Pillur - 15.01.1924, Blaðsíða 2

Pillur - 15.01.1924, Blaðsíða 2
2 PILLUR . voru aðrir, sem héldu því fram, að það væri of mjög af sér gengið og naumast notandi fyrir aðra en Fæi-eyinga. En hvað sem þvi líður. Menn voru afar fíknir í skipið, svo að blaðamál varð loks úr. Var það einn bæjarfulltrúinn hér, Finnur, sem hóf máls á því í Skutli og þóttist hafa verið órétti beíttur, þá er Öðrum var selt skipið. Kvaðst hann hafa ætlað að gera einum kunuingja sínum þp,ð vinarbragð að kaupa þetta djásn handa honum, en Sigur- jón — sem eins ogoftarhefir Finn aumingj- anu út undftn -— réði þvi, að aðrir hlutu happið. Af öðrum sem sagt er að hafi boðið í skip- ið má nefna: Þorberg. Bankana. Jóhann Ey. . Sigfús o. fl. Sagt er, að eiginlega hafi nú Þorberg ekk- ert verið að hugsa um að bjóða í, enbank- arnir hafi endilega viljað fá hann til að ,,braska“ með sér. Hafiþeirlofað honum gulli ög grænum skógum ef hann byði nógu hátt, en Þorberg hafi éiginlega upp við hvorugu gengist. Þóttist hafa það full g-ott eins og nú vævi komið högum sínum. Samt varð • það úr að . hann stakk í smáboði — ca. ) 10,000 kr„ — Jóh. Ey. var yfir-spentur, en var óráðinn i hvort hann ætti heldur að nota fiakið í • fiutninga um Djúpið eða haus á bryggjuna sína. En eins og kunnugt er, þá er enginn . lilutur jafn góður í bryggju-sporða eins og gömul og ónýt skipsflök, og því betri, sem þau eru meira liðuð. Sigfús er sagt að hafi ætlað að kaupa / skipið eingöngu til þess að láta setja þaði upp í Neðsta við hliðina á pun..... — ól fyrirgeflð! Eg meina: við hliðina á skipun- um hennar Sameinuðu. En þau hafa nú staðið þar nokkur kjörtímabil, og þykir sú útgerð spameytin og affarasæl í alia staði. Jam — akkurat! Margir höfðu fleiri verið um boðið, en rúm- ið leyfir ekki að nefna þá hér. En það einkennilegasta við alt þetta er það, að eftir alt saman þá veit enginn hver hnossið hrepti — enginn nema Sigfús og kann ské Finnur. Bara þeir tveir! Þegar rafmagnið brást. Þann 18 des. s. 1. þraut vatniö i bæn- um og varð þá að stöðva mótor þann er rekur rafveitu bæjarins. f>á var riú gaman að lifa. Eg Geir Geirsson var staddur í sölubúð einni hér, þar sem alt er selt, alt frá reikt- um magái og niðúr i rauðar mittisskýlur. f>að var mafgt manna í búðinni. — Jóla- annir. Bar mestákvénnfólkínú — glitklæddu í guliofnu skrúði. Eg ætlaði að fá mér i pípu — eg á vjð reyktóbak — eu hafði ekki komist að, ekki náð sambandi við búð- arsveíninn. 1 Hánn gaf' sig hefnílega meira að kvinnunum — þótt óíiklegt sé. Mér hafði heppnast að komast í námunda við kvinnu

x

Pillur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pillur
https://timarit.is/publication/1342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.