Umbrot - 16.01.1976, Page 1

Umbrot - 16.01.1976, Page 1
UIVIBROT 1. tbl. Föstudagur 16. janúar 1976 3. árgangur „Verulegur skriður kemst ekki á varanlega gatnagerð nema með því að leita nýrra ieiða“ 1 tilefni áramótanna, hafði UMBEOT viðtal við Magnús Oddssom, bæjarstjóra, og lagði fyfir hann nokkrar spumingar. Var árið 1975 hagstætt Akur- nesingum? . ,r— Því svara ég hiklaust ját- andi. I byrjun ársins voru ýms- ar blikur á lofti. Kreppa og at- vinnuleysi virtist vofa yfir, en þegar á árið leið rættist vel úr. Atvinnuleysi varð að vísu tals- vert meðan á togaraverkfallinu stóð, en verulegt atvinnuleysi varð annars ekki. I byggingariðnaðinum hefur sjaldan verið meira að gera. Teknar voru í notkun 46 íbúðir en bygging hafin á 60 íbúðum. Árið á undan var metár, þá voru teknar 56 íbúðir í notkun en byrj að á 39 íbúðum. Mismun sjáum við, ef litið er nokkur ár aftur í tímann. T.d. árið 1967 var haf- in bygging 13 íbúða. Útgerð á Akranesi elfdist á árinu og mun- ar þar mest um togaraflotann, en á síðustu árum hefur hann elfst til muna. Héðan eru nú gerð ir út f jórir togarar og sá fimmti er væntanlegur. Þetta skapar jafna og stöðuga vinnu í hrað- frystihúsunum. Hjá járniðnaðin um hefur vinna verið góð, eins hjá vörubílstjórum lengst af. og munar þar talsvert um fram- kvæmdirnar á Grundartanga. Framleiðsla hjá Sementsverk- smiðju ríkisins var í hámarki og mikil vinna því samfara. Mest er vöntun á störfum fyrir húsmæður, sem vilja vinna úti og eins hjá fólki með skerta starfsorku. Hver voru stærstu verkefnin sem unnið var að á vegum bæ jar félagsins og stofnana þess? — Við höfnina var að mestu lokið við byggingu ferjubryggj- unnar og komið upp aðstöðu til að aka um borð í m/s Akraborg. Við íþróttamannvirki var mikið unnið. Á íþróttavellinum var gerð hlaupabraut, komið upp kast og stökkaðstöðu, reist girð- ing um stóran hluta vallarsvæð- isins og útbúið bílast. norðan vallarins. I íþróttahúsinu var lok ið við einangrun og múrverk að stórum hluta fyrir landsmót U.M.F.l. sem haldið var hér í júlí. Síðan hefur verið unnið á- fram við húsið og verður það tekið formlega í notkun síðar í þessum mánuði, þótt talsvert vanti enn á að byggingu þess sé lokið. 1 Sjúkrahúsinu var unnið að innréttingu eldhúss og uppsetn- ingu tækja þar. Eldhúsið var tek ið í notkun á árinu. Einnig var unnið að innréttingu lyflækna- deildar. Kostnaður við hvert þessara Nk. mánudag mun hefjast kennsla í nýja íþróttahúsinu. Hins vegar mun víxluathöfn ekki fara fram fyrr en 24. jan. Á mánudag þegar kennsla hefst, mun ekki verða búið að ráða í starf umsjónarmanns hússins, en hann á jafnframt að vera starfsmaður íþrótta- vallarins skv. auglýsingu. Væntanlega verður á næsta bæjarstjórnarfundi gengið frá ráðningu einhvers hinna tíu um sækjenda, en eftir hvaða reglu- gerð á þessi maður að starfa? Staðreyndin mun vera sú, að engin reglugerð er til fyrir íþróttahúsið. En gerumst nú bjartsýn og reiknum með að reglugerðin verði rædd á bæj- arstjórnarfundi sem væntanlega verður síðar í þessum mánuði. En þar með er sagan ekki öll sögð, því tvær umræður þarf um reglugerðina og seinni bæj- arstjórnarfundurinn verður væntanlega ekki fyrr en í lok febrúar og verður reglugerðin því ekki samþykkt fyrr en þá. þriggja verkefna er á bilinu 50- 60 millj. kr. Fjórða stærsta verk efnið var jarðborun og rannsókn ir á hitasvæðinu að Ieirá, en þar var unnið fyrir 28-29 millj. kr. Framh. á bls. 9. Eins og fram hefur komið á umsjónarmaður hússins einnig að vera starfsmaður íþróttavall arins og þar með heyrir hann undir tvær nefndir á vegum bæjarins, þ.e. íþróttavallanefnd og íþróttahússnefnd, sem hlýt- ur að verða skipuð. Hætt er við að upp komi erfiðleikar þegar þesar nefndir fara að rífast um manninn. íþróttavallanefnd seg- ir: Hann er í vinnu hjá okkur og á að starfa á íþróttavellin- um. íþróttahússnefnd segir: Hann er í vinnu hjá okkur og á að starfa í íþróttahúsinu. Þessi staða hlýtur að geta komið upp. Að áliti flestra þeirra sem fylgst hafa með, hefur verið byrjað á öfugum enda. Þ.e. fyrst hefði átt að semja og sam- þykkja reglugerðina, síðan að ráða manninn og loks að taka húsið í notkun. Ef til vill er þetta ekki í fyrsta skipti sem byrjað er á öfugum enda í framkvæmdum hjá bænum. Laugardaginn 10. jan. sl. fór fram fyrsti opinberi leikurinn í hinu nýja íþróttahúsi Akurnesinga við Vesturgötu. Þá iéku handknatt- leikslið I.A. og H.K., en þau leika í III. deild. H.K. sigraði með 20 mörkum gegn 18. — Sunnudaginn 11. jan. fór einnig einn leikur fram í húsinu í I. deild körfuknattleiks milli Snæfells og Í.S., en Snæfell hefur fengið leyfi til að nota húsið fyrir heimavöli sinn. Myndin er tekin í sumar, þegar unnið var við að gera Stillholtið tilbúið undir steypu. Undarleg vinnubrögð

x

Umbrot

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.