Morgunblaðið - 28.03.2019, Page 2

Morgunblaðið - 28.03.2019, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Kópavogsbær auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar: kopavogur.is Grunnskólar Dönskukennari í Hörðuvallaskóla Enskukennari í Hörðuvallaskóla Kennarar í Kópavogsskóla Náms- og starfsráðgjafi í Smáraskóla Náttúrufræðikennari í Hörðuvallaskóla Skólaritari í Kársnesskóla Tónmenntakennari í Salaskóla Umsjónarkennari í Álfhólsskóla Umsjónarkennari í Kársnesskóla Umsjónarkennari í Smáraskóla Leikskólar Aðstoðarmatráður í Fögrubrekku Leikskólakennari í Baug Leikskólakennari í Efstahjalla Leikskólakennari í Fögrubrekku Leikskólakennari í Læk Sérkennari í Læk Stjórnsýslusvið Forstöðumaður Gerðarsafns Velferðarsvið Ritari í afgreiðslu Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk Eingöngu er hægt að sækja um störfin í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar Laus störf hjá Kópavogsbæ Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir laust starf talmeinafræðings Starf talmeinafræðings við Skólaþjónustu Rangár- valla- og Vestur-Skaftafellssýslu á Hvolsvelli er laust til umsóknar. Um er að ræða 50% starf sem ráðið verður í frá og með 1. ágúst nk. Helstu verkefni: - Greiningar á tal- og málvanda og mat á málþroska leik- og grunnskólabarna á starfssvæði skóla- þjónustunnar. - Mál- og talþjálfun í kjölfar greininga. - Ráðgjöf við foreldra og starfsfólk skólanna. - Þverfaglegt samstarf við aðra sérfræðinga stofnunarinnar. Menntunar- og hæfniskröfur: - Fullgilt nám í talmeinafræðum frá viðurkenndum háskóla. - Sjálfstæði í vinnubrögðum. - Góð hæfni og lipurð í samskiptum við börn og fullorðna. - Jákvæðni, sveigjanleiki og frumkvæði í starfi. Við Skólaþjónustuna starfar öflug liðsheild sérfræð- inga sem vinnur í þverfaglegu samstarfi og saman- stendur auk talmeinafræðings af kennsluráðgjafa, leikskólaráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa og sál- fræðingi. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Umsóknir skulu berast rafrænt á netfangið skolamal@skolamal.is, eða í pósti á skrifstofu Skólaþjónustunnar, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. Umsóknum skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf og ábendingar um meðmælendur. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi við- komandi stéttarfélags og launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar veitir Edda G. Antonsdóttir forstöðumaður Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu í netfanginu edda@skolamal.is eða í síma 487-8107/862-7522. Leitum að starfsmanni í viðhald og verðmætaflutninga FoodCo á og rekur sjö þekkt vörumerki í veitinga- geiranum á Íslandi. Samtals starfa hjá okkur um 450 manns á 21 útsölustöðum á höfuðborgarsvæðinu. Hjá fyrirtækinu starfar þéttur hópur af skemmtilegu og hæfileikaríku fólki. Við leitum að starfsmanni sem er laghentur og fellur vel að góðum hópi starfsfólks okkar. Starfið hentar einstakling sem hefur framúrskarandi samskiptahæfileika, þjónustulund og gengur í verk. Lýsing á starfinu Viðkomandi sér um að flytja verðmæti á milli staða, sinnir almennu viðhaldi á veitingastöðunum og almennum sendlastörfum auk sérverkefnum þegar við á. Samskipti og þjónusta við leiðtoga á veitingastöðum. Reglulegur vinnutími er frá 9-17 á virkum dögum auk þess að sinna útköllum utan hefðbundins vinnutíma. Hæfniskröfur · Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er skilyrði · Bílpróf · Iðnmenntun er mikill kostur, s.s. rafvirkjun, smíði o.fl. · Þekking og reynsla af viðgerðum · Skipulagshæfni og verkvit eru skilyrði · Gott er að viðkomandi sé duglegur til verka og stundvís · Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi · Hreint sakavottorð · Íslensku kunnátta er skilyrði og góð enskukunnátta Umsóknarfrestur er til og með 31. mars 2019. Með umsókn skal skila ferilskrá (CV) og rökstuðningi á hæfni einstaklings í starfið. Nánari upplýsingar veitir María Rún Hafliðadóttir mannauðs- stjóri FoodCo (maria@foodco.is). Hægt er að sækja um starfið á www.FoodCo.is. Vantar meiraprófsbílstjóra í fullt starf og sumarafleysingar. Íslenska er skilyrði og hreint sakavottorð. Sendið umsóknir ásamt ferilskrá á sendibilarrvk@simnet.is Bílstjórar óskast Álnabær Verslunarstarf Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32, Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18 alla virka daga. Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is Undirritaðir voru í vikunni samningar milli UNICEF á Íslandi og Hafnarfjarðarbæjar um að bæjarfélagið innleiði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og fái með því við- urkenningu sem barnvænt sveitarfélag UNICEF á Ís- landi. Með undirrituninni í dag skuldbinda fulltrúar Hafn- arfjarðarbæjar sig til þess að forsendur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna gangi sem rauður þráður í gegnum þjónustu sveitarfélagsins. „Þetta er mjög gleðilegt og jákvætt skref í þá átt að byggja upp breiðfylkingu sveitarfélaga á Íslandi sem láta sig mannréttindi barna varða, með barnasáttmálann að leið- arljósi, “ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Það hef- ur verið mikil eftirspurn frá sveitarfélögum landsins um stuðning við innleiðingu sátt- málans og við hjá UNICEF á Íslandi viljum gera það sem í okkar valdi stendur til að svara þeirri eftirspurn.“ Heilt þorp þarf til að ala upp barn Í tilkynningu er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur, bæj- arstjóra í Hafnarfirði, að börn og þjónusta við þau séu í for- grunni hjá bæjarfélaginu. Með samningnum við UNICEF á Íslandi sé sú áhersla nú færð yfir í orð, ferla og framkvæmd. „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og þar spilar sveitar- félagið stórt hlutverk. Við vilj- um skapa samfélag þar sem börnum á öllum aldri líður vel og fá notið persónulegrar þjón- ustu, hvatningar og stuðnings í gegnum sín uppvaxtarár. Ég hlakka til samstarfsins og þess að leggja enn frekar línurnar í þessum málaflokki,“ segir Rósa í tilkynningu. Barnvænn bær  Hafnarfjarðarbær hefur sam- starf við UNICEF á Íslandi Handsal Bergsteinn Jónsson frá UNICEF á Íslandi og Rósa Guðbjartsdóttir í Hafnarfirði leiða mál til lykta. Fulltrúar bílaumboðsins Öskju og skipuleggjendur hjólreiðakeppninnar Gull- hringsins skrifuðu í vikunni undir áframhaldandi sam- starf við hjólreiðamótið. Askja kom fyrst að þessu verkefni árið 2014 undir merkjum Kia og hefur síðan verið einn helsti bakhjarl þess. „Þetta verkefni hefur gengið vel. Við leggjum enn meira í keppnina á komandi árum og þá sérstaklega til þess að tryggja öryggi kepp- enda, og um leið gera um- gjörðina enn skemmtilegri,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. Skráning í Kia Gullhring- inn hefst næstkomandi laug- ardag, 30 mars. Keppnin verður í ágústlok í sumar en hún hefur verið haldin að Laugarvatni frá 2012. Keppnin hefur verið ein sú vinsælasta og fjölmennasta í hjólreiðunum og hefur það verið sérstakt aðdráttarafl hennar að hún býður upp á vegalengdir við allra hæfi og þar keppa byrjendur jafnt sem lengra komnir og allir skemmta sér konunglega saman. Takmarkanir hafa verið settar á mótið í ár og verða ekki fleira en 500 keppendur skráðir til leiks, segir í til- kynningu. sbs@mbl.is Styðja Gullhringinn  Askja og KIA eru áfram bak- hjarlar  Góð hjólreiðakeppni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hjólreiðar KIA-fólk ræst í keppninni að Laugarvatni. Jón Hrói Finnsson stjórnsýslufræðingur hef- ur hafið störf sem ráðgjafi hjá RR ráðgjöf, sem er sérhæft fyrirtæki í stjórnsýslumálum og málefnum sveitarfélaga. Fyrirtækið sinn- ir verkefnum sem varða stjórnsýslu, stjórn- un, rekstur og stefnumótun. Að baki á Jón Jón Hrói, sem er með emb- ættispróf í stjórnsýslufræði (Cand.Sci.Pol) frá Háskólanum í Árósum, langa reynslu, en hann starfaði sem stjórnsýsluráðgjafi hjá ParX – viðskiptaráðgjöf á árunum 2004- 2006. Þá var hann í nokkur ár sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, sviðsstjóri velferðar- og mannrétt- indasviðs Akraneskaupstaðar, stýrði búsetusviði Akureyr- arbæjar og var þróunarstjóri Fjallabyggðar. Í störfum sínum hefur hann öðlast mikla þekkingu á félagsmálum og þjónustu við fatlað fólk. Jón Hrói til liðs við RR ráðgjöf Jón Hrói Finnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.