Frjáls Palestína - 01.11.1990, Síða 8
Kynþátta-
rtnismunun
Ísraelsríki
Gyðingafjölskylda fær því fyrir
þriðja barnið 149 shekel á mánuði
og palestínsk fjölskylda 93 shekel.
En fyrir fjórða barnið og upp úr fær
gyðingafjölskyldan 260 shekel fyrir
7 hvert barn meðan palestínsk fjöl-
Iskylda verður að láta 93 shekel
duga. Réttur manna til vinnu og
húsnæðis er einnig oft háður því,
hvort viðkomandi eða ættmenni
hans/hennar hafi gegnt herþjón-
ustu. Auglýsingar í ísraelskum
blöðum hljóða því ekki: „Aðeins fyr-
ir gyðinga", heldur „aðeins fyrir þá
sem hafa gegnt herþjónustu".
/ skýrslu þeirrl, sem Ellas
Davlösson hefur tekiö saman og
sent formönnum þingflokkanna
og fjölmiölum, er aö finna mörg
átakanleg en Jafnframt fróöleg
dæmi um þá gífurlegu kyn-
þáttafordóma sem einkenna alla
Gyöingum hefur
tekist aö skapa
þjóöfélag ofsókna
og kynþáttafor-
dóma, þrátt fyrir
fortiöina.
Myndin til hægri:
Israelsklr hermenn
mlsþyrma pal-
estinskum ung-
mennum.
stefnu Israelsrikisríkis. Þetta er
þeim mun sorglegra sem aöeins
eru um fimmtlu ár síöan gyö-
ingar sjálfir máttu þola þær
hörmungar sem leiddu af kyn-
þáttafordómum nasismans.
Dæmin sýna hlns vegar pólitíska
stefnu sem er óhugnanlega lík
stefnu Hitlers-Þýskalands, eins
og sést hér á eftir:
Sniðugt kerfi
hylur fordómana
ísraelsk yfirvöld hafa hannað
sniðugt kerfi til að dylja kyn-
þáttamismunun sína. Það virkar
þannig: Palestínumenn sem búa i
fsrael eru undanþegnir herþjón-
ustu; ríkið vill ekki að þeir fái hern-
aðarþjálfun og beri vopn; þeim er
því ekki boðið að gegna herþjón-
ustu. Palestínumennirnir myndu lík-
lega ekki þiggja það, til þess að
þurfa ekki að skjóta á ættmenni sín
í Líbanon og á herteknu svæð-
unum. Þetta fyrirkomulag hentar
báðum aðilum en löggjafinn segir:
„Fjölskyldur þeirra sem taka þátt í
vörnum landsins leggja meira að
mörkum og eiga því tilkall til for-
réttinda.“
Barnabætur í fsrael fara eftir
fjölda barna og því hvort einhver úr
fjölskyldunni hefur gegnt herþjón-
ustu. Palestínskar fjölskyldur fá því
40% minni barnabætur að jafnaði
en gyðingar. Forráðamenn Isra-
elsríkis vilja, í samræmi við hug-
myndafræði zionismans, stuðla að
fæðingum gyðinga en takmarka
fjölda Palestínuaraba í landinu.
Hvatt til
kynþáttahaturs
Yfirvöld hvetja til kynþáttahaturs
meðal almennings með yfirlýsing-
um sínum og úrskurðum. Einn ráð-
herra (Rafael Eitan) kallar Palest-
ínuaraba „kakkalakka". Annar mæl-
ir með brottrekstri þeirra úr landi
(Yuval Ne'emann, vísindamála-
ráðherra). Sá þriðji (Zevulun Ham-
mer) mælir með því að arabískir
borgarar í ísrael verði sviptir kosn-
ingarétti ef þeir halda áfram að
mótmæla innf lutningi sovéskra
gyðinga. Sá fjórði (núverandi heil-
brigðisráðherra) leggur til að
óbreyttir ísraelskir borgarar fái að
skjóta til bana Palestínuaraba í
sjálfsvörn án þess að eiga á hættu
að verða sóttir til saka. Sjálfur for-
seti landsins, Herzog, hefur náðað
ísraelska gyðinga sem myrt hafa
arabíska fanga, en hefur neitað að
stytta refsingu samviskufanga, sem
situr í einangrunarklefa og afplánar
18 ára dóm; Herzog neitar jafnvel
að binda endi á þriggja ára ein-
angrun þessa fanga.