Freyr - 01.12.1924, Síða 1
I. ÁRGANGUR.
JOLIN
Fornhelga dýrðar-hátíð, heill sé þér!
Hjartnanna kærleiksríka tengiband!
Fagnar þér sérhver maður, lýður, land,
Lífsþrá sem á og himinljós þitt sér.
Söngvar þér hljóma helgum véum frá.
Harmþrungin andvörp beina þér sinn óm,
Eæn þér er send, sem ekki eru orðin tóm,
Andlegu magni stemd í von og þrá.
Kserleikans eld þú kveikir brjóstum í,
Kveður við æskulífsins glaumur hár,
Öreigans lífi ertu vonarsól.
Úr rökkurdjúpi röðull skín á ný,
Raunirnar léttir, þerrir sorgartár,
Bndurfædd, heilög, alt-blessandi JÓL.
Fréttir.
Conservatívar hafa náð völd-
um á Englandi. Þannig snerist
nú þjóðarviljinn í það sinn. —
McDonald-stjórnin hefir reynst
fremur liðlétt í heimamáJun-
um, segir Bandaríkjablað, en
komið mjög vel frain í utanrík-
ismálum. Henni gekk lítið sem
ekkert að bæta hag verkalýðs-
ins í landinu, og tapaði fyrir
það trausti síns flokks að sumu
Ieyti. Þó var það ekki aðal-
atriðið í falli stjórnarinnar,
heldur bróðurleg samtök gömlu
flokkanna um að koma henni
frá.
Hátollaflokkur Bandaríkjanna
náði völdum í síöustu kosning-
um þar. Er það mörgum ráð-
gáta. Menn skilja naumast
hvemig slíkt gat atvikast, eftir
alt sem á undan var gengið. Ku
Klux Klan félagsskapnum er af
sumum þakkaður sigur sam-
veldismanna. Aðrir halda að
kosningaryk með fáeinum gull-
ltornum innanum, hafi fokið í
augu kjósendanna.
Nú virðist vera /Btríðshugur
um allan heim. Margir spá
stríði bráölega og byggja meðal
annars á því, hvað mikið er tal-
að um frið meðal stjómenda;
ýmsra landa. Menn þykjast
hafa tekið eftir því, að slíkt hafi
jafnan verið fyrirboði stríða í
liðinni tíð. Bandaríkjablöö eru
að ívara þjóðina við að gæta
sín, og í sambandi við það benda
á vígbúnað Japaníta. England
og Frakkland smíða loftskip af
krafti, rétt eins og eitthvað
standi til, en Bandaríkin sofa
vtert á gullhrúgunni enn sem
komið er.
Bretar brugðu sér yfir til
Egyptalands um daginn til að
stilla þar til friðar. Þeir eru al-
staðar og æfinlega að semja
frið.
-----Ö----
TIL LÁRU SALVERSON.
Mig langar að kveða þér kvæði
sem kveðju frá íslenzkri sál,
er þekt hefir sjálfrar og sinna
iö sorgdjúpa, hugþekka mál.
Þó norrænar ritir ei rúnir,
þú ritar af norrænni sál
af samhug í samræmi andans,
oss samýðgi vekur þitt mál.
Þú skilur vort andlega eðli,
því í þér býr “víkingsins sál”,
svo skilur þig lands þessa lýður,
því landnemans þýðirðu mál.
Vér þökkum þér, ljúfasta Lára!
og lesum þig hugbljúg og klökk
og sendum þér kærasta kveðju
af kærleiltans brennandi þökk.
-----0------