Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
Það er ávallt gleðiefni þegar
afburða íþróttafólk fær tækifæri
til að kveðja á viðeigandi hátt,
hvort sem það er að spila síðasta
leik sinn á ferlinum eða draga sig
í hlé frá landsliði.
Þetta síðarnefnda á við um
þá Jón Arnór Stefánsson og Hlyn
Bæringsson, tvo af albestu
körfuboltamönnum Íslandssög-
unnar, sem spila síðasta lands-
leikinn gegn Portúgal í Laugar-
dalshöllinni í kvöld.
Einhver magnaðasta kveðju-
stund sem við Íslendingar höfum
upplifað er þegar stóri bróðir
Jóns, handboltakappinn Ólafur
Stefánsson, kvaddi frammi fyrir
troðfullri Laugardalshöll sumarið
2013, í leik gegn Rúmenum í und-
ankeppni EM. Katrín Jónsdóttir,
landsliðsfyrirliði í fótbolta, náði
líka að kveðja í heimaleik gegn
Sviss haustið 2013.
Tækifærin til að kveðja af-
burða íþróttafólk eru ekki alltaf
til staðar. Ásgeir Sigurvinsson,
fremsti knattspyrnumaður Ís-
landssögunnar að margra mati,
vildi af sinni alkunnu hógværð
ekki lýsa því yfir fyrir leik Íslands
og Tyrklands á Laugardalsvelli
haustið 1989 að það yrði kveðju-
leikur sinn.
Sjálfur kvaddi Ásgeir hins
vegar landsliðið í þeim leik á sinn
hátt, með eftirminnilegri frammi-
stöðu og einum af bestu leikjum
sínum í landsliðstreyjunni, í 2:1
sigri á Tyrkjum.
Eiður Smári Guðjohnsen lauk
landsliðsferli sínum á EM í Frakk-
landi, með leik í 8 liða úrslitum,
en ekki gafst tækifæri til að hylla
hann sérstaklega í kveðjuleik.
Þeir sem á annað borð hafa
áhuga á körfubolta hljóta að nýta
sér einstakt tækifæri með því að
bregða sér í Höllina í kvöld og
kveðja þá Jón Arnór og Hlyn.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
EM 2021
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Um hádegisbilið í dag kemur í ljós
hverjir andstæðingar Íslands verða í
undankeppni Evrópumóts kvenna í
knattspyrnu, en þar er leikið um
sæti í lokakeppni EM sem haldin
verður á Englandi sumarið 2021.
Dregið verður í riðla í höfuðstöðvum
UEFA í Nyon í Sviss og hefst at-
höfnin klukkan 12.30 að íslenskum
tíma.
Ísland hefur leikið á þremur loka-
mótum í röð, í Finnlandi 2009, í Sví-
þjóð 2013 og í Hollandi 2017, og náði
besta árangrinum í Svíþjóð þegar
liðið komst í átta liða úrslitin.
Leiðin á síðasta mót, í Hollandi,
var sérstaklega greið en þá var Ís-
land í fyrsta og eina skiptið til þessa
í fyrsta styrkleikaflokki þegar dreg-
ið var í riðla fyrir undankeppnina.
Nú er Ísland ekki í hópi níu bestu
þjóðanna, samkvæmt árangri í und-
ankeppni og lokakeppni EM og HM
frá árinu 2015, heldur í tólfta sæti,
og er þar með í öðrum styrkleika-
flokki.
Þar af leiðandi verður ein þjóð
sem á að vera sterkari með Íslandi í
riðli en íslenska liðið getur lent í
hvort sem er fimm eða sex liða riðli.
Alls taka 47 þjóðir þátt í undan-
keppninni og þeim verður skipt í níu
riðla. Sjö riðlanna verða með fimm
liðum en tveir riðlanna með sex
liðum.
England er gestgjafi og tekur
ekki þátt í undankeppninni.
Sigurliðin níu fara beint á EM.
Þrjú bestu liðin í 2. sæti fara
beint á EM.
Hin sex liðin í 2. sæti fara í um-
spil um síðustu þrjú sætin á EM.
Styrkleikaflokkarnir fyrir drátt-
inn í dag eru fimm. Níu lið eru í
hverjum flokki, nema ellefu í fimmta
flokki. Eitt lið er dregið í hvern riðil
úr hverjum flokki, nema hvað tvö lið
úr fimmta flokki fara í tvo riðlanna.
Ísland mætir semsagt einu liði úr
1. flokki, einu úr 3. flokki, einu úr 4.
flokki og einu eða tveimur úr 5.
flokki.
Styrkleikaflokkur 1:
Frakkland, Þýskaland, Holland,
Spánn, Svíþjóð, Noregur, Sviss,
Skotland, Ítalía.
Styrkleikaflokkur 2:
Austurríki, Danmörk, Ísland,
Belgía, Rússland, Wales, Úkraína,
Finnland, Tékkland.
Styrkleikaflokkur 3:
Portúgal, Írland, Pólland, Rúm-
enía, Serbía, Slóvenía, Ungverja-
land, Bosnía, Hvíta-Rússland.
Styrkleikaflokkur 4:
Tyrkland, Slóvakía, Króatía,
Norður-Írland, Grikkland, Ísrael,
Kasakstan, Albanía, Moldóva.
Styrkleikaflokkur 5:
Færeyjar, Malta, Norður-
Makedónía, Eistland, Svartfjalla-
land, Georgía, Lettland, Litháen,
Aserbaídsjan, Kýpur, Kósóvó.
Skotar eða Ítalir hagstæðastir?
Eins og sést á þessu eru mestar
líkur á að Ísland fái mjög erfiðan
andstæðing úr fyrsta flokknum.
Liðið myndi líklega teljast heppið ef
það lenti í riðli með annaðhvort
Skotum eða Ítölum, sem eru vafalít-
ið tvær viðráðanlegustu þjóðirnar úr
fyrsta flokki.
Þar sem aðeins þrjár þjóðir sem
enda í öðru sæti riðlanna komast
beint á EM, án umspils, gæti and-
stæðingurinn úr þriðja flokki orðið
skæðasti keppinauturinn í riðlinum.
Þar yrði líklega erfiðast að mæta
Portúgal, sem hefur tekið miklum
framförum síðustu ár og komst í
lokakeppnina í Hollandi 2017. Eins
er ljóst að Írar yrðu hættulegir mót-
herjar og sama má eflaust segja um
nokkrar Austur-Evrópuþjóðanna
sem eru í þriðja flokki en Ísland hef-
ur reynslu af því að mæta nokkrum
þeirra, sérstaklega Slóvenum og
Serbum.
Mótherjinn úr þriðja
flokki getur ráðið mestu
Ísland í 2. styrkleikaflokki þegar dregið er í riðla fyrir undankeppni EM 2021 í dag
Morgunblaðið/Valli
Evrópukeppni Íslensku landsliðskonurnar komast að því í dag hverjum þær mæta í undankeppni EM.
Stúlknalandslið Íslands í knatt-
spyrnu, skipað leikmönnum 17 ára
og yngri, vann Íra öðru sinni í vin-
áttulandsleik í Kópavogi í gær. Að
þessu sinni var leikið í Kórnum þar
sem Ísland sigraði 5:2 en á mánu-
daginn mættust liðin í Fífunni og Ís-
land vann þann leik 3:0.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir,
Arna Eiríksdóttir og Ída Marín Her-
mannsdóttir skoruðu fyrir Ísland í
fyrri hálfleik, staðan var 3:1 að hon-
um loknum, og þær Andrea Rut
Bjarnadóttir og Ólöf Sigríður Krist-
insdóttir skoruðu í síðari hálfleik. Ír-
ar jöfnuðu í fyrri hálfleiknum og
minnkuðu muninn í 3:2 í þeim síðari.
Íslenska liðið, sem komst áfram
úr undanriðli EM í haust, leikur
gegn Ítalíu, Danmörku og Slóveníu í
milliriðli keppninnar á Ítalíu í lok
mars og leikirnir við Íra voru liður í
undirbúningi fyrir það verkefni.
vs@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Kórinn Andrea Rut Bjarnadóttir með boltann í leiknum í gær en hún skoraði eitt marka íslenska liðsins.
Fimm mörk gegn Írum í Kórnum
Fimleikakarl árs-
ins, Valgarð
Reinhardsson úr
Gerplu, er kom-
inn til Melbourne
í Ástralíu þar sem
hann tekur þátt í
heimsbikarmóti í
áhaldafimleikum.
Keppni hefst í
dag og lýkur á
morgun.
Valgarð tekur þátt í undan-
úrslitum í gólfæfingum í dag en
verður síðan í eldlínunni í keppni í
stökki, tvíslá og á svifrá á morgun,
einnig í undanúrslitum.
Eftir því sem næst verður komist
hefur undirbúningur fyrir þátttök-
una í mótinu gengið afar vel hjá Val-
garð. Sannarlega má segja að Ís-
lendingur taki ekki þátt í heims-
bikarmóti í áhaldafimleikum á
hverjum degi. Valgarð hefur vakið
mikla athygli fyrir góðan árangur á
alþjóðlegum mótum, ekki síst á Evr-
ópumótinu í Glasgow á síðasta ári
þar sem Valgarð komst í úrslit. Það
var í fyrsta sinn sem íslenskur karl-
maður komst í úrslit í stökki á Evr-
ópumeistaramóti í fimleikum. Einn-
ig minnti Valgarð hressilega á sig á
heimsmeistaramótinu í Doha í Katar
í lok október.
Keppnishöllin í Melbourne þykir
einstaklega glæsileg. iben@mbl.is
Valgarð í
eldlínunni í
Melbourne
Valgarð
Reinhardsson
Guðmundur
Ágúst Krist-
jánsson er í
efsta sæti stiga-
listans á Nordic
Golf-mótaröð-
inni eftir tvö
mót. Guð-
mundur stóð
uppi sem sig-
urvegari á
fyrsta móti
tímabilsins, Mediter Real Estate
Masters, og hafnaði í 9. sæti á
öðru móti ársins, PGA Catalunya
Resort Championship, sem lauk á
þriðjudaginn.
Guðmundur fékk 9 þúsund stig
og 65.000 danskar krónur, tæp-
lega 1.200 þúsund íslenskar krón-
ur, fyrir sigurinn og 1.310 stig til
viðbótar fyrir árangurinn á öðru
mótinu. Hann er með 500 stiga
forskot á Frakkann Mathieu Fe-
nasse, sem oftast leikur á Áskor-
endamótaröðinni.
Haraldur Franklín Magnús er í
33. sæti með 725 stig og Andri
Þór Björnsson í 56. sæti með 150
stig. Íslandsmeistarinn Axel Bóas-
son er hins vegar enn án stiga þar
sem hann á eftir að komast í
gegnum niðurskurð á tímabilinu.
Mótaröðin heldur áfram á Spáni
um helgina en þar er keppt á
Lumina-vellinum í Katalóníu.
Guðmundur
efstur á
mótaröðinni
Guðmundur Ágúst
Kristjánsson