Röðull - 02.08.1925, Blaðsíða 2

Röðull - 02.08.1925, Blaðsíða 2
R Ö Ð U L L eða sjaldan, og má nærri geta, hvort það myndi ekki til margfaldrar byrði fyrir þá, sem á bernskuárunum hafa hlotið mjög einhliða uppeldi. Munþví margur hallast að þeirri skoðun, að fult eins heppilegt væri, að barnið fengi strax á skólaárunum aö kynnast mót- og meðhlestri — að einhverju leyti. Þó nokkuð megi finna Montessori- aðferðinni til foráttu, þá munu kostir hennar yfirgnæfandi. Ér því gleðilegt, að hún skuli komin yfir íslandsálaog búin að fá ötulan forvígismann hér á landi. Vonum vér að forstöðukona Montessoriskólans í Reykjavík beri gæfu til þess að rata svo vel meðal- hófiö í þessu efni, að skjólstæðingar hennar beri sem mest af hinum heilla- vænlegu áhrifum Montessori-uppeldis- insfrá boröi, án þess að standa nokkru berskjaldaðri fyrir andstreymi lífsins uppeldisins vegna. t Helgi Þorláksson kaupmaður. Hinn 6. maí þ. á. andaðist Helgi kaupm. Þoriáksson, frá Eskifirði, á franska spítalanum í Reykjavík. Tók hann banamein sitt á næstliðnu sumri og komstaldrei á fætur eftir það, en þjáðist oft mikið, einkum síðustu vik- urnar. Helgi sál. fluttist hingað austur fyrir 10 árum. Var hann þá fyrir skömmu giftur Vilborgu Árnadóttur, Halldórs- sonar, útgerðarmanns á Eskifirði. Hafa þau hjón búið hér slitrulaust síðan og eignuðust þau fjögur börn, sem öll eru á lífi og hvert öðru efnilegra. Helgi var aðeins 26 ára gamall þeg- ar hann kom hingað og því á besta aldri, er hann féll frá. Hann var fjör- ugur, skemtinn, framgjarn og dugleg- ur og varð hér brátt gott til vina, enda er hans mikið saknað af öllum, sem nokkur kynni höfðu af honum. Afkastamaður var Helgi í hvívetna og gekk óskiftur að hverju verki. Hann var hinn mesti þrekmaður til líkama og sálár og vel fylginn sér; varð hon- um því vel ágengt um hvað eina, sem liann tók sér fyrir hendur. Fyrst eftir að hann fluttist hingað, fékst hann við ýmisleg störf, m. a. útgerð, en fyrir þremur átum byrjaði hann verslun' fyrir eigin reikning og stýrði henni meö frábærum dugnaði alt til þess, er hann lagði í síðustu ferð sína til Reykjavíkur. Hann var Húnvetningur að ætt og lunderni: hreinn ogbeinn, fjörugur og fróðleiksgjarn, enda vel að sér um Qráu skóhlífarnar fást n ú marga hluti. Hann var hlyntur allskon- ar íþróttum en þó mest íslensku glím- unni. Beitti hann sér um eitt skeið fyrir iðkun hennar hér og fórst það vel úr hendi. — í skoðunum var hann frjáls- lyndur og hallaðist altaf á þá sveifina, sem mannúðlegust var. Hann var hæg- fara jafnaðarmaður. Innilegur vinahugur fylgir Helgasál. út yíir gröf og dauða. Af Austurlandi. Nýlega andaðist merkisbóndinn Ari Brynjólfsson á Þverhamri í Breiðdal Verður hans nánar getið síðar. Hinn 11. f. m. dó að heimili sínu, Hafranesi við Reyðarfjörð, hin góð- kunna sæmdarkona Helga Jónsdóttir. Var hún fulira 76 ára gömul og hafði þá búið í nærfelt 52 ár með eftirlif- andi manni sínum, Guðmundi Einars- syni. Var sambúð þeirra ætíð hin far- sælasta og heimili heirra víðkunnugt fyrir rausn og prýði. Helga heitin var vinsæl og vinaföst oger hennar mik- ið saknað af öllum, sem nokkur kynni höfðu af henni. Aðfaranótt þess 20. í. m. lést ólaf- ur SigurOsson, verkamaður á Eskifirði. Var hann fæddur að Bakkagerði í Stöðvarfirði hinn 15. nóv. 1860, en fluttist hingað fyrir 20 árum með konu sinni, Jórunni Friðriksdóttur. Lætur hann eftir sig tvær uppkomnar dætur, Hólmfríði, í Reykjavík og Láru, sem ætíð hefir dvalið í föðurhúsum ogfyr- ir skömmu er gift. Ólafur var fáskiftinn um flesta hluti, en þó ætíð reiðubúinn til þess að veita hverjum góðum málstað lið. Og þeim, sem hann taldi vini sína, var hann trúr og einlægur til síðasta and- varpsins Frú Jdnfna Magnúsdóttir Kiausen andaðist hér á sjúkrahúsinu þ. 22. f. m. Hafði hún í mörg ár þjáðst af ó- læknandi sjúkdómi sem nú varð henni, að bana eftir langa og erfiða legu. Frú Jónína var gift Friðriki Klau- sen útgerðarmanni á Eskifirði. Varð þeim fjögra barna auðið og eru þrjú þeirra á lífi og hið elsta aðeins 10 ára gamalt. Væri betur, að góðir menn gætu nú á einhvern hátt bætt þeim hið þunga mótlæti fyrstu æfiáranra, aftur hjá Jóni ísleifssyni. móðurmissirinn og hin dapurlegu á- hrif frá aðdraganda hans. Reykvísku fþrdttamennirnir sýndu hér fimleika þ. 16. f. m. Voru áhorf endurnirhinir ánægðustu með frammi- stöðu þeirra, enda var hún yfirleitt mjög góð og stundum prýðileg. Og all-margir mintust liðins tíma, er þeir stóðu í sömu sporum eins og með- limir eins hins fyrsta og — á sinni tíð — besta leikfimisfélags landsins. Væri betur, að sýning þessara góðu gesta hefði kveikt svo í glæðunum hjá einhverjum af hinum gömlu fimleika- mönnum þorpsins, að hann finni hjá ’sér hvöt til þess, að vekja íþróttalíf vort úr dauðamókinu. Og víst ætti hinn ágæti íþróttafrömuður og fyrv. leik- fimiskennari Eskfirðinga, AxelV. Tuli- nius, það skilið, að lærisveinar hans verðu ofurlitlum tíma til þess að halda áfram því verki, sem hann byrjaði hér svo skörulega. — En Reykvísku gest- unum kunnum vér ekki annnars betra að óska, en að næst, er þeir leggja landið undir fót — og þess verður vonandi ekki altof langt að bíða — þá hitti þeir hvarvetna fyrir, þar sem þeir komu núna, hin áhugasömustu fimleikalélög. Þá mundu þeir naum- ast iðrast fararinnar. 644 638 kr. 91 aur sýna reikning- ar landsbankans að útbú hans á Eski- firði hefir tapað árið sem leið. Að almennings áliti er þetta gífurlegt tap, en mundi þó að sjálfsögðu teljast af- sakanlegt, ef eftir sæjust einhver um- merki.svo sem 7—8 línuveiðararmeð nýtísku útbúnaði til þorsk- og síld- veiða, eða 2—3 góðir togarar, sem á einu ári gætu margborgað hallann. Fyrir þessa upphæð hefði líka mátt byggja ágæta íbúð handa a. m. k. 100 fjölskyldum og bjarga þannig mörg- um úr klóm „hvíta dauðans". En þó ekkert af þessu verði fundið, þá skal engan veginn fullyrt, að ekki megi einhversstaðar finna þessari fúlgu ein- hvern stað. Það eitt er víst, að ekki liggur í augum uppi hvar hún er nið- ur komin. Síðastl. vetur gaus upp sá kvittur, að á undanförnum 7 árum hefði út- búið tapað um 2 miljónum króna. Er vonandi, að sú saga reynist mikið orðum aukin, þegar allur sannleikur- inn um þessa stofnun kemur fyrir al- mennigs sjónir.

x

Röðull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Röðull
https://timarit.is/publication/1348

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.