Freyr - 01.12.1924, Síða 5
F R E Y R
5. SÍÐA
í Svíþjóð hefir átta stunda
vinnudagur verið í gildi í mörg
ár. Sem afleiðing þess hafa
sænskir verkamenn leitað sér
meiri mentunar í þúsunda vísu.
Kvöldskólum hefir fjölgað stór-
kostlega og umsóknir á þá altaf
að fjölga. Heimagarðrækt hef-
ir aukist mikið og áhugi fyrir
leikjum, listum og sönglist hef-
ir vaxið að sama skapi.
(John Bull.)
-----0-----
JAFNRJETTI.
Freyr er auðvitað með jafn-
rétti. En reynslan hefir sýnt
að leið jafnréttisins er vandröt-
uð. Mönnum hættir svo við að
fara út í öfgar. Þegar alþýðan
fór að ná meiri réttindum, vildi
hún takmarka réttindi þeirra
hábornu, þeirra ríku og sinna
yfirboðara. H;ún hætti alveg
að halda kóngsbænadaginn
helgann. Kóngar voru settir
frá völdum, sumir skotnir eða
hengdir, sumir hálshöggnir eins
og hanar. Og þeir sem af náð
fengu að lifa, höfðu minni rétt-
indi en negrar. Þeir máttu ekki
ráða giftingu sinni, ekki ganga
nema í vissa kirkju, enga skoð-
un hafa í stjórnmálum, ekki
halda ræðu, ekki einu sinni há-
sætisræðuna, hann var látinn
lesa hana eftir að aðrir höfðu
sarnið hana, sem betur vissu.
Þeir máttu ekki ferðast nema
með leyfi þjóðarinnar — þings-
ins. Ekki gera að gamni sínu
— kyssa franska leikkonu —
nema í laumi. Eiga svo á hættu
að vera slátrað inni á knæpum,
og skrokkurinn seldur af Gyð-
ingum inn á pylsuverkstæðið.
Og þegar vér nú víkjum hug-
anum til Canada, þá heyrum
vér alþýðuna vera í alvöru að
ræða um að afnema efri mál-
stofu þingsins, þrátt fyrir það
þó þar sitji vitrustu og beztu
menn þjóðarinnar. Jafnvel
prestar eru knésettir og dæmd-
ir sem hálfvitar, þó þeir séu
jafnan að flytja mönnum erindi
guðs. Svona er gorgeirinn að
vaða upp úr, alt fyrir það að
menn hafa fengið jafnrétti. Það
er því betra að fara varlega
með þann góða grip. Það er
varlegra að hleypa ekki til valda
og umráða þeim sem vinna og
framleiða. Þeir geta bfmetn-
ast svo af frelsi sínu að þeir
verði eldrauðir.
Og svo koma kvenréttindin.
Ritst. Freys hefir verið kven-
réttindamaður frá því hann var
í vöggu. En hvílík hætta að
slík réttindi eru, dylst honum
ekki á seinni árum. Hann hef-
ir augun opin og sér hvað fram
fer. Þegar konur fengu jafn-
rétti, urðu þær ekki ánægðar
m.eð það, heldur hrifsuðu þær
mestöll réttindi frá karlmönn-
unum. Þær eru alveg hættar
að hlýða bændum sínum. Þær
fara niður í Eatons búð þegar
þeim sýnist, sækja skemtisam-
komur, jafnvel dansa, sækja
hreyfimyndahús, bazaar, góð-
templarafundi, pólitíska fundi,
trúmálafundi, skifta um trúar-
brögð, kaupa nýmóðins yfir-
hafnir, mála sig í framan,
klippa af sér liárið, fá sér falsk-
ar tennur, kyssa stundum ó-
gifta menn, o. fl. o. fl., alt án
þess að spyrja bóndann leyfis.
En bóndinn verður að vera sí-
pligtugur á heimilinu, og má
ekki fara út nema með leyfi
konunnar, má aldrei fylgja
stúlku heim, ekki láta vaxa á
sér skegg, ekki fá sér í staup-
inu, ekki svo mikið sem líta inn
í “pool-room”. Hann verður að
taka af sér skóna fyrir utan
dyrnar, verður aö hengja upp
húfuna sína, verður að færa
konunni kaffi í rúmið á sunnu-
dagsmorgnana, og þarf svo að
passa krakkana á meðan kon-
an fer út — eitthvað út, hann
má einkis spyrja. Hann má
aldrei líta í bók, ekki svo mikið
sem eiga bók í eigu sinni, rétt
aðens lesa blöðin snöggvast,
svo eru þau breidd á hillurnar í
matarskápnum. Engin bók má
sjást á heimilinu af ótta fyrir
því að hún fyllist af veggjalús
— nema Eatons Catalog og
Þjóðræknisritið. Passíusálmar
og Andrarímur og aðrar góðar
bækur eru seldar Gyðingum
fyrir tvö koparcent, fullur poki
og pokinn með. Biblían er samt
geymd — en neðst í fataskápn-
um, þar á kafi undir hrúgu af
gömlum höttum — kvenhöttum
auðvitað. Og þetta á að heita
jafnrétti. Nei, takk. Þetta er
kúgun undir stjórn frjálsra
kvenna. Varið yður því á of-
miklum réttindum.
Eg sé ekki betur en að karl-
menn verði að fara að mynda
karlréttindafélög. Eg vildi að
þetta mál yrði tekið alvarlega
af lesendum Freys. Eitt eintak
af blaðinu ætti til reynslu að
senda Alþjóðafélaginu. Myndi
það opna augun á því og málið
yrði tafarlaust tekið fyrir og
rætt strax á næsta þingi þess
virðulega féjagsskapar. Það
ætti að fela það á hendur Par-
moor lávarði. Hann er gamall
Tory og stóð í verkamanna-
stjórninni sálugu og tilheyrir
ensku kirkjunni. -— Amen.
------0------
HITT OG ÞETTA.
Það er bóndakona í Dauphin,
sem segir að hænurnar sínar
verpi svo stórum eggjum, að
þurfi ekki nema átta í tylftina.
Mest af þeim hávaða og
skarkala, sem þú heyrir í heim-
inum, er þegar verið er að
brjóta boðoröin.
Eitt af því sem eykur á glað-
værð heimsins, er að heyra tvo
sérfræðinga ræða um banka-
fyrirkomulagið.
Stúlkur nútímans fara ekki
út á neinum sérstökum tíma;
það skeður þegar strákur stans-
ar fyrir utan og kreistir blíst-
ursblöðruna.