Bæjarblaðið - 19.12.1953, Síða 1

Bæjarblaðið - 19.12.1953, Síða 1
BÆJARBLADI9 (GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! Þökk fyrir uiðskiptin á liðna árinu. 3. argangur Akranesi, laugardaginn 19. desember 1953. 22. tölublað. I. Verzlunin BRtJ Akranes — Akrafjall í baksýn. TÓL Klökkna hugir, komin eru jól, kvikna Ijós um myrkvuð jarÖarhól, friðarengill flytur kœrleiksmál, er fögnuS veitir hverri þreyttri sál. Allt er hljótt og unáðslega hjart, í austri stjarna rís með logaskart, boðar heimi fæðing frelsarans, friðarboðann, hetju sannleikans. Fögnum komu frelsarans á jörð, færum Guði lof og þakkargjörð, á arni lífsins logi trúarglóð, er lýsi í vanda allri heimsins þjóð. Stjörnur loga stillt á helgri nótt, storma lœgir, allt er kyrrt og rótt. Lát þú Jesús jólaeldinn þinn jafnan vera förunautinn minn. DULVIN. Dngleg mjólkurne^lo Akur nesinga um f lítri ó mmtn SKYRNEYZLA IJM 700 KG. A VIKU. Heimsókn í Mjólkurstöðina. . .Innst i bænum stendur myndarlegt hús, Mjólkurstöð Kaup- félags Suður-Borgfirðinga. Þangað kemur nœr öll sú mjólk, Sem neytt er í AkraneskaupstaS. Þar er hún hreinsuð og ger- ilsneydd og send síðan út til mjólkurbuðanna. — / stöðinni er líka framleitt allt skyr, sem neytt er hér, svo og rjómi. — Bæj- arblaðið leit inn í Mjólkurslöðina í gær og fékk ýmsar upplýs- ingar hjá Torfa Hjartarsyni. — Hvað er mjólkurmagnið, sem stöðinni berst, mikið á dag? — Það er nokkuð misjafnt eftir árstíðum. Um þessar mundir berast t. d. ekki nema um 1800 lítrar daglega. En þegar mjólkurmagnið var mest á þessu ári, komst það upp í 3200 lítra. En mest mjólk berst síðari hluta vetrar og á vorin, en í júní fer strax að draga úr þvú aftur. — En hvað er mjólkurþörf bæjarins mikil? — Hún er nokkuð misjöfn líka. En láta mun nærri, að jafnaðarleg neyzla sé 2200 1 á dag. Sé mjólk talin með, sem fer til skyrneyzlu, og svo rjómi mun ekki fjarri lagi, að mjólk- urneyzla Akurnesinga sé um i lítri á mann daglega, en það telja margir hæfilega mjólkur- neyzlu. — En hvemig farið þið að jafna metin, þegar ýmist berst of mikil eða of lítil mjólk að stöðinni, miðað við þörfina Leihjélagið sýnir fnegan gamanleih, „Hrehhi Scapins' eftir Molére J.EIKSTJÓRI: EINAR PÁLSSON Langt er nú komið að æfa gamanleikinn „Hrekki Scapins“ eftir Moliére. Standa vonir til að hægt verði að frumsýna laust eftir áramótin. Leikstjóri er Einar Pálsson og leikur hann jafn- framt aðalhlutverkið, hrekkjalóminn Scapin. Moliére var einn af mestu leikritahöfundum heimsins. Hann var uppi í Frakklandi 1622—73, afkastamikill höf- undur og var leikari sjálfur. Hér á landi er „ímyndunarveik in“ þekktust af sjónleikjum hans, en það var síðasta leik- ritið, sem Moliére samdi. Var hann þá aðframkominn af brjóstveiki, lék aðalhlutverkið sjálfur og var síhóstandi. Á fjórðu sýningu fékk hann blóð- spýju og dó. Svo gramir voru frönsku klerkarnir honum, að þeir neituðu honum um leg í vígðri mold, en Lúðvíg kon- ungur fjórtándi skarst í leik- inn og lét grafa hann á krist- inna manna hátt. önnur mann- tegund, sem varð sérstaklega fyrir barðinu á Moliére voru læknarnir, sem þá þóttu skæð- ir með að ginna fé út úr fá- vísum sjúklingum (sbr. ímynd- unarveikna). Moliére er óviðjafnanlegur gamanhöfundur, svo að enn standa kómedíur hans í fullu gildi, enda er íyndnin snjöll og meitluð. Hann hefur haft mikil áhrif á marga gaman leikjahöfunda, t. d. Holberg, höfund Jeppa á Fjalli. „Hrekkir Scapins“ er léttur gamanleikur með fínum mið- aldablæ. Leikurinn var flutt- ur af Leikfélagi Reykjavíkur fyrir einum 30 árum. Muna Framhald á 7. síðu. — Þegar vantar mjólk, fá- um við mjólk úr Borgarnesi til viðbótar, en þegar of mikið berst, er umfram mjólkin send Mjólkursamsölunni í Reykja- vík kaldhreinsuð. — Hvaðan fær stöðin ann- ars mjólk? — Ur Innri-Akraneshreppi, Skilmannahreppi og nokkrum hluta Melasveitar og Leirár- sveitar. Bifreið frá kaupfélag- inu sækir mjólkina heim til bænda. Síðan skýrir Torfi fyrir mér meðferð mjólkurinn frá því að hún kemur í stöðina þar til henni er ekið í búðir. öll tæki eru ný og fullkomin, flestar vélar frá Silkiborg. Mjólkm'bíllinn skilar brúsun um á morgnana á steinpall mikinn ofanvert við stöðvar- húsið. Þaðan eru þeir bomir inn í vélasalinn og hellt úr þeim í mjólkurvog, en þaðan rermur mjólkin í kerald eitt mikið. Þaðan er henni dælt inn í gerilsneyðingartækin. Hún er þar hraðhituð upp í 72 —74 stig og kæld á eftir niður í 2—3 stig. Tækin gerilsneyða 1500 lítra á klukkustund. Ur gerilsneyðingunni renn- ur mjólkin í eitt kerið enn og er þá tilbúin til neyzlu og ek ið i mjólkurbúðimar. — Áður en mjólkin fer í tækin, er hún síuð, hleypt í gegnum marg- faldar lokaðar sííur og filt. Mjólkin, sem notuð er til skyrgerðar fer nokkuð aðra leið. Eftir síunina er hún hituð upp í allt að 85 stig. Hún er aðskilin, fer rjóminn beint úr skilvindunni, en undanrennan er hituð af-tur, og rennur síðan í 1000—lítra ker, þar sem búið er til úr henni skyr. Ur því keri er skyrið látið í poka, sem lagðir eru á grindur, látið renna úr þeim. Siðan er skyrið geymt í kælirúmi, unz það er flutt í búðirnar. Skyrneyzlan er xun 700 kg. á viku. Rjómaneyzlan er nálægt 230—240 1 vikulega, en hækkar stórlega fyrir hátíð- ar -— getur jafnvel komizt upp í 700 1 fyrir jól. Það er reglulega gaman að sjá mjólkurmeðferðina þarna í Mjólkurstöðinni. Það er a. m. k. öryggi í því að sjá að vel og þrifalega er unnið að þessari mikils verðu neyzluvöru. R Jóh. ‘Brandajól Fram að 1770 var þríheil- agt á öllum stórhátíðum, en þá var það numið úr lögum. (til- skipun 26. okt 1770). Þegar fjórheilagt varð, ef að- fangadaginn eða fjórða í jól- um bar upp á sunnudag, hétu það brandajól. Síðan heita brandajól, ef þríheilagt verður, en brandajól hin stóru nefndu menn þá hina fornu fjórhelgi, og eins jafnvel ef Þorláksmess- una bar upp á sunnudag. Víða var fólki gefið fri þriðja í jólum fram undir miðja 19. öld. (Heimild: Islenzkir þjóðh.). MjólkurstöS Kaupfélags SuSur-Borgfiröinga.

x

Bæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.