Vertíð - 15.06.1926, Síða 4

Vertíð - 15.06.1926, Síða 4
4 V E R T í Ð m r : SJOMENN! Við höfum eins og áður ávalt fyrirliggjandi góðar tegundir af: Allskonar sjófatnaði t. d. Trawlstökkum enskum og norskum, einnig olíufötum frá hinni viðurk. „Moss“ verksmiðju, bæði fyrir karlmenn og unglinga. einnig Nanquins og Molleskinns fatnaði, Blússum, Ketilfötum, og mörgu fleira fyrir sjómenn. Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstr. 1 1 < < < J Fallegast m m c SIMN EFþf I VlGFl iÐ-'1 að þetta aé 5 -Þad ?c W\\ GUARANTEEDyW ORIGINAL ttl lancLsi*13 ^ VIGFÚS GUÐBRRNDS50N KLŒÐSKERI - AÐflL5TRÆTU,8 SÍMI 470 OE 1070. E? 5' b cn tu íslenzkir Sjómannastofan í Reykjavík. Hún var stofnuð 15. ágúst 1923 og var þá fyrst til húsa á Vesturgötu 4. Þaðan fluttist hún í haust sem leið í Hafnarstræti 15, þangað sem áður voru skrif- stofur hafnarinnar. Síðan Sjómannastofan tók til starfa hefir hún átt miklum vin- sældum að fagna, og fjölgar þar stöðugt gestum, bæði innlend- um og útlendum. Mörgum sjó- mönnum, sem ekki eiga heima hér í bæ, heflr verið það mjög kærkomið að geta setið í frí- stundum sínum inni í hlýrri og bjartri stofu, skemt sér þá við tafl eða bóka- og blaðalestur (þar eru bæði innlend og útlend blöð og bækur), eða fengið að skrifa bíéf til vina og vandamanna. Orgel harmonium er í stofunni og hefir það löngum verið ó- spart notað og orðið mörgum' til mikillar ánægju. Arið sem leið hafa 10 þúsund gestir heimsótt Sjómannastofuna (8 þús. í fvrra). Sýnir þetta best hve mikil þörf hefir verið á henni. 3500 bréf sendu sjómenn þaðan (2 þús. í fyrra) og 2000 bréfum var veitt viðtáka úr pósti og komið til skila. Áður lentu bréf til erlendra sjómanna oft á ring- ulreið, og mörg komust aldrei til skila. Vita þeir einir best, er langvistum eru að heiman og sigla milli fjarlægra landa, hve dýrmæt bréf „að heimanu eru, og því er sorglegt er slík bréf lenda á hrakningi eða glat- ast. Sjómannastofan hefir mikið bætt úr þessu. Ennfremur hefir hún hjálpað sjómönnum til að koma peninga- og símskeyta- sendingum á)eiðis. Kemur það mörgum vel, því að oft er við- staða stutt í höfn, og stundum komið eftir að bönkum og póst- húsi er lokað og lagt á stað áð- ur en þær stofnanir eru opnað- ar aftur. — Jólasamkomur méð jólatré og veitingum hafa verið haldnar fyrir innienda og útlenda sjó- menn, og heflr hver gestur feng- ið böggull með gjöfum svo sem vetlingum, sokkum, treflum, nær- fötum o. þ. h. er hverju.u sjó- manni kemur vel. Muni þessa hafa vinir Sjómannastofunnar gefið, og hefir mikið áf slíkum gjöfum verið sent þangað frá Danmörku og hefir drotning vor sent þangað gjafir. Kaupmenn, sem hafa fengið vöruskip um jólaleytið hafa og fengið Sjó- mannastofuna til þess að halda skipsögnunum líkar skemtanir — á sinn kostnað, og er það virðingarverð hugulsemi. Guðsþjónustur hafa verið haldnar margar á árinu og á hverju kvöldi er sunginn sálm- ur og flutt stutt bæn. Eru sjó- mönnum þessar guðræknisiðk- anir mjög hjartfólgnar, og einn íslenskur skipstjóri hefir komið Klæðaverksmiðjan „ÁLAFOSS Gjörið svo vel og athugið verð og gæði á okkur haldgóðu dúk- um í slitföt. Togarabuxur og vetlingar ávalt til. Komið og skoðið. Afgr. „ÁLAF0SS“ Hafnarstr. 17 Sími 404. þangað íheð alla skipsögn sína og beðið um sérstaka guðsþjón- ustu áður en lagt var út í byrj- un vertíðar. Guðsþjónustur hafa einnig verið fluttar á ensku, dönsku og norsku. Flestir gestanna hafa verið íslendingar, en margra þjóða menn hafa komið inn á Sjó- mannastofuna, svo sem Færey- ingar, Danir, Norðmenn, Svíar, Finnar, Englendingar, Frakkar, Þjóðverjar og menn frá Afríku, Ameríku o. s. frv. Yfirleitt má segja að Sjómanna- stofan geri mikið meira gagn en menn gátu gert sér beztar vonir um þá er hún var sett á stofn. Hún hefir líka verið svo heppin að fá ötulan og samvisku- saman forstjóra, sem vakinn og sofinn hugsar um það, að Sjó- mannastofan verði sjómönnnm til sem mestrar blessunar. myndarammar i mörgum stærðum og gerðum eru fyrirlig'gjandi og' seljast með lágu yerði Allir smíðaðir úr bezta „Mahogni" og sérstaklega vel póleraðir. Ennfremur er tekið á móti pöntunum á allskonar rnyndarömmum, sem afgreiðast á stutt- um tima. Sérstaklega skal vakin at- hygli á römmum fyrir stækkaðar mynd- ir i hálf- og kvartarkar stærð og fjöl- skyldurömmunum, þvi þeir seljast ó- dýrara en nú þekkist hér, ef tekið er tillit til vandaðrar vinnu og bezta efnis Seljast á Nýja Bazarnum, Laugaveg 19. Nýjustu fregnir. Til þess að gera sjómönnum og verkamönnum hægra fyrir um kaup á fögrum og nytsöm- um hlutum hefi eg undirritaður ákveðið að veita þeim sérstök kostakjör: Þeir geta fengið hjá mér með vægum afborgunar- skilmálum bæði úr, klukkur, saumavjelar, reiðhjól og ánnað, er þeir girnast. Alt eftir nánara samkomulagi. Virðingarfyllst Sigurþór Jónsson Aðalstræti 10 Sjómenn! Það sem þið þurfið til útbúnað- ar áður en þið farið á sjóinn fæst ávalt, svo sem: Gúmmístigvél, fullhá, hálfhá, hnéhá, Olíustakkar enskir og norskir, Doppur enskar, Trawlbuxur enskar, Tréskóstígvél Ioðin og óloðin Klossar loðnir og óloðnir Olíufatnaður allskonar, Síðkápur enskar og norskar Vattteppi, Köjuteppi, Madressur, Peysur enskar og norskar fl. teg. Trawlsokkar Sjóvetlingar, Nærföt, Nankinsföt, Sjómannaskyrtur hvítar og misl. Sjóhattar besta lagið o. m. m. fl. Bestar vörur. — Lægst verð. Veiðapfazraversl. ,,Geysir“ HafrmrstpæH 1 — Reykjavík. Sjómaður (dekkmaður og saltari) óskar eft- ir atvinnu á togara nú þegar. Upplýsingar í síma 1392.

x

Vertíð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vertíð
https://timarit.is/publication/1350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.