Bæjarblaðið - 09.11.1957, Page 1

Bæjarblaðið - 09.11.1957, Page 1
BÆJARBLAÐIÐ Ibæjabblaðið fæst a eftirtöldum stöðum | | Verzlunin Brú, a | Veiðarfœrav. Axels ( Sveinbjörnssonar, 7. argangur. Akranesi, laugardaginn 9. nóvember 1957 Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. 10. tölublaS j Verzl. Einars Ólafssonar. j Vélbátar viS bryggjuna í Steinsvör áriS 1915. Fiskinum var þá skipaS upp í hjólbörum og handvögnum. ,/jSvo vel útbúioif/ dd hann fúist tr»f99ður í þilskipu- ábgr9ðarfé(. við Faxaflón'. HÁIfrar aldar afrnwlí vélbátaúrgerðar á Akranesi VIÐTAL VII) JÚLÍUS ÞÓRÐARSON FRAMKVÆMDASTJÓRA. Vélbátaútvegurinn er svo umfangsmikil atvinnu- grein á Islandi nú á tímum, að það verður að telj- ast mikið merkisafmæli fyrir stað eins og Akra- nes, þegar hálf öld er liðin frá því að farið var að gera þar út vélbáta. — Þetta afmæli á vél- bátaútgerðin á Akranesi nú á þessu ári, og hefir Bæjarblaðið af því tilefni snúið sér til Júlíusar Þórðarsonar, framkvæmdastjóra og fengið upp- lýsingar um upphaf þessarar útgerðar hér, en faðir hans var einmitt einn brautryðjendanna. — Hver var skipstjóri á þessum nýja bát? „Bjarni Ólafsson var fyrsti skipstjórinn, en Þórður Ás- mundsson vélamaður. á bátn- um. — Vélstjóraprófið var í því fólgið, að fá tilsögn um gang og meðferð vélarinnar í einni ferð inn og út Hvalfjörð. — Meiri kröfur voru ekki gerðar í upphafi vélbátaaldar- innar. Allt gekk þó slysalítið. „Fram“ var álitinn góður og traustur bátur og færði hann töluvert verðmæti á land, á Framhald á 3. síðu. Tlássncskir lislamtnn á 6. hljómleikum Zónlistarfél. Flmintudagkm 21. október s.l. hélt Tónlistarfé- lag Akraness 6. hljómleika sína frá stofnun. Að þessu sinni voru hér á ferðinni f jórir úrvals lista- menn frá Sovétríkjunum. Hljómleikarnir hófust með fiðluleik Valerí Klímoff. Fiðlu- leikur þessa látlausa lista- manns var bæði fagur og ör- uggur. Dans kúrdisku stúlk- unnar eftir Khatsjatúrían er bæði frumlegt og skemmtilegt verk og var túlkað af snilld. Næstur kom inn á sviðið barítónsöngvarinn Dmitri Gnatjúk. Söng hann 6 lög og aríur úr ýrnsum áttum. Er ekki að orðlengja það, að all- ur bar söngurinn vitni um frá- bæra kunnáttu og túlkunar- hæfileika manrasins. Ef til vill náði list hans hámarki í lag- inu „Hvar ertu?“ eftir Solov- joff, hrífandi fögru og mjúku lagi. Eftir aríu Fígarós úr Rakaranum í Sevilla, ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Þriðji listamaðiurinn var sópransöngkonan Elisaveta Tsjavdar. Rödd heranar er há og örugg, og hún beitir henrai af miklu öryggi og kunnáttu. Af þekktum lögum, er him söng, má nefna Söng Solveig- ar eftir Grieg og aríu úr óper- unni La traviata. Ég hefi ekki áður heyrt Söng Sólveigar sunginn jafn hratt, og kunni ekki við það, en þar kann sitt að sýnast hverjum. Að lokum sungu þau Tsjav- dar og Gnatjúk saman ÍJkra- ínu söng. Er það hrífandi lag og var frábærlega sungið. Síðast en lekki sízt ber að geta þess, að í fylgd með þessu ágæta fólki var alveg frábær undirleikari Aleksandra Sérgé- jevna Visjnévitsj. Er það eldri kona, sem kann sitt fag, svo að hvergi skeikar. Vil ég fyrir hcrad Akumes- inga þakka Tónlistarfélaginu fyrir að gefa ckkur kcst á að heyra þetta ágæta listafólk flytja list sína hér. Formaður Tónlistarfélagsins er nú Jón Sigmuradsson. Gætum við iekki fengið Syn- fóníuhljómsveitina hingað í vetur? Á þvi hefðu víst margir áhuga. Þ. BIFREEÐASTJÓRA- NÁMSKEIÐ TIL MEIRARPRÓFS Um siðustu helgi urðu menn hér á Akranesi varir við einkennilegar fierðir fólks- flutningabíls Magnúsar Gunn- laugssonar um götur bæjar- ins. 35 menn voru að taka inntökupróf til námsskeiðs fyr- ir bifreiðastjóra, sem nú stend- ur yfir. Forstöðumaður þessa námskeiðs er Bergm- Am- bjamarson bifreiðaeftirlits- maður, en aðrir kennarar eru Vilhjálmur Jónsson bifvéla- virki frá Akureyri og Geir Backmann bifreiðaeftirlitsmað- ur frá Borgarnesi. Þátttakend- ur eru sem fyrr segir 35. Fer námskeiðið fram í Barnaskól- anum daglega frá kl. 4.30 til 10 e. h. og mun það standa yfir í 5 vikur. — HvaS hét fyrsti vélbátur- inn og hverjir áttu hann? „Árið 1907 keyptu. 5 ungir rnenn fyrsta þilfarsvélbátinn til Akraness. — Bátiran skírðu þeir „Fram“ og er það nafn táknrænt með tilliti til fram- halds útgerðar og uppbygging- ar á Akranesi og v.lðar. — Þessir menn voru: Magnús Magnússon frá Söndnm, Ól- afur Guðmundsson frá Sunnu- hvoli, Bjarni Ólafsson frá Litla teigi, Loftur Loftsson frá Að- albóli og Þórður Ásmundsson frá Háteigi. — Allir til heim- ilis á Akranesi". — Hvar var „Fran i“ srníÓ- aður og hve Stór var hann? „Fram“ var smíðaður af Otta Guðmumdssyni skipasmið í Reykjavík, föður þeirra Krist ins og Péturs, raúveraiidi skipa- skoðumarstjóra. Báturinn var 38 fet á lengd, 12 y2 fet á breidd og 5 fet á dýpt mec 10 ha. 2 cylindra sterkbyggðri vél. Bátnum fylgdi eitt stór- segl, eitt akkeri og 30 faðmar af keðju, ennfremur spil og aukastykki, eins og venja var að fylgdi. — Kaupverðið var kr. 8.000.00, sem grieiddist með þrem afborgunum. Kr. 2 þús. við undirskrift sammings. kr. 2 þús. litlu síðar og loks kr. 4 þús. við afhemdingu báts- ins. „Svo vel útbúinn, að hann fáist tryggður í þilskipaábyrgð- arfélagi við Faxaflóa“, eins og skrifað stendur í kaupsamn- ingnum. — Seljendur við samning voru þeir Þorsteinn Þorsteinsson kaupmaður og Matthías Þórðarson skipstjóri. báðir til heimilis í Reykjavík“. SjávarafurSir sóttar til Akraneshafnar áriS 1957 á stórum nýtízku skipum, sem leggjast viS bryggjur.

x

Bæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.