Bæjarblaðið - 23.06.1958, Blaðsíða 2

Bæjarblaðið - 23.06.1958, Blaðsíða 2
2 BÆJ ARBLAÐIÐ Mánudagur 23. júní 1958 BÆJARBLAÐIÐ Ritnefnd: Ragnar Jóhannesson, Valgarður Kristjánsson, Karl Helgason og Þorváldur Þorvaldsson AfgreiSslan er í Bókaverzlun Andrésar Níelssonar h.f. Sími 85 PrenlaS í Prentverki Akraness h.f. <_______________________/ - tentsverHjdn Framhald af 1. síðu. annars: „I raun og veru er fullveldi smárrar þjóðar aldrei nógu örugg. Þess vegna er sjálf stæðisbarátta kotríkis ævar- andi. Fyrir litla þjóð er vandi þess að vera eða vera ekki fólg- inn í því að reynast sjálfri sér nóg jafnframt því að geta hag- nýtt kosti verkaskiptingar þjóða í milli og þá tækni, sem hún gerir hagkvæma. Ef þjóð tekur í eigin hendur fram- leiðslu á nauðsynjum sínum og getur annazt hana á að minnsta kosti jafnhagkvæman hátt og nokkur önnur þíóð, þá er hún ekki aðeins að bæta hag simi. Hún er einnig að treysta sjálfstæði sitt. Af þessum sökum er það, sem hér er nú að gerast í dag, ekki aðeins, að mesta iðnfyrir- tæki, sem Islendingar hafa reist, er að taka til starfa, ekki einungis, að þjóðin er að hefja starfrækslu fyrirtækis, sem mun mala henni milljónaverð- mæti á ári, ekki aðeins, að Is- lendingar eru að gerast stór- iðjuþjóð, heldur einnig, að þeir eru að ná merkum áfanga í ei- lífri baráttu sinni fyrir því að vera sjálfstæð, öðrum óháð þjóð i eigin landi. I fyrsta sinn í nær ellefu hundruð ára sögu sinni geta Islendingar nú byggt sér fullkomin hús úr innlendu efni“. „. . . . Draum- ur Einars Benediktssonar hefir rætzt. Islendingar eru orðnir iðnaðarþjóð. Bylgjur þeirrar iðnbyltingar, sem gerbreytti högum vestrænna þjóða á síð- ari hluta 18. aldar, bárust ekki hingað til lands fyrr en í upp- hafi þessarar aldar. En á þeim fimmtíu árinn, sem síðan eru liðin', hafa orðið hér á landi allar þær helztu framfarir, sem urðu á tveim öldum í ná- lægum löndum. I raun og veru er orðið iðnbylting rangnefni á þeirri þróun í atvinnumál- um, sem varð á Vesturlöndum upp úr miðri 18. öld. Miklu nær sanni væri að kenna það við byltingu, er hér á landi hefir gerzt, það, sem af er þess- ari öld. Hér hefir orðið bylting í sjávarútvegi, landbúnaði, við- skiptum, samgöngum — og síð ast en ekki sízt: Hér hefir orð- ið gagnger bylting í iðnaði, að sú þjóð, sem fyrir fimmtíu ár- inn þekkti varla nokkra vél og átti enga verksmiðju, fæðir nú fleiri borgara sína af iðnaðar- störfum en nokkurri atvinnu- grein annarri, hefir haldið ó- trauð út á braut stóriðju og stígur nú stærsta sporið á þeirri leið með því að hefia starfrækslu þessarar sements- verksmiðju, mesta iðnfyrir- tækis Islendinga“. Það er einlæg ósk mín, að gifta megi ávallt fylgja þessu fyrirtæki. Ég veit, að það mun treysta sjálfstæði henn- ar, bæta skilyrði hennar til þess að lifa hér þroskandi menningarlífi, styrkja trúna á landið og framtíð íslenzkrar þjóðar. Ég óska þess, að öll þau mannvirki, sem reist verða úr íslenzku sementi, verði traust og heilsteypt og að þær fram- farir, sem þau stuðla að, geri okkur að traustari Islendingum ‘og heilsteyptari mönnum. Um leið og ég kveiki þann eld, sem vera á aflgjafi þeirr- ar framleiðslu, er hér er nú að hefjast, er það von mín, að í æðum íslendinga megi ávallt brenna sá framfaraeldur, sem bregði ljósi og yl yfir landið og knýi þjóðina áfram til vax- andi hagsældar og hamingju“. Kveikt í ofninum Er ráðherrann hafði lokið máli sínu kveikti hann á kyndli, sem borinn var inn i ofninn mikla, sem er opinn i endann og kveikti síðan í bál- kesti miklum þar inni, er ylja skyldi upp ofninn, sem síðan skyldi hita upp í 1400—1500 stig. Sló brátt bjarma miklum út úr ofninum, og skömmu síð- ar gaus reykur upp úr reyk- háfnum mikla. Á meðan söng karlakórinn Svanir tvö lög: Nú er bjart um Skipaskaga og Þú álfu vorrar yngsta land. Veizlan Eftir að gestirnir höfðu geng ið um verksmiðjuna og skoðað hana, var setzt að snæðingi í húsakynnum hennar. Nokkuð þröngt var fyrir allan þennan hóp, en þó fór veizlan -hið bezta fram við rausnarlegar veitingar. Borðsalurinn er ekki ýkjastór, en afar vistlegur. Dr. Jón E. Vestdal stjórnaði samkvæminu, setti það með stuttri ræðu og bauð gesti vel- komna. Max Jensen forstjóri frá London flutti ræðu og heilla- óskir og færði sementsverk- smiðjustiórn að gjöf fundar- bjöllu góða úr silfri. Moritzen forstjóri frá Kaupmannahöfn hélt líka ræðu og færði gjöf, forláta postulínsvasa. Ræður fluttu ennfremur: Daníel Ágústínusson bæjar- stjóri og Eysteinn Jónsson fjár- málaráðherra. Að lokum þakkaði forseti Is- lands viðtökurnar af hálfu gesta, og að því búnu gengu sunnangestir til skips. Veizla þessi var hin ánægju- legasta, ríkti i henni léttur og þó virðulegur blær. tllHKIIIIIIIIiiaillMlllllillllllllllllllllllltllllllllltllllllllIV' ÞJÓÐHÁTÍÐIN FÓK VEL FRAM I INDÆLU VEÐRI Hátíðahöldin hófust kl. 1.30 meS guSsþjónustu viS Gagr- frœSaskólann. Sóknarprest- urinn, sr. Jón M. GuSjóns- son prédikáSi, en kirkjukór- inn söng. Bjarni Bjarnason lék á orgeliS, Siðan var farið í skrúðgöngu niður Vesturgötu, upp Suður- götu og Kirkjubraut, að Barna- skólanum. Þar hafði verið gerð- ur dans- og söngpallur. Formaður, Stefán Bjarnason, yfirlögregluþjónn, setti sam- komuríá með stuttu ávarpi og bauð samkomugesti velkomna. Karlakórinn Svanir söng undir stjórn Geirlaugs Árna- sonar með aðstoð Friðu Lárus- dóttur. Hátíðaræðuna flutti Ragn- ar Jóhannesson, skólastjóri, og birtist ræða hans hér i blaðinu. Sigurborg Sigurjónsdóttir kom fram í mjög glæsilegum skautbúningi og sagði fram kvæði Jóhannesar úr Kötlum, „Land míns föður“. Loks var knattspyrnukeppni, meistaraflokkur og 2. flokkur. Siðan var dansað á palli fyrst böm, síðan fullorðnir, og var dansað fram á nótt. Fóru há- tíðahöldin hið bezta fram, enda var veður hið ákjósanlegasta, sólskin og hægviðri. Dagheimilisnefnd hafði kaffi veitingar á neðstu hæð Barna- skólans, og gerði það með rausn, og var skemmtilegt að sitja þama við gluggana og njóta góðs beina. Ungur starfsmaður hjá Sem- entsverksmiðju ríkisins ósk- ar eftir að taka góða sfofw á leigu strax. •— Upplýs- ingar í skrifstofusíma Sem- entsverksmiðjunnar. Auglýsing um lögtak á ógreiddum gjaldföllnum útsvörum og fasteignagjöldum til bæjarsjóðs Akraness. Samkvæmt úrskurði uppkveðnum í fógetadómi Akraness í dag, verður ógreiddur gjaldfallinn hluti útsvara til bæjarsjóðs Akraness fyrir árið 1958 (50% af útsvörum ársins 1957), svo og fasteignagjöld öll til bæjarsjóðs Akraness, þ. e. fasteignaskattur, vatns- skattur og lóðaleiga, lögtakskræf, ásamt dráttarvöxt- um og kostnaði, að liðnum 8 — átta — dögum frá birtingu þessarar auglýsingar. Bæjarfógetinn á Akranesi, 10. júní 1958. Þórhallur Sæmundsson. — Nr. 5/1958. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefir í dag ákveðið eftirfar- andi hámarksverð á selda vinnu hjá rafvirkjum: I. VérkstæSisvinna og viSgerSir: Dagvinna kr. 43,00 Eftirvinna — 60,20 Næturvinna — 77,40 Vinna viS raflagnir: Dagvinna — 41,00 Eftirvinna — 57,40 Næturvinna — 73,8o Söluskattur og útflutningssjóðsgjald er innifalið í verðinu og skal vinna, sem undanþegin er gjöldum þessum, vera ódýrari sem þeim nemur. Reykjavík, 1. júní 1958. V erðlagsst jórinn. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt há- marksverð á smjörlíki sem hér segir: NiSurgr. ÓniSurgr. Heildsöluverð pr. kg. kr. 8,00 kr. 12,83 Smásöluverð pr. kg. — 8,90 — 13,80 Reykjavík, 3. júní 1958. Verðlagsstjórinn. — Skoíhurðir Tvær skothurðir með tilheyrandi járn- um eru til sölu. Upplýsingar hjá JÓNI GUÐMUNDSSYNI, Kirkjubr. 23, Akranesi.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.