Bæjarblaðið - 14.07.1951, Qupperneq 1
BÆJARBLAÐIÐ
i. argangur
Akranesi, laugardaginn 14. júlí 1951
1. tölubldS
ÞETTA ER BLAÐ
ALLRA
BÆJARBÚA.
KAUPIÐ ÞAÐ,
LESIÐ OG
LEGGIÐ ÞVI
LIl).
SILDVEIÐARNAR - útlit og horfur
Undanfarin ár.
Sumarið 1950 var sjötta síld-
arleysissumarið í röð. Þó voru
ekki allar vertíðirnar jafn-
slæmar, hvað aflaleysi snerti,
t. d. var nokkur munur á ver
tíðunum 1946 og 1947 og hin
um þremur, en þó var vertíð
in 1949 með þeim verstu, sem
komið hafa.
Eftir reynslu þessara slæmu
ára, var því ekki að undra,
þótt menn væru tregari til að
senda skip til síldveiða en áð
ur, þar sem áhættan var sýni-
leg, og margir svo illa settir
fjárhagslega, að þeim var þetta
illfært, eða bein ofraun. Þátt-
takan í veiðunum 1949 varð
nokkuð minni en árin á undan,
eða alls 199 skip, móts við 242
1948 og 264 1947, en þá varð
þátttakan meiri en áður hafði
þekkzt.
Árið 1949 var 'heildaraflinn
sem hér segir:
Söltuð síld, 129,034 tunnur.
Bræðslusíld, 511,145 hl.
Fryst beitusíld, 79,502 tunn.
Niðursoðin ný síld, 467 tn.
Árið 1950 var heildaraflinn
hins vegar sem hér segir:
Saltað Norðanlands 55,561
tunna.
Saltað Sunnanlands 131,708
tunnur.
1 bræðslu Norðanl. 263,
936 hl.
I bræðslu Sunnanlands 22,
713 hl.
Fryst beitusíld fyrir norðan
7,336 tunnur.
Fryst beitusíld fyrir sunnan
63,657 tunnur, af þessu var og
örhtið flutt út.
Norðanlands fiskaðist og
66,645 mál af uppsa sem allt
fór í bræðslu. Veiðarnar stund-
uðu 240 skip með 235 nætur.
Til samanburðar, var aflinn
sem hér segir næstu ár á
undan:
EFSÆABAUGI
Nýsköpunartogari landar karfa í KrossanesverksmiSfuna.
Jafntefli Akurnesinga
og Vaalerengen
Knattspyrnuflokkur fBA og Vaal-
erengen kepptu í knattspyrnu í gær-
kvöldi og varð jafntefli 4:4.
Leikurinn var geypiharður, og
segir t. d. eitt Reykjavíkurblaðið, að
„leikurinn hafi verið líkari Rugby
en knattspymu“.
Af Akurnesingum skoruðu þeir
mörk: Ríkharður 2, Þórður 1, og Jón
Jónsson 1.
Dómari var Guðmundur Sigurðs-
son, og urðu nokkrar deilur um
dóma hans. Voru Norðmenn mjög
óánægðir, og varð dómarinn að
vísa norska markverðinum ú af
vellinum.
Útsvörin í ár.
Útsvarsskráin er nýkomin út og
mun mörgum þykja nóg á sér ekki
síður en áður, því nú er álögð út-
svarsupphæð kr. 2.835 þús. kr. í stað
rúml. 2,1 milljón í fyrra. Eftir því
sem nú gerist, hefur undanfarið ver-
ið góð atvinna á Akranesi. Þrátt fyrir
það, — miðað við sama skala og
undanfarin ár — vantaði svo gifur-
lega á að hægt væri að ná þessari
upphæð, rúml. 2, 8 millj. að bæta
varð ofaH á hvern einstakling 20%,
og félög og fyrirtæki 30% eftir því
sem skattskráin ber með sér.
Er þetta ekki ofraun fyrir ein-
staklingana og bæjarfélagið í heild?
Til viðbótar við skatt-áþján ríkisins
í beinum og óbeinum sköttmn, sem
slær þó öll met. Oft á það aðeins
að vera til bráðabirgða, sem oftast
verður til langframa og síhækk-
andi.
Þjóðfundurinn.
Hinn 5. þ. m. voru liðin 100 ár
síðan hinn afdrifaríki Þjóðfundur
var settur í alþingisstofunni í
Menntaskólanum í Reykjavík.
nm útlitið. Undanfarin ár hef-
ur ýmsum getum verið leitt að
orsökum aflabrestins, og þrátt
fyrir all umfangsmiklar rann
sóknir hafa þær ekki leitt til
óyggjandi niðurstöðu um þetta
mikla vandamál. Með þrot-
lausri elju og stöðugt vaxandi
tækni má þó vænta þess, að
fremur dragi saman en sundur
í þessu efni. Á siðastliðnu
sumri, þóttust Norðmenn þó
hafa komizt næst því að gera
sér nokkra grein fyrir afla-
leysinu fyrir Norðurlandi. —
Töldu þeir breytingu strauma
fyrir Norðaustur-landi líkleg-
ustu orsökina. Mun þetta atr-
iði, ásamt ýmsu öðru, verða
rækilega athugað, bæði af
Norðmönnum og Islendingum
á þessu sumri.
Það er löngu vitað, að mikið
sildarmagn er hér meginhluta
árs fyrir suður- og suðvestu-
landi, og sízt minni þau árin,
1948 f salt 114,799 tn. 1 bræðslu 1,511,888 hl.
1947 f salt 64,796 tn. í bræðslu 2,004,565 hl.
1946 í salt 168,470 tn. í bræðslu 1,172,300 hl.
1945 ‘ í salt 95,395 tn. í bræðslu 463,238 hl.
Fryst beitusíld 28,553: tn.
Fryst beitusíld 68,065 tn.
Fryst beitusíld 52,742 tn.
Fryst beitusíld 28,553 tn.
undlaug og sundkeppni
Öll árin nema 1945, voru
nokkur hundruð tunnur af
nýrri síld soðin niður. Sérstak-
lega árið 1945, var nokkuð
hraðfryst, eða 1,106,223 kg.
Árið 1948 var svo ísuð sild
3,019,005 kg. og 846,741 kg.
1947-
Bræðslusildaraflinn 1950,
var því lakari en nokkurt þess-
ara ára, að meðtöldum árinu
1945.
Útlitið í ár.
Jafnvel þótt komið sé fram
að miðjum júlí, er djarft að spá
sem hún hefur brugðizt fyrir
Norðurlandi. 1 vor og sumar
hefur sézt hér mikil síld, jafn-
vel vaða. Eru menn að vona,
að þessi síld gangi vestur með
landi og norður fyrir, og ef tíð
verður hagstæð verða allmikil
á miðunum Norðanlands.
Með hliðsjón af þessum sex
léfegu síldarárum, og þeim bú-
sifjum, sem það hefur valdið
útgerðarmönnum og sjómönn-
um, hafa þeir nú verulega tví-
stígið tun, hvort rétt væri eða
mögulegt að gera enn eina til
raun. Framhald á 3. síðu.
Samnorrænu sund-
keppninni
lauk þriðjudagskvöldið 10.
júli s. 1. Þá höfðu 764 Ákur-
nesingar synt 200 metra spöl-
inn í lauginni hér, og 105 að-
komumenn, alls 870. Eitthvað
yfir 20 Akurnesingar syntu
annars staðar. Enn er ókunn-
ugt um fullnaðarúrslit keppn-
innar og verður svo fram til
1. október n. k., er hin Norð-
urlöndin hafa lokið þátttöku
sinni.
Elztur þeirra Akurnesinga,
sem sundið þreyttu, var Sig-
urður Halldórsson, 67 ára, en
yngst Gerður Guðjónsdóttir
(kcnnara), nýlega orðin 6 ára.
Enginn vafi er á því, að
þetta norræna kappsund hefir
drjúgum örvað sundáhugann
hér á landi. Margir, sem synd-
ir voru, en höfðu slakað á iðk-
uninni, æfðu sig að nýju, en
hitt er mest um vert, að marg-
ir áður ósyndir hófu sundnám
og luku jafnvel 200-metra
þrautinni. Þannig var um
eina frú hér, 52 ára að aldri.
Hún hóf sundnám beinlínis
vegna norræna kappsundsins
og lauk sínum 200 metrum
með prýði. „Þetta er að kunna
vel til vígs og vera lands síns
hnoss,“ eins og Sandels sagði
um Svein Dúfu.
En ekki má láta staðar
numið við þessa örvun. Sundið
á að verða almennings íþrótt,
enda eina íþróttin, sem hefir
skilyrði til að vera það.
Nú þarf að halda áfram með
kappsund milli kaupstaða,
sveita, skóla o. s. frv. Það er
næsta lítils virði, þótt fámenn-
ir íþróttaflokkar keppi öðru
hverju sín á milli, hjá því, að
allur almenningur geri það.
Þá fyrst er eitthvert mark tak-
andi á bæja- og sveitakapp-
leikjum.
Ur því að hér var minnzl
á sundíþróttina, er rétt að
víkja nokkuð að búnaði henn-
ar og skilyrðum hér í Akra-
ness-kaupstað.
Séra Jónmundur Halldórsson, elzti
þjónandi prestur landsins. Hann er
fæddur á Akranesi 4. júlí 1874. —
Myndin er tekin, þegar hann hafði
þreytt 200 m sundiS.
Vel fer á því, að sundinu sé
vel sinnt í slíkum bæ, þar
sem mikill hluti íbúanna á lifs-
björg sína í sjó að sækja. Auk
þess er að því stefnt, að allir
íslendingar verði syndir.
Nú eiga allir stærri kaup-
staðir sundlaugar og kappkosta
flestir að sýna þeim sem mest-
an sóma. Góð sundlaug á að
vera uppeldis- og menningar-
stofnun, þar sem eigi aðeins
sundíþróttin á að ráða ríkjum,
heldur og þrifnaður og vönduð
umgengni. Af útliti og um-
gengni í sundlaugum má oft
ráða menningarstig bæjarbúa.
Ekki skal fjölyrt um það, að
þessu sinni, að Bjarnalaug er
ófullnægjandi fyrir svona stór-
an bæ. Hún er of stutt og bað-
og fataklefar allt of rúmlitlir,
láðst liefur að ætla sundlauga-
verði ög sundkennurum af-
drep og vinnustofur, en þeir
hafa allmikla skýrslugerð. 12
metra langar laugar eru sæmi-
legar kennslulaugar, en sem
íþrótta- og almenningslaugar
eru þær ófullnægjandi. Ekki er
t. d. hægt að iðka dýfingar að
nokkru ráði.
Sparnaður er góður og nauð-
synlegur, en við menningar-
stofnanir eins og sundlaugar
má hvorki skera fjárframlög né
vinnu svo mjög við nögl, að
bænum sé til vansæmdar. —
Betra er að laug sé skemur
opin en ræstingu og vörzlu
verði ekki sinnt eins og þörf
Framhald á 3. síðu.