Bæjarblaðið - 14.07.1951, Qupperneq 2

Bæjarblaðið - 14.07.1951, Qupperneq 2
2 BÆJARBLAÐIÐ Laugardaginn 14. jálí 1951 BÆJARBLAÐIÐ Ritnefnd: Dr. Árni Árnason, Iiarl Helgason, Ól. B. Björnsson og Ragnar Jóhannesson. A fgreiÖslumáður: Bjarni Th. Guðmundsson, sími 234. ÁbyrgÖarmaður: Öl. B. Björnsson. Blaðið kemur út annan hvern laugardag. Prentað í Prentverki Akraness h.f. ÁVARP UNDANFARIN missiri hefur ekkert bœjarblað verid gefiö út á Akranesi. Þetta er tœplega vanzalaust fyrir svo stóran bœ og vaxandi, þar sern fjöldi viöfangsefna bíöur um- ræöna og athafna. Þáö er líka oft mjög tilfinnanlegt aÖ hafa engan slíkan vettvang, þegar borgararnir óska aÖ ræÖa opinberlega um aökallandi mál bœjar- félags síns, vilja bera fram óskir og áhugamálberida á eitthvaö eÖa lagfæra. Stjórnmálablöö hafa aö vísu stundurn skotiÖ liér u.pp kolli í nánd viö kosningar, stáöiö meö nokkrum blórna fram yfir þœr, en síöan lognazt út af eins og sumarblóm á haustdegi. Sennilega hefur ekkert þessara blaöa staöiö undir fjárhag sínum, enda al- ger afrausn aö œtla aö gefa út 3—4 blöö í 2600 manna bæ. Auk þess er oft meiri þörfin aö rœÖa málefnin milli kosninga, án hita og flokkaofstœkis, því aö um kosningar og fyrir þær sœta góö mál oft þeirri meö- ferÖ, sem sízt skyldi, vinnur þeim stórskaöa og ríÖ- ur þeirn aö fullu. En vér erum of fátœkir og srnáir til þess, aÖ vér megum viö því aö vinna velferÖar- málum vorum svo hrapallegt fjörtjón sjálfir. Aö útgáfu þessa litla. blaös, sem nú hefur göngu sína, standa nokkrir borgarar á Akranesi, sem hafa stundum fundiö sárt til blaöaskortsins í bœnum og gera sér Ijóst, áð gott blaö getur miklu áorkaÖ í fram- gangi mœtra málefna. Blaöiö fylgir engum sérstökum stjórnmálaflokki, enda aöhyllast útgefendur þess ýmsar ólíkar stjórn- málaskoöanir. Hér er einkum ætláö aö rœöa ýmis málefni Akranesskaupstaöar: atvinnumál, hafnar- gerÖ, verksmiöjubyggingar, útgeröarmál, gatnagerö, ræktun o. fl. eigi sízt menningar- og heilbrigöismál: skóla- og menntamál, íþróttir, félagslíf og skemmt- anir, bækur og bókasöfn, skrúögaröa og prýkkun bœjarins, þrifnaö og almenna umgengni, leikhús, tónlist, kvikrnyndir o. fl., svo aö nokkur málefni séu nejjid. Auk þess mun bláöiö flytja bœjarfréttir. Blaöiö mun gera sér far um aö benda á hollar nýjungar og styöja mál og framkvœmdir, sem horfa bænum til heilla, líka mun þáö reyna aö benda á ýmislegt, sem betur má fara, og mun leitast viÖ áð gera þaÖ svo, aÖ engir telji sér misboöiö méö því. Öllum borgurum á Akranesi er heimilt áö kveöja sér hljóÖs í bláöinu, og eru útgefendum jafnvel kœr- komnar góöar, áösendar greinar. En auövilaö verÖa allar greinar, sem berast, aö hlíta ákveönum skil- yröum, í þessu blaöi sem öörum. Þœr veröa aÖ vera vel og skipulega samdar og hœfilega langar, því áö rúm blaösins er mjög takmarkaö. Allur málflutn- ingur verÖur aö vera prúÖmannlegur og vandaður. Flokkspólítískur áróöur og persónuleg áreitrii veröa algerlega útilokuö. Mönnum veröur aö sjálfsögöu heimilt áö berjast fyrir góöum málstáö, en slíkt vinnst betur meö einbeitni og hófsemi en ofstæki og illskiptni. En framtíö þessa blaðs er öll undir yöur komin, lesendur góÖir. Blaöaútgáfa er dýr nú á tímurn og ber sig sjaldan. Þaö er bœnum til sórna, ef særni- lega tekst um útgáfu bláösins, og alrnenningi í bæn- um til nokkurs vanza, ef ekki er hœgt áð halda úti slíku blaöi hér sem í hliöstœöum kaupstööum. Látiö því ekki stranda á því, aÖ blaöiö seljist ekki. Viö treystum því líka, aö kaupsýslumenn og aörir, sem þurfa aö auglýsa, noti sér tækifæriö, sem útbreytt og fjöllesiö blaö veitir slíkurn aöilum. Iþróttírnar erti hér t uppsígííngu Þing Iþróttabandalags Akra- ness, sem haldið var s. 1. vetur, lauk 22. febrúar. Þar ríkti ein- ing og áhugi um íþróttamál, enda voru þar samþ. ýmsar tillögur varðandi framtíð iþrótt anna hér. 1 stjórn bandalags- ins voru eftirtaldir menn kosn- ir: Guðm. Sveinbjörnsson, for- maður, Helgi Júlíusson, Lárus Árnason, Óli Örn Ólafsson og Egill Sigurðsson. Óðinn Geir- dal, sem verið hcfur formaður bandalagsins, baðst eindregið undan endurkosningu vegna anna. Hér verður nú með örfáum orðum minnst athafna og sigra bandalagsins i vor og sumar. sem þó eiga rætur sinar fyrst og fremst í ötulu starfi undan- farinna ára. I. Fyrsta mótið á vegum banda- lagsins, var sundmót, sem fór fram í Bjarnalaug u. apríl, milli Kára, K. A. og Sundfél- ags Akraness. Kári vann þetta mót. II. Knattspyrnukappleikir milli Kára og K. A. hófust 3. maí. Var þar keppt um bikar þann, sem bæjarstjórnin gaf 1948. Hann vann Kári nú í þriðja sinn með 2:1 í fyrri umferð. I síðari umferð vann K. A. með 4:3. Þurfa félögin því að keppa enn til úrslita. III. Næst kepptu þessi félög um Akranesbikarinn, og þá vinn- ur K. A. með 4:3. IV. í öðrum keppnum milli fé- laganna fóru leikar þannig: 4. flokki Kári með 4:0. 3. — K. A. — 2:0. 2. — K. A. — 3:0. V. Hinn 20. maí s. 1. fór fram bæjakeppni í sundi milli Kefla víkur og Akraness, þar sem Akranes vann með 43 stigum gegn 39. Þarna var keppt um bikar er Sundfélagið gaf til þessarar keppni. Þarna var mikill fjöldi áhorfenda, og var mótið hátíðlega sett ,með ræðu af hendi formannsins, Guðm. Sveinbjörnssonar. VI. Þá fór fram sundkeppni i sambandi við Sjómannadaginn. VII. Hinn 1. júlí fór svo fram sundkeppni milli Akurnesinga og Hafnfirðinga, þar sem Ak- urnesingar unnu með 77 stig- um gegn 73. Hér er sundíþróttin mjög að færast í aukana, og áreiðan- lega með mjög miklum ár- angri, bæði hvað almenna sundkunnáttu snertir, en einn- ig að því er tekur til einstak- linga inn að vinna met á þessu sviði, eigi aðeins hér innan- lands, heldur ef til vill á heimsmælikvarða. VIII. vj. júní-mólið. I fyrsta sinn í mörg ár, fór hér fram þennan dag alhliða frjáls-íþróttamót, þar sem líka er keppt í glimu. í henni var keppt í tveimur flokkum. Drengjaflokkur: Þar vann Svanberg Ólafs- son. Annar var Jóhannes Ást- valdson og hinn þriðji var Jón Sigurðsson. Þá kepptu fullorðnir um bæjar-skjöldinn. Þar varð glímukóngur Akraness, Gísli Gíslason. — Önnur verðlaun hlaut Sigurður Arnmundarson og þriðju vei'ðlaun hlaut Guð- mundur Bjarnason. I þessum íþróttum var keppt: 60 m hlaupi, 100 m lilaupi og 1500 m hlaupi. Kúlu varpi, kringlukasti og svo 4X 100 m boðhlaupi. I sumum þessara gi-cina náð- ist mjög góður árangur og at hyglisverður tími, eins og t. d. í 60 og 100 m hlaupi. Þar hljóp Garðar Jóhannesson 60 m á 6,8 sek. og 100 m á 11 sek. IX. Merkasti íþróttaviðburður ársins að því er Akranes snert- ir, er vitanlega þátttaka þeirra í Islandsmótinu og sá ágæti árangur sem þar náðist. Mótið hófst 9. juní, en fyrsti leikur Akurnesinganna var 12. júní, með leik milli í. A, og K. R., sem endaði með sigri Akraness, með 5:2. Annar leikur þeirra var 13. júní við Frarn. en sá leikur endaði með jafntefli, 2:2. Þriðji leikur var svo 18. júní á móti Val, er endaði með sigri Akurnesinga,. með 3:2. ÍJrslitaleikurinn var svo 20. júní, móti Víking, en þar var jafntefli 2:2. Þar með unnu Akurnesingar með því að hljóta íslandsmeistartitilinn fyrir 1951. Er þetta í fyrsta sinn sem félag utan af landi hefur hlotið íslandsmeistara-titilinn í knattspyrnu. En hverju er þetta þá að þakka? Að kunnugra manna sögn, liggja aðallega til þess eftirfarandi orsakir: Fyrst og fremst af því að íþróttabanda- lagið hefur aðallega einbeitt sér að knattspyrnunni. Einnig vegna þess, að þegar Akurnes- ingar fóru fyrst á Islandsmót- ið 1946, hétu þeir því að gera allt sem unnt væri til þess, fyrr eða seinna, að vinna Is- landsmótið. Samhliða þessu heiti, voru þegar gerðar ýmsar ráðstafanir til þess að tryggja þetta. Fyrst og fremst að fá hingað hæfa menn til þjálf- unar, má þar fyrst nefna hinn fræga Albert Guðmundsson, Framhald á 3. síðu. Ætlazt er til, aÖ Bœjarbláöiö komi út tvisvar í rnánuði. Þaö verÖur eingöngu selt í lausasölu. Efni og greinar sendist rilnefndarrnönnurn, en auglýs- ingar afgreiÖslumanninurn. Að svo rnæltu kveöur Bœjarblaöiö sér hljóös. Frarntíö þess, farsœld og gagnsemi er undir ýöur komin, góöir Akurnesingar. ÚTGEFENDUR.

x

Bæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.