Bæjarblaðið - 16.09.1954, Page 1

Bæjarblaðið - 16.09.1954, Page 1
BÆJARBLAÐIÐ 4. argangur. Akranesi, fimmtudaginn 16. september 1954 16. tölublað ! BÆ JARBLAÐH) fæst á eftirtöldum stöðum Verzlunin Brú, VeiÖarfœrv. Axels Svein- björnssonar, Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. Verzl. Einars Ólafssonar. Fimmtugur: díarl ^Uclgason póst- og símastjóri Einn mætasti borgari þessa bæjar á merldsaifmæli í dag, 16. september, Karl Helgason, póst- og símastjóri. Karl er of ungur til þess, að nú verði farið að skrifa uns hann neina ævisögu, — þótt eigi að síður væri hægt að skrifa um hann góða sögu og göfuga, því að hér er um að ræða góðan starfsmann og mannkostamann. Karl hefir lengi verið í þjón- ustu pósts og síma og var póst- og siímastjóri á Blönduósi um margra ára skeið, áður en hann kom 'hingað. Einkennast öll störf hans af þeirri lipurð og snyrtimennsku, sem fylgir manninum, hvar sem hann fer. Slíkir kostir eru ómetanlegir þeim, sem eiga þarf skipti við fjölda manna, svo að kalla dag lega. Fólagsmaður er Karl í bezta lagi, fórnfús og hugsjónaríkur, glaður og reifur í góðum hóp. en alltaf hið fágaða prúðmenni. Hann er hlýr vinum sínum, og greiðviknari mann getur varla. Karl verður að bíða enn í tíu ár lengri afmælisgreinar af minni hálfu, (og vil ég segja honum hér, að hann munar ekkert um þá bið!). Bæjarblað- inu hefir hann reynzt hin traustasta stoð, og fgerir það 'honum alúðarkveðju. Loks vil ég færa Karli og hans ágætu konu heillaóskir frá mér og mínum með þakk- læti fyrir alúð og vináttu frá fyrstu kynnum. Bæjarfélagi og þjóðfélagi er gróði að því, að starfsdagur slíkra manna verði sem lengst- ur og bjartastur. Ragnar Jóh. Tópa z forfallaðíst Um síÖustu helgi hafÖi ver- iÖ gert ráÖ fyrir því, aÖ leik- flokkur frá ÞjóÖleikhúsinu sýndi sjónleikinn Tópaz hér í Bíóhöllinni. Var œtlunin aÖ hafa hér þrjár sýningar. En þegar til kom, gat ekki orðið af sýningum, því að far- arstjórinn, Haraldur Bjömsson, sem einnig fer með hlutverk í leiknum, forfallaðist, vegna veikinda. Tópaz hefir orðið afar vin- sæll bæði í Beykjavík og utan hennar, en hann hefir verið sýndur víða fyrir austan og og norðan. Sýningar á Tópaz verða sennilega um næstu helgi. Vetrarbúningur ÞaS var víSa kalt úti í Evrópu s. I. vetur. Þá var gott aS eiga einhvern aS. sem prjónaSi skjólgóS föt. ÞaS átti þessi danski hundur 'líka. Eigandi hans, fröken Jensen, prjónaSi þessa hlýju flík á vin sinn. Akurnesiogar fnrn \ Skniholt Kotary-félagar og fleiri heimsóttu Skálholt á höfuðdegi. Um þrjátíu Akurnesingar, Rotary-félagar, konur þeirra og nokkrir fleiri fóru skemmtiferÖ suÖur um land á sjálfan höfuödag, 29. ágúst s. I. Var lengst fariÖ í Skálholt. Héðan var farið um Uxa- glæsilegt. Er þar að sjá mikínn hryggi á laugardag í ágætu veðri. Efst í Lundarreykjadal biðu allmargir Borgnesingar éftir ferðafól’kinu. Eftir kaffi- drykkju í Valhöll á Þingvöll- um, var haldið niður Grafn- ing niður að Selfossi. Þar tók Botary-klúbbur Selfoss móti ferðafólkinu og var fjörug veizla í Tryggvaskála um kvöldið. Um morguninn var ýmislegt markvert skoðað á Selfossi, t. d. kirkjan, skólinn, Lands- bankaútibúið og hitaveitan. Kirkjan er enn í smíðum. Hún stendur á ölfusárbakkan- mn, nokkru fyrir neðan brúna, Selfoss-megin, og virðist ætla að verða hið myndarlegasta guðs- hús. Skólahúsið er nýlegt og vel búið húsgögnum. Barna- skóli og miðskóli eru þar imdir einni stjórn. Skólastjóri er Sig- urður Eyjólfsson. Landsbanka- útibúið er einnig nýtt hús, mjög íburð, en þó með smekkvisi fyrir komið. Eftir hádegisverð í Tryggva- Framhald á 4. tiOu Fjórir Akuroesingnr stekja vioob«;omót í Töoder Á Suður-Jótloodi Líklegt, að vinabæjamót verði hér á Akranesi eftir tvö ár. Vinabœjasamband þaÖ, sem Akranes er félagi í ásamt ein- um bæ í hverju hinna NorÖurlandanna fjögurra,'hélt vina- bæjamót í Tönder á SuÖur-Jótlandi nú um síðustu mán- aðamót. Á vinabæjamóti þessu munu hafa verið staddir fjórir Akur- nesingar, :þau Hálfdan Sveins- son, forseti bæjarstjórnar, Þor- valdur Þorvaldsson gagnfræða- skólakennari og Friðrik Hjartar fyrv. skólastjóri og frú hans. Var Hálfdan fulltrúi bæjar- stjómarinnar hér. Af fréttum, sem borizt hafa frá þeim félögum, hefur mót þetta verið hið ánægjulegasta í alla staði og móttökur frábær- ar. Munu þátttakendur hafa bú ið í góðu yfirlæti á einkaheimil- um í Tönder. Bæjarblaðið mun flytja nán- ari frásagnir af mótinu, þegar þau koma heim þremenning- amir: Hálfdan, Hjartar og frú Þóra, en Þorvaldur verður eftir •í Kaupmannahöífn, þar sem hann stimdar nám i vetur við Kennaraháskólann danska. GJÖF FRÁ AKRANESBÆ. Hálfdan Sveinsson færði bæjarstjórninni í Tönder góðan grip, sem gjöf frá bæjarstjórn- inni á Akranesi. Er það fundar- hamar mikill, haglega gerður og útskorinn. Standa þar á heillaóskir frá Akranesi til Tönder og að lokum þessi lína úr Hávamálum: „Til góðs vin- ar liggja gagnvegir". Mun gripur þessi hafa vakið góða athygli í Tönder. BIFREIÐAEIGN AKURNESINGA Á Akranesi eru skrásettar 180 bifreiöir af 25 mis- munandi tegundum. Þar af eru 89 fólksbifreiðir, 72 vörubifreiðir og 19 jeppabifreiðir. Eftirfarandi skýrsla sýnir. hve margar bifreiðir eru af hverri tegund og hverjar tegundirnar eru. Tegund Fólksb.Vörub.Samt. Tegund Fólksb.Vörub.Samt. Austin 3 7 10 Morris 4 1 5 Buick 5 5 Oldsmobil .... 1 1 Chevrolet 5 21 26 Opel 1 1 Chrysler • 5 5 Packard 2 2 De Soto 1 1 Plymouth .... 6 6 Dodge 11 5 l6 Renault 7 7 Fiat 2 1 3 Standard 3 3 Ford ■ »7 22 39 Studebaker . . . 4 2 6 G. M. C 8 8 Tatra 1 1 Hillman 1 1 Vauxhall 6 6 Hudson 1 1 Volvo 1 2 3 International 3 3 Jeep, Ford . . 4 Samtals: 89 72 180 Jeep, Willys 15 Ennfremur 1 verkstæðisbifreið og Kaiser 2 2 1 kranabifreið. VINABÆJAMÓT HÉR? Heyrzt hefur, að þess sé að vænta að vinabæjamót verði haldið hér, að líkindum eftir tvö ár. Hefur Hálfdan Sveins- son þá fært hinum vinabæjun- um það boð á mótinu. En frá því verður ekki sagt nánar hér fyrri en Hálfdan kemur 'heim. Velkomnir Þýzkalande- farar! Um það leyti, sem þetta blað fer í press- una, stíga knatt- spyrnumennirnir frá Akranesi aftur á ís- lenzka grund, eftir frækilega för til Þýzka lands. Er því ekki tími til að birta frásögn af ferðinni í þessu blaði. En Bæjarblaðið og allir Akurnesingar bjóða þá innilega vel- komna og fagna góðri frammistöðu þeirra erlendis. I næsta blaði gefst væntanlega tækifæri til að skýra all-ýtar- lega frá leiðangrinum. GJAFIK TIL SJÚKRA- HÚSSINS Sjúkrahúsinu hafa borist eft- irtaldar gjafir á þessu sumri. Frá Gunnlaugi Gunnarssyni Sóleyjargötu 12, kr. 500.00. Frá Kvenfél. Lilju Mikla- holtshreppi kr. 500.00. Frá manni í Reykjavik til minningar um foreldra sína kr. 20.000.00. Frá Guðrúnu og Jóni Péturs- syni Vesturgötu 77, í tilefni af þvi að þau eru bæði búin að dvelja á Sjúkrahúsinu á þessu ári og liðið vel. Kr. 1.000.00. Fyrir allar þessar myndar- legu gjafir leyfi ég mér að færa beztu þakkir. RáÖsmaÖur Sjúkrahússins.

x

Bæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.