Bæjarblaðið - 09.11.1957, Side 2
2
BÆJARBLAÐIÐ
Lccugardagur p. nóvember 1957
t-----------------------------------------*
BÆJARBLAÐIÐ
Ritnefnd:
Ragnar Jóhannesson, Valgardur Kristjánsson
Karl Helgason og Þorvaldur Þorvaldsson.
AfgreiSslan er í
Bókaverzlun Andrésar Níelssonar h.f.
Sími 85.
PrentaS í Prentverki Akraness h.f.
Félagslíf — félagsheimili
Þau em mörg, félögin, nú á dögum. Vemjulegur borgari
er í mörgum félögum, jafnvel bömin komast ekki hjá þvi.
Misjafnt er hins vegar hversu miklum tíma menn eyða
í þessi mörgu félög sín. Sumir eru í mörgum félögum og
starfa lítið eða ekkert í þeim, greiða ársgjaldið ef til vill, og
búið er. Aðrir lita á það sem skyldu sína að taka þátt i fé-
lagslífinu eftir mætti, sækja alla fundi og vinna að félags-
málum. Þetta em hinir góðu félagsmemn, á þá hlaðast flest
störfin, þeir eru lífið og sálin í félögunum, og venjulega eru
þeir fáir, alltof fáir. Oft fá þeir skammir og vanþakklæti fyrir
dugnað sinn og fómarvilja.
Hér í bæ er fjöldi félaga, og er starf þeirra misjafnt, eins
og gerist og gengur sum em með litlu lífsmarki og að þeim
lítill fagnaður og gagn, önnur era við viðhlítandi heilsu og
mjög til þarfa.
En til þess að halda uppi fjölbreyttri félagsstarfsemi þarf
að hafa ákveðin skilyrði. Ekki nægir alltaf sæmilegur félaga-
fjöldi og almennur starfsvilji í félaginu. Ekkert félag getm:
lifað til lengdar án þess að eiga einhvers staðar höfði sínu að
að halla, og öll fjölmennari félög, sem halda vilja uppi nokk-
um veginn reglulegri starfsemi, verða að eiga sér fast heimili
Það íháir mjög ýmissi félagsstarfsemi hér í bæ, að ekki
er til húsnæði yfir hana. Ekkert almennt samkomuhús er til,
og er það ekki vanzalaust fyrir svo istóran bæ. Þrjú félög,
sem ég man eftir, eiga hús: Stúkan, skátar og verklýðsfélagið,
og eru tvö þau síðasttöldu húsin, Skátahúsið og Sjómannaheim-
ilið, algerlega ófullnægjandi fyrir starfsemi viðkomandi fé-
laga. önnur félög eiga hvergi hæli, sem þau eiga með og
ráða.
Hér er að vísu allgott veitinga- og gistihús, með góðum
samkomusal, en því hefir auðvitað aldrei ætlað verið að vera
félagsheimili og hefir ekki skilyrði til slíks.
Óleyst ler því félagsheimilismálið, en þótt á þetta ihafi
verið minnzt allmikið, hefir lítið orðið úr framkvæmdum. En
þörfin fær þó varla dulizt meinum, sem um málið hugsar í
alvöru. Þeir, sem veita forystu mannmörginn félögum, vita
það þó allra manna bezt, hvar skórinn kreppir helzt í þessum
vanda.
Æskulýð bæjarins skortir athvarf, griðastað, þar sem hann
getur unað við mannsæmandi aðbúnað í góðum félagsskap og
unnið að hugðarmálum sínum og skemmt sér á menningar-
legan hátt. Að því líður von bráðar, að hér þarf að koma upp
eins konar tómstundaheimili fyrir böm og unghnga, ef til
vill er þegar full þörf á slíku, — en hvar er húsnæði til
slíks, þótt vilji og starfskraftar væru fyrir hendi?
En frumkvæði að slíku á að koma frá félögunum sjálfum,
og ihinir mörgu félagsmenn eiga að gera þetta að sínu máli og
fórna því vinnu, tíma og fé. Til slíkra starfa er kröftunum
ekki illa varið, og allir, sem það hafa gert, vita, að eftir því
sjá menn aldrei, þeir hafa yndi af því.Auðvitað eiga ríki og
bæjarfélag að veita sinn styrk, sem að sumu leyti er líka
lögboðinn, en vér eigum ekki að láta allt starf og forystu við
svona fyrirtæki koma að ofan og lutan, vór eigum sjálf, borg-
ararnir, að viinna að verkinu af lifi og sál.
Þau eru mörg félögin, sem orðið gætu liðtæk í því að
berjast fyrir og vinna að félagsheimili. Ég man eftir í svip-
inn: Verklýðsfélaginu (með öllum sínum deildum), iðnaðar-
mannafélaginu, íþróttabandalagi og knattspymufélögum tveim-
ur, skíðafélagi, skátrnn, slysavamadeildum afar fjölmennum,
kvenfélagi, góðtemplarastúkum, taflfélagi, bridgefélagi, Ro-
taryklúbb, Lionsklúbb, Oddfellowum, hestamannafélagi, fjár-
eigendafélagi, bamavemdarfélagi, Norræna félagi, tónlistar-
félagi, karlakór, Rauða krossi, verzlunarmannafólagi, og fleiri
eru þau efalaust.
Ótalin em stjómmálafélögin, en ég sé lefckert því til fyrir-
stöðu, að þau ættu hlutdeild að slíku félagsheimili, ef þau bara
gætu komið sér saman um að troða ekki hvert á annars rétti.
t\6h.
Skraiað og sktggrctli
★ Akra-Borg
Ég stóð við gluggann í gær og
horfði sem oftar á Akraborgina, hvíta
og snyrtilega bruna inn í höfn-
ina. Þetta góða skip á ekki lítinn
þátt í daglegu lífi okkar hér á
Skaga, líka þeirra, sem ekki eru
með annan fótinn í Reykjavík, eins
og kaupsýslumennimir og athafna-
mennimir margir. Hún færir okkur
margar nauðsynjar og ýmislegt, sem
við viljum ekki án vera, t. d. dag-
blöðin.
Mér kom í hug, þegar ég horfði
á Akraborgina beygja inn í kvína,
að nafn hennar er alveg sérstaklega
vel valið, þótt það láti lítið yfir því.
Tveir kaupstaðir eiga þetta skip:
Akranes og Borgames, og fyrri
hlutinn í báðum staðanöfnunum er
í skipsnafninu, án nokkurrar þving-
unar, eins og stundum' vill þó verða,
þegar fólk er að hnoða tveimur
nöfnum saman í eitt, eins og sjá
má á mörgum óheppilegum manna-
nöfnum.
En Akraborg ber með sóma fal-
legt nafn, aðeins eitt, en ber þó
nöfn foreldra sinna beggja.
★ Með Akraborg-u
Það er því allillt, að heyra menn
beygja þetta ágæta skipsnafn skakkt.
En það eru mikil brögð að því, að
menn bera sér í munn þágufallið
Akraborg-«, sem er regin videysa.
— „Ég kom með Akraborgu", heyr-
ist oft. Orðið beygist: Akraborg, um
Akraborg, frá Akraborg, til. Akra-
borgar. Hvaða heilvita ferðamaður
mundi t. d. segja: „Ég var staddur
í Lundúnaborgu um daginn og kom
þangað frá Parísarborgu og Róma-
borgu“. Það mundi enginn gera. En
síðari hlutinn i skipsnafninu er sá
sami: borg. Enda mundu Borgnes-
ingar varla segja: „Ég var við
kirkju á Borgu á sunnudaginn".
Við skulum því ekki óvirða okkar
góða skip oftar með borgu nafninu.
★ Þórhallur og Hálfdan
En úr því að farið er að tala um
rangbeygingar, er rétt að minnast
á fleira af því tagi, sem viðgengst
hér i bæ. Nöfn tveggja þekktraa
borgara verða oft fyrir rangri með-
ferð, einkum þó nafn sjálfs lög-
reglustjórans, þó sennilega ekki svo
hrapallega, að varði við lög! Ég hefi
hvergi heyrt mannsnafnið Þórhallur
svo rángbeygt sem hém í bænum,
hvemig sem á því stendur. Hélt ég
í fyrstu, að þetta væri einhver tik-
túra eða hótfyndni, en hefi síðar
komizt að ratrn um, að um hreina
vanþekkingu er að ræða, eða réttara
sagt óheppilega málvenju. Rang-
færslan er fólgin í því, að menn
beygja nafnið veikt: Þórhaili, um
Þórhalla, frá Þórhalla, til Þórhalla,
í stað þess að beygja það sterkt eins
og hér er rétt: Þórhallur, um Þór-
hail, frá Þórhalli, til Þórhalls. Að
vísu er það til veikt, en þá heitir
maðurinn Þórhalli (sbr. Sneglu-
Halli), en sá maður, sem hér um
ræðir heitir Þórhallur.
Auðgert er að sanna þetta með
dæmum. Engum held ég að detti í
hug að segja: „Ég ætla að skreppa
upp i Sundlaug til hans Halla
Gunnlaugssonar". Þó er mannsnafn-
ið Hallur nákvæmlega það sama og
seinni hlutinn í mannsnafninu Þór-
hallur.
Lofum hér eftir bæjarfógetanum
að hafa sitt ágæta og hánorræna
nafn L friði, rétt beygt.
Hálfdan Sveinsson, forseti bæjar-
stjórnar, verður að vísu ekki eins
hart úti, en þó er hans nafn oft
rangbeygt, að ég ætla. Eignarfallið
mun vera Hálfdanar, en ekki Hálf-
dáns, eins og oft er sagt og skrifað.
Seinni parttninn hefir verið Danr
—. Danur, og beygzt eins og vinur,
og þannig er það jafnan beygt í
fornum ritum. Þess vegna á að
segja: „Ég er á leiðinni til Hálf-
danar“, —- og Hálfdanarson og
Hálfdanardóttir, enda er það miklu
fallegra og gerðarlegra.
Einstaka manne$kja beygir nafnið
Baldur þannig: Baldur, um Bald,
frá Baldi, til Balds, og þá lítið orð-
ið eftir af fallegu nafni. Líkt má
segja um kvenmannsnafnið Unnur,
sem fær oft hina hroðalegustu út-
reið í munni fólks. Það er talað tmi
að fara til hennar Unnur, og vera
hjá henni Unnur, í stað Unnar og
Unni.
Fleiri falleg mannanöfn verða tið-
um fyrir misþyrmingu, en ekki
skulu fleiri talin hér.
★ Þágufallssýki og
hljóðvilla
Þessi tvö verstu úrkynjunarmerki
tungunar eru allalgeng hér. Þó held
ég, að hljóðvillan eða flámælgin
(þ. e. að gera ekki greinarmun á
i og e og u og ö) fari minnkandi
hér, og þakka ég það áhrifum skól-
anna og útvarpsins. Það má teljast
fremur fátítt nú orðið, að böm og
unglingar hér séu til muna flámælt,
en hjá fullorðna fólkinu er það al-
gengara. Margt af þessu fólki veit
af hljóðvillu sinni og berst á móti
henni eftir mætti, —• en það er
erfitt að kenna gömlum hundi að
sitja, segir máltækið (fyrirgefið orð-
bragðið, það er ekki illa meint!)
— það er erfitt að venja sig af því
fullorðinn, sem fólk hefir tamið sér
Ákveðið er, að við gagnfræðaskólabygginguna nýju verði
reistur allmyndarlegur samkomusalur, er hýst geti alla fé-
lagsstarfsemi skólanemenda, og ier efcki ólíklegt, að sá salur
geti skotið skjólshúsi yfir einhverja aðra menningarstarfseani,
einkum þá, sem er í þjónustu æskulýðsins.
Öllum þessum mörgu félögum í þesstun bæ væri háborin
skömm að því að láta líða mörg árin enn, áður en þau hefjast
handa um að byggja isér þafc yfir höfuðið. Ef við erum hrædd
við að reisa okkur hurðarás um öxl, þá lítum bara til nágrann-
anna héma í nærsveitunum. Þar er hvert félagsheimilið öðru
myndarlegra og skammt á milli. Það eru fámenn sveitarfélög,
sem þetta hafa gert, með aðstoð ríkisins og Ifélagsheimilasjóðs.
En hér á Akranesi, í stórum kaupstað, úandi af félögum, er
mestöll félagsstarfisemi húsvillt.
Hér þarf ömggrar forystu. Og hún á að koma frá félög-
uinum sjálfum, einkum þeim stærri og þróttmeiri. Á þau
mænum vér eftir forystimni í miklu þjóðþrifamáli fyrir þenn-
an bæ.
RJÓH.
frá blautu bamsbeini og drukkið í
sig án þess að vita af. Fæstunt tekst
því að venja sig að fullu og öllu
afslæmri hljóðvillu, og er fólki það
vorkunnapmál.
Hins vegar stafar þágufallssýkin
bæði af vanþekkingu og trassaskap.
Það er hreint og beint viðbjóðslegt
að heyra fólk segja: „Mér langar á
bíó“, eða „Henni hlakkar til jól-
anna“, o.s.frv. Fólk, sem annað
hvort stendiu- sjálft sig að slíkum
málleysum eða er bent á þær, verð-
ur bókstaflega að leggja sig allt
fram til að venja sig af þessum ósið.
„Ástkæra, ylhýra málið allri rödd
fegra“ verður ekki til lengdar fag-
urt og tigið, ef við hugsum ekki um
það, hvert og eitt, að varðveita það
hreint og óbjagað. Undir því er líka
sjálfstæði vort og þjóðemi að vera-
legu leyti komið.
SÍLDARLEYSI —
OG SLÆMT
ÚTLIT
Ekki blœs nú byrlega fyrir
útgerðinni. Þrátt fyrir í-
trekdða síldarleit, hefir lít-
illar éða engrar síldar orð-
ið vart.
Afleiðingar þessa aflabrests
eru margvíslegar, bæði fyrir
einstaklmga og iheild, ien eigi
hvað sízt fyrir bæi eins og
Akranes, þar sem atvinma og
afkoma byggist að vemlegu
leyti á sjávarafla. Er nú í
fyrsta skipti um mörg ár horf-
ur á atvinnuskorti.
Þá er yfirvofandi beitusfcort-
ur á vetrarvertíð, ef ekki ræt-
ist ifram úr með síldina. Þann-
ig bindur hvað annað.
Ötaldar eru þá hinar geig-
vænlegu afleiðingar, sem í-
trekað aflaleysi hefir á fjár-
hag ríkissjóðs, isem ekki var
•of góður fyrir, en af því leiðir
aftur ófyrirsjáanlegar stöðvan-
ir í framfcvæmdum og breyt-
ingar á verðlagi og öðru, sem
snertir almenming mikið.
En þótt rétt sé að vera við
því versta búinn, vona margir
enn, að eitthvað kunni að ræt-
ast fram úr með síld.
BORIÐ OFAN I
GÖTUR
Fyrir nokkrum dögum var
unnið að því að bera stór-
gerða möl í ýmsar götur
1 bœfarins, en sú vinna mun
hafa stöðvazt við óhapp, er
lyftukrani varð fyrir, er
hann veltist í sjóinn við
bryggjuna, þegar verið var
að skipa upp mölinni.
Ekki er vanþörf á að bæta
eitthvað göturnar í þessum bæ,
svö hörmulegar sem þær eru
oft. Mifcil bót mun vera að
þessum nýja ofaníburði, þótt
fullnaðarbót geti það ekki tal-
izt. Margir telja samt, að svo-
kölluð rauðamöl reynist betur,
en hún mun ekki fáanleg í
nágrenninu.