Bæjarblaðið - 17.12.1955, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 17.12.1955, Blaðsíða 2
2 BÆJARBLAÐIÐ Laugardagur 17. desember 1955 /------------------------------------------------------•n BÆJARBLAÐIÐ Ritnefnd: Dr. Árni Árnason, Karl Helgason, Ragnar Jóhannesson, Valgarð.ur Kristjánsson og Þorvaldur Þorvaldsson. AfgreiSslan er í Bókaverzlun Andrésar Níelssonar h.f. Sími 8 5. BlaÓití kemur út hálfsmánaSarlega. PrentdS í Prentverki Akraness h.f. k______________________________________________________/ Lúk. 2. kap. það kom boð — Vér munum Öll hvernig jólaguSspjallið byrjar: ÞaS kom b oð frá Ágústus keisara. Það kom boð. Svo var það þá, svo er það enn, nema hvað bóðunum valdboðunum, fjölgar ár frá ári. Það er eitt af órækustu einkennum menningarríkja nútímans að þuu gefa út mikið af boðum. Heil skrifstofubákn rísa upp til þess áð sjá um útsendingu þeirra, og vort örsmáa ríki er þar ekki undanskilið. En þó að ekki sé gert lítið úr þessum boðum, sem eru vissulega mörg þörf og gagnleg, þá fá þau ekki frelsað heiminn. Ytri valdboð eru ekki fær um slíkt, þar eð þau eru gefin út af breyzkum og skammsýnum mönnum jafn- vel ekki þó að keisarar séu. Það kom boð. —; Það eru ekki ávallt gleðiboð, sem menn- irnir fá. Það var ekkert gleðiboð fyrir þau Jósep og Maríu að þurfa að fara til skattskráningar norðan frá Nazaret til Betlehem, eins og ástæður þeirra voru. Löng ferð, erfiði, áhyggjur. En jólaguðspjallið hermir líka fleiri boð en keisarans. Jólahátíðin er oss ekki heldur gefin til þess að, vér hverfum hugum vorum að boði Ágústusar, sem væri löngu þýðingarlaust og gleymt, ef höfundur jólaguðspjallsins hefði ekki um það getið í örfáum orðum. En það er annað böð sem er geymt og jólahátíðin bygg- ist á. ÞAÐ KOM BOÐ FRÁ HIMNI — GLEÐIBOÐ. Himn- eskir herskarar fluttu mönnunum gleðiböðskap — fagnandi lofsöng: YÐUR ER I DAG FRELSARI FÆDDUR. Á þessu boði byggir kristin kirkja og gjörvallur mann- heimur von sína um það, að eftir hret og hríðir, mistök og ósigra, eigi mannkynið það eftir að hverfa frá myrkri til Ijóss, frá stríði til friðar, frá sundurlyndi tii brœðralags, — Og því syngja kristnir menn, er í skuggum nœtur búa: „Hann kemur, hann kemur hinn dýrðlegi dagur“. Það er boðið frá himni, sem oss er nú gefið, boðið,, sem vér eigum að gléðjast við og þakka, svo að fögnuður vor verði fullkominn á þessari jólahátíð. — / þessu er kærleikurinn, ekki að vér elskuðum Guð. heldur að, hann elskaði oss. — Og vér höfum séð og vitnum, að faðirinn hefur sent s o n i n n, til að vera frelsari heimsins. Páll postuli rœðir um það í hinu fræga Ijóði sínu í 13. kap. I. Ilorintubréfs, að mannleg þekking sé í molum. 1 molum eru og öll vor verk. Og hvað mundi þá um kær- leika vornP Veik og hvarflandi er Guðselska vor og bróður- elska. Það er vor raunasaga. En Gúð elskaði oss. Það er boðið,, sem jólin fœra oss. Kœrleikurinn mikli, mesti, kenndi í brjósti um keip- óttu, þroskalitlu börnin sín. Fullkominn kœrleikur litur ekki til launa. Hann refsar ekki fyrir brot, nema þá í uppeldis- skyni. Hans markmið er að fyrirgefa, líða sársauka og þján- ingu fyrir hinn seka, unz honum verður kœrleikurinn um megn, og auðmýktin sigrast á sjálfbyrgingshættinum og hrok- anum. Sjón sálarinnar opnast fyrir Ijósinu frá hæðum, og slög hjartans nema hið nýja lag: „Guð er kœrleikur“. En bænarandvarpið hefur sig hátt, ofar rúmi og tíma: — Guð, ég er þín ekki verður, en vertu mér syndugum líknsamur. — Jesús Kristur fæddist inn i mannheim á jólunum, til þess að opinbera mönnunum vilja Guðs, sem er kærleikur. Hann vissi að boðið, er hann flutti þjóð, sem í myrkri geng- ur, hlaut að kosta ofsóknir, háð, þjáningu og kvöl, þyngstu fórn, sem fœrð verður. — En kærleikurinn spyr aldrei um þunga fórnarinnar, ef hann má verða til hins mesta ávinn- ings að leiða mannssálir frá myrkri til Ijóss, og veita öðrurn auðinn dýra, sem hefur óendanlegt gildi, já, eilífðargildir Að Ég þakka vmtím mmtím. En oflof fer mér ekki vel. Það er índælt að eiga vini, og þegar ég varð 70 ára, þann 8. nóvember, tjáðu sig á vina hátt, á þriðja hundrað menn og konur, með stórum gjöf- um, heillaóskum bréfum í bundnu og óbundnu máli, heimsóknum og margs konar annarri sæmd og góðvild. Þar að auki fulltrúar frá félög- um, sem færðu mér elskuleg- ar kveðjur og stórar gjafir í nafni félaga okkar. Og síðan ég fór að líða upp áttræðis- aldurinn mætir mér fjöldi fólks, sem grípur hönd mína með þéttu taki, ber fram heilaóskir og sýnir mér vina- hót. Það er i tilefni af orðum, sem til mín voru töluð, og til mín bárust við þetta tæki- færi, framborin á hinn elsku- legasta hátt, að hjá mér vakna hugleiðingar, sem ég hef löng- un til að dylja ekki. Ég hef lifað tvenna tíma, þannig: Ég hef verið van- metin og verk mín vanmetin. En sérstaklega nú hin síðustu ár, og þó frekast i sambandi við sextugs og sjötugs afmæli mín, var borið á mig oflof úr hófi fram. Ég vildi að ég væri verðugur alls þess, sem sagt hefur verið urn störf mín, að ég verðskuldaði allt, sem mér hefur verið gefið, og sagt að væri lítil viðurkenning fyrir störf mín í þarfir eins og annars, en því miður er það ekki svo. Þegar manni er falið starf, eða hann tekur að sér starf, þá ber honum að vera starfi sínu trúr og heill. Þar fram yfir tekst engiun að komast Ég hef starfað nokkuð að félagsmálum, og þá vitanlega í hópi margra manna og kvenna. 1 þeim hóp hefur ætíð verið hinn eiginlegi leið- andi kraftur og burðarás. Mitt starf, í hinum ýmsu hópum, hefur þá oftast skapast af ör- geðjun minni, en að öðru leyti verið ófullkomið. Þetta veit ég og sé, og hef séð. Önnur störf mín hafa einnig á ýmsan hátt verið ófullkomin. Ég veit vel, að fullkomnunar merkinu ná fáir, en ef hugtakið er: Ég á að gera betur, ég gat gert betur og meira, og ef vilja- leysi nær ekki tökum, þá er félagsandinn og lífsviðhorfið á réttri leið, en því miður, er mér ljóst, að öll mín störf átti ég að gera betur, og ég hefði getað gert flest betur og gert meira, ef værukærni og ofmat á eigin gjörðir hefði eigi villt mér sýn. Þetta er rétt mat. Þegar mér svo eru færðar stórar gjafir, og þakkað með sterkum orðum, og sagt, að það sé lítill þakklætisvottur fyrir störf mín, og ég veit hversu mjög óverðskuldað er fram rétt, þá kanna ég hug minn og fortíð. Af reynslu veit ég að það tekur sárt til tilfinninganna að vita sig van- metinn, en nú finn ég, að það angrar minningarnar frá for- tíðinni, að vita og heyra sig ofmetinn. Það er ekki ljúf til- fmning, að vita sig stórum minna virði, en matið, sem fram kemur sýnir, alveg eins þó að matið sé gert og fram borið af fullri sannfæringu, réttlætistilfinningu og vinar- hug, en vináttá ein út af fyr- ir sig, og vinarhót, er ekki háð mati eða takmörkunum. Bróð- ernis og kærleiksbönd, ofin af sterkum þráðum, knýtt í leyni eða opinberlega, hnút- um, sem ekki rakna, það er hið sanna félags- og samlif mannanna. Á þann hátt tek ég með þakklæti, gleði og ánægju á móti gjöfum c-g árnaðaróskum, hvernig , sem það ber að. Á þ ann hátt er minningm frá afmælisdögun- um stjama, sem blikar og sendir frá sér geisla í hvert sinn, er ég lít til baka, með- an æfinni hér á jörðu er ekki lokið, og verkan þeirra geisla. trúi ég að verði mér aflgjafi einnig í mínu framhaldslífi. Sveinbj. Oddsson. hans mati er mannssálin meira virði eri allur heimurinn. — Hvað stöðaði þáð manninn, þótt hann eignaðist allan heim- inn, ef hann liði tjón á sálu sinni. — Vér höfum ótal um- mœli um sendiböðann himneska allt frá fyrstu til tuttugustu aldar tímabils vors, frá frumkristni til vorrar samtíðar. Hvað segir Jóhannes postuli um hann er var í för méð honum, og deildi við hann þröngum, mannlegum kjörum: Og vér höfum s éð og v itum, að faðirinn hefur sent soninn, til að vera FRELSARI HEIMSlNS. Frái þessum orðum Jóhannesar hverfur hugur minn að öðrum vitnisburði úr vorri samtíð, og hafður er eftir ung- um hámenntamanni nokkrum sem nú er dáinn: Vér verð- um að halda áfram að starfa og berjast fyrir kœrleikanum. En vér verðum að muna það, að ekkert annað leiðir að markinu en trúin á Jesúm Krist, hinn krossfesta frelsara. Hver er vitnisburður minn og þinn? Faðir, sendu boð þitt inn í hjörtu vor á þessari hátíð. GLEÐILEG JÓL. / Jesú nafni. Amen. -■■ ..-.. ■ SIGURJÓN GUÐJÓNSSON. Úr ýmsum áttum: Hljóða bænin. Þegar þeir voru báðir við prest- skap séra Gunnar Benediktsson rit- höfundur og séra Sigurður Einars- son, rœddust þeir einu sinni við um „hina hljóðu bœn“, sem siður er, að prestar flytji við altarið. Sig- urður spurði Gunnar, hvað hann voeri vanur að hafa hljóðu bænina langa. „Lg er nú vanur að telja tvisvar sinnum upp að tuttugu“, svaraði Gunnar. ★ Frjósemi. Einar Benediktsson skáld var eitt sinn á gangi í Reykjavík og mætti alkunnri piparjómfrú, sem var að koma úr Gróðrarstöðinni með fang- ið fullt af rófum. Þá varð Einari að orði: „Það verður ekki um yður sagt, fröken Hansen, að þér berið ekki ávöxt“. ★ Vandamál. Fyrir landkjörið 1930 ferðuðust frambjóðendurnir víða um land og héldu fundi. Á flestum þeirra tal- aði Haraldur Guðmundsson um skatta- og tryggingamál. Eitt sinn vildi hann skýra eitt- hvað út í því sambandi, og varð honum þá að orði: „Setjum nú svo, að hjón eigi milli sjö og átta börn . ...“ Árni frá Múla grípur fram í og spyr brosandi: „MILLI sjö og átta börnl Hvern- ig á að skilja það?“ Haraldur áttaði sig strax á, að honum hafði orðið á í messunni og svaraði um hæl: „Hvernig á maður að orða það, þegar sjö eru fædd og það áttunda á leiðinni?“ ★ Maður, sem er kvæntur ákaflega dyggðugri konu, er ekki eins ham- ingjusamur og sá maður, sem enga konu á. — Salomon. ★ Áríðandi samtal. F riðfinnur Guðjónsson leikari þótti oft nokkuð hirðulaus um að lœra vel hlutverk sín. Eitt sinn var hann á leiksviði með Haraldi Á. Sigurðssyni, og stóð þá svo hroðalega í honum, að til vandræða horfði. Hann virtist held- ur ekki heyra það, sem hvíslarinn var að reyna að kalla til hans. Þá víkur Haraldur sér að hon- um, klappar á öxl honum og segir stundarhátt: „Heyrðu, Friðfinnur! Hvíslarinn vill fá að tala við þig!“ Ekki þarf að lýsa gleðilátum leik- hússgesta. ★ Konur geta hvarvetna fetað í fótspor okkar. Á þeim og okkur er sá eini munur, að þær eru meira aðlaðandi. — Voltaire. : ••• ’ -v' ★

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.