Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 9 Skólameistari Menntaskólans í Kópavogi Menntaskólinn í Kópavogi Menntaskólinn í Kópavogi er opinber framhaldsskóli sem var stofnaður árið 1973. Skólinn starfar samkvæmt áfangakerfi og býður upp á nám til stúdentsprófs á bóknámsbrautum auk þess að vera miðstöð kennslu í hótel- og matvælagreinum og starfrækja ferðamála- og leiðsögunám í kvöldskóla. Starfsmenn skólans eru að jafnaði tæplega 100 og fjöldi nemenda í dagskóla eru um 900. Starfssvið Skólameistari veitir skólanum forstöðu. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Hann ber ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar og að henni sé fylgt og hefur frumkvæði að gerð skólanámskrár og umbótastarfi innan skólans. Skólameistari gegnir mikilvægu hlutverki í mótun skólastarfs á grundvelli laga og aðalnámskrár framhaldsskóla og mikilvægt að umsækjendur hafi skýra framtíðarsýn hvað þetta varðar. Hæfni- og menntunarkröfur: • Skólameistari skal hafa starfsheitið framhaldsskólakennari og viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi. • Umfangsmikil stjórnunarreynsla, leiðtoga- og samskiptahæfni. • Reynslu af stefnumótunarvinnu, hæfileiki til nýsköpunar og að stýra breytingum. • Þekking og reynsla af stjórnsýslu er mikilvæg. • Þekking af fjármálum og rekstri er nauðsynleg. Umsóknir Umsóknir með greinargerð umsækjenda um framtíðarsýn fyrir Menntaskólann í Kópavogi út frá faglegum og rekstrarlegum áherslum í skólastarfi með upplýsingum um núverandi starfsheiti umsækjenda ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík eða á netfangið mrn@mrn.is, fyrir dagslok þriðjudaginn 30. apríl 2019. Við ráðningar í störf hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti er tekið mið af jafnréttisáætlun ráðuneytisins. Nöfn allra umsækjenda verða birt á vef ráðuneytisins að loknum umsóknarfresti og verða umsóknir þar sem óskað er nafnleyndar ekki teknar til greina. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna María Urbancic rekstrarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Nánari upplýsingar er að finna á vef ráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til og með 30. apríl 2019. Stjórnarráð Íslands Mennta- og menningarmála- ráðuneyti RÁÐNINGARRÁÐGJÖF RANNSÓKNIR Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.