Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019  Knattspyrnusamband Íslands hefur náð samkomulagi við Heimi Hall- grímsson og Helga Kolviðsson, fyrr- verandi þjálfara og aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins, vegna árangurs- tengdra greiðsla til þeirra vegna þátt- töku Íslands á HM í Rússlandi á síð- asta ári. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem Guðni Bergsson, formaður KSÍ, Heimir og Helgi sendu frá sér í gær. Þar segir að skiptar skoðanir hafi verið um túlkun á tilteknum samningsákvæðum sem leyst hafi verið úr og aðilar skilji sáttir.  Aron Rafn Eðvarðsson handknatt- leiksmarkvörður varði 6 skot fyrir Hamburg í leik gegn Dessauer í þýsku B-deildinni um helgina en ranglega var farið með markvörslu hans í leiknum í blaðinu í gær.  Bandaríski kylf- ingurinn Tiger Woods hefur neyðst til að hætta við þátttöku á Arnold Palmer Invitational- mótinu í golfi sem hefst í vikunni. „Því miður vegna meiðsla í hálsi sem ég hef strítt við undarnar vikur þarf ég að draga þátt- töku mína til baka á Arnold Palmer In- vitational-mótinu. Ég er búinn að vera í meðferð en ég hef ekki náð að lagast nógu mikið til að geta spilað,“ skrifar Woods á Twitter-síðu sína.  Stephen Curry, NBA-meistari í körfuknattleik, missti á dögunum eitt af metum sínum úr háskólaboltanum, NCAA. Antoine Davis, leikmaður Detroit Mercy, setti met þegar hann skoraði þriggja stiga körfu númer 123 á tímabilinu. Enginn nýliði hefur sett nið- ur fleiri þrista, en Curry setti metið árið 2007 þegar hann lék með Davidson.  Atvinnukylf- ingurinn Ólafía Þórunn Krist- insdóttir verður á meðal keppenda á SKYIGOLF- meistaramótinu sem fram fer í Bandaríkj- unum dagana 7.-10. mars. Þetta verður fyrsta mótið hjá Ólafíu Þórunni á mótaröðinni á þessu ári. Eitt ogannað Volda, liðið sem Halldór Stefán Haraldsson þjálfar í næstefstu deild norska kvennahand- knattleiksins, féll niður um eitt sæti, í það fjórða, á sunnudaginn er liðið tapaði fyrir Follo, 36:27, á útivelli. Thea Imani Sturludótt- ir landsliðskona skoraði fimm af mörkum Volda. Follo náði þar með þriðja sætinu en það sæti veitir í vor rétt á leikjum í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni. Aðeins munar einu stigi á Follo og Volda þegar fimm umferð- ir eru eftir. Lið Sola og Aker eru í tveimur efstu sætunum og stefna hraðbyri upp í úrvalsdeildina. Volda sem fór upp í B-deildina í vor sem leið undir stjórn Hall- dórs Stefáns hefur komið á óvart. Halldór sagði við Morgunblaðið að ekki væri öll nótt úti fyrir Volda að ná 3. sætinu. iben@mbl.is Halldór Stefán Haraldsson Keith Mitchell sigraði á Honda Classic-mótinu í golfi sem lauk á Flórída á sunnudagskvöldið. Mitchell sigraði á samtals níu höggum undri pari á hinum erfiða Champion-velli og hélt stjörnum á borð við Brooks Koepka og Rickie Fowler fyrir aftan sig. Mesta athygli á mótinu vakti þó sú stað- reynd að Vijay Singh barðist um sigurinn í mótinu. Var hann á sex undir pari að loknum þremur hringjum og lék lokahringinn á pari. Var Singh á sjö undir pari þegar tvær holur voru eftir og um tíma á lokahringnum var Singh jafn efstu mönnum. Singh er líklega þekktasti íþróttamaður sem komið hefur frá Fíjí-eyjum og var um tíma efsti maður heimslistans. Singh er orð- inn 56 ára gamall og því vakti framganga hans athygli. 56 ára við toppinn Vijay Singh Ari Freyr Skúlason og samherjar í Lokeren gætu haldið sæti sínu í belgísku A-deildinni í knattspyrnu þrátt fyrir að hafa fallið formlega þaðan með ósigri gegn Anderlecht í þriðju síð- ustu umferð deildarinnar á sunnudaginn. Tímabilinu hjá Lokeren ætti þar með að ljúka 17. mars en öll lið nema það neðsta í deildinni fara eftir það í umspil í tvo mánuði. Ari sagði í ítarlegu viðtali við mbl.is í gær að mögulegt væri að Lokeren myndi halda sæti sínu og fengi þá að fara í umspilið vegna hneykslismáls sem er í gangi í Belgíu, þar sem grunur er um hagræðingu úrslita, en þá gætu eitt eða tvö önnur félög verið send niður um deildir. Samningur Ara rennur annars út í sumar og kveðst hann reikna með því að skipta um félag en sé ekki á leið til Íslands þó að hann hafi verið orðaður við Val. sindris@mbl.is Lokeren gæti sloppið Ari Freyr Skúlason Í GARÐABÆ Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Stjörnumenn eru með deildarmeist- aratitilinn í Dominos-deild karla í körfubolta í höndunum eftir sex stiga sigur á Njarðvík á heimavelli í gær- kvöldi, 82:76. Með sigrinum fór Stjarnan upp fyrir Njarðvík og upp í toppsætið. Liðin eru bæði með 30 stig, en Stjarnan hafði betur í innbyrðis viðureignum liðanna. Stjörnunni nægir því að vinna þrjá síðustu leiki sína til að tryggja sér deildar- meistaratitilinn. Njarðvíkingar voru yfir stærstan hluta leiks og náðu mest tíu stiga for- skoti í seinni hálfeik. Í hvert skipti sem Njarðvík náði fínu forskoti fylgdi sterkt áhlaup Stjörnunnar hins vegar í kjölfarið og var Stjarnan aldrei langt undan en Njarðvík var einu stigi yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka, en þá kom vendipunkturinn. Króatinn Mario Matasovic hjá Njarðvík fékk þungt olnbogaskot í andlitið frá Collin Pryor undir körfunni. Dómarar leiks- ins ákváðu að dæma villu á Matasovic sem mótmælti, alblóðugur í framan. Í kjölfarið fékk hann tæknivillu. Njarð- víkingar mótmæltu enn frekar og fengu tvær tæknivillur til viðbótar. Stjarnan skoraði fimm stig úr vítum í sókninni og komst yfir, 68:64. Njarð- vík náði ekki að jafna eftir það. Skiljanlega voru Njarðvíkingar allt annað en sáttir. Dómurunum urðu á stór mistök, á mikilvægu augnabliki í afar mikilvægum leik, sem gæti að lokum ráðið úrslitum um hvort liðið hafnar í toppsæti deildarinnar. Annars spilaði hvorugt liðið sér- staklega vel í sókninni. Þeim tókst að loka vel hvoru á annað. Annti Ka- nervo var stigahæstur hjá Stjörnunni með sautján stig og komu ellefu þeirra á vítalínunni. Ægir Þór Stein- arsson byrjaði mjög vel og lék ágæt- lega og Collin Pryor átti fína kafla. Brandon Rozzell getur mikið betur, en það er styrkleikamerki hjá Stjörn- unni að vinna án þess að hann spili vel. Rozzell hitti úr sjö af 32 skotum sínum í leiknum. Jeb Ivey var sterkur hinum megin, en hann fór illa að ráði sínu þegar munurinn var fjögur stig og lítið eftir. Hann fór í vonlaust þriggja stiga skot og var ekki nálægt því að hitta. Elvar Már Friðriksson hefur oft spilað betur og lítið fór fyrir Maciek Baginski. Mario Matasovic var fínn og sömuleiðis Eric Katenda. Það vantaði hins vegar breidd hjá Njarðvík, en aðeins komu ellefu stig af bekknum, gegn 28 hjá Stjörnunni. Þrátt fyrir tapið er ekki öll nótt úti enn hjá Njarðvík. Njarðvíkingar eiga nokkuð þægilega leiki eftir, séu þeir bornir saman við þá sem Stjarnan á eftir. Fimmtán stiga munur í Keflavík Keflavíkurliðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda í viðureign sinn við Hauka á heimavelli í gærkvöldi. Þegar upp var staðið munaði 15 stigum á lið- unum, 80:65. Staðan í hálfleik var 44:32, Keflavíkurliðinu í hag. Með sigrinum treysti Keflavíkur- liðið stöðu sína í fjórða sæti deild- arinnar, er nú tveimur stigum á undan KR. Haukar eru sem fyrr í harðri bar- áttu um að öðlast sæti í úrslitakeppn- inni. Eins og staðan er nú þá sitja Haukar í níunda sæti með 16 stig en standa höllum fæti í baráttu við ÍR og Grindavík sem einnig hafa 16 stig í sjöunda og áttunda sæti. Morgunblaðið/Hari Slagur Hlynur Bæringsson sækir að Eric Katenda í toppslagnum í Dominos-deildinni í Garðabæ í gærkvöldi. Í höndum Stjörnumanna  Stjarnan í toppsætið eftir sigur á Njarðvík  Þrjár tæknivillur undir lokin breyttu leiknum  Keflavík gefur ekkert eftir í baráttunni um 4. sætið og heimaleikjarétt Blue-höllin, Dominos-deild karla, mánu- dag 4. mars 2019. Gangur leiksins: 5:2, 10:4, 14:8, 24:14, 31:20, 31:25, 39:31, 44:32, 51:35, 55:43, 63:45, 65:47, 71:53, 75:55, 80:60, 80:65. Keflavík: Gunnar Ólafsson 19, Mindau- gas Kacinas 14/15 fráköst, Michael Craion 14/13 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 10/4 fráköst, Ágúst Orrason 6, Magnús Þór Gunn- arsson 6, Reggie Dupree 5/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 4/5 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Davíð Páll Hermannsson 2. Keflavík – Haukar 80:65 Fráköst: 38 í vörn, 12 í sókn. Haukar: Hilmar Smári Henningsson 19/5 fráköst, Russell Woods Jr. 11/6 frá- köst/3 varin skot, Hjálmar Stefánsson 11/9 fráköst, Haukur Óskarsson 6, Krist- ján Leifur Sverrisson 6/6 fráköst, Daði Lár Jónsson 5/8 fráköst, Arnór Bjarki Ív- arsson 2, Óskar Már Óskarsson 2, Kjart- an Helgi Steinþórsson 2, Ívar Barja 1. Fráköst: 32 í vörn, 11 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Sigurbaldur Frímannsson. Áhorfendur: 345. MG-höllin, Dominos-deild karla, mánu- dag 4. mars 2019. Gangur leiksins: 3:7, 8:9, 13:13, 18:19, 18:27, 29:29, 33:36, 40:45, 42:48, 45:52, 51:55, 56:58, 60:61, 72:64, 78:71, 82:76. Stjarnan: Antti Kanervo 17, Collin Ant- hony Pryor 16/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/7 fráköst, Brandon Rozzell 13/5 fráköst, Filip Kramer 8/5 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 5/7 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Dúi Þór Jónsson 4, Tómas Þórður Hilmarsson 4/5 fráköst. Stjarnan – Njarðvík 82:76 Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn. Njarðvík: Jeb Ivey 20/5 stoðsend- ingar, Elvar Már Friðriksson 15/6 frá- köst/9 stoðsendingar, Eric Katenda 14/8 fráköst, Mario Matasovic 10/5 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 6, Kristinn Pálsson 6, Logi Gunnarsson 5. Fráköst: 19 í vörn, 3 í sókn. Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Krist- insson. Gunnlaugur Már Briem hljóp í skarðið fyrir Leif í hálfleik eftir að hinn síðarnefndi meiddist. Áhorfendur: 210. Halldór féll niður í 4. sæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.