Bæjarblaðið - 19.09.1953, Page 2

Bæjarblaðið - 19.09.1953, Page 2
BÆJ ARBLAÐIÐ Laugardagur 19. september 1953 * BÆJARBLAÐIÐ Ritnefncb DR. ÁRNI ÁRNASON, KARL HELGASON, RAGNAR JÓHANNESSON OG VALGARÐUR KRISTJÁNSSON AfgreiðslumaSur: ODDUR SVEINSSON Sími 74. Bla'SiS kemur út annan hvern laugardag. PrentaS í Prentverki Akraness h. f. ‘Jair play-drengilcgur leikur Menn eru ckki á einu máli um gildi dþrótta. Sumir telja þær flestra meina bót og beri því að iðka þær sem mest. Aðr- ir balda, að þær séu að mestu hégómi og geti komizt ut í öfgar, dreift hugamun frá meir þroskandi viðfangsefnum huga og handar. Samilleikurinn mun vera sá, að hér sem í öðrrnn efnum er meðalhófið hollast. Hæflegar íþróttaiðkanir stæla líkam- ann og hressa, auk þess sem þær þroska skapgerð og fram- komu, ef gætt er drenglyndis og prúðmennsku í hvívétna. Hinu er erfitt að neita, að íþróttirnar eru komnar á villi- götur, þegar ekki er hugsað um annað en met og hver taug og vöðvi eru spennt ti'l hins ýtrasta. Iþróttir eiga að vera til þess að gera mannslíkamann fagran, en ekki ljótan. Sagt er að ýmsir Austurlandabúar t. d. Kínverjar hafi ýmugust á iþrótt- um Vesturlanda, þeim finnst hraði og ofsaleg áreynsla stund- uð á kostnað fegurðar og yndisþokka. Á villigötum eru íþrótt- imar líka, þegar kappofsinn er kominn á það hættustig, að keppendur beita fantabrögðiun, neita jafnvel að beygja sig fyrir dómi íþróttadómara, sem þeir hafa viðurkennt, hengja sig í „göt“ og „rifur“ á marknetmn til að komast hjá þvi að játa ósigur sinn á heiðarlegan hátt .Lengi skal manninn reyna, og eitt af aðalseinkennum drengilegs leikmanns er það, að hann kann að taka ósigri eins og siðuðum manni sæmir. Góð- ur leikmaður smigur ekki eins og minkur út um eitthvert „gat“ og skilur sóma sinn eftir í netinu. Englendingar eru taldir einhverjir beztu og drengilegustu íþróttamenn heimsins, enda er kjörorð þeirra: „Eair Play,“ — fagran og heiðarlegan leik. Það er helzta krafa þeirra, að íþróttamennirnir sýni „fair play.“ * * * Knattspymiunennimir hér hafa enn gert kaupstað sín- um sóma og komið heim öðm sinni meó Islandsbikarinn í knattspymu og meistaratitil. Þeir eru orðnir afar vinsælir íþróttamenn, um allt land, og hér á Akranesi þykir auðvitað ölliun vænt um þá. BæjarblaSið vill nota tækifærið til að óska þeim til hamingju og láta í ljós gleði sína yfir sigrinum. Iþróttirnar eru það sterkur þáttur í félagslífi nútímans, að á miklu getur oltið fyrir stað eins og Akranes,.að íþrótta- menn bans veki á sér athygli á kappmótum og landsmótum. Auglýsing er öllum þeim nauðsyrnleg nú á tímum, sem kom- ast vilja áfram í heiminum. Evrópumeistaratitill Gunnars Huseby í kúluvarpi á sínum tíma og Norðurlandameistara- titilil Friðriks Ólafssonar í skák hafa verið og eru mikil verðar auglýsingar fyrir Island, og svo er líka farið um gildi knatt- spyrnusigrana fyrir Akranes. Og sá, sem hefir einu sinni verið viðstaddur millilandakappleik í knattspyrnu erllendis veit að það skiptir hreint ekki litlu máli fyrir Island, hvernig knatt- spymumenn þess reynast í þeirri þraut. Knattspymumennimir okkar hér á Akranesi vita lika áreiðanlega hvers virði það er átthögum þeirra, að þeir reynist vel, utan lands og innan, og leiki vel; láti drengskap og prúð- mennsku fylgja dugmiklum og sókndjörfum leik. Haldi þeir í því horfinu, er hægt að gera sér vonir um, að Islandsbikarinn verði oftar hérna megin við Faxaflóann. R. JÓH. DR. ÁRNI ÁRNASON. Fræösiuþáttur Hálfir menn Undanfarið hefir verið all- mikið rætt og ritað um upp- eldismál og þykir þvi ekki illla við eiga, að minnast á þau hér, þótt með nokkuð öðm móti sé. Fyrir nokkm birtist í merku tímariti grein, og er efni henn- ar í aðalatriðum það, sem hér fer á eftir. Greinin er að visu í erlendu tímariti, en efni hennar á erindi til allra upp- alenda, hverrar þjóðar sem em. Þessir menn, hálfu mennirn- ir, koma fyrir í flestum starfs- greinum. Þeir em ekki auð- þekktir, að minnsta kosti ekki j í svipinn. Þeir geta verið geð- ! þekkir menn í viðkynningu, a‘1- úðlegir og skemmtilegir að ýmsu leyti, myndarlegir á velli, vel til fara, háttprúðir og jafn- vel glæsiilegir, örlátir og góðir félagar. En það er einkenni þeirra eða réttara sagt ein- kennilegt við þá, að þeir kom- ast ekki alla leið í lífinu, ef svo má segja. Ef þeir starfa við atvinnufyrirtæki eða fé- sýslu, þá stöðvast þeir einb vers- staðar á leiðinni, komast áldrei í æðstu ábyrgðar- eða trúnað- arstöður fyrirtækjanna. Hvað veldur þessu? Þetta er ekki ómerkilegt efni og marga hef- ir fýst að fá úr því skorið, hvar orsakanna sé að leit. I þessu skyni bundust margir uppeldis- fræðingar og sálfræðingar sam- tökum um að rannsaka mál- ið. Þeir völdu allmarga, — um 200 — mexrn, sem svona var ástatt um, til athugunar. Athugunin var í því falin, að fá vitneskju um bamæsku þeirra og uppeldi og svo ná- kvæma lýsingu á þeim sem unnt er. Þetta var gjört með því að spyrja þá sjálfa og aðra, sem bezt þekktu þá, og höfðu lifað og starfað með þeim. Með þe'ssu móti gátu fræðimennirn- ir gjört sér grein fyrir orsök- unum til þeirrar veilu í skap- gerðinni, sem kom fram d ýms- um mistökum þeirra og skorti á starfsgetu. Það kom í ljós, að ræturnar að veilum þeirra og göllum lágu að lang mestu leyti í uppeldinu, skökku uppeldi. Það var þó ekki svo að skilja, að þeir væru frá spilltum heim- ilum eða upp aldir í örbirgð. Margir þeirra voru þvert á móti synir efnafólks. En for- eldrarnir kunnu ekki tökin á uppéldinu. Skulu nú nefnd þess nokkur dæmi. Sumir feður voru of strangir og einráðir við syni sina. Þeir tóku ekki tillit til skapferlis, hneigða og hæfileika sona sinna, en höfðu hugsað sér og ætlluðust til, að þeir yrðu ný útgáfa af þeim sjálfum, legðu stund á hið sama og fetuðu al- gjörlega i fótspor þeirra. Þetta. ásamt of mikilli hörku, varð til þess að rjúfa hið eðlilega vináttu- og trúnaðarsamband milli feðganna og koma inn náms- og starfsleiða og kæru- leysi hjá sonunum. Þeir urðu ekki nema hálfir menn í því, sem þeir voru látnir búa sig undir, en hefðu að öðrum kosti getað notið sín og orðið dug- andi menn. Aðrir feður og for- eldrar sýndu sonum sinum of lítið traus't. Þeir fengu ekki að taka ákvarðanir sjálfir né fram- kvæma neitt upp á eigin spýt- ur. Vitanlega ber ekki að skilja þetta þannig, að börnin eigi að framkvæma og fara sinu fram án vilja og vitundar foreldr- anna, en það á að leyfa fram- kvæmdaþrá og sjálfsbjargar- löngun bamanna að njóta sín undir öruggri handleiðslu og kærleiksríkri leiðbeiningu for- eldranna. Þeir, sem þannig lifðu við hömlur og fjötra í uppvextinum, urðu ,,hálfir menn.“ Þeir urðu lítt eða ekki færir um að taka mikilvægar ákvarðanir og taka á sig veru- lega ábyrgð, þegar á reyndi síðar í lífinu. Þeir gátu orðið góðir þjónar og skrifstofumenn en ekki góðir stjórnendur. Enn aðrir foreldrar létu allt of mik- ið eftir sonum sínum. Þeir fengu allt, sem þeir heimtuðu, og það var -látið eftir öllum kenjum þeirra og dutlungum. Þar sem þeir fengu ávalt vilja sínum framgengt, urðu þeir í raun og veru húsbændurnir á heimilinu en föreldrarnir þjón- ar. Þetta öfugstreymi hélt svo áfram í æsku þeirra og alla tíð meðan þeir vom í foreldra- húsum. Þessir menn urðu „hálfir menn.“ Þeir héldu á- fram að heimta mikið atf öðr- um en litið af sjálfum sér. Þeir vildu losna sem mest sjálfir við alla vinnu og láta aðra framkvæma þau störf, sem þeim sjálfum voru ætluð. Þeir gættu einskis hófs í klæðaburði og öðrum lifnaðarháttum en hirtu minna um, þótt konur þeirra og fjölskyldur lifðu við þröngan kost. Þeir kröfðust mikils af því opinbera, en hirtu minna um að standa vel í stöðu sinni í þjóðfélaginu og gjöra því gagn. Sama máli var að gegna um samband þeirra við það fyrirtæki, sem þeir störf- uðu hjá. Þeir voru eigingjarn ir. Kurteisir voru þeir við yfir- menn sína eða þá aðra, sem þeir gátu haft gott af, en hroka- fuillir og óvinsælir yfirboðarar. Fleira mætti nefna, sem , fræðimenn þessir komust að og fleira mætti ræða um niður- stöður þeirra og ályktanir, en þessi eru aðalatriðin, sem niú hefur verið getið. Vitanlega voru þeir sannfærðir um, að allt þetta á sér stað jafnt um stúlkur sem pilta, konur sem karla, þótt rannsóknarefni þeirra væru karímenn ein- göngu. Vel má vera, að meira beri á þessu öllu í einu landi en öðru og í einni stétt og starfs grein en annari, en annars er þetta algild reynsla og ótví- ræður sannleikur. Það er sann- leikur, sem varðar oss ekki síð- ur en aðra og er öflug áminn- ing um að vanda uppeldið sem bezt. Og því má ekki gleyma, að byrja á þvi nógu snemma. „Smekkurinn sá, sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber.“ — Bæjarfréttir Framhald af 1. síðu. Hans Jörgensson, kennari og kona hans, frú Sigrún Ingimars- dóttir kennari, komu heim 10. sept s. 1. úr rúmlega briggja mánaða ferðalagi um Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Fóru þau utan 6. júní s. 1. til að kynna sér skólamál almennt og sérstaklega verknám i skólum. Sátu þau meðal annars kennaraþing í Oslo, þar sem 33 íslenzkir kennarar voru mættir, auk kennara frá hin- um Norðurlöndunum. Síldveiðin í Faxaflóa hefur verið sæmileg að undanfömu, en þó mjög misjöfn. Hefur hún farið hatnandi upp á síð- kastið og er nú mun betri að jafn- aði en í ágústmánuði. Hefur feng- izt mest um 130—140 tunnur í lögn, og allt niður í ekki neitt. Höfnin: 4. sept.: m/s Drangajökull tók frosna síld. 8. sept.: m/s Vatnajökull tók frosinn fisk. 5. d. b/v Hafliði, landaði um 240 smál af karfa. 10. sept.: m/s Skeljungur kom með olíu. 11. sept.: m/s Brúarfoss tók síld og hvalkjöt. S. d. m/s Dettifoss tók frosinn fisk. 13. sept.: m/s Hvassafell, kom með sement til Kaupfél. Suður-Borgfirð- inga. 14. sept.: m/s Brúarfoss tók hval- kjöt. 15. sept.: b/v Elliði, landaði um 240 smál. af karfa. 16. sept.: m/s Vatnajökull. S. d. m/s Argco frá Haugasundi kom með um 800 smál. af kolum til Haraldar Böðvarssonar & Co. Kartöfluuppskeran mun yfirleitt vera með betra móti hér á Akranesi að þessu sinni, og sums staðar með afbrigðum góð. Und- antekningar munu þó vera frá því, þar sem nokkuð hefur borið á kart- öfluhnúðormi í görðum hér í sumar, en sem kunnugt er orsakar hann al- gjöran uppskerubrest þar sem hans gætir nokkuð að ráði. Bæ jartogararnir: Togarinn Akurey kom til hafnar hér í gær eftir 314 viku veiðiferð á Grænlandsmið. Veiði var mjög treg. Afli um 300 smálestir, mest þorsk- ur og fer hann í herslu. Á Græn- landsmiðum fékk togarinn einnig dálítið af karfa og einnig nokkuð á heimleiðinni. Veður var gott og hag- stætt allan tímann. Bjarni Ölafsson er væntanlegur eftir nokkra daga. * * * Atvinna hefur verið mikil hér í bænum að undanfömu. Auk síldar- söltunar, sem stundum hefir verið mikil hefir einnig verið vinna við karfa í fiskverkunarstöð H. Böðvars- sonar & Co. því að fyrirtækið hefir keypt afla af Siglufjarðartogurunum Elliða og Hafliða, og nú einnig af Akurey um 60 smál.

x

Bæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.