Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.03.2019, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2019 7 Alþjóðabankinn auglýsir stöðu jarðhitasérfræðings Hjá Alþjóðabankanum er laus til umsóknar staða jarðhitasérfræðings, vegna samstarfs bankans og Íslands um jarðhitanýtingu í þróunarlöndum. Sérfræðingurinn verður staðsettur í Washington D.C. og mun starfa innan deildar sem vinnur að því að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa (Energy Sector Management Program), og mun viðkomandi sérfræðingur sérstaklega sinna verkefnum á sviði jarðhita. Verksviðið snýr að þátttöku í jarðhitaverkefnum bankans, þ.m.t. vali á verkefnum, fjármögnun, tæknilegri ráðgjöf og miðlun þekkingar til teyma bankans og viðskiptavina. Kröfur til umsækjenda: • Meistaragráða í jarðvísindum, verkfræði, eða skyldum greinum er skilyrði. • Að minnsta kosti 7 ára reynsla við þróun og framkvæmd jarðhitaverkefna og mat á tækifærum til jarðhitanýtingar er skilyrði. • Góð almenn þekking á öllum hliðum jarðhitaþróunar og nýtingar er skilyrði. • Reynsla af verkefnastjórnun, mati á verkefnum og almennri stjórnsýslu er skilyrði. • Áhugi á þróunarsamvinnu er skilyrði og starfsreynsla í þróunarríki er kostur. • Mjög góð enskukunnátta er skilyrði. Kunnátta í öðrum tungumálum er kostur s.s. frönsku eða spænsku er kostur. • Fumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, aðlögunarhæfni og hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði. Alþjóðabankinn tekur ákvörðun um ráðningu en ráðið verður til tveggja ára, frá og með 1. ágúst 2019, með möguleika á framlengingu. Sérfræðingurinn verður starfsmaður Alþjóðabankans og um launakjör fer samkvæmt reglum stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl. Umsókn og ferilskrá á ensku skal senda utanríkisráðuneytinu í tölvupósti á netfangið wbg@mfa.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar: www.mfa.is/wbg Senda má fyrirspurnir um starfið á netfangið wbg@mfa.is Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um framangreint starf. RÁÐNINGARRÁÐGJÖF RANNSÓKNIR Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.