Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019 Algarve-bikarinn A-RIÐILL: Skotland – Ísland..................................... 4:1 Lizzy Arnott 14., 67., Erin Cuthbert 34., Kim Little 56. – Sara B. Gunnarsdóttir 58. Lokastaðan: Kanada 2 1 1 0 1:0 4 Skotland 2 1 0 1 4:2 3 Ísland 2 0 1 1 1:4 1 B-RIÐILL: Holland – Pólland .................................... 0:1 Agnieszka Winczo 42. Rautt spjald: Dani- que Kerkdijk (Hollandi) 39. Lokastaðan: Pólland 2 2 0 0 4:0 6 Spánn 2 1 0 1 2:3 3 Holland 2 0 0 2 0:3 0 C-RIÐILL: Danmörk – Kína ...................................... 1:0 Pernille Harder 60.(víti) Lokastaðan: Noregur 2 2 0 0 5:2 6 Danmörk 2 1 0 1 2:2 3 Kína 2 0 0 2 1:4 0 D-RIÐILL: Sviss – Portúgal ....................................... 3:1 Ana Crnogorcevic 60., Rahel Kiwic 66., Melanie Müller 86. – Andreia Norton 27. Lokastaðan: Svíþjóð 2 1 0 1 5:3 3 Sviss 2 1 0 1 4:5 3 Portúgal 2 1 0 1 3:4 3 Kýpurmót kvenna Tékkland – Suður-Afríka......................... 2:1 Ítalía – Taíland.......................................... 4:1 Slóvakía – Austurríki ............................... 0:1 Finnland – Norður-Kórea ....................... 0:1 Mexíkó – Ungverjaland ........................... 3:3 Nígería – Belgía........................................ 0:1  Ítalía og Norður-Kórea mætast í úrslita- leik mótsins. Vináttulandsleikur kvenna Frakkland – Úrúgvæ .............................. 6:0 Viviane Asseyi 21., Charlotte Bilbault 36., Valérie Gauvin 45., 67., Oneema Geyoro 48., Maéva Clemaron 83. England B-deild: Sheffield Wed. – Sheffield Utd ............... 0:0 Staða efstu liða: Norwich 35 20 9 6 71:45 69 Leeds 35 20 7 8 59:38 67 Sheffield Utd 35 19 8 8 59:34 65 WBA 35 17 9 9 67:47 60 Middlesbro 34 15 13 6 38:24 58 Spánn Leganés – Levante................................... 1:0 KNATTSPYRNA Danmörk Nordsjælland – Ribe-Esbjerg ............ 25:29  Rúnar Kárason skoraði 4 mörk fyrir Ribe-Esbjerg og Gunnar Steinn Jónsson 1. Svíþjóð Sävehof – Alingsås ...............................30:32  Ágúst Elí Björgvinsson varði 3 skot í marki Sävehof, þar af 2 vítaköst. HANDBOLTI Dominos-deild karla Stjarnan – Njarðvík ............................. 82:76 Keflavík – Haukar ................................ 80:65 Staðan: Stjarnan 19 15 4 1749:1518 30 Njarðvík 19 15 4 1657:1558 30 Tindastóll 19 13 6 1637:1485 26 Keflavík 19 13 6 1664:1525 26 KR 19 12 7 1646:1610 24 Þór Þ. 19 11 8 1736:1667 22 Grindavík 19 8 11 1671:1737 16 ÍR 19 8 11 1620:1694 16 Haukar 19 8 11 1578:1658 16 Valur 19 6 13 1715:1796 12 Skallagrímur 19 4 15 1601:1753 8 Breiðablik 19 1 18 1665:1938 2 NBA-deildin Charlotte – Portland ........................ 108:118 Boston – Houston ............................. 104:115 Chicago – Atlanta ............................. 118:123 LA Clippers – NewYork.................. 128:107 Cleveland – Orlando........................... 107:93 Detroit – Toronto..................... (frl.) 112:107 Washington – Minnesota ................. 135:121 Oklahoma City – Memphis .................. 99:95 KÖRFUBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Origo-höllin: Valur – Haukar ................... 20 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66 deildin: Laugardalshöll: Þróttur – HK ............ 19.30 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Laugardalur: SR – SA ......................... 19.45 Í KVÖLD! Enn á ný beinast sjónir að gömlu, slæmu Laugardalshöllinni í þessari viku þegar úrslitin ráðast í bikarkeppn- unum í handbolta. Ég ræddi við mann um daginn sem hefur búið lengi er- lendis og hann átti vart orð yfir það hve dapurleg aðstaðan væri fyrir áhorfendur í Höllinni; hljóð skilaði sér illa, sjónvarpsvél skyggði á útsýni og svo hefði mátt áfram telja. Hann var áhorfandi á kveðjulandsleik Jóns Arn- órs og Hlyns Bæringssonar, sem hófst seinna en áætlað var vegna bilunar í stigatöflu. „Lítum við ekki á okkur sem íþróttaþjóð lengur?“ spurði hann mig. Ég hef sjálfur aðallega verið í Höll- inni sem fjölmiðlamaður síðustu ár, og sem slíkur hefur maður yfir ýmsu að kvarta. Ég horfði þar síðast á undan- úrslitaleiki í bikarkeppninni í körfu- bolta og fékk Elvar Má Friðriksson nán- ast ofan á lyklaborðið í einni sókninni. Engin aðstaða er fyrir fjölmiðla og því var borðum og stólum raðað upp við annan enda vallarins. Útsýnið þaðan var gott í annarri hverri sókn í leiknum en það er þó gaman að geta verið svona nálægt vellinum. En já, sé litið til íþróttamannvirkja okkar þá er ljóst að Ísland er ekki mikil íþróttaþjóð í samanburði við aðrar þjóðir. Því miður. Fólk getur þó skemmt sér vel þessa miklu bikarviku handboltans. Hrósa ber sérstaklega Val fyrir að eiga lið í undanúrslitum bæði karla og kvenna, rétt eftir að hafa eignast bikarmeist- ara í körfu kvenna (og ekki eru knatt- spyrnulið félagsins slæm heldur). Fyrir fram býst maður við meiri spennu í undanúrslitum kvenna á fimmtudaginn, þar sem ÍBV mætir Val en Fram mætir Stjörnunni. Búandi í Grafarvogi veit ég að Fjöln- ismenn reyna sitt til að fá stuðning gegn Val í karlakeppninni á föstudag, þegar eina 1. deildar liðið sem enn er með spilar. Það virkar reyndar hálf- ósanngjarnt að Valur fái að mæta 1. deildar liði í fyrri leik föstudagskvölds, áður en FH og ÍR mætast, því Vals- menn ættu að eiga greiða leið í úrslita- leikinn og hafa meiri orku á tankinum en sigurliðið úr leik FH og ÍR, sem lýk- ur 18 klukkutímum fyrir úrslitaleikinn. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is ustu 20 mínúturnar og tíminn mun leiða í ljós hverju endurkoma hennar mun mögulega skila liðinu. Dagný Brynjarsdóttir spilaði aftur í 10 mín- útur og á eftir að styrkjast eftir því sem líður á árið. Jón Þór Hauksson ákvað að skilja Fanndísi Friðriks- dóttur eftir heima, sem var frekar skrýtin ákvörðun miðað við reynslu hennar og styrk en liðið hefur greini- lega saknað Fanndísar í sóknarleik sínum í þessum tveimur leikjum í Portúgal. Sif Atladóttir var ekki með í gær og munaði um minna í varn- arleiknum. Ljósmynd/KSÍ Endurkoma Margrét Lára Viðarsdóttir á leið inn á völlinn gegn Skotum, í sín- um fyrsta landsleik frá apríl 2017 en þetta var hennar 118. landsleikur. Viðvörunar- bjöllurnar hringja  Slök frammistaða Íslands gegn Skotlandi og stórt tap í Portúgal Parchal, Portúgal, Algarve-bikarinn, mánudag 4. mars 2019. Skilyrði: Rigning á köflum, gola og blautur völlur. Skot: Skotland 12 (9) – Ísland 6 (3). Horn: Skotland 4 – Ísland 2. Skotland: (4-4-2) Mark: Shannon Lynn. Vörn: Kirsty Smith, Rachel Cor- sie, Jennifer Beattie, Nicola Docherty (Hayley Lauder 88). Miðja: Caroline Weir, Leanne Crichton (Joanne Love 71), Kim Little, Claire Emslie (Fiona Brown 62). Sókn: Erin Cuthbert (Zoe Ness 62), Lizzy Arnott (Abigail Harr- ison 88). Skotland – Ísland 4:1 Ísland: (4-5-1) Mark: Sonný Lára Þrá- insdóttir. Vörn: Guðrún Arnardóttir (Ásta Eir Árnadóttir 59), Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjáns- dóttir, Hallbera Gísladóttir. Miðja: Rak- el Hönnudóttir (Elín Metta Jensen 59), Andrea Hauksdóttir (Sigríður Garð- arsdóttir 46), Sara B. Gunnarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Margrét Lára Viðarsdóttir 73), Agla María Al- bertsdóttir (Selma Sól Magnúsdóttir 46). Sókn: Svava Rós Guðmundsdóttir (Dagný Brynjarsdóttir 82). Dómari: Laura Fortunato, Argentínu. Áhorfendur: Um 100. 1:0 Lizzy Arnott 14. meðskoti rétt innan vítateigs eftir að íslenska vörnin skallaði frá markinu í kjölfar hornspyrnu. 2:0 Erin Cuthbert 34. renndiboltanum frá vítapunkti í hægra hornið eftir að íslenska liðið hafði misst hann klaufalega rétt ut- an vítateigs. 3:0 Kim Little 56. með skotirétt innan vítateigs upp í vinstra hornið eftir að Cuthbert skaut í varnarmann. 3:1 Sara Björk Gunnarsdóttir58. með skoti rétt innan vítateigs í hægra hornið niðri eftir fyrirgjöf Svövu Rósar frá hægri og misheppnaða hreinsun varn- armanns. 4:1 Lizzy Arnott 67. fékklanga sendingu innfyrir vörn Íslands og skoraði í annarri til- raun eftir að Sonný varði frá henni. I Gul spjöld:Weir (Skotlandi) 3. (brot).  Sara Björk Gunnarsdóttir skor- aði sitt 20. mark fyrir íslenska landsliðið og er sjötti leikmaðurinn sem nær þeim markafjölda frá upp- hafi.  Margrét Lára Viðarsdóttir lék sinn fyrsta landsleik í tvö ár þegar hún kom inn á 20 mínútum fyrir leikslok. Ísland mætir Portúgal í leik um 9. sæti Algarve-bikarsins á morgun. Portúgal og Ísland voru með bestan árangur liðanna í þriðja sæti riðl- anna, Portúgal fékk 3 stig og Ísland 1, á meðan Evrópumeistarar Hol- lands og Kínverjar voru stigalausir á botni sinna riðla og leika um 11. sæt- ið á mótinu. Portúgal virtist lengi vel á leið í úrslitaleik mótsins, vann Svía og var yfir í hálfleik gegn Sviss, en tapaði að lokum 1:3 og varð neðst í riðlinum á markatölu. Pólland hefur komið mest allra á óvart, vann bæði Holland og Spán og mætir Noregi í úrslitaleik mótsins. Kanada og Sví- þjóð leika um bronsið. Allir leikir um sæti fara fram á morgun. vs@mbl.is Leika um 9. sætið við Portúgal Ljósmynd/KSÍ Algarve Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Skotum í Parchal í gær. ALGARVE-BIKAR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Óhætt er að segja án þess að taka stórt upp í sig að frammistaða ís- lenska kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu gegn Skotum í Algarve- bikarnum í Portúgal í gær hafi ekki verið neitt sérstök. Skotar unnu afar öruggan sigur, 4:1, og hann hefði jafn- vel getað verið stærri miðað við gang mála en skoska liðið var mun betri að- ilinn megnið af leiktímanum. Það er áhyggjuefni að íslenska liðið skuli vera að dragast aftur úr Skotum, eins og þessi leikur bar vitni um. Skoska liðið var einfaldlega betra, samstilltara, kraftmeira og miklu öruggara með boltann en það ís- lenska. Miðað við leiki Íslands og Skotlands undanfarin ár, þar sem Ís- land hefur frekar haft yfirhöndina, þá hlýtur það að hringja viðvör- unarbjöllum þegar þær skosku vinna jafn auðveldan sigur og raun bar vitni í gær. Jafnvel þó þær séu að búa sig undir HM í sumar en íslenska liðið sé að búa sig undir undankeppni EM sem hefst í haust. Það á ekki að afsaka þann mun sem var á þessum tveimur liðum í gær. Rétt eins og gegn Kanada á mið- vikudaginn gekk íslenska liðinu afar illa að halda boltanum og byggja upp markvissar sóknir. Þá varðist það hinsvegar vel en að þessu sinni voru margar brotalamir í varnarleiknum og annað mark Skota var til dæmis hrein gjöf. Besti kafli Íslands var um miðjan síðari hálfleik, eftir að liðið lenti 3:0 undir. Þá náði Sara Björk Gunn- arsdóttir að skora gott mark og í kjöl- farið átti náði liðið upp ágætum sókn- arþunga með Svövu Rós Guðmundsdóttur í stóru hlutverki. Samt skoruðu Skotar sitt fjórða mark og eftir það fjaraði krafturinn heldur úr íslenska liðinu á ný. Margrét Lára Viðarsdóttir lék síð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.