Umbrot - 16.01.1976, Page 7

Umbrot - 16.01.1976, Page 7
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR: AÐ AFLOKNU KVENNAÁRI Fyrir mörgum, mörgum árum skiptist mannkynið á Islandi í tvennt. Yfirstétt og undirstétt. I yfirstétt voru sýslumenn, prest ar, hreppstjórar, kaupmenn, stór bændur, læknar og einstaka lærð ur maður. I undirstétt voru fá- tæklingar, alþýðan. Þeir skipt- ust í kotbændur, betlara, sjó- menn, niðursetninga (vesalinga og munaðarleysingja), gamal- menni, verkafólk (konur og menn), ekkjur, einstæðar mæð- ur og eiginkonur. Yfirstétt hafði þa'ð mismun- andi gott og undirstétt mismun- andi skítt. Yfirstéttin bar tak- markalausa andúð á undirstétt- inni. Það sem skildi þessa tvo hópa að, voru peningar. Og vegna þessara peninga varð svo mikið ómælisdjúp á milli þeirra. að enginn komst yfir nema fugl- inn fljúgandi. Hvað mikið sem undirstétt púlaði varð skuld hennar aðeins meiri og meiri. Þið kannist öll við þessa sögu. hún er enn til í mörgum lönd- um. En sem betur fer frelsuðust . fátæklingarnir hér smátt og smátt úr áþján, fyrir tilstilli góðra sálna og bilið milli stétt- anna minnkaði að mun. Yfirstétt rann svolítið saman við hina og missti mörg einkenni sín. Eins og t.d. virðingu. —• Og undir- stétt blandaðist svolitið saman við hina og glataði að nokkru undirlægjuhætti sínum. Og nú er svo komið að allir hafa það nokk uð gott, vel flestir „millar". En mismunandi gott sem fyrr. Eins og lög gera ráð fyrir, varð þarna þróun og í svoleiðis löguðu þróast allt sitt og hvað. T.d. breyttust einkenni stéttanna stöðugt, en þau hurfu alls ekki. Enn eru það tvær stéttir, en of- urlitlar tilfæringar á flokkum, og er nú svo komið að í undir- stétt hefur fækkað verulega, því flestir karlmenn hafa sagt skil- ið við gamla félaga og eru nú nær eingöngu þama konur, gam- almenni og börn, ásamt einstaka karli. Hér verð ég að skjóta inn í, að í þjóðfélagi voru er himinhár stigi. Hann stendur upp úr miðju landinu, beinn og breiður, beint upp í loftið. En þar sem land vort er eldfjallaland, eru tíðir jarðskjálftar, sem hrista svo mjög þennan stiga, að stundum riðar hann til falls. En einhvern veginn hefur honum tekist að standa það allt af sér, enn sem komið er. Það gefur auga leið að svona hár stigi hlýtur að hafa mörg, mörg þrep, — og þar sem hann er mjög breiður, rúmar hann margt fólk. Fólk segi ég. — Já, þetta er nefnilega bústaður fólks ins í landinu, þess ástkæra heim ili. Neðstu þrepin eru þéttsetin. Þar býr gamla fólkið. Hvað ann að? Það er jú svo gamalt og las burða, að það kemst ekki lengra. Síðan koma konur, þá konur og síðan fleiri konur, koll af kolli. — langt upp í stigann. Flestar neðarlega. Og svo smáþynnist hópurinn. Ofarlega er ekki eina einustu að sjá, hvað sem reynið að rýna, nema, — jú, þarna al- veg efst má sjá grilla í fjórar kvensur. Nú, í heimilisstiganum er fleira fólk. Bömin svona hér og þar — allfjölmennur hópur vaskra manna er þarna neðar- lega til heimilis, en ekki ná þeir samt til fríðasta og föngulegasta kvennhópsins. — Svo dreifast þeir tiltölulega mjög fallega í öll þrepin upp úr, en eru heldur kvennmannslausir þama í efstu þrepunum. Einstaka karlar fá svima í allri þessari hæð, sumir detta niður, meiða sig svolítið og reyna svo að brölta aftur upp, með misjöfnum árangri. Enn aðr ir láta sér nægja að riða svolítið af svimanum, en detta ekki. En þeir lifa i stöðugum ótta. / Svona leit þessi stigi út á því herrans ári 1974. Svona leit þessi stigi út á því kvennanna ári 1975 og svona lít- ur þessi stigi út í byrjun þess herrans árs 1976. Lítum í neðstu þrepin, til kvennanna. Þar er alltaf til nóg af góðu kaffi — því þær fengu allar kaffikönnuna í vöggugjöf. Þar er líka mikið skrafað og mikið unnið. Já, þær vinna svo mikið að þær hafa yfirleitt ekki tíma aflögu að heimsækja karl- mennina í efri byggðum, nema kannski ein og ein í einu, en aldrei tvær. Þær tala um ójafn- rétti kynjanna og segjast þrá jafnrétti, t.d. í launamálum. En þær hafa lítið þrek. Það er svo mikið að gera alla daga, að þær hafa ekkert þrek aflögu að lokn- um vinnudegi, til að berjast fyr- ir jafnrétti. Að vísu hafa nokkr- ir góðir karlmenn hjálpað til að fá sömu laun fyrir sömu vinnu í einstaka tilfellum, en alls ekki öllum. En svo er hitt annað mál. að þar sem þeir tilheyra ekki sömu vinnustétt og þær — fá þær lægri laun. Og þessar blessaðar konur, sem þrá jafnrétti (í öllu) þær metast samt hver við aðra, hver og hver sé hú í'æðra starfi. Tökum t.d. stolt okkar hér á Akranesi — Sjúkrahúsið . Þar er óréttlætið í launamálum hvað bersýnilegast. Ef við hugsum okkur bara einn lítinn stiga þar, þá væru læknarnir í efstu þrepunum, aðr- ir karlmenn við stofnunina í þeim næstu. Þá alls konar kon- ur við stofnunina eins, og t.d. hjúkrunark., röntgenk., sjúkra- liðar og fl., neðstar hreingerning arkonur. Við þekkjum þetta fólk. Þetta er okkar fólk og gott fólk, sem vinnur sín störf vel og samviskulega. Ég fyrir mitt leyti get ekki verið án neins þeirra, þegar ég gisti það hús. En af hverju læknar efst og hreinlætið neðst? Það skil ég ekki. Ekki svo að skilja að bless- uðum læknunum okkar sé ofborg að. Ég efast ekki um að þeir þurfi á því öllu að halda í allri þessari óðaverðbólgu. En veitir konunum nokkuð af því að fá sömu laun? Það er það sem ég skil ekki. Hvers vegna þurfa konur ekki eins mikil laun ? Eru konur svona miklu ómerkilegri en karlar? Nei og aftur nei. Þær eru ná- kvæmlega jafn merkilegar og mikilvægar og karlmenn. Þess vegna eiga þær að fá jafn mikil laun. En ég er bara hrædd um að þetta sé ekki læknunum að kenna, því síður karlmönnum yf- ir leitt, heldur grunar mig að sökina. sé að finna hjá okkur, KONUM sjálfum. Við vanmetum okkur. Hjá mörgum konum er það fyrsta sjálfsstæðisskerfið að fara út að vinna. Annað hvort í byrjun barnauppeldis, í því miðju eða að því loknu, til að drýgja tekjur „mannsins11 — þá biðjum við ekki um mikið — bara pínulítið, svona rétt fyrir hinu og þessu — já — meira var það nú ekki — nei, ó, nei. O. ætli það —. — Skyndilega komumst við ekki aftur heim í hlýjuna, það verður ekki aftur snúið, við tilheyrum þróuninni og verðbólgunni. Og til að bjarga bæði þjóðarbúi og heimili frá gjaldþroti, erum við hér og getum ekki annað — með verst launuðu störfin. En þetta er ekki eins slæmt og virðist í fljótu bragði, því þetta er ekkert Nokkru fyrir jól var sú ákvöröun tekin að verja einni kennslustund tveggja deilda í fyrsta bekk Gagn- fræöaskólans (I. og !>.), sem undir- ritaður kennir Islandssögu, til heim sóknar í Byggðasafniö i Göröum. Sé rétt á málum haldið, þá eru slíkar heimsólcnir nemenda tvímæla- laust vel til Þess fallnar að vekja áhuga þeirra á liðinni tið og veita nýja innsýn í eitt og annað, sem heyrir sögunni til. Að þessari heimsókn lokinni var nemendum gert að skrifa ritgerð um það, sem fyrir augu og eyru bar og draga sínar ályktanir af því. Fer hér á eftir sýnishom þeirrar ritgerðar sem UMBROT Valdi og hefur góðfúslega tekið til birtingar. Björn Jónsson. Dag einn, fyrir nokkru féngu tveir bekkir Gagnfræðaskóla Akraness að fara í Byggðasafnið að Görðum. Kennarinn okkar, séra Björn Jónsson, fór með okk ur. Þegar við komum að safninu beið Loftur Loftsson eftir okkur og opnaði hann safnið og sýndi okkur. Ég byrjaði á að skoða gamla skólastofu, í henni var t.d. gamall, kolaofn úr búi læknis- hjónanna Ingibjargar Ólafsdótt- ur og Ólafs Finsen. Þar var líka óhagganlegt náttúrulögmál. Við getum breytt þessu, en aðeins með því áð standa saman, allar sem ein. Ekkert múður. Við erum voldugar, sterkar. helmingur þjóðarinnar. Við gátum það 1974 — 1975 og við getum það lika 1976. En við gerðum það ekki.. Samt gáfu „sameinuðu karlmennimir okk- ur heilt ár til ráðstöfunar. Heilt kvennaár. Því gerðum við ekk- ert? Það er sannað mál að ekki er nóg að líta „mjög alvarlegum augum á málið“. — Það verður að gera eitthvað. Og þetta eitthvað vitum við allar hvað er. Að leggja niður alla vinnu, ekki þara í einn dag. heldur þangað til að tilskipað og framkvæmt verður algjört jafnrétti. Að afloknu kvennaári er mér efst í huga vonbrigði mín vegna þessarar eilífu lúshægfara þró- unar, sem virðast vera í öllu. Eina breytingin sem ég hef orð- ið vör við er sú, að í útvarpinu um daginn var auglýst ný útgáfa á „Unga stúlkan og eldhússtörf- in“ með nýju nafni, „Unga fólkið og eldhússtörfin“. Svona hægfara er öll þróun. Og erum við ekki ósköp ánægð með þetta? — Nú ekki það. -— Því berjumst við þá ekki fyrir rétti okkar? Upp með jafnréttið og fram- þróunina! ! ! — Um friðinn skul um við tala að loknum sigri. bókaskápur frá Oddi Sveinssyni og margt fleira. Við sáum líka gamla-Ford, árg.'1921, gramma fón, orgel, prentvél og margt fleira. Ég leitaði lengi að tafl- mönnunum, sem smíðaðir eru úr hvalbeini, eri séra Björn sagði, að þeir væru ennþá í gamla safn húsinu. Mér finnst mjög gaman og fróðlegt að skoða svona söfn þá sjáum við og skiljum betur hvernig fólk lifði í gamla daga, en það hefur áreiðanlega verið allt öðru vísi en við lifum núna. Sá, sem átti mestan þátt í því að byggja upp byggðasafnið að Görðum er séra Jón. M. Guð- jónsson, fyrrv. sóknarprestur og eigum við honum mikið að þakka. Að lokum vil ég þakka séra Birni fyrir þessa skemmtilegu ferð. Rannveig Kristjánsdóttir, 1-Þ. 7 Ferð í Byggðasafnið

x

Umbrot

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.