Röðull - 02.08.1925, Blaðsíða 1
árg.
Eskifirði, 2. ágúst 1925.
32. tbl.
Hontessori-uppeldi.
ítalski kvenlæknirinn frú María
Montessori er fyrir löngu víðfrægorð-
in fyrir uppeldisaðferðir sínar, enda
eru þær að mörgu leyti hinar eftir-
tektarverðustu. Á seínni árum hafa
kenningar hennar náð útbreiðslu víða
um lönd; þannig eru nú Montessori-
barnaheimili og skólar á Spáni, Ítalíu,
Frakklandi, Hollandi, Englandi og
Ameríku. Og í nokkrum stórborgum
Þýskalands eru íáein barnaheimili með
Montessori-sniði, en þar eru ennþá
engir slíkir skólar og aðeins ein kenslu-
deild í sambandi við háskólann í Jena.
Þó er þess að vænta, að Þjóðverjar
láti sig þessa hreyfingu meira skifta á
næstunni, en hingað til, jafn ant og
þeim er um að standa öðrum framar
í uppeldismálunum.
Uppeldi kallar dr. Montessori það,
að leysa úr læðingi þá krafta, sem
leynast í barninu og að hjálpa því til
þess að verða að viljasterkum manni.
Hún fyrirskipar ekki, að barnið gangi
ákveðinn mentaveg, eins og mjög er
títt í skólum nútímans, heldur ætlast
hún til, að á sama hátt og mannkyn-
ið fann ráð til þess að láta uppi hugs-
anir sínar með talmáli, letri, list og
margskonar vísindum, þannig fái sér-
hvert barn að ganga þá þroskabraut,
sem því er eðlilegust og þreifa sig sem
mest áfram. Eins og eðlishvötin fær
kornung afkvæmi dýranna til þess, að
æfa mest þá eiginleika, sem þauþurfa
síðar meir á að halda í lífinu, þannig
geta einnig hæfileikar barnsins þrosk-
ast í fullu samræmi við skapgerð þess
og insta eðli, ef uppfræðarinn ryðurað-
eins helstu hindrununum úr vegi þess.
HefirfrúMontessori látiðgera mjög hug-
vitsamleg „leikföng“ handa börnunum,
svo sem byggingarhnalla, hnappa-
ramma, litaspjöld til að kenna að-
greiningu lita, margskonar smábjöllur,
sem eiga saman 2 og 2 o. s. frv. Með
þessum leikföngum hefir hún gert þá
merkilegu uppgötvun, að barnið velur
sér jafnan það, sem best samsvarar
þroska þess, og einangrar sig svolengi
með það. En af þessari sýslan barns-
ins sprettur oftast nær hin furðuleg-
Barnaskólinn á Eskifirði.
Umsóknir um undanþágu frá því, að senda börn sín í skólann, þótt skóla-
skyld séu, þurfa að koma til formanns skólanefndar fyrir lok ágústmánaðar
næstkomandi.
Þeir foreldrar, ér óska þess, að skólanefnd sjái börnum þeirra, er ekki eru
þegar skólaskyld, fyrir undirbúningskenslu undir skólann, næsta vetur, eru
beðnir að tilkynna það fyrir lok ágústmánadar næstk. undirrituðum for-
manni nefndarinnar. Fult heiti barnsins og aldur þess þarf að tiltaka.
Eskifirði 20. júlí 1925.
S. H. Kvaran.
asta skerping og þjálfun skilningar-
vitanna, jafnframt því, sem barnið verð-
ur miklu fyr sjálfstætt í hugsun ogat-
höfnum, vegna þess, að enginn er
settur til að leiðrétta villur þess, held-
ur verður það sjálft að finna þær og
lagfæra. Menn geta naumast gert sér
í hugarlund þá gleði, sem oft grípur
barnið, þegar því tekst að leysa verk-
efni sitt af hendi; það ersama tilfinn-
ingin og grípur menn, er þeir fá sigr-
así á einhverjum meiriháttar erfið-
leikum í lífinu. Barnið er, búið að fá
sjálfstæðan vilja, er orðið „viljandi
vera“.
Kensluáhöld frú Montessori eru engu
síður hugvitsamleg en „leikföngin".
Þannig hefir hún t. d. bókstafi úr sand-
pappír sem hún lætur barnið þreifa á,
alt þangað til hjá því vaknar óstjórn-
leg þörf til þess að fara að skrifa.
Hér hefir nú mjög stuttlega verið
drepið á kensluaðferð dr. Montessori;
er þá eftir að minnast á þá hliðmáls-
ins, sem að hinu siðferðilega uppeldi
veit.
Frú Montessori kveðst ekki þurfa
að beita refsingum við börnin, ínokk-
urri mynd. „Það barn er aldrei óstýri-
látt, sem fær að hafast það að, sem
er við hæfi þess“, segir hún. í þvr er
enginn niðurbældur þróttur, sem þarf
að leita útrásar í óknyttum. Það er
ánægt með verkefni sitt, sem það fær
að leysa í hópi margra barna, og það
gleðst engu stður yfir því, er félagi
þess fær leyst af hendi það, sem hon-
um er íyrir sett, heldur en þó það
hefði verið það sjálft. Smáborgaraleg
öfund og illgirni á ekki greiðan gang
að hug og hjarta barnsins. Og altum-
hverfið er þannig valið, að það hlýt-
ur að hafa hin heillavænlegustu áhrif
á barnssálina. Fallega og rúmgóða
stofan, borðið og stólarnir, sem snið-
in eru við vöxt barnsins, hið óþving-
aða frjálsræði og hinar samræmu og
fögru æfingar, sem það er látið iðka
— alt þetta mótar í barninu mjög ó-
líkan hugsanagang því, sem gerist í
flestum öðrum uppeldisstofnunum. Og
öll börnin eru jafn hátt sett. Hið treg-
gáfaða er ekki auðkent frá hinum, til
þess að smána það og draga úr því
kjark og hið fjörmikla fær ákúrur og
er ekki keyrt á þröngan bekk eins og
sumstaðar vill við brenna. Menn geta
ímyndað sér, hversu hamingjusöm þau
börn muni vera á slíkum stað, sem
heima fyrir njóta lítillar umönnunar
t. d. þar, sem foreldarir eru mestan
hluta dagsins heiman að við vinnu
sína. Og en^u þýðingarminni eruslík-
ar stofnanir fyrir börn af ríkum ætt-
um, sem oft á tíðum verða strax á
fyrstu æfiárunum dauðþreytt á hinum
íburðarmiklu leikföngum og altof
snemma verða hluttakar í hinum ó-
heilbrigðu lifnaðarháttum fullornafólks-
ins.
Enginn efi er á því, að slíkt upp-
eldi og hér hefir lýst verið, hefir mjög
margt til síns ágætis. En að sjálf-
sögðu er það fjarri því, að vera óaðfinn-
anlegt. Það er ætíð varhugavert, að
ætla að móta barnssálina eins og líf-
lausan vaxmola, og mun flesta gruna,
hvað af slíku getur leitt. Og hversu
mörg börn, sem alast upp í Montes-
sori-stofnunum, mundu ekki jafnskjótt
og þau kæmu úr frjálsræðinu og út
í lífið — eða jafnvel aðra skóla —
mæta einhverju því, sem mjög væri
andstætt eðli þeirra og hneigðum?
Sjálfsagt eru fáir menn svo settir í líf-
inu, að slíkt mæti þeim ekki oft