Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.06.2019, Qupperneq 2
Veður Suðvestan 3-10 m/s, en 8-15 á annnesjum norðvestan til. Skýjað að mestu en bjart með köflum austan- og suðaustanlands. Lítils- háttar úrkoma á morgun, en áfram þurrt austan til. Hiti 8 til 22 stig, hlýjast á SA-landi. SJÁ SÍÐU 16 Fótboltastjörnur framtíðarinnar Það var hart barist í nágrannaslag Selfoss og Hamars úr Hveragerði á Norður- álsmótinu á Akranesi um helgina. Um 1.500 strákar úr 7. f lokki af öllu landinu komu saman til þess að spila fótbolta og skemmta sér. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Garðtraktorar fyrir þá kröfuhörðu Gerir sláttinn auðveldari ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is AFÞREYING Fyrsti þáttur af hlað- varpi Bubba Morthens, Sögur af plötum, fór í loftið á föstudag á Hlaðvarpi Fréttablaðsins. Þætt- irnir verða gefnir út vikulega þar sem Bubbi mun rýna í tíu plötur sem hann hefur gefið út og fá til sín gesti sem komu að framleiðsluferli hverrar plötu. Fyrsti þátturinn er tileinkaður fyrstu plötu Bubba, Ísbjarnar- blús, sem kom út 17. júní árið 1980. Gestur þáttarins er gítarleikarinn Sigurgeir Sigmundsson sem fer með Bubba yfir aðdraganda og aðstæður við tökur á plötunni. – atv Hlaðvarp Bubba Morthens komið í loftið Bubbi Morthens. KÓPAVOGUR Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur nú sent kröfu til Sýslumanns- ins á höfuðborgarsvæðinu varðandi umgengni í og við tólf gamla sumar- bústaði sem standa á svæðinu við strendur Elliðavatns, en allar lýs- ingarnar hljóða á svipaðan hátt: „Vatnsendablettur 170. Hús er að hrynja og er hættulegt, búið er að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið.“ „Vatnsendablettur 43. Hús illa farið, búið að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið. Bílhræ þarf að fjarlægja.“ Í bréfi heilbrigðiseftirlitsins til sýslumanns er ástandinu lýst. „Á svæðinu er nokkur fjöldi gamalla kofa eða smáhýsa sem á árum áður voru nýttir sem sumarbústaðir en hafa f lestir staðir tómir og yfir- gefnir um árabil. Skemmdarvargar hafa farið um svæðið og rústað bústöðum, brotið allar rúður, hurð- ir, skemmt veggi og palla og eyðilagt innréttingar og innbú.“ Þá segir í bréfinu að spýtnabrak, brotnar rúður og ýmiss konar rusl og jafnvel spilliefni sé víða dreift um lóðirnar. „Bifreiðar sem lagt hefur verið á svæðinu hafa einnig fengið að kenna á skemmdarvörgum. Ásýnd svæðisins er til verulegra lýta. Svæðið er ógirt. Slysahætta getur stafað af svæðinu fyrir börn, fullorðna og gæludýr þegar fólk á þarna leið um. Vaxandi fokhætta er frá svæðinu og viðbúið að skemmd- arvargarnir kveiki í kofunum líkt og gerst hefur ítrekað austan Ell- iðavatns.“ Íbúar svæðisins hafa kvartað í næstum tvö ár yfir umgengninni en ekkert hefur breyst, en Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis segir það vera vegna f lókinnar stöðu varðandi dánarbú látins eiganda lóðanna, Þorsteins Hjaltested. „Bréfið er nú til skoðunar hjá sýslumanni, en þar sem það eru mjög takmarkaðar heimildir sem sýslumaður hefur til athafna fyrir hönd dánarbús er þetta erindi til nánari umfjöllunar og hafa þeir því fengið frest til að svara fyrirspurn okkar.“ Í bréfinu vekur Heilbrigðiseftir- litið einnig athygli sýslumanns á því að Kópavogsbær bjóðist til að hreinsa lóðirnar á sinn kostnað, en þurfi formlegt samþykki lóðarhafa til að hefja hreinsunarstarf. „Heil- brigðiseftirlitið skorar á forsvars- mann dánarbúsins að nýta sér þessa þjónustu Kópavogsbæjar. Að öðrum kosti mun heilbrigðiseftirlitið láta hreinsa lóðirnar á kostnað lóðar- hafa.“ palmik@frettabladid.is Slysahætta vegna tólf yfirgefinna bústaða Heilbrigðiseftirlitið segir umgengni við sumarhúsalóðir við Elliðavatn óásættanlega og krefst hreinsunar á svæðinu undir eins. Sýslumaður hefur fengið frest til þess að bregðast við kröfunni vegna flókinnar stöðu mála. Ljóst er að ástandið er ekki boðlegt íbúum nærliggjandi byggðar. Heil- brigðiseftirlitið segir æskilegt að húsin verði rifin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hús er að hrynja og er hættulegt, búið er að brjóta allt sem hægt er. Stendur opið. Hreinsa þarf allt lauslegt af lóðinni. Æskilegt að rífa húsið. Úr bréfi Heilbrigðiseftirlits Hafnar- fjarðar- og Kópavogssvæðis SAMGÖNGUR Talsmenn reiðhjóla- verslananna Arnarins og Tri ehf. segja sölu rafmagnshjóla hafi auk- ist talsvert frá því í fyrra en ekki sé hægt að tala um sprengingu. „Miðað við hvað hefur verið að gerast úti í Evrópu er ekki hægt að tala um sprengingu hér á landi,“ segir Jón Pétur Jónsson, eigandi Arn- arins. „Ég veit ekki hvort Íslendingar séu svona seinteknir fyrir rafmagni en um leið og þeir prófa þetta koma þeir aftur brosandi út í bæði.“ Aðspurður um aldurshópana segir Jón kaupendahópinn á hefð- bundnum rafmagnshjólum vera í eldri kantinum en yngra fólkið sæki heldur í rafmagnsfjallahjól. - atv Stöðug aukning í sölu rafhjóla SAMFÉLAG Guðlaugur Þór Þórðar- son, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að verja þrettán milljónum króna í sérstakt verkefni skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR). Verkefnið snýr að því að vinna að útbreiðslu rétt- inda hinsegin fólks um allan heim og er framlagið í samræmi við áherslur Íslands í mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna. Ráðið fundar í Genf í dag á sínum fertugasta og fyrsta fundi og eru jafnréttismál þar efst á dagskrá. -bdj 13 milljónir til réttinda hinsegin fólks Rafmagnshjól eru að verða sífellt vinsælli. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fleiri myndir frá mótinu er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS 2 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :2 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 4 -5 1 E C 2 3 4 4 -5 0 B 0 2 3 4 4 -4 F 7 4 2 3 4 4 -4 E 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.