Freyr - 01.12.1924, Side 2

Freyr - 01.12.1924, Side 2
2. SÍÐA F R E Y R Mahatma Gandhi. Mahatma Gandhi, leiðtogi þjóðræðisflokksins í Indlandi, hefir á ný vakið alheims athygli með því, að taka upp á sig föstu með þeim tilgangi að fá komiö á friði og samkomulagi á milli Hindúa og Múhameðsmanna í Indlandi. Þessi föstuákvörðun hans varð til þess, að allar mismun- andi trúarbragðadeildir á Ind- landi héldu með sér fulltrúa- þing„ á hverju samþykt var á- skorun til hans að hætta við föstuhugmynd sína og lofuðu hlutaðeigendur að veita fylgi kenningu hans um “afskifta- leysi”, sem er undirstaðan und- ir “friðsamlegri mótstöðu” móti brezku stjórnarfari þar í landi. Eftirfarandi grein, sem var rit- uð stuttu áður en Gandhi byrj- aði að fasta, er hans síðasta út- skýring á grundvailaratriðum og tilgangi þeirrar stefnu. / AFSKIFTALEYSI. Eftir Mohandas K. Gandhi. Sahermate, India, Sept. 1924. Afskiftaleysið er eins gamalt og tíminn, og er hluti af því kerfi, sem tilveran stjórnast af. Það getur ekkert ljós átt sér stað án myrkurs einhversstað- ar. Það er enginn aðdráttur án fráhrindingar, engin ást án hat urs. Það getur engin samvinna átt sér stað áh afskiftaleysis. Samvinna með því góða út- heimtir afskiftaleysi af því illa. Jafnvel þó vér vitum, að vér séum ólíkir dýrunum, þá, með því að vera umkringdir af þeim, öpum vér þau auðveldlega, í staðinn fyrir að reyna af öllum mætti að lifa oss upp til mann- legs göfgis. Þess vegna stríðum vér hver á móti öðrum og mis- tekst þrávalt að lifa samkvæmt voru manndómseðíi, á þeim stríðs- og orustutímum, sem að mestu gengur yfir mannlífið. En vér erum smám saman að losast við dýrseðlið, eins og vér erum hægt og hægt að breytast líkamlega og erum að læra að ná samræmi við göfgi vors kyn- ferðis. I heimilislífinu, og jafn- vel á parti í þjóðlífinu, setjum vér ást í stað liaturs þrátt fyrir skoðanamun vorn. Vitur faðir, sem sér ilt í fari sonar síns, deyðir hann ekki, heldur hættir að hafa selskap með honum í hans vondu breytni, og hjálpar honum þannig, en lofar því illa að rasa út. Þetta er afskiftaleysi, en gagnólíkt því oíbeldisfulla af- skiftaleysi, sem á sér stað alt í kringum oss. Það er ofbeldis- laust afskiftaleysi. Maðurinn uppgötvaði ofbeldisleysi gegn- um þann viðaukaskilning, sem honum er gefinn og sem vér nefnum “trú”. * » f Svokallaðar “undanþágur”. Eftir minni skoðun hafa lög, er eiga að vera lög, engar undan- þágur. Ofbeldisleysi, sem er mannlegt lögmál, liefir engar undanþágur. Allar svonefndar undanþágur eru eftirgefanleg- leiki við breiskleika vorn og vikning frá lögunum. Það er betra að viðurkenna brestina en að vera að hylja þá með und- anþágum. Mín kenning um ofbeldislaust afskiftaleysi er því ekkert nýtt. Hún er einungis áframhald af lögum þeim, sem einstaklingar af sömu ættkvísl, ættbálki eða þjóð, hafa fyrir mælikvarða í viðskiftum hverjir við aðra, út- færð til að notast sem viðskifta regla milli einstaklinga mis- munandi þjóða, kynþátta og trúarbragða. Til þess að vera trúr eðli mínu og liugsjón, hlýt eg að viðhafa sama lögmál í við- skiftum mínum, hvort heldur er við mannætur eða mína eigin bræður. Ef þess vegna að indverska hreyfingin sigrar, þá nær það langt í áttina að ráða fram úr því vandamáli, að koma í veg fyrir stríð. Hún gefur þjóð- rækninni nýja merkingu, og ef eg mætti allra auðmjúklegast segja, nýja þýðingu fyrir sjálft mannlífið. Þess vegna held eg því fram ,að þessi hreyfing sé voldugasta uppbyggingarafl, er nú er starfandi í heiminum. Indland notar þetta afskifta- leysi gagnvart útlendu stjórn- arvaldi, sem það stynur undir á þessum 'tímum. Ekki svo að skilja, að það stjórnarfar hafi ekki eitthvað gott við sig. Hið illa getur ekki staðið á eigin fót- um. En afleiðingin af tetar^- semi þess stjórnarfars hefir dregið Indland niður í forað fá- tæktar og vesaldóms. Vér höf- um tapað sjálfstrausti voru. Vér erum hræddir að berjast, ekki af því að vér vildum það ekki, heldur af því að vér erum svo hörmulega niðurbeygðir. Vér höfum aðeins tvent að velja um, annaðhvort að grípa til launmorða, er hefðu smám- saman leitt til hernaðaráhlaupa — eða að taka upp friðsamlegt afskiftaleysi, þ. e. hætta að að- stoða stjórnendurna í að stjóma Indlandi, því til neðurdreps. 'lndland virðist hafa kosið síð- ari aðferðina. \ Auðgræðgi. En afskiftaleysi vort er tak- markað í samræmi við fórn- færslumöguleikana. Vér erum að reyna að draga frá stjórninni eins mikla fría aðstoð og vér getum. Afle^ðingin er sú, að vér erum útilokaðir frá heiðurs- titlum, stjórnarstöðum, stjórn- arskólum, réttarfari, dómstól- i um og útlendum klæðnaði. Það síðastnefnda hefir í rauninni mesta þýðingu. Þessi klæða- vara er í rauninni aðalþátturinn í kúgun Indlands, og er innsigli þrældóms vors og niðurlæging- ar.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/1347

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.