Bæjarblaðið - 09.09.1958, Qupperneq 3

Bæjarblaðið - 09.09.1958, Qupperneq 3
Þri'öjudagur 9. september 1958 BÆJ ARBLAÐDD 3 Islenzk sveitaæska í dag er rótlaus og eirðarlaus, ekki síður en æska kaupstaðanna. Meira og minna tilgangslaus rúnt- akstur á bílum er orðið tals- vert algengt fyrirbrigði í sveit- um á kvöldin,. þó ekki sé það eins áberandi og í kaupstöðun- um eins og gefur að skilja. Iþróttalíf er sums staðar nokk- uð, en víða í molum, vegna fámennis og áhugaleysis. Glím -an, þessi merkilega íþrótt er í engu meiri.metum i sveitun- um en kaupstöðunum. Hin forna samheldni fjölskyldulífs- ins hefir rofnað verulega á báðum vígstöðvunum, en æska kaupstaðainna, einkum hinna stærri, á nú aðgang að fjöl- breyttara félagslífi en sveita- æskan og fjölbreyttari tóm- stundaiðju. Hin einustu æsku- lýðsfélög í sveitum, sem nokk- uð kveður að, eru ungmennafé- lögin og hafa þau víða unnið merkilegt starf, en nú ber mörgum saman um, að starf- semi þeirra sé víða rislægri og fjörminni en var fyrir nokkr- um áratugum. Á það vafalaust rætur að rekja til þess, hve mikill hluti unglinganna úr sveitunum flyzt til kaupstað- anna einmitt þegar þeir kom- ast á þann aldur að geta staðið fyrir ög starfað i félagsskap síns heimahéraðs. Listkynning út um land. Á síðustu árum hefir allmik- ið verið rætt um að koma ein- hverjum hluta af menningar- starfsemi höfuðstaðarins út um sveitir og kaupstaði landsins. Ríkisútvarpið efndi til hljóm- leika, sem tókust mjög vel, en ekki varð framhald á þeirri starfsemi því miður. Stofnað var fyrirtækið „list á vinnu- stað“, sem átti að dreifa út eftinnyndum af frægum mál- verkum, ein sú starfsemi guf- aði fljótt upp og hefir engin skýring á því fengizt. Sinfóníu- hljómsveit Islands hefir farið nokkrar ferðir út á land og er það eftirtektarvert, að þar hefir ekki verið gefizt upp eftir fyrstu atlögu, enda þótt þetta sé vafalaust langdýrasta og um -svifamesta menningartækið og erfiðast í flutningum. Þar kemur svo á móti, að það eru aðeins fá af öllum þeim sæg félagsheimila á landinu, er hafa aðstæður til að hýsa sin- fóníuhljómsveitina ásamt ein- hverjum áheyrendum, því í byggingu þeirra er yfirleitt miðað við, að dansgólfið sé sem stærst en sviðið og veitinga- plássið situr svo á hakanum. Er þessi starfsemi sinfóníu- hljómsveitarinnar mjög athygl- isverð og ber að örva hana með ráðum og dáð. Er ég því miður hræddur um að áhugi fyrir þessari tegund tónlistar úti á landsbyggðinni sé tæpast nægur til að kynda undir þess- ari lofsverðu viðleitni. Enn hefir verið stofnað til nýrrar starfsemi til að útbreiða þekk- ingu á bókmenntum og listum. Er stofnun sú á vegum menrna -málaráðuneytisins og undir stjórn Þorsteins Hannessonar óperusöngvara. Því miður hef- ir verið mjög hljótt um þessa starfsemi enn sem komið er. Starfsemi ung- mennafélaganna. En eru þá engar samkomur haldnar í sveitum af heima- mönnum sjálfum, sem talizt geta sómasamlegar? Jú, að sjálfsögðu. Enginn taki orð mín svo, að íslenzkt sveitafólk geti ekki haldið mannsæmandi t----------- v.------------- samkomur ef það vill. Oft á vetrum eru þar haldnar ágætar samkomur fyrir heimafólk, þar sem héraðsbúar skemmta hver öðrum með menningarbrag. Þar eiga ungmennafélögin oft- ast drýgstan þáttinn, en líka mætti nefna kvenfélögin, kirkjukórana o.fl. Eins og áð- ur er getið, var starfsemi ung- mennafélaganna mjög um- fangsmikil á ofanverðri öld- inni, en hefir víða dregizt sam- an. Verkefnin hafa verið mörg og víða á þeim tekið með myndarbrag. Upphaflega voru ungmennafélögin bindindisfé- lög, en hafa nú öll lagt niður þá kvöð, enda benda margar samkomur ungmennafélaga nú lítt til þess, að bindindi á vín sé í hávegum haft. Alls staðar hafa ungmennafélögin látið gott af sér leiða, en mismun- andi mikið. Hafa þau fengizt við skógrækt, sum stofnað bókasöfn og lestrarfélög. Sum hafa haldið málfundi, staðið að leiksýningum, örnefnasöfnun, kvikmyndun héraða, að ó- gleymdri íþróttastarfseminni, sem víða stendur með allmikl- um blóma. Eru margir okkar fremstu íþróttamenn sprottnir upp úr íþróttahreyfingu ung- mennafélaganna, og na'gir þar að minna á snjallasta íþrótta- mann okkar nú, Vilhjálm Ein- arsson. Mörg ungmennafélög hafa nú á seinni árum látið gera íþróttavelli, sem eru til fyrirmyndar að öllum frá- gangi, langar mig í því sam- bandi að geta um nýlegan íþróttavöll, sem héraðssam- bandið Skarphéðinn lét byggja í Þjórsártúni og er vafalaust með beztu íþróttavöllum á landi hér. Kvenfélögin hafa áreiðan- lega veitt margri húsmóður í s\eit nokkra tilbreytingu frá einhæfu og lýjandi starfi þeirra þótt óóvíða sé starfsemi þeirra mjög umfangsmikil. Þá er þáttur kirkjukóranna i menningarlífi sveitanna snar þáttur, sem vert er að geta. Næst oft ótrúlegur árangur þótt víða sé skortur nægilega vel menntaðra manna til að standa fyrir þessari starfsemi. Ber það og víða vott um menn ■ ingu og samheldni fólksins í sveitunum, hvernig kirkjurnar eru hirtar, því oft eru þær ein- ustu húsin, sem eru sameign sveitarinnar allrar. Hygg ég að það fari oft saman, góður kirkjukór með áhugasömum söngmönnum og vel hirt kirkja. Skólar dreifbýlisins. Þá kem ég að þeim þættin- um í menningu sveitanna, sem ekki er þýðingarminnstur, en það eru skólarnir. Þar er erfitt að gefa nokkra heildarmynd, því að algert skipulagsleysi hefir ríkt í framkvæmd fræðslulaganna í sveitum lands -ins. Ennþá er það til, að kenn- arar flakka á milli bæja og kenna 4—5 krökkum í stað í eldhúsum eða borðstofum sveitabæjanna. Slík fram- kvæmd á fræðslulögumum verð -ur venjulega dýr, þvi að oft eru ekki nema innan við 10 börn á hvern kennara af þessu tagi. Þá hafa rnörg fræðslu- héruð byggt skólahús, fyrir til- tölulega lítið fræðsluhérað og börnin hafa svo komið að heim -an á morgnana og farið heim á kvöldin. Sum þessi hús eru stór og allgóð hús, en verða litlum sveitarfélögum dýr- og erfið í rekstri, þar við bætist, að stundum verða nemendur óhæfilega fáir fyrir kennar- ann. Kennara, sem kennir við þessar aðstæður, er lagður mik- ill vandi á herðar. Hann á að kenna börniun á mörgum ald- ursskeiðum samtímis öll fög, en kennsla í handavinnu og leikfimi verður venjulega eng- in, þar sem isvona stendur á. Kennslutæki eru oft af skorn- um skammti, þar eð fámenn héruð eiga meira en fullt í fangi með að standa undir hin- um allra nauðsynlegasta kostn- aði. Héruðin sameinast um skóla. Er gleðilegt til þess að vita, að í umdæmi þessa félags hef- ir einmitt verið höggvið á „Gordionshnútinn" í þessu vandamáli og farið inn á nýja braut, sem að mínu áliti er lang farsælasta lausnin á skóla- málum sveitanna. Á ég hér við framtak Mýramanna í bygg- ingu barnaskólans að Varma- landi. Þá myndu einhverjir spyrja: Hvað er nýtt við þá skólabyggingu? Hafa ekki ver- ið byggðir heimavistarbarna- skólar í sveitum fyrr? Jú, að vísu. En það, sem hér ríður baggamuninn er það, að stórt hérað, heil sýsla, sameinast um að byggja stóran og vel útbú- inn heimavistarskóla fyrir börn sín. Þá vinnst það, að hægt er að skipta hópnum nið- ur í deildir og fá 2—3 kennara til að kenna hver sínum ald- ursflokki samtímis. Oft fæst líka meira út úr því að hafa fleiri en einn kennara á hverj- um stað, því að einum kennara lætur betur að kenna þessa námsgrein en öðrum og geta þeir þá skipt því niður eins og bezt h'entar. Með þessu mó+i er líka nokkurn veginn tryggt að nægur nemendahópur verð- ur á hvern kennara, svo að hagfræðilega séð verður slikur skóli ódýrari í rekstri og léttara verður fyrir stórt hérað að gei a hann vel úr garði og búa hann góðum tækjum. Það er rauna- legt, að ekki skyldi fyrr verða farin þessi leið í skólamálum sveitanna, en reynslan á Varmalandi gefur ótvírætt til kynna, að hér er stefnt í rétta átt. Margt fullorðið fólk gum- ar af þvi í dag, að það hafi lært miklu meira í þriggja mánaða kennslu í tvo vetur í gamla daga en blessuð börnin læri nú á 6 árum í skóla. Slíkar full- yrðingar rista venjulega ekki djúpt, því að ef einhver ár- angur átti að nást með svo stuttri skólagöngu, hlaut það að kosta mikla vinnu heima. Allt nám kostar mikla vinnu ef einhver árangur á að nást. Það er gömul og ný staðreynd. Það væri full ástæða til að sveitabarn kæmi betur, undir- búið í skóla en kaupstaðarbarn. Það hefir verið í nánum tengsl- um við dýr og jurtir frá því að það man eftir sér. Það hefir kynnzt hinum fjölbreyttu og þroskandi sveitastörfum og sjálft tekið þátt í þeim. Það hefir meira verið og unnið með fullorðnu fólki og þroskazt af samfélagi við það, en flest kaupstaðarbörn nú orðið um- gangast næstum eingöngu jafn aldra sína. Héraðsskólarnir. Mörg héruð á landinu eiga sína héraðsskóla. Upphaflega var skólum þessum ætlað að vera menningartæki ungs fólks í sveitum til að nema þar húm- anistisk fræði og raunvisindi nútímans. Á seinni árum hafa skólar þessir nálgast meir og meir að falla undir ramma gagnfræðaskólanna í kaupstöð- unum, í stað þess að starfa eins og lýðskólanrir dönsku, eins og þeim var þó upphaflega ætlað. Víða eiga bændur mjög erfitt með að senda böm sín í fram- haldsskóla vegna manneklu heima fyrir, enda þótt efna- hagur og aðrar ástæður væru fyrir hendi. Er það vitanlega sorglegt þegar gott námsfólk verður afskipt skólagöngu af þessum ástæðum. Hitt er líka algengt, að hópar barna úr sveitum fara í gagnfræðaskóla í kaupstöðum og búa þá hjá skyldfólki og vinum, en á sama tíma eru allmargir Reykja- vikurunglingar í nemendahópi héraðsskólanna heima í sveit- inni. Oft eru þetta vandræða- unglingar úr Reykjavik og öðr- um kaupstöðum, unglingar, sem ekki hafa getað eða feng- ið að stunda nám í öðrum skól- um. Hefur þetta auðvitað kom- ið illa niður sums staðar og rek ég ekki þá sögu lengra. Önnur menningar- hlutverk skólanna. En ég hefi stundum hugsað um það, hvort íbúar sveitanna gætu ekki notað héraðsskólana meir til menningarauka fyrir sveitina. Ég á ekki við, að, halda þar hallelúja samkomur með tilheyrandi ölæði og slags- málum, heldur fræðslumót, umræðufundi, námskeið í bú- vísindum, og hví ekki að halda þar t. d. eina listsýningu á ári fyrir héraðsbúa. Þegar ég var í sveit fyrir um það bil 20 árum og tæplega þó, virtist flestum bændum koma saman um það, að engir væru ver Framhald á 4. si5u. ÞORVALDUR ÞORVALDSSON, kennari: Þetta er síðari hluti framsögurœðu, sem flutt var á vormóti Stúdentafélags Miðvesturlands í Bifröst í Borgarfirði í vor. ■— Fyrri hiutinn birtist í síðasta iölublaði Bœjarblaðsins.

x

Bæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1341

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.