
skemmri tíma en átta mínútum. Um leið tryggði
Hlynur sér farseðilinn á Evrópumeistaramótið í
Glasgow í Skotlandi sem fram fer um aðra helgi.
Hlynur hljóp metrana þrjú þúsund á 7.59,11 mín-
útum og bætti fyrra Íslandsmet um ríflega níu sek-
úndur en það var 8.08,24. Hlynur setti það met á
móti í Belgíu 9. febrúar. Hann er greinilega í hörku-
hlaupaformi um þessar mundir.
Aníta Hinriksdóttir sem hafði náð lágmarks-
árangri í 800 metra hlaupi og átti þar með keppnis-
rétt á Evrópumeistaramótinu verður ekki með á
EM vegna meiðsla. Greint var frá þessu í gær.
Í dag kemur í ljós hvort Ísland geti sent annan
keppanda til leiks á EM í Glasgow þegar ljóst verð-
ur hvort tilskilinn lágmarksfjöldi keppenda hafi
náðst í öllum greinum mótsins. Hafdís Sigurð-
ardóttir var aðeins einum sentímetra frá EM-
lágmarki í langstökki. iben@mbl.is
Hlynur rauf múr-
inn og fer á EM
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fljótur Hlynur Andrésson stórbætti Íslandsmetið í
3.000 m hlaupi innanhúss í Björgvin í gærkvöld.
Jón Rúnar Halldórsson er hættur
sem formaður knattspyrnudeildar FH
en hann lét af störfum á aðalfundi í
gærkvöld eftir fjórtán ár samfleytt í
embættinu. Þar á undan var hann
hátt í tvo áratugi í stjórn eða
meistaraflokksráði knatt-
spyrnudeildarinnar en FH-liðið hef-
ur verið afar sigursælt á tíma hans
í formennskunni, unnið sjö Ís-
landsmeistaratitla og náð langt í
Evrópukeppni. Valdimar Svav-
arsson var kjörinn formaður
deildarinnar í hans stað.
KSÍ hefur sektað knattspyrnudeild
ÍBV um 120 þúsund krónur fyrir að
tefla fram þremur ólöglegum leik-
mönnum í leik gegn Val í Lengjubikar
kvenna fyrir skömmu. Sigríður Lára
Garðarsdóttir, Sara Suzanne Small
og Mckenzie Grossmann léku allar
með ÍBV en þær voru skráðar í erlend
félög. Samkvæmt reglum um deilda-
bikar er ólöglega skipað lið sektað um
30 þúsund krónur og síðan um 30
þúsund krónur aukalega fyrir hvern
ólöglegan leikmann. Valur vann leik-
inn 7:1 þannig að úrslit standa óbreytt
en Val hefði verið úrskurðaður 3:0
sigur ef leikurinn hefði endað með
minni mun en það.
Stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR
hefur upplýst að stuðningsmaður
Stjörnunnar hafi verið kærður til lög-
reglu eftir atvik í undanúrslitum
Geysisbikars karla í Laugardalshöll í
síðustu viku. Ljósmynd náðist af því
þegar umræddur stuðningsmaður
Stjörnunnar veitti stuðningsmanni ÍR
hnefahögg í andlit og atvikið náðist
einnig á myndband. Stjarnan veitti
stuðningsmanninum aðeins áminn-
ingu. Hann fékk því að mæta á bik-
arúrslitaleikinn á laugardag þar sem
Stjarnan fagnaði sigri. Stjórn ÍR telur
rétt að tjá sig ekki frekar um málið á
meðan það er til rannsóknar hjá yf-
irvöldum, að því er fram kemur á Twit-
ter-síðu ÍR.
Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylf-
ingur lék í nótt fyrsta hringinn á Aust-
ralian Ladies Classic mótinu í Bonville
í Ástralíu en það er liður í Evr-
ópumótaröð kvenna. Þetta er annað
mótið á mótaröðinni í ár en Valdís
náði sér ekki á strik á
fyrsta mótinu í Abu
Dhabi um miðjan janúar
og endaði neðarlega.
Lesa má um frammi-
stöðu Valdísar í
nótt á mbl.is/
sport/golf en
hún leggur af
stað á annan
hring klukkan
20.40 í Bonville í
kvöld. Þá er klukk-
an orðin 7.40 á
föstudags-
morgni í Ástr-
alíu.
nn í kvöld í landsliðstreyj-
í forkeppni EM karla í
ni klukkan 19:45. Hlynur
son hafa tilkynnt að leik-
ndsliðinu. Hlynur leikur
tist á að Jón leikur sinn 100.
og báðir léku sinn fyrsta A-
ti leikjahæsti landsliðsmað-
di á listanum. Voru þeir í
náði tímamótaárangri og
a skipti á EM í Berlín 2015.
enska landsliðinu þá er öll-
kil hér er að ræða. Hlynur
g leiðtogi liðsins. Þótt hann
kir mikið í miðherjastöðunni í
ndum á nánast óskiljanlegan
um leikmönnum sem léku
r hefur náð lengra en nokkur
kunni í Evrópu og var jafn-
vörn og sókn um langa hríð.
ð ljúka og hefur Belgía þegar
í undankeppninni. Ísland
hefst þá lífið án Hlyns og
ir þeirra sem nú þurfa að
son og Martin Her-
heldur með í þeim leik.
gir Evrópuleikir með fé-
eð gegn Portúgal í kvöld og í
endingum. Leikmenn í yngri
Jón Axel Guðmundsson
ekki frí hjá liði sínu Dav-
meiddur. Landsliðsþjálf-
g að þeir Pétur Rúnar Birg-
i verið með.
og Jón Arnór Stefánsson léku
þeir voru 14 ára gamlir.
Morgunblaðið/Eva Björk