Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
Tilboð/Útboð
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30. Gönguferð kl. 9.30.
Botsía kl. 10.30. Söngfuglarnir kl. 13. Myndlist kl. 13. Bókmennta-
klúbbur kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30-15.20.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Leikfimi með Maríu kl. 9. Helgistund Seljakirkju kl. 10.30. Handavinna
með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Myndlist með Elsu kl. 13-17. Opið fyrir
innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á
könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Botsía kl. 10.30. Brids og kanasta kl. 13.
Dalbraut 18-20 Bókabíllinn kl. 11.30, söngstund með Sigrúnu kl. 14.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50, kaffi og
blöðin liggja frammi. Morgunandakt kl. 9.30. Málað á steina með
Júllu kl. 9-12. Leikfimi kl. 10-10.45. Hádegismatur kl. 11.30. Opin lista-
smiðja. Selmuhópur kl. 13-16. Söngur með Stefáni kl. 13.30-14.30.
Síðdegiskaffi kl. 14.30. Línudans kl. 15-16.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Vítamín í Valsheimili kl. 9.30. Opin
handverksstofa kl. 13. Frjáls spilamennska kl. 13.30. Kaffiveitingar kl.
14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9-13, opin handverksstofa
kl. 9-12, Vítamín í Valsheimili, fjölbreytt heilsuefling. Rúta fer frá Vita-
torgi í Valsheimili kl. 9.50 og til baka kl. 11.15, ókeypis og öll velkomin
með, kvikmyndasýning kl. 12.45-14.30, frjáls spilamennska kl. 13-
16.30, prjónaklúbbur kl. 13-16. Verið öll velkomin til okkar á Vitatorg,
Lindargötu 59, síminn er 411-9450.
Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.10 / 7.50 / 15. Qi gong Sjálandi
kl. 9. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Göngu-
hópur frá Jónshúsi kl. 10. Handvinnuhorn í Jónshúsi kl. 13. Málun í
Smiðju Kirkjuhvoli kl. 13. Saumanámskeið í Jónshúsi kl. 14. Vöfflukaffi
í Jónshúsi. Tölvunámskeið fyrir eldri borgara, kynningarfundur í
Jónshúsi kl. 13.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Kortagerð kl. 9-12.
10.30-11.30. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45. Perlusaumur kl. 13-16. Búta-
saumur kl.13-16. Myndlist kl. 13-16. Allir velkomnir.
y
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 leikfimi, kl. 10.50 jóga, kl. 13.
bókband, kl. 13 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl.14 hreyfi- og jafn-
vægisæfingar, kl. 16 myndlist, kl. 19 Bridsfélag Kópavogs.
Gullsmári Handavinna kl. 9. Jóga kl. 9.30. Handavinna / brids kl. 13.
Jóga kl. 17. Laugardagur jóga/hugleiðsla frá kl. 10.30 til 11.
Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika, kl. 9 dansleikfimi, kl. 10 qigong,
kl. 13.30 opið hús fyrsta fimmtudag hvers mánaðar, kl. 11.15 dýnu-
æfingar í Bjarkarhúsi, kl. 14.40 vatnsleikfimi í Ásvallalaug.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, handavinnustofan er
opin frá kl. 9-16, útvarpsleikfimi kl. 9.45, botsía með Elínu kl. 10, jóga
með Ragnheiði kl. 11.10 og hádegismatur kl. 11.30. Jóga með Ragn-
heiði kl. 12.05, félagsvist kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Tiffanys-/mosaiknámskeið kl. 9 í Borgum. Leikfimishópur
Korpúlfa kl. 11 í Egilshöll, skákhópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum.
Gítartónleikar kl. 12.45 í Borgum, Hannes Guðrúnarson leikur íslensk
og erlend lög sem hljóma kunnuglega í eyrum flestra; Lög liðinna
tíma, allir hjartanlega velkomnir. Tréskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum
og botsía kl. 16 í Borgum.
Korpúlfar Draumanámskeiðið með sr. Örnu Ýrr hefst í dag í Borgum
kl. 10. Skráður er 21 þátttakandi, uppselt, tvö skipti; einnig föstudag-
inn 28. febrúar kl. 10, þátttökugjald 3000 kr., góða skemmtun.
Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið upp úr blöðum kl. 10.15,
upplestur kl. 11-11.30, trésmiðja kl. 9-12, opin listasmiðja kl. 9-12 og
13-16, gönguhópur kl. 14, bókasafnshópur kl. 15.30.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Bókband Skóla-
braut kl. 9. Billjard í Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30.
Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Félagsvist á Skólabraut kl. 13.30.
Karlakaffi í safnaðarheimilinu kl. 14.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Kaffi og meðlæti er til
sölu frá kl. 14.30 –15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 ZUMBA Gold byrjendur kl. 9.30, ZUMBA Gold fram-
hald kl. 10.20, STERK OG LIÐUG leikfimi fyrir dömur og herra kl. 11.30
umsjón Tanya. Enska kl. 11. og 14, leiðbeinandi Margrét Sölvadóttir.
STÆKKUN
MÓTTÖKU- OG
FLOKKUNARSTÖÐVAR
Í GUFUNESI
Verktíminn er 9 mánuðir, frá maí 2019 til janúar 2020.
Útboðsgögn er hægt að nálgast frá og með
mánudeginum 25. febrúar, 2019 á skrifstofu
SORPU bs. að Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík,
á opnunartíma.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu SORPU bs.
fyrir opnunartíma tilboða þann 19. mars 2019
kl. 11:00.
Kynningarfundur fyrir verkefnið verður haldinn
að Gylfaflöt 5, þann 5. mars 2019, kl. 13:30.
Fyrirspurnartíma lýkur 10. mars 2019.
Hér er um opið útboð að ræða og um það gilda
lög nr. 120/2016 um opinber innkaup.
ÚTBOÐ
SORPA áformar að stækka móttöku- og
flokkunarstöð fyrirtækisins í Gufunesi, til að mæta
auknum kröfum um söfnun, flokkun og meðhöndlun
úrgangs. Stækkunin verður viðbygging við
núverandi byggingu og sambærileg í útliti.
Gólfflötur viðbyggingar er um 940 m2 og rúmmál
er um 13.200 m3.
Helstu magntölur eru áætlaðar:
Jarðvinna
Burðarvirki
• Uppgröftur
• Fylling
• Brotverk
• Mótasmíði
• Steypa
• Járnbending
• Límtré
10.300 m3
5.800 m3
115 m3
80 m³
2.400 m2
1.020 m3
84.000 kg
SORPA BS. ÓSKAR
EFTIR TILBOÐUM Í VERK
Raðauglýsingar
200 mílur
Þjónustusamningur við Vi-
nabæ um þjónustu í íbúða-
kjarna í Stuðlaskarði í
Hafnarfirði var undirritaður
í upphafi vikunnar að við-
stöddu fjölmenni. Væntan-
legir íbúar sem eru fatlað
fólk og aðstandendur þeirra
mættu til undirritunarinnar
til að fagna þessum tíma-
mótasamningi um framtíð-
arheimili í Skarðshlíð, nýju
íbúðahverfi í Hafnarfirði.
Bæjarstjórn Hafnar-
fjarðarbæjar samþykkti á
fundi sínum 9. janúar síðast-
liðinn að ganga til samninga
við rekstrarfélagið Vinabæ.
Markmið samnings félagsins
við Hafnarfjarðarbæ er að
koma til móts við þjónustu-
þörf íbúanna og veita þeim
bestu mögulega þjónustu
sem tök eru á að veita á
hverjum tíma. Fólk þetta
býr í dag í foreldrahúsum og
stundar bæði vinnu og
íþróttir auk þess að hafa öll
lokið námi sínu í framhalds-
skóla.
Koma upp eigin heimili
„Við í bæjarstjórn Hafnar-
fjarðarbæjar erum ákaflega
stolt af þessum samningi,
framtaki íbúanna og að-
standenda þeirra. Ég vil
þakka þeim sérstaklega fyrir
frumkvæðið og eftirfylgnina.
Þessi hópur einstaklinga sem
þekkjast vel innbyrðis ætlar
nú að koma sér upp sínu eig-
in heimili í Skarðshlíð og fá
til þess viðeigandi stuðning
frá sínu sveitarfélagi. Það er
frábært að sjá þessa hug-
mynd verða að veruleika,“
sagði Rósa Guðbjartsdóttir,
bæjarstjóri Hafnarfjarðar-
bæjar, við undirritunina.
Hafnarfjörður Væntanlegir íbúar undirrita leigusamninga.
Samið við Vinabæ
Stuðlaskarð í Hafnarfirði
Íbúðakjarni fyrir fatlað fólk
Kröfu stéttarfélaga og sam-
banda innan ASÍ um að
stigið verði ákveðið skref til
lækkunar á skerðingu al-
mannatrygginga úr 45% í
30% vegna lífeyris frá líf-
eyrissjóðum er fagnað í
samþykkt aðalfundar Félags
eldri borgara í Reykjavík
sem haldinn var nú í vik-
unni.
„Sú óréttláta skerðing
sem viðgengst í dag á sér
ekkert fordæmi í þeim lönd-
um sem við berum okkur
saman við og stuðlar að fá-
tækt meðal eldri borgara og
rýrir traust á lífeyris-
sjóðum,“ segir í ályktun
fundarins. Þar er einnig
lögð áhersla á að tryggður
verði jöfnuður milli lífeyris-
þega gagnvart almanna-
tryggingum, vegna lífeyris
frá lífeyrissjóðum sem til-
kominn er vegna skylduið-
gjalds, hvort sem lífeyrir
kemur úr samtryggingu eða
séreign.
„Fundurinn leggur allt
traust sitt á að ASÍ fylgi
kröfunni fast eftir í við-
ræðum við stjórnvöld og
ekki verði hvikað frá henni
fyrr en ásættanleg niður-
staða fæst,“ segir FEB.
Skerðing almannatrygginga verði lækkuð
Heimsferðir hafa gengið frá
samningi við Neos flugfélag-
ið, sem mun sinna flugi fyrir
ferðaskrifstofuna í sumar til
allra áfangastaða félagsins
með nýjustu vélum sínum,
Boeing Max8, sem félagið
fær afhentar nú í apríl.
Á sama tíma hafa Heims-
ferðir gert samning um sölu
á 2.000 sætum til ítalskra
ferðaskrifstofa næsta sum-
ar, og mun þetta opna
möguleika á fjölgun ítalskra
ferðamanna til Íslands, en
Alpitours, stærsta ferða-
skrifstofa Ítalíu, mun annast
sölu sætanna. Í kjölfarið
munu Heimsferðir, segir í
fréttatilkynningu, bjóða
uppá vikulegt flug til Mílanó
í sumar. Heimsferðir verða
með flug í sumar til Krítar,
Tyrklands, Ítalíu, Malaga
(Almeria), Alicante og Tene-
rife.
Þota Flogið ofar skýjum til fjarlægra og fagurra landa.
Heimsferðir fara
með Neos í sólina
Boeing Max8 Ítalir til Íslands