Bæjarblaðið - 19.09.1953, Page 4

Bæjarblaðið - 19.09.1953, Page 4
Aknrnesingar! Kaupið BÆJARBLAÐIÐ Auglýsið í BÆJARBLAÐINU Akranesi, laugardaginn 19. september 1953. 65 ARA BÆJARKEPPNIN: 65 ÁRA ARNI BÖÐVARSSON Á þriðjudaginn var, 15. þ. m., varð Ámi Böðvarsson, for- maður Sparisjóðs Akraness, 65 ára. Árni er fæddur og uppal- inn í Vogatungu í Leirársveit, sonur bændahjónanna, sem bjuggu á þessari fallegu jörð í áratugi, Hölilu Ámadóttur og Böðvars Sigurðssonar. Voru þau bæði annáluð fyrir skör- ungsskap og Böðvar var einn þeirra fáu bænda á sinni tíð, sem fengu sérstaka viðurkenn- ingu og verðlaun fyrir jarða- bætur. Ámi var einn af stofn endum U. M. F. Hauks í Leir- ársveit og starfaði mikið í því félagi allt þangað til hann flutt- ist út á Akranes. Festi hann þá ráð sitt um svipað leyti og gekk að eiga Rannveigu Magnúsdóttur frá Iðunnarstöðum í Lundarreykja dal.. Hafði hún ailist upp hjá Oddsstaðahjónunum gömlu, Áma Sveinbjamarsyni og Ól- öfu konu hans. Rannveig hefir alið manni sínum tvö börn, son og dóttur, Ólaf, sem fyrir fárun árum hefir tekið við ljós- myndastofu föður síns og er kvæntur Ingu Ásmundsdóttur, og Höllu, sem gift er Þorgeiri Ibsen skólastjóra við barnaskól- ann í Stykkishólmi. Árni hef- ir rekið ljósmyndastofu hér á Akranesi frá þvi hann flutt- ist hingað og þar til Ólafur son- ur hans tók við henni. Ámi hefir nú starfað við Sparisjóð Akraness í rúmlega 35 ár. Hefir Sparisjóðurinn vaxið jafnt og þétt eftir þvi sem árin liðu og er það mála sannast, að Árni hefir átt mest- an þátt í að móta þessa stofn- un og treysta starf hennar. I hinu mikla og farsæla starfi sínu fyrir Akranesbæ hefir Árni Böðvarsson áunnið sér hylli og traust allra manna. Það þarf engan að undra þótt Árni gerðist snemma for- ystumaður i málum Akumes- inga. Hann á til þeirra að telja sem haft hafa mikil mannaforráð bæði hér heima og í Ameríku. Árni er sístarf- andi og sívakandi í hugsun. Hann hefir stundum til að kasta fram stöku og þeir eru óteljandi brandaramir, sem hann hefir sagt um æfina. Ég óska þeim hjónum inni- lega til hamingju með afmælin sin á einum cg sama degi, og þakka þeim jafnframt fyrir langa og góða viðkynningu. Oddur. Akranes — Reykjnvík 2:2 Það er nú orðinn fastur lið- irr í knattspyrnulifinu að Akur- nesingar og Reykvíkingar heyi einn leik á ári hverju, og er hann álitinn einn mesti knatt- spyrnuviðburður ársins. Þá vaknar sú spurning hjá lands- mönnum hvort Skagamenn séu jafnokar úrvali Reykjavíkur lið anna. Fyrsti leikur þessara bæja fór fram í fyrra og hafði þá höfuðborgin yfirhöndina. Þá þótti það stórafrek að eigi skyldi munurinn verða meiri, en leiknum lauk 2:1. Þann 13. þ. m. var bæjar- keppni háð öðm sinni. Lauk þeim leik með jafntefli, skor- aði hvor aðili tvö mörk. Þessi árangur Akumesinga hefur vakið mikla athygh um land allt, og sýnir enn á ný, að vel eru Akurnesingar að sigri Is- landsmótsins komnir og ber okkur enn að þakka þeim frammistöðrma. H. S. H. Benxíngegmir bregður sér bffjorleið Stór benzíngeymir dreginn frá Viðey til Akraness i ] IRúðugler, 3—6 mm. Hamrað gler, 3 tegundir. Opal gler í 5 litum. Þilplötur, 3 litir. Hurðarskrár, sænskar og þýzkar | 4 tegundir. Hurðarhúnar og Hurðarlamir. — HAGSTÆTT VERÐ — [ | Glerslípun Akraness | | HÚSEIGENDUR! ! HÖFUM FYRIRLIGGJANDI: OLÍUGEYMA Verð kr. 570,00 og kr. 640,00. | GETUM ÚTVEGAÐ HINA ÁGÆTU B. M. MIÐSTÖÐVARKATLA frá Keflavík með og án spiral hitara. j j ! Leitiö upplýsinga hjá oss áður en þér festiö j j kaup á hitunartœkjum annars staöar. j Kaupfélag | ! Suður-Borgfirðinga | Bæjarbúar munu að undan- förnu hafa veitt athygli ben- zíngeymi miklum, sem liggur meðal skipa hér í höfninni. Er hann hingað kominu frá Viðey beinustu leið og var dreginn af dráttarbátnum Magna að- faranótt laugardagsins 12. þ. m., og þótti fara vel í sjó, enda voru settar 15 smál. af möl í botn hans sem kjölfesta. Tók sjóferðin um þrjár klukku- stundir. Benzángeymir þessi, sem smíðaður var í Viðey fynr 26 árum er 14 metrar í þvermál og íoýg metri á hæð og tekur 1600 rúmmetra af benzíni. Mun Oliufélagið h. f. hafa gengizt fyrir flutningi geymis- ins hingað til Akraness í því augnamiði að setja hann hér upp, ef samningar takast um lóð fyrir hann, en frá þeim málum mun ekki vera fyllilega gengið ennþá. Ferðaritvél Nýleg ferðaritvél til sölu í BÓKABÚÐINNI FRIÐRIK HJARTAR Það er mikið starf að kenna, þegar það er vell rækt. Og það gefur hundraðfaldan ávöxt í lífi einstaklinganna, sem eru svo lánssamir að kuima að hag- nýta sér bernsku- og æskuleið- sögn góðs kennara. Kennarinn kemur næst á eftir foreldnm- mn við að rækta ’börnin. Og ef gagnkvæmur skilningur rík- ir á milli heimila og skóla, fer ekki hjá því að bömin öðlist lífsfögnuð og starfshæfni, sem trauðla verður frá þeim tekin. Þarmig tekst góðum kennara að byggja upp þjóðfélagið miklu meir en fjöklinn gerir sér oft og einatt grein fyrir. Einn af þessum mönnrnn er Friðrik Hjartar, sem búinn er að vera skólastjóri í 9 ár við barnaskólann hérna á Akra- nesi. Hann varð 65 ára s. 1. þriðju- dag, 15. þ. m. Og þó að hann sé nú að byrja 45. árið, .sem hann kennir, sá ég hann í dag á reiðhjóli á götunni og heyrði þrjár setningar af vörum hans, sem lýstu hinu andlega fjöri, sem þessi aldni kennari hefir verið gæddur um ævina. Tvítugur að aldri hóf hann kennslu vestur í Súgandafirði og kenndi þar samfleytt í 23 ár. Þá var hann 12 árin næstu skólastjóri við barnaskólann á Siglufirði. — Hingað fluttist Friðrik haustið 1944. Hann er bindindismaður. Hann er söng- elskur og hefir jafuan síðan hann kom hingað, sungið í kirkjukórnum og Svönunum. P'riðrik er kvæntur Þóru Jónsdóttur frá Suðureyri í Súg- andafirði. Hún hefir tekið drjúgan þátt í félagsstörfum kvenna hér á Akranesi. Frið- rik hefir haft ágætum samkenn urum á að skipa. Hann hefir og tekið sönginn í þjónustu sína jafnt inni í skólastofunum sem og í fríminútunum úti fyrir. Oddur. Leiðrétting: Á 3. síðu, í grein um ritverk Ó. B. B., hefur fallið niður 3. lina eftir 2. greinarskil svohljóðandi: ...háttmn, né skilyrði til að bera o. s. frv. Qlœný ýsa og lúða daglcga Matorbúð Þórðnr Ásmundssonnr bf* NÝLENDUVÖRUR FATNAÐUR METRAVARA FiskiversbúðÍD — SÍMI 42 — HLUT3VELT3 Skíðafélag Akranes hefur ákveðið að halda hlutaveltu n. k. sunnudag til styrktar skálabyggingu félagsins. — Heitir félagið á alla Akurnesinga að bregðast vel við og veita málinu stuðning með því að gefa muni á hluta- veltuna. AKURNESINGAR! Ef allir leggja eitthvað af mörk- um er skálabyggingunni borgið.

x

Bæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.