Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.2019, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2019 ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur Ægir Þór Steinarsson og samherjar í bikarmeistaraliði Stjörnunnar tylltu sér á topp Dominos-deildarinnar í gærkvöldi með því að leggja lið Njarðvíkur með sex stiga mun. 3 Íþróttir mbl.is Alisson Becker, markvörður Liv- erpool, þykir lík- legastur til að hreppa gull- hanskann í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en það eru verðlaun sem sá mark- vörður fær sem heldur marki sínu oftast hreinu á tímabilinu. Becker hélt markinu hreinu í 17. leiknum í fyrradag gegn Everton. Hann hefur aðeins fengið á sig 15 mörk í 29 leikjum. Fær Becker gullhanskann? Alisson Becker irbúningi íslenska landsliðsins fyrir umspils- leikina í sumarbyrjun við Spánverja um sæti í lokakeppni HM í Japan síðar á þessu ári. Mariam, sem er tvítug, hefur verið í her- búðum Toulon undanfarin fjögur ár samhliða námi í Frakklandi. Hlutverk hennar hefur vax- ið mjög hjá liðinu á þessu keppnistímabili. „Mariam hefur spilað frá 15 og upp í 40 mín- útur í leik fyrir Toulon og staðið sig vel. Það hefur verið gaman að sjá framfarirnar hjá henni,“ sagði Axel við Morgunblaðið í gær en hann valdi Mariam í æfingahóp landsliðsins vorið 2017. Framararnir Karen Knútsdóttir og Steinunn Björnsdóttir koma inn í landsliðið að þessu sinni. Karen var frá keppni vegna meiðsla þeg- ar landsliðið tók þátt í forkeppni HM í Make- dóníu í lok nóvember og Steinunn gaf þá ekki kost á sér af persónulegum ástæðum. Birna Berg Haraladsdóttir, stórskytta hjá Neckarsulm, var einnig valin að þessu sinni en vegna meiðsla hefur hún ekki leikið með lands- liðinu síðan í mars í fyrra. Lovísa Thompson úr Val er einnig í hópnum en hún meiddist skömmu fyrir forkeppni HM í lok nóvember. Hópinn í heild er að finna á mbl.is/sport. Einn nýliði fer til Póllands  Nítján konur fara á Baltic-mótið  Birna, Karen, Lovísa og Steinunn í hópnum HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Mariam Eradze, handknattleikskona hjá Tou- lon í Frakklandi, er eini nýliðinn í íslenska landsliðshópnum í handknattleik sem Axel Stefánsson valdi í gær. Alls valdi Axel 19 leik- menn í hóp sinn sem tekur þátt í Baltic-mótinu í Póllandi 22.-24. mars. Þar verður leikið við landslið Póllands, Slóvakíu og Afríkumeistara Angóla. Þátttaka í mótinu er fyrsti liður í und- tímabilið hefur spilast þá ætti Davidson-liðið að eiga ágæta möguleika á að komast upp úr riðl- inum. Ætti að ná landsleikjum Davidson-liðið er sett saman á frekar óvenju- legan hátt þetta tímabilið. Ekki er algengt að sama háskólaliðið sé með marga Evrópubúa en Jón segir að liðsfélagar sínir séu frá Svíþjóð, Austurríki, Englandi og Serbíu auk Bandaríkj- anna. Körfuboltafólk fær sjaldnast frí frá banda- rískum háskólum til að spila fyrir sín landslið yfir veturinn. Jón á 7 A-landsleiki að baki en hann kom við sögu í tveimur leikjum í und- ankeppni HM í júní á síðasta ári en þreytti frumraun sína með A-landsliðinu á Smáþjóða- leikunum í San Marínó 2017. Faðir hans Guð- mundur Bragason er leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi með 169 leiki. Ísland leikur í forkeppni fyrir EM 2021 snemma í ágúst og Jón býst við því að geta verið með ef kallið kemur. Hann á að mæta til Bandaríkjanna í lok ágúst. Jón Axel er í leiðtoga- hlutverki hjá Davidson  Styttist í að úrslitakeppnin hefjist í bandaríska háskólakörfuboltanum AFP Í Charlotte Jón Axel í leik á móti North Carolina, liðinu sem Michael Jordan lék með á sínum tíma. KÖRFUBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Jón Axel Guðmundsson hefur verið í miklu stuði með Davidson-skólanum í bandaríska há- skólakörfuboltanum NCAA að undanförnu. Jón skoraði til að mynda 17 stig um síðustu helgi í öruggum sigri á Fordham 77:52 og tók auk þess 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Jón Axel er með flottar tölur á tímabilinu öllu en hann er einmitt með 17 stig að meðaltali eftir 29 leiki, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Jón sagðist vera ánægður með sína frammi- stöðu í vetur þegar Morgunblaðið heyrði í hon- um hljóðið en segist enn geta bætt sig á næsta tímabili sem verður hans síðasti vetur í NCAA. „Við erum með breiðan hóp og margir geta skorað stig. En við erum hins vegar með ungt lið og því þarf að treysta á okkur sem spiluðum mikið í fyrra til að leiða liðið,“ sagði Jón sem þykir vera í góðum höndum hjá hinum reynda þjálfara liðsins, Bob McKillop. Sá var orðinn þjálfari Davidson þegar NBA-stjarnan Stephen Curry lék með liðinu. „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð frá honum við minni frammistöðu. Hann lætur mann auðvitað vita þegar hann vill að maður geri betur og svo fær maður hrós inn á milli.“ Dregur til tíðinda Ekki er mikið eftir af hinu hefðbundna keppnistímabili í NCAA en Davidson á tvo leiki eftir. Er liðið í 2.sæti í Atlantic 10 riðlinum og framundan er úrslitakeppni í riðlinum um að komast í 64-liða úrslitakeppni NCAA sem Bandaríkjamenn kalla iðulega March Madness. Þangað komst Davidson í fyrra en tapaði fyrir gömlu stórveldi, Kentucky, þrátt fyrir 21 stig frá Jóni. „Að sjálfsögðu eru miklar væntingar gerðar til okkar í skólanum og fólk vill sjá okkur kom- ast langt í keppninni. Við gerum sjálfir kröfur til okkar. Þegar menn hafa upplifað March Madness þá vilja menn vera áfram í þeim gæðaflokki,“ sagði Jón en miðað við hvernig Rúnar Kárason skoraði 4 mörk og átti 3 stoð- sendingar þegar lið hans Ribe Esbjerg vann mikilvægan sig- ur á Nordsjæll- and, 29:25, á úti- velli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Gunnar Steinn Jónsson skoraði 1 mark og átti 5 stoðsend- ingar fyrir Ribe-liðið sem er nú í 8. sæti. Átta efstu liðin komast í úr- slitakeppnina. Þrjár umferðir eru eftir af deildinni. iben@mbl.is Mikilvægt hjá Ribe Esbjerg Rúnar Kárason Einari Jónssyni, þjálfara karlaliðs Gróttu í hand- knattleik, stend- ur til boða að þjálfa í Fær- eyjum á næsta keppnistímabili samkvæmt heim- ildum Morg- unblaðsins. Um karlalið er að ræða en blaðinu er ekki kunnugt um hvaða lið það er sem hefur fal- ast eftir starfskröftum Einars. Einar sagðist ekki geta greint frá því í hvaða farvegi málið væri þeg- ar Morgunblaðið innti hann eftir þessu í gær. Einar samdi við Gróttu til tveggja ára síðasta sumar en alla jafna eru uppsagnarákvæði í samn- ingum þjálfara hérlendis að keppn- istímabili loknu. Einar hefur áður þjálfað utan Ís- lands en hann stýrði kvennaliði Molde í Noregi um skeið. Einar hef- ur gert karlalið Fram að Íslands- meisturum og kvennalið Fram að bikarmeisturum á þjálfaraferli sín- um. kris@mbl.is Einar er með tilboð frá Færeyjum Einar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.