Freyr - 01.12.1924, Síða 6
6. SÍÐA
F R E Y R
EYGLO Barnastáka Freys
Eg vildi ei setja í vina minna
röð,
þó væri hlaðinn siðfágun og
gáfum,
ef viðkvæmnina vantaði, þann
mann,
sem vildi fótum troða lítinn
orm.
—Cowper.—
Þú sem skapaðir lög og land
og lýstir sólum stjörnugeim
og samtengingar bazt það band,
sem blysi lífsins glæðir heim.
Vernda hvern þegn er þögull
flýr
til þín í bæn — hvert mállaust
dýr.
Með oss þau stríða og enda
skeið
vort æfistarf að gera létt.
Hver dirfist þeirra lífs á leið
að leggja bönd, að skerða rétt?
Glæðum þann helga hjartans yl
með hverju dýri að finna til.
Emily B. Lord.—
Áform mitt er að hafa barna-
deild í blaðinu. Verða það smá-
sögur, smákvæði og vísur, sem
eg álít að séu við hæfi smá-
barna. Með þessu vil eg sUá
tvær flugur í einu höggi. Fyrst,
gefa börnunum eitthvað Ijúft
að lesa, og annað, nota það
tækifæri til að tala máli dýr-
anna við börnin.
Eg tek á móti smásögum og
ritgerðum frá börnum til birt-
ingar í þessari deild. Langar
mig til að geta gefið prís fyrir
beztu sögu, en er ekki tilbúinn
með það ennþá.
Kæru börn! Sendið mér hugs-
anir yðar í söguformi eða ljóði,
eins vel úr garði gert og þér
getið. Efnið ætti helzt að vera
um dýr og fugla og um náttúru
fegurð. Þegar næsta blað kem-
ur út, ætla eg að hafa ákveðið
um hvaða prís eg get gefið.
Trúarjátning dýrverndunax'-
félaganna er:
“Dýrð sé guði”! “Friður á
jörðu!” “Réttlæti, miskunn og
blíðleiki gagnvart öllum lifandi
skepnum.”
Ef engir fuglar væru til, gætu
mennirnir ekki lifað á jörðinni.
Sælir eru miskunnsamir.
Sérlivert hlýtt orð, sem !þú
talar til dýranna eða fuglanna,
eykur á farsæld þína.
Það eitrar mjólkina í kúnni
að fara illa með hana, jafnvel
það að tala hranalega til henn-
ar.
Það er gæfuvegur að sýna
foreldrum sínum virðingu. Það
þykir naumast fallegt að áVarpa
þau “gamli maðurinn” og
“gamla konan”. Miklu fegurra
væri að segja “elsku pabbi” og
“elsku mamma”.
Edward Everett, Ilale sagði
eitt sinn í sæðu, er hann flutti
á fundi dýraverndunarfélags í
Chicago, að menn og skepnur
ættu samleið í lífinu, og ef
börnunum væri leyft að vera
vondum við skepnur, myndu
þau einnig verða vond við
menn; í stað þess að ef þeim
væri kent að vera góðum við
skepnur, myndu þau verða góð-
lyndari á öllum sviðum lífsins.
Gleymið ekki kettinum yðar,
þegar þér flytjið búferlum.
“Hefir þú á móti öllum stríð-
um?” spurði. maður eítt þinn
Geo. T. Angell, dýravininn
nafnkunna.
Hann svaraði: “ó, nei. Ef
þeir menn, sem setja af stað ó-
nauðsynleg stríð, aðeins /vildu
heyja alla bardagana sjálfir og
það leiddi engar þjáningar yfir
aðra menn eða skepnur, þá
hefði eg ekkert á móti þeim. Eg
myndi finna líkt til og gamla
konan, sem sagði, að sér væri
sama hvor þeirra hefði sigur,
þegar maðurinn hennar flaugst
á við skógarbjörn. En eg myndi
ganga ögn lengra, því eg skoða
þvílíka menn óvini mannkyns-
ins, úlfa í voru hálfsiðaða mann
félagi.
Vafalaust munu vera til
nauðsynleg stríð, en níu af
hverjum tíu eru verk manna,
sem miklu fremur verðskulda
að vera í fangelsl, heldur en
flestir þeirra, sem þar eru.”
Nú eru bindindisfélög orðin
fá meðal íslendinga. Gömlu fé-
lögin í Winnipeg lifa þó enn og
blómgast vel, þó lítið heyrist ai
gerðum þeirra út í frá.
En á Gimli er til allfjölmenn
barnastúka. Hefir frú Kristjana
Chiswell baríst hart fyrir til-
veru hennar og viðhaldi. Frú
Chiswell er víst sú eina mann-
eskja á Gimli, sem lætur sig
bindindismálið nokkru skifta.
Hún leggur á sig mikla vinnu til
að halda þeirri stúku við. Ekki
veit eg með vissu hve marg-
menn stúkan er, en það veit eg
að hún heldur reglulega fundi
og starfar vel. Þjóðræknisfé-
lagið veitti medalíu fyrir upp-
lestur í þessari stúku í vor sem
leið. Frú Chiswell á stóran
heiður skilið fyrir elju þá og at-
orku, sem hún sýnir í því góða
starfi.
Bindindið er ein stærsta dygð
mannanna.