Lýðveldi - 13.03.1925, Page 4

Lýðveldi - 13.03.1925, Page 4
4 LÝÐVELDI þá sagt að kerling lilæi með honum öllum að flakki þessu. I*að er ekki von, að þingmennirnir, þó vitrir séu, viti hvernig þeir eiga að skifta á milli allra þessara flokka þegar til fjárveitinga kemur. Hver flokkur kallar til þingsins um styrk til nauð- synlegra framkvæmda, en venjulega lítið fé fyrir hendi, svo þingið getur ekki sint öllum þeim styrkbeiðnum er flokk- arnir krefjast. Pví siðan ísland varð sjálfstœtt riki, hafa skuldir þess stórum aukist. Hin aukna seðlaútgáfa hefír átt sinn þátt þar í. Þarf því ekki að lýsa, þjóðinni er það vel kunnugt. En altaf er verið að brugga ný ráð, gefa út nýja pappírs- miða eða vaxtabréf sem lítið eða ekkert fé stendur á bak við. Verði einhverjum það á, að kaupa þessa óláns miða, má búast við að þeir vesalingar, sem fyrir því verða missi þær eignir er þeir hafa undir höndum fyrir ekkert. — Kceru landarl Varið ykkur á fjárglœframið- unum. Landið er fátœkt nú, og stjórnin hefir lítið meira fé til umráða, en hún þarf til að halda sér og sínum uppi nokkurn veginn sómasamlega, samkvæmt þörfum. Það þarf ekki svo lítið fé til millilanda- ferða fyrir gæðingana, til rannsókna á bókmentum, listum, kaupsgslu og stjórn- arvísindum annara þjóða. Það fer ekki svo lítið fé til þessara ferða ef öll kurl kæmu til grafar. Allir þessir menn þurfa að vera vel búnir, eins og miljónamær- ingar eða betur, svo þeir geti borið sig dálítið mannalega, og látið sjá að þeir séu fullveldis yfirmenn(!I) og til þess að geta verið svona, hafa skattar dálítið aukist, sem gengur svo langt, að jafnvel blessuð litlu börnin verða að greiða háan toll af sínum lítilfjörlegu leik- föngum. Samt er nú á dagskrá að bœta á ngjum skatti ríkislögregla. Stjórnin hefír borið fram frumv. um rikislögreglu á alþingi. »Lýðveldi<i álitur enga þörf á her þó stjórnin sé ekki vel vinsœl eða þeir menn sem fylgja henni að málum, þá virðist þeim vorkunarlaust að lifa án lífvarðar. Þjóðin er ekki fær um að taka á sig meiri byrgðar en á henni hvíla. »Lýðveldi« ráðleggur því stjórninni að kalla þetta frumv. til baka og minnast ekki meir á það fyrst um sinn, því þó frumvarpið næði samþykki þingsins í einhverri mynd, þá er kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið. Ef þessi ríkislög- regla skyldi eiga að vera vörn landsins út á við, þá hefir landið ekki meir en um 7—8000 manns á að skipa, sem herskyldir myndu vera, og þó þetta líttæfða og fámenna herlið gæti nú orðið svo frægt að aflífa einn útlending, (meira yrði það naumast), þá gæti það lif orðið þjóð- inni dýrt spaug, því ekki myndu er- lendar þjóðir þurfa meira en einn fall- byssubát og lítið herskip til að jafna þessa borg við jörðu eða velta henni í rústir, þó hin íslenzka ríkislögregla tæki á því sem hún ætti til. y>Lgðveldi<í álitur að ber hendi mgndi verða sigursœlli. M. olar. Eftirleiðis mun »LýðveIdi« ekki flytja svona langar greinar, sem þessi er, en þar sem efni hennar hefði raskast við að búta hana niður, en hún hinsvegar sýnir stefnu blaðsins ljóslega, þá þótti rétt að hún kæmi öll. Prentsmiðja Gutenberg.

x

Lýðveldi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lýðveldi
https://timarit.is/publication/1343

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.