Morgunblaðið - 07.03.2019, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2019
E
ngin undantekning verður á
skemmtilegheitum og
metnaði þetta árið en
göngugatan mun bók-
staflega iða af lífið fimmtu-
daginn 7. mars og verslanir bjóða
viðskiptavinum sínum veglegan af-
slátt eða dekra við þá með sínum
hætti. Tinna Jóhannsdóttir, mark-
aðsstjóri Smáralindar, segir
skemmtiatriðin sjaldan eða aldrei
hafa verið betri en í ár og leyfir sér
því að lofa góðu kvöldi. „Sjálfur Páll
Óskar Hjálmtýsson stígur á stokk
hjá okkur auk þess sem Stjórnin,
Greta Salóme og Birgir Steinn munu
gleðja augu og eyru viðskiptavina
Smáralindar. Það verður ekki mikið
flottara.“
Mikilvæg ár að baki
Að sögn Tinnu er Smáralindin á
lokametrum í endurskipulagningu
sem staðið hefur yfir um nokkurt
skeið. „Framkvæmt hefur verið á
20.000 af þeim rúmlega 60.000 fer-
metrum sem bygging Smáralindar
samanstendur af og það má því
segja að stór hluti hennar sé nýr og
endurbættur. Nýir inngangar með
nýrri lýsingu, ný barnasvæði, ný
auglýsingaskilti, ný upplýsingaskilti
auk þess sem nýjar verslanir og veit-
ingastaðir hafa bæst í hópinn á með-
an aðrir hafa fengið upplyftingu.“
Ný alþjóðleg vörumerki
Smáralind hefur á undanförnum ár-
um tekist að ná til landsins með mik-
ið af þekktum og sterkum alþjóð-
legum vörumerkjum. Zara rekur
sína einu verslun á Íslandi í Smára-
lind, flaggskipsverslun H&M er í
Smáralind auk þess sem stærsta
H&M Home-verslunin er einnig í
húsinu. „Þá verða opnaðar hér tvær
nýjar alþjóðlegar verslanir í Smára-
lind í maí, Weekday og Monki, en
koma þeirra til landsins mun breyta
miklu fyrir okkur enda höfum við
haldið þeim rýmum í töluverðan
tíma því þetta voru þau vörumerki
sem við vildum fá í hús auk annarra
sem við erum í viðræðum við um
þessar mundir.“
Umhverfi smásölu
hefur tekið breytingum
Að sögn Tinnu hefur smásöluum-
hverfið tekið gríðarlega miklum
breytingum að undanförnu þó svo að
hún vilji meina að við hér á Íslandi
höfum fundið minna fyrir því en
margir aðrir markaðir sem stærri
eru. „Á heimsvísu eru flest fyrirtæki
að fækka fermetrum sínum, auka við
sýnileika sinn í netsölu, auka við
þjónustustig sitt og snertifleti við
viðskiptavinina. Þau fyrirtæki sem
skara munu fram úr í þessum bransa
til framtíðar að mínu mati, eru þau
sem munu ná að sinna sinni „físísku“
verslun vel með háu þjónustustigi, í
bland við aukinn sýnileika á netinu
og netverslun. Að versla í gegnum
netið er ekki fyrir alla en flest okkar
erum þannig að við viljum skanna á
netinu, skoða úrvalið, mynda okkur
skoðun, bera saman og þess háttar
áður en við leggjum af stað í versl-
unina sem okkur líst best á. Þar vilj-
um við þukla, þreifa, máta og fá til-
finningu fyrir vörunni og gæðum
hennar. Suma hluti er ekkert mál að
kaupa í gegnum netið á meðan það
er erfiðara með aðra. Til framtíðar
þurfum við því þetta mix, þessa
blöndu sem getur skilið á milli feigs
og ófeigs til framtíðar held ég.“
Áhrifavaldar og styrkur sam-
félags- og stafrænna miðla hafa
breytt viðskiptamódelum margra
þessara fyrirtækja og þau eru í
auknum mæli farin að einbeita sér
að því að hanna fatnað sem telst til
götutísku. Lúxusvörumerkin eins og
Gucci og Prada hafa stækkað mark-
hóp sinn og sá flokkur smásölu
gengur hvað best á heimsvísu í dag.
„Markhópur þeirra hefur stækkað
gríðarlega og alveg niður í unglinga
sem fyrir nokkrum árum höfðu lít-
inn sem engan áhuga á þessum
flokki vörumerkja.“
Verslunarmiðstöðvar
eru upplifunarhús
Upplifun er orð sem hefur verið mik-
ið í umræðunni að undanförnu. Með
tilkomu samfélagsmiðla er sjónræn
upplifun orðin miklu mikilvægari,
umhverfi og stemning spilar stærri
rullu en nokkru sinni áður og mat-
arupplifun er nokkuð sem nær bæði
yfir bragð gæði og útlit þess sem við
neytum. „Samfélagsmiðlarnir hafa
breytt hegðun okkar og fólk sækir í
dag í vörur og umhverfi sem er sjón-
rænt, myndrænt og líklegt til að
auka fylgi okkar og eftirtekt á sam-
félagsmiðlunum.“
Tinna segir kynslóðina sem nú sé
að vaxa úr grasi hafa almennt miklu
meiri áhuga á að upplifa og eyða
peningum í slíkt heldur en kynslóðin
sem á undan var. „Ungt fólk ferðast
mikið, dvelur lengur í heimahúsum,
menntar sig meira og fer meira út að
borða og í bíó. Það er gríðarlega
meðvitað um það framboð sem í boði
er hverju sinni enda ógrynni af upp-
lýsingum miðlað frá fyrirtækjum á
hverjum degi á samfélagsmiðlunum.
Þá vilja viðskiptavinir í dag að allt
gangi smurt og vel fyrir fyrir sig,
kaupferlar séu stuttir og snurðu-
lausir og að aðgengi sé frábært. Nú-
tímaeinstaklingurinn er stöðugt í
kapphlaupi við tímann og við leit-
umst stöðugt eftir því að spara tíma.
Allt sem einfaldar lífið er vel þegið
og skapar viðskiptavild í dag.“
Tinna bendir á að þetta séu þær
augljósu breytingar sem hafi orðið á
rekstri verslunarmiðstöðva sem og
fyrirtækja. „Við erum stöðugt að
fylgjast með tískustraumum í heim-
inum og aðlaga okkur breyttri hegð-
un og þörfum fólks og markaðarins.
Svona hús eins og Smáralind eru lif-
andi og eiga að vera það, stuðla að
breytingum og það má aldrei sofna á
verðinum auk þess sem gæta verður
að því að hér sé eitthvað fyrir alla
aldurshópa, bæði kynin, hátíska og
útvistarfatnaður, veitingastaðir,
upplifun, matvara, þjónusta eins og
skósmiður og blómabúð og allt það
sem hugurinn girnist. Við viljum að í
Smáralind fáir þú allt sem þú þarft,
vinsælustu vörumerkin á mark-
aðnum, á einum þægilegum og björt-
um stað með frábæru aðgengi.“
Tinna segir einstaklega spennandi
tíma framundan og að fleiri breyt-
ingar verði kynntar á næstunni.
kolbrun@mbl.is
Tvær nýjar alþjóðlegar
verslanir opnaðar í Smáralind
Konukvöld Smáralindar og K100 er einn af hápunkt-
um ársins hjá verslunarmiðstöðinni en kvöldið hefur
alltaf verið gríðarlega skemmtilegt og vel sótt.
Undirbúningur konukvölds Smáralindarinnar hefur verið í fullum gangi undanfarna daga.
Tinna Jóhannsdóttir markaðsstjóri Smára-
lindar segir breytingar í vændum í húsinu.
„Nútímaeinstaklingurinn
er stöðugt í kapphlaupi við
tímann og við leitumst
stöðugt eftir því að spara
tíma. Allt sem einfaldar líf-
ið er vel þegið og skapar
viðskiptavild í dag.“
Verslunin Zara í Smáralind
er nú á tveimur hæðum.