Bæjarblaðið - 17.12.1955, Page 4
4
BÆJARBLAÐIÐ
Laugardagur 17. desember 1955
THalgarður 'Krisliánsson:
OSS VANTAR NÝTT HUGARFAR
Á morgun 1. desember, eru
liðin 37 ár frá þvi að Island
varð frjálst og fullvalda ríki.
Þessa merka áfanga í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar hef-
ur síðan verið minnzt 1. des-
ember ár hvert og jafnan með
nokkurri viðhöfn, og svo á það
að vera. Þjóðin á að muna
þennan dag, þegar „frelsis-
röðull fegur“ ljómaði í heiði
á ný eftir langar og myrkar
aldir erlendrar kúgunar og
yfirdrottnunar og hellti geisla-
flóði sínu yfir landið og þjóð-
ina. og boðaði henni nýja og
betri tíma framundan.
1 rösklega hálfa sjöimdu öld
hafði þjóðin búið við erlend
yfirráð, sem oft var beitt af
hreinustu harðýðgi og skiln-
ingsleysi á högum hennar.
Allan þennan tíma brann
frelsisþráin í brjóstum allra
sannra Islendinga, þó að á
mestu niðurlægingartímabilun-
rim í sögu þjóðarinnar liti oft
svo út sem hún myndi naum-
ast eiga sér viðreisnar von.
En þjóðin var ekki öllum
heillum hörfin. Hún hafði
jafnan á að skipa mönnum,
sem aldrei gleymdu málstað
tslands, rétti þjóðarinnar til
að búa frjáls í sínu eigin
landi, og unnu bæði leynt og
ljóst gegn erlendri áþján og
yfirdrottnan. Allra þessara
ágætu sona þjóðarinnar fyrr
og síðar er oss skylt að minn-
ast nú í dag með þakklátum
huga.
Enda þótt atburður sá, sem
vér minnumst sérstaklega nú,
gerðist í svartasta skammdeg-
inu, var sem sólbjart vor
færðist yfir íslenzkt þjóðlif
eftir langan fimbulvetur, og
þjóðin býr að þeirri vorkomu
á meðan henni endist dugur
og dáð til að varðveita frelsi
sitt. Það er því eðlilegt, að
slík þáttaskil í sögu þjóðar-
innar verði oss ærið tilefni
til ýmiss konar hugleiðinga,
ekki eingöngu um það, sem
liðið er og heyrir sögunni til,
heldur jafnframt og ekki síður
um nútíð og framtíð.
Af sögunni, lífi og starfi
undangenginna kynslóða. get-
um vér áttað oss á samhengi
orsaka og afleiðinga og meðal
annars lært, hvemig snúast
ber við vandamálum líðandi
stundar. Af henni getum vér
séð, hverjar athafnir höfðu
giftu í för með sér og hverj-
ar leiddu til ófamaðar. Og vér
heiðrum minningu frelsisleið-
toga vorra og stjórnvitringa
bezt með því að læra af
reynslu þeirra, enda eru
vandamálin alltaf að verulegu
leyti hin sömu frá einni kyn-
sögðu bætist jafnan einhver
ný við með nýjum tímum og
breyttmn aðstæðum.
Síðan þeir atburðir gerðust,
sem vér minnumst sérstak-
lega í dag, höfum vér endur-
heimt fullkomið sjálfstæði, náð
lokamarkinu i sjálfstæðisbar-
áttunni, eins og það er stund-
um orðað. En þó að þannig sé
til orða tekið, og vér höfum
nú öðlazt fullkomið stjórnar-
farslegt frelsi, þýðir það ekki
hið sama og að vér getum
verið áhyggjulaus um fram-
tíð hins unga lýðveldis vors.
Frelsisþráin er oss öllum í
blóð borin. Vér leggjum jafn-
an mikið i sölurnar til að öðl-
ast frelsi á sem flestum svið-
um, enda er það yfirleitt óhjá-
kvæmilegt skilyrði þess að lif-
að verði menningarlífi. En vér
verðum einnig að leggja mik-
ið í sölurnar til að halda frels-
inu. Það er yfirleitt ekki þess
eðlis, að það vari af sjálfu
sér eftir að það einu sinni er
fengið, ef ekkert er að gert til
að halda þvi við. Það er auð-
veldlega hægt að glata því með
óviturlegum athöfnum eða at-
hafnaleysi, fara þannig með
það, að úr verði hið mesta
ófrelsi.
Dæmi um þetta höfum vér
úr eigin sögu, er lýðveldið
forna leið undir lok og ts-
lendingar gengu Noregskon-
ungi á hönd með Gamla sátt-
mála árið 1262. Það má óef-
að telja innbyrðis deilur og
sundrung með þjóðinni aðal-
orsök þess, að svo dapurleg
urðu örlög hins forna íslenzka
lýðríkis, svo og að þá skorti
allt allsherjar framkvæmdar-
vald til þess að skakka leik-
inn, þegar erjur og illdeilur
með höfðingjum Sturlungaald-
arinnar keyrðu úr hófi. Þetta
kunnu erlendir þjóðhöfðingj-
ar að nota sér.
Þessi hætta er alltaf og alls
staðar yfirvofandi ef ekki er
verið á verði gegn henni.
Divide et impera — deildu
og drottnaðu — er þekkt orð-
tak frá dögum rómversku keis
aranna. Þegar búið er að koma
af stað innbyrðis erjum og
ófriði í liðinu, er auðvelt í
flestum tilfellum að yfirvinua
það. Hið sama gildir að sjálf-
sögðu þó að heilar þjóðir eigi
í hlut.
Sjálfstæðisbarátta hverrar
þjóðar er aðallega slungin
tveimur megin þáttum. Annar
er sá, sem fólginn er í vörn-
um gegn ásælni og yfirgangi
annarra þjóða. En af sögunni
og eigin reynslu fáum vér séð.
að enginn er annars bróðir í
leik og völt hefur oft reynzt
þeirra þjóða, sem minni mátt-
ar eru, einkum ef hagsmunir
þeirra rekast á, eins og oft
vili verða.
Hinn þátturinn er sá, sem
fólginn er í menningu, sið-
ferðilegum og stjórnarfarsleg-
um þroska þjóðanna.
Fámennar þjóðir hljóta allt-
af að vera lítils megnugar að
verja frelsi sitt með vopna-
valdi, ef stórþjóðirnar fara að
ásælast það.
Eftirfarandi erindi
var flutt á fullveld-
isfangaði, sem Stúd-
entafélag Akraness
gekkst fyrir að Hó-
tel Akranes 30. nóv-
ember síðastliðinn.
Þeim mun meiri þörf er
þeim að leggja rækt við allt
það, er lýtur að eflingu þeirra
verðmæta, sem mölur og ryð
fá ekki grandað: hervæðast
andlega, svo að eigi vofi jafn-
framt sú hætta yfir þeim, að
þær týni frelsinu vegna eigin
tilverknaðar.
Vér skulum líta í eigin
barm og reyna að átta oss á
því, hvort frelsi voru eða sjálf-
stæði sé nokkur hætta búin
vegna eigin athafna eða at-
hafnaleysis. Vér hrósum oss
oft af því, að menntun ýmiss
konar sé á háu stigi hjá oss.
Eigi er því að neita, að skólar
eru margir og fræðslukerfi
víðtækt og eru að því leyti
skilyrði til menntunar á marg-
an hátt ákjósanleg og vel séð
fyrir þeirri hlið málanna.
En eitt er þekking og ann-
að sönn menntun og siðgæðis-
þroski. En það er einmitt sið
gæðisþroskinn, sem aldrei má
gleymast þegar um menntun
er að ræða. Mikil og sívax-
andi þekking án tilsvarandi
siðgæðisþroska getur orðið
næstum því eins hættuleg og
skaðræðisvopn í höndum óvita,
og leitt til hins mesta ófarn-
aðar, eins og dæmin sanna um
víða veröld. Þess vegna verð-
um vér að leggja sérstaka rækt
við hugarfar vort jafnframt
því sem vér aukum þekking-
una. Vér verðum að hlusta á
nið aldanna og hafa að leið-
arljósi þau sannindi, sem stað-
ið hafa af sér alla brotsjói
tímans og hafa ævarandi gildi
En hvað er að segja um sið-
gæðisþroska vorrar menntuðu
þjóðar? Lítum í blöðin, spegil
þjóðlífsins, og þá fer naumast
hjá því, að oss virðist ýmsar
blikur vera á lofti og jafnvel
fremur skuggalegt út við sjón-
deildarhringinn. Þar deila
fylgismenn hinna ýmsu stjórn-
málaflokka harkalega og oft og
tíðum mjög ódrengilega hver
á annan og kenna hver öðrum
um það, sem aflaga fer í þjóð-
félaginu, svo sem aðsteðjandi
fjárhagsörðugleika og vaxandi
dýrtíð, svo að dæmi séu nefnd,
enda þótt vitanlegt sé, að þar
á enginn einn óskipta sök.
Þjóðin skiptist í flokka og
það er alið á hatri og fjand-
skap á milli þeirra, svo og
á milli hinna ýmsu stétta í
landinu. Vér togumst á, í stað
þess að vinna saman.
Erum vér ekki með þessu
að tefla frelsi voru og sjálf-
stæði á tæpasta vaðið? Er hér
ekki í raun og veru að gerast
eitthvað svipað því og átti sér
stað á Sturlungaöld skömmu
fyrir endalok lýðveldisins
foma, er allt logaði í innbyrðis
deilum og ófriði? Aðeins virð-
ist sá munurinn, að þá vógu
menn hver annan en nú vega
menn mannorð hver annars.
En eðlismunur er raunar lít-
ill á, hvort heldur er, enda
má fullyrða, að fátt hefur
valdið meiru bölvi í mann-
heimi en rógur og mannorðs-
víg.
Vér skulum þó vona. að
betur rætist úr nú en þá. En
til þess að svo megi verða
þarf áreiðanlega einhverskon-
ar stefnubreytingu. En hvað á
til bragðs að taka?
Stundum heyrist talað um,
að stofna þurfi nýja flokka til
að ráða bót á því, sem aflaga
fer. En óhætt mun að full-
yrða, að það eitt út af fyrir
sig er ekki nóg, og betur má
ef duga skal. Þó að stofnaður
væri nýr stjórnmálaflokkur
meðal vorrar fámennu þjóðar
myndu það naumast verða
nýir menn, sem hann fylltu.
heldur að meira eða minna
leyti hinir sömu menn og bún-
ir eru að vera í öðrum flokk-
um. Og trauðla er hægt að
hugsa sér, að þeir myndu
nokkuð batna eða verða úr-
ræðabetri við það að skipta um
nafn á flokki sínum. Sannleik-
urinn er sá, að stofnun nýs
stjórnmálaflokks þýðir venju-
lega aðeins aukna sundrung
og illdeilur, og er því út af
fyrir sig engin lausn á þjóð-
félagsvandamálum, síður en
svo.
Það sem oss vantar fyrst og
fremst er nýtt hugarfar, það
hugarfar, sem sameinar oss í
stað þess að sundra, hugar-
far, sem ann meir friði en
ófriði og setur ávallt frelsi og
farsæld lands og þjóðar ofar
flokkarig og dægurþrasi. Fá-
menn þjóð í stóru landi verð-
ur að vinna hörðum höndum
ár og eindaga, ef hún á að
geta lifað menningarlífi og
verið frjáls þjóð. En það er
ekki nóg að vér vinnum. Vér
verðum, eins og áður er að
vikið, að vinna saman, vinna
hver með öðrum en ekki hver
gegn öðrum, eða eins og Ein-
ar skáld Benediktsson orðaði
það:
Vér þurfurn að sættast, slá
hendi í hönd
og hatrinu í bróðemi gleyma.
Með frelsis vors óvin á erlendri
strönd
er óvit að kýtast hér heima.
f sameinig vorri er sigur til
hálfs,
í sundrungu glötun vors rétt-
asta máls.
En sundrungin verður ekki
læknuð, fremur en aðrar
meinsemdir, öðru vísi en inn-
an frá. Því verðúm vér fyrst
að kappkosta að gera jafnan
sjálf svo rétt sem oss frekast
er unnt, gera fyrst kröfur til
sjálfra vor um rétta breytni,
áður en vér förum að krefj-
ast alls af öðrum í þeim efn-
um. Verum jafnan minnug
þess, að sigur kynslóðanna býr
í sálarþroska þeirra. Eflum því
samhug og bróðurkærleika,
verum sönn og trú í dáðriku
starfi fyrir land vort og þjóð.
Þá gerum vér það sem í voru
valdi stendur til þess að „færa
björgin í grunn undir fram-
tíðarhöll“ hins unga endur-
reista lýðveldis.
Því menning er eining, sem öllum
Ijœr hagnaS,
meS einstaklingsmenntun, sem
heildinni er gagn aS.
Einar Ben.
★
Þá verSur vor móSir og fóstra frjáls,
er fjöldinn í þjóSinni nýtur sín sjálfs,
er kraftarnir safnast og sundrungin
jafnast
í samhuga fylking þess almenna
máls.
Og tíminn er kominn aS takast
í hendur,
aS tengja þaS samband, er stendur.
Einar Ben.
★
AS fortíS skal hyggja,
ef frumlegt skal byggja,
án frœSslu þess liSna sést ei,
hvaS er nýtt.
Einar Ben.
slóð til annarrar, þó að sjálf- vinsemd stórþjóðanna 1 garð