Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
Grunnskóli Drangsness er fámennur skóli þar sem starfa að jafnaði 10-15 nemendur í tveimur til þremur bekkjardeildum. Auk
nemenda starfa við skólann tveir kennarar ásamt skólastjóra. Í skólanum er lögð rík áhersla á fjölbreytt nám sem byggir á mikilli
samvinnu og sköpunargleði þar sem leitast er við að koma til móts við þarfir og áhuga hvers og eins. Hér gefst skapandi kennurum
einstakt tækifæri til þess að móta og þróa skólastarfið í samvinnu við samstarfsfólk og nemendur. Við skólann er gróðurhús og er
ræktun matjurta snar þáttur í skólastarfinu ásamt trjárækt í skólalundinum í Bjarnarfirði. Mörg spennandi verkefni eru unnin í
skólanum m.a. í samstarfi við nærumhverfið, aðra fámenna skóla og skóla í nærliggjandi sveitarfélögum.
Við óskum eftir öflugum grunnskólakennara í 80-100% starf frá 1. ágúst 2019. Starfsmaðurinn skal hafa leyfi til að nota starfsheitið
grunnskólakennari. Reynsla af teymisvinnu, mótun skólastarfs og því að vinna með fjölbreyttan nemendahóp í samkennslu árganga
er kostur.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands
vegna Félags grunnskólakennara.
Allar nánari upplýsingar um ofangreint starf veitir Marta Guðrún Jóhannesdóttir skólastjóri
í síma 451-3436 eða í gegnum netfangið skoli@drangsnes.is.
Með umsóknum skal fylgja ferilskrá, meðmæli og stutt greinargerð um ástæðu
umsóknar auk upplýsinga um réttindi viðkomandi umsækjanda.
Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2019
Laus störf við Grunnskóla Drangsness
í Kaldrananeshreppi
Drangsnes er um 70 manna þéttbýliskjarni í Kaldrananeshreppi á Ströndum
í um þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Reykjavík. Á Drangsnesi er
kaupfélag, sundlaug, aðstaða til heilsuræktar og leikskóli. Ómetanleg náttúru-
fegurð er á Drangsnesi og dásamlegir heitir pottar í fjöruborðinu rétt við skóla-
húsnæðið, ásamt nýlegri sundlaug auk Gvendarlaugar í Bjarnarfirði. Önnur
þjónusta s.s. eins og heilsugæsla, apótek og banki er á Hólmavík næsta
þéttbýliskjarna við Drangsnes í um 33 km fjarlægð um malbikaðan veg.
Interviews will be held in
Reykjavik in May and June
For details contact:
Tel.:+ 36 209 430 492
Fax:+ 36 52 792 381
E-mail: omer@hu.inter.net
internet: http://www.meddenpha.com
Study Medicine and Dentistry
In Hungary “2019”
Útgerðarfélag Reykjavíkur
Baader-maður
Útgerðarfélag Reykjavíkur óskar eftir
Baader manni á Kleifaberg RE 70
í veiðiferð sem hefst 24. apríl.
Upplýsingar hjá skipstjóra í síma
843 4266, 580 4200 eða 843 4226 Talmeinafræðingur
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir
stöðu talmeinafræðings lausa til umsóknar.
Umsækjandi hafi starfsbundin réttindi talmeina-
fræðings.
Laun skv. kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Skriflegar umsóknir er tilgreini nöfn 2ja umsagnar-
aðila, menntun, fyrri störf og sakavottorð berist
undirrituðum sem jafnframt veitir frekari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 31. maí 2019.
Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður,
Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ,
sveinn@fssf.is, s. 430 7800 og 861 7802.
www.skagafjordur.is
Leikskólastjóri óskast til starfa
Vilt þú vera hluti af öflugu stjórnendateymi í leik- og grunnskólum
Skagafjarðar? Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir stöðu leikskólastjóra
lausa til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2019 eða eftir
samkomulagi. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til að
leiða skólastarfið með jákvæðum hætti, stilla saman strengi starfsmanna
og heimila og vera tilbúinn til að vinna í teymum með sérfræðingum
skólaþjónustu og yfirstjórn skólamála í héraðinu. Hann þarf að vera
framsýnn, lausnamiðaður, hugmyndaríkur og umbótasinnaður. Ítarlegri
upplýsingar um starfið auk menntunar- og hæfniskröfur má finna á
heimasíðu sveitarfélagsins.
Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2019.
Nánari upplýsingar veitir Herdís Á Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma
455 6000 eða has@skagafjordur.is Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skilað í
gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is
(laus störf). Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.
Hætta ætti við öll áform um
sameiningu embættis Toll-
stjóra við Ríkisskattstjóra
eða aðrar stofnanir. Þetta
segir í ályktun sem félags-
menn Tollvarðafélags Íslands
samþykktu á aðalfundi félags-
ins í síðasta mánuði. Vísað er
til slæmrar reynslu af slíkri
tilraunastarfsemi, meðal ann-
ars í Danmörku. Félagsmenn
óttast að ákvarðanir sem
verða teknar veiki tollgæslu í
landinu.
Nefnd skipuð af fjármála-
ráðherra um aukna skilvirkni
í skattframkvæmd, álagningu
og innheimtu opinberra
gjalda skilaði tillögu að upp-
skiptingu á embætti Toll-
stjóra. Er gert ráð fyrir að
innheimtuhluti Tollstjóra
verði færður undir embætti
Ríkisskattstjóra. Hefur Al-
þingi samþykkt þá tillögu
nefndarinnar og við það gera
tollverðir engar athuga-
semdir. Umrædd nefnd á þó
eftir að taka afstöðu til þess
hvað verði um tollasvið Toll-
stjóra. Því viðvíkjandi vekja
tollverðir athygli á að ekkert
samráð hafi verið haft við þá –
og vilji þeirra er að embætti
Tollstjóra verði áfram sjálf-
stæð stofnun. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Ófeigur
Tollhúsið Stórhýsi við Tryggvagötu í Kvosinni í Reykjavík.
Tollstjórinn lifi
Starfsmenn eru gegn breyt-
ingum Sameinist ekki RSK
Fjölmargar úrbótatillögur og
ný verkefni sem snúa að
vinnu með börnum og ung-
mennum hafa litið dagsins
ljós hjá Kópavogsbæ í
tengslum við aukna sam-
vinnu mennta- og velferðar-
sviðs. Tilgangur verkefnanna
er að þjónustan verði heild-
stæðari, nái til stærri hóps
barna og ungmenna og að
meiri áhersla verði á fyrir-
byggjandi aðgerðir. Unnið
hefur verið að auknu sam-
starfi síðustu mánði, segir í
frétt frá bæjarfélaginu.
Þjónusta við börn sem
þurfa sértækan stuðning og
fjölskyldur þeirra verður
aukin. Það felur meðal ann-
ars í sér frekari stuðning
fyrir börn á almennum sum-
arnámskeiðum og að mynda
brú milli grunn- og fram-
haldsskóla þegar kemur að
útskrift nemenda sem þarfn-
ast stuðnings.
Meiri fjölbreytni verður í
námskeiðum fyrir börn, ung-
menni og foreldra þeirra.
Boðið verður upp á námskeið
gegn kvíða og í foreldra-
færni. Í frístundastarfi verð-
ur aukin áhersla lögð á þátt-
töku barna sem hafa annað
móðurmál en íslensku og á
þátttöku barna sem þurfa
sértækan stuðning. Frí-
stundastyrkurinn verður
kynntur og leitað leiða til að
sem flestir þekki styrkinn og
nýti sér hann.
Efla stuðning við
ungmenni í Kópavogi
Auglýsingastofan Hype hef-
ur kynnt til sögunnar nýtt
nafn og ásýnd og heitir nú
Aldeilis. Starfsemin var
flutt undir lok síðasta árs á
Hverfisgötu 4 í Reykjavík
og er því nú fagnað með
nýju nafni. Stofan er sex
ára gömul og þar hefur fólk
verið afkastamikið í vefsíðu-
gerð.
„Við viljum með þessum
hamskiptum ná betur utan
um þá framtíðarsýn sem við
höfum. Viðskiptavinahópur-
inn hefur stækkað og verk-
efnum fjölgað síðastliðin tvö
ár. Við fluttum okkur um
set núna í lok ársins og
samhliða þessum vexti höf-
um við mótað hér ákveðna
framtíðarsýn sem nú raun-
gerist með Aldeilis. Við höf-
um safnað að okkur frá-
bæru fólki, bæði starfsfólki
og samstarfsaðilum,“ segir í
tilkynningu, haft eftir Páli
Guð-
brands-
syni,
fram-
kvæmda-
stjóra
Aldeilis.
„Við
viljum síð-
ur tala um
stafræna
markaðssetningu sem eitt-
hvert sér fyrirbæri. Þetta
er einfaldlega ein birtingar-
mynd á markaðsstarfi og
auglýsingamiðlun fyrirtækja
í dag. Endanleg útfærsla og
miðlun skilaboða verður þó
alltaf að taka mið af mark-
miðum hvers verkefnis fyrir
sig. Hvort sem það er
áhrifavaldur, Instastory-
myndband eða prentauglýs-
ing sem er farartækið verð-
ur stefnan að vera skýr og
fyrir fram ákveðin,“ segir
Páll enn fremur.
Aldeilis á nýjum stað
Páll Guðbrandsson
Auglýsingastofa fær nýtt
nafn Vefsíðugerð og miðlun