Freyr - 01.12.1924, Qupperneq 3

Freyr - 01.12.1924, Qupperneq 3
F R E Y R 3. SÍÐA Græðgi í að sjúga auðlegð sína út úr Indlandi, blindar Eng- lendinga fyrir öllu, sem er rétt og sanngjarnt. Ef vér útilokum alla útlenda klæðavöru, geta viðskifti Bretlands og Indlands í heild sinni orðið mannúðleg og ósíngjörn. Ef vér verðum samskiftendur eftir slíka til- breinsun, munum vér verða það sem algerðir jafningjar og mannkynftnu t,il mjkils góðs í heild sinni. Einu sini var það að Indland, ekk fyrir löngu síðan, fram- leiddi sín eigin klæði og sendi sína fögru dúka til útlanda. Það var hennar eini alþjóðlegi heimsiðnaður. Nú er sá iðn- aður eyðilagður, ekki af nein- um náttúrlegum ástæðum, held- ur fyrir bein stjórnarafskifti. Og þar sem vér höfum engan annan iðnað, verða þessi 85 % af íbúum Indlands, sem land- búnað stunda, að lifa frá degi til dags og hafa ekkert að byggja á, þegar harðæri ber að höndum. Fjögra ára vinna, ger af handahófi og án þess að hafa myndað nokkurn verulegan höf uðstól, sýnir að fingur vorir hafa enn ekki tapað lipurð sinni, og að miljónir eru færar að spinna alt það band, sem þarf fyrir vora handvefstóla, Það er óþarft að taka það fram, að vér framleiðum alla þá baðm- ull, sem vér þurfum. Og þar sem samvinnuleysi við stjórn- ina meinar samvinnu meðal sjálfra vor, þá trúum vér því að eining meðal Hindúa, Múha- meðstrúarmanna, Gyðinga og annara er nauðsynleg fyrir frelsi Indlands. Sjálfsbjargar fyrirkomulagið. Þess vegna er afskiftaleysi hreyfing til sjálfsbjargar, sjálfs trausts og upplyftingar. Hún er ekki hafin móti Englandi eða Evrópu. Hún er hreyfing í sínu ytra formi til að öðlast sjálfsstjórn, eða jafnvel algert sjálfstæði, eftir nútíðar fyrir- komulagi. En vér verðum að ákvarða vissa braut, vér verðum að end- urvekja indverskan þjóðaranda. Vér verðum að ná aftur voru eigin, og þá, og þá aðeins erum vér frjálsir að taka upp frá vesturheiminum það, sem kem- ur oss að notum. Ofbeldisleysi vorrar hreyfing- ar verndar hana frá að verða alt gleipandi og eigingjarna. Frelsi Indlands, ef vér öðlumst þaö eftir minni aðferð, getur aldrei orðið til hindrunar fyrir frið og frelsi heimsins, eins og hið svonefnda frelsi efrópískra þjóða hefir verið og heldur enn áfram að vera. Það er ofsnemt að spá um framtíðina, en eins og nú standa sakir erum vér hræði- lega sundurskiftir. En þrátt fyrir það ástand trú eg því að afskiftaleysi og ofbeldirileysi verði að framtíðarhugsjón og að Indland fái frelsi sitt aftur með þessari aðferð en engri annari. (Chicago American.) -----0------ KAHAKANI (d. 1186). In ókenda fegurð. Ó ,meyja-drotning, dýrsta rós! Hve djúpt sig hefur brjóstið þitt! Hvort er það tálfrítt töfraljós, sem tryllir svona hjarta mitt? Sá harðstjóri sem eg lilýði nú er hjarta þíns eldur — Hver ert þú? Eg lít á þessa mæru mynd, þín munar heyri eg andvörp sár. Þitt andlit dáir ást mín blind, þín augu tjá mér gleði og tár. Þitt bros mér veitir von og trú og vekur lífsþrá.—Hver ert þú? Og hvar hún fer um foldar svið mér fregnar það hver ilmrós skær. Svo mætir mér á hverja hlið sú hætta, bæði nær og fjær. Það ber af fjólum fegurð sú, af fríðleik sólar.—Hver ert þú? Eg hefi sopið Sjafnar öl af sólar fegurð, dýra skál, unz glötuð er í glaðleiks kvöl og greipum sloppin, skáldsins sáH. Mitt lífsins eina ljós er nú þín lifandi minning. — Hver ert þú? (Þýtt.) -----0----- SULTAN MURAD II. (855 = 1451) Rubai. Ó, fagra ástmær,/ kom, ó, kom með guðveig, sem í gær! Og hörpu minnar himins ómur hjartanu gleði fær. Að lifa og njóta mest eg met á meðan lífsrós grær, því sú kemur stund — um * gleymda gröf að gnauðar haustsins blær. (Þýtt.) -----0----- ÞÖGUL SAMFERÐ. Hann sá hana á sumarkvöldi, er sólin til viðar hneig, og saman svo glöð þau gengu um grænan vallar teig. Og hann þegar opnaði hliðið, stóð hún þar svo róleg og beið, og brúnaljósunum bláu hún beindi til hans um leið. i I ; • t En ei gat hún þakkað með orð- um og átti nein daðurbros hýr, því hann var barnungur hjarð- sveinn, en hún bara mjólkurkýr. (Þýtt.—S. B.) ----—0------

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/1347

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.