Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.10.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 01.10.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 2015 Framundan er stofnun Mark­ aðs stofu Hafnarfjarðar. Þó form­ leg stofnun hennar sé ekki orðin að veruleika virðist margt ráðið um verkefni hennar. Markaðs­ stofan mun að öllum líkindum vera nokkuð háð Hafnarfjarðarbæ með fjármagn til reksturs og ekki miklar líkur á að félagsgjöld muni fyrstu árin duga fyrir launakostnaði. Ekki hefur verið afráðið hvað Hafnarfjarðarbær mun leggja til en bærinn leggur 6 milljónir kr. til undir­ búnings stofnunar stofunnar auk húsnæðis til næstu áramóta. Ætli Hafnarfjarðarbær að njóta hagræðingar af Markaðsstofunni er ljóst að einhver verkefni fara til hennar og þegar er Markaðstofan farin að undirbúa Jólaþorpið. Markaðstofuna á að reka sem sjálfseignar­ stofnun og því má spyrja sig hvort reglur um útboð gildi ef færa á verkefni Hafnarfjarðarbæjar til Markaðs stofunnar. Fjölmargir nýir starfsmenn koma þessa dagana til starfa hjá Hafnarfjarðarbæ eftir hreinsanir og skipulagsbreytingar. Nýr bæjarlögmaður tekur brátt við sínu starfi, nýr byggingarfulltrúi sömuleiðis og nýr skipulagsfulltrúi. Þá virðist eiga að gera breytingar á stöðu upplýsinga­ og kynningarfulltrúa og er starfsmaðurinn nú í fríi. Skipta á starfinu í tvennt, í stöðu verkefnastjóra rafrænnar stjórnsýslu og upplýsingafulltrúa en ekki hafa fengist svör um það hvort og hvernig verður staðið að auglýsingu á þessum störfum. Velta menn því fyrir sér hvort þegar sé búið að ákveða að færa upplýsingaþáttinn til Markaðsstofu Hafnarfjarðar og fóðra þannig fjárfram­ lög bæjarins til stofunnar en sviðsstjóri stjórnsýslu neitar að svo sé. Enn er því órói meðal starfsmanna bæjarins sem sjá ekki fyrir endann á stjórnsýslu­ breytingum sem nú virðast í auknum mæli vera komnar í hendur á bæjarstjóra einum. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 4. október Sunnudagaskóli kl. 11 Kirkjunni verður breytt í kaffihús! Jazz/dixiland-messa í Haukaheimilinu kl. 20 Kór Ástjarnarkirkju ásamt einsöngvurum syngur við undirleik hljómsveitar. Fólk situr við borð og heitt verður á könnunni. Foreldramorgnar á þriðjudögum kl. 10 www.astjarnarkirkja.is Sunnudagur 4. október Messa og sunnudagskóli kl. 11 Mánudagur 5. október Tíu Til Tólf ára starf í Vonarhöfn kl. 16.30 -18 MIÐVIKUDAGUR: Morgunmessa kl. 8.15 Léttur morgunverður á eftir FIMMTUDAGUR: Foreldramorgnar kl. 10-12 Umsjón hefur Erla Björg Káradóttir Nánari upplýsingar á: www.hafnarfjardarkirkja.is www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Víðistaðakirkja Sunnudagur 4. október Guðsþjónusta kl. 11 Kór Víðiðstaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson. Sunnudagskólinn kl. 11 Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal kirkjunnar. Umsjón: María og Bryndís. Kaffi, djús og kex að guðsþjónustum loknum. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is Sunnudagurinn 4. október Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldmessa kl. 20 Altarisganga. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. Sjá nánar á www.frikirkja.is og á Facebook Kaldárselsvegi • sími 555 6455 Tré og runnar ...í garðinn þinn 20% afsláttur af öllum plöntum. Opið um helgina Skyggnilýsingarfundur Þórhallur Guðmundsson verður með skyggnilýsingar á fundi Sálarrannsóknarfélags Hafnarborgar í Gúttó á mánudag kl. 20. Hafnarborg Haustsýning Hafnarborgar 2015 er sýningin Heimurinn án okkar. Sendið tilkynningar um viðburði á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.