Farandsalinn - 01.02.1923, Síða 2

Farandsalinn - 01.02.1923, Síða 2
2 FARANDSALINN an hann var á ferðalagi að heim- sækja Mendelszohn og Schumann í örvæntingu sinni og vonbrigð um kyntist hann hinni andríku Auroru Dudevant (þekt sem skáldkona undir nafninu Georg Sand), það samband varð ekki hamingjusamt, og leiddi það að miklu leyti til að hann fékk fljótt þann sjúkdóm, er leiddi hann til bana. Chopin á sér sérstöðu í list sinni. Bæði í tónsmíði og piano- spili skapaði hann nýjan stíl. Hann var „Lyrikeren“ meðal tónsnillinganna, og hinn drama- tiski máttur söngleik hans óm- ar sem eggjandi undirhreimur, þar sem yfir þekur hinn skín- andi yfirflötur með sínurn hugs- anlegu útskornu arabeskum. Og þó að pólska innrætið sé jarð- vegurinn, þar sem list hans fékk næringu, þá eru áhrifin mikil frá Þýskalandi og Frakklandi. Án þess að mynda skóla, hef- ir Chopin haft mjög mikil áhrif á hina þýðingarmestu tónsmiði, svo sem Schumann, Berlioz, Grieg („Chopin Norðurlanda“). Verk hans tilheyra (að undan- teknu einu hefti af pólskum söngvum) eiginlega eingöngu fyrir pianó. Erfðaskráin þýtt hefir E. J. Morgunn einn i desember rann upp nístingskaldur og skugga- legur; dimm þoka grúfði yfir götum og strætum og gerði um- ferðina næstum hættulega. Utgefandi tímaritsins „Hala- stjarnan“ Cecil Laursen, kom inn á skrifstofuna í óvanalega illu skapi og settist niður í stól við skrifstofuborðið. Við gluggann stóð ritari hans, Karl Frandsen að nafni, og reykti vindil meðan hann horfði út á götuna. „Voðalegt er veðrið úti“, sagði hann, þegar Laursen kom inn. „Já“, svaraði ritstjórinn ön- ugur. „Þú hefir ekki mikið að gera í dag“, bætti hann við. Frandsen leit við og virtist undrandi yfir þessu ávarpi. „Þú ert fýlulegur, kæri vinur; þú lítur út eins og þú eigir að giftast“, sagði ritarinn. „Hvað áttu við með því?“ sagði ritstjórinn, um leið og hann fylti pípu sína og sökk hugsjúk- ur íengra niður í stólinn. „Þú munt ef til vill vita ástæðuna fyrir því, hvers vegna eg ætti að geta gifst“. „Langt frá því. En þú ert þó ekki-------“

x

Farandsalinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Farandsalinn
https://timarit.is/publication/1334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.