Fréttablaðið - 24.06.2019, Page 6

Fréttablaðið - 24.06.2019, Page 6
Talið er að um 250 þúsund manns hafi mót- mælt forsætisráðherranum. 10,9 milljarðar verða íbúar jarðarinnar árið 2100 ✿ Þróun íbúafjölda í heiminum, Evrópu og á Íslandi 800 milljónir 700 600 Evrópa 1950 2019 2050 2100 1950 549 milljónir 2019 747 milljónir 2050 710 milljónir 2100 630 milljónir 400 þúsund. 300 200 Ísland 1950 2019 2050 2100 1950 143 þúsund 2019 339 þúsund 2050 377 þúsund 2100 353 þúsund 12 milljarðar 10 8 6 4 Heimurinn 1950 2019 2050 2100 1950 2,54 milljarðar 2019 7,71 milljarðar 2050 9,74 milljarðar 2100 10,87 milljarðar HEIMSMÁL Íbúar Evrópu verða um 630 milljónir árið 2100. Það er 117 milljónum færra en í ár. Þetta er á meðal þess sem kom fram í nýrri mannfjöldaskýrslu sem mann- fjöldadeild Sameinuðu þjóðanna birti fyrr í vikunni. Hins vegar mun íbúum heims fjölga talsvert heilt yfir. Búist er við því að jarðarbúar verði 9,7 milljarðar um miðja öld og að fjölgunin muni ná hápunkti árið 2100, verða 10,9 milljarðar. Á meðan Evrópubúum mun fækka er talið að það verði fólks- fjöldasprenging í Afríku sunnan Sahara. Þar gæti fólksfjöldi tvö- faldast á næstu þrjátíu árum. Ind- verjum heldur áfram að fjölga og verður þjóðin sú fjölmennasta í heimi í kringum árið 2027. Fæðingartíðni í heiminum hefur lækkað undanfarna áratugi og lítur því út, eins og áður segir, að fjölgunin toppi um næstu aldamót. Meðalkonan átti 3,2 börn árið 1990, 2,5 barn í ár og um miðja öld mun talan standa í 2,2. Ríki Evrópusambandsins og Japan hafa verið á undan þessari þróun og er fæðingatíðni þar vel undir þeim 2,1 sem sagt er nauð- synlegt til að viðhalda fólksfjölda í skýrslunni. Fæðingartíðni í Evrópu- sambandinu er um 1,6 og um 1,8 í Japan. Á Íslandi stóð talan í 1,7 á síðasta ári. Þessi þróun sem nú þegar má greina í Evrópu, Japan og víðar þýðir að samfélög verða eldri. Sam- kvæmt skýrslu sem framkvæmda- stjórn ESB birti á síðasta ári er horft fram á að fólki á milli fimmtán og 64 ára, það er að segja sá hluti sam- félagsins sem tekur hvað virkastan þátt í atvinnulífinu, muni fækka úr 333 milljónum árið 2016 í 292 millj- ónir árið 2070. „Spár gera ráð fyrir því að fjár- hagsleg áhrif þessa verði mikil fyrir öll aðildarríki og að áhrifin verði strax ljós á næstu tveimur ára- tugum. Innan Evrópusambandsins er búist við því að heildarkostn- Mikil fólksfækkun í Evrópu til 2100 Meðalaldur í Evrópu er hár og er von á fólksfækkun. NORDICPHOTOS/AFP Afríka keyrir fjölgunina áfram Samkvæmt skýrslu SÞ mun fólksfjöldi í Afríku sunnan Sahara tvöfaldast á næstu þrjátíu árum. Fjölgunin mun, samkvæmt spám, nema einum milljarði og færist heimshlutinn nær því að verða sá fjölmennasti í heiminum. Alls er útlit fyrir að Afríka sunnan Sahara verði ábyrg fyrir rúmum helmingi allrar fólks- fjölgunar fram til 2050 og að fjölgun þar haldi ört áfram allt til aldarloka. Þessi þróun hefur verið einstaklega greinileg í Nígeríu undanfarna áratugi en þar hefur íbúum fjölgað úr 95 milljónum árið 1990 í 201 milljón á þessu ári. Nígeríumenn verða samkvæmt spánni rúmlega 400 milljónir um miðja öld. „Flest þeirra samfélaga sem ör- ast vaxa eru í fátækustu ríkjunum þar sem mannfjöldaaukningin hefur í för með sér auknar áskor- anir í baráttunni gegn fátækt, hungri og vannæringu og fyrir jafnrétti og sterkum innviðum,“ hafði Financial Times efitr Liu Zhenmin, yfirmanni efnahags- og félagsmála hjá SÞ. TYRKLAND AKP, stjórnmálaflokkur Recep Tayyip Erdogan Tyrklands- forseta hefur nú tapað aftur eftir endurteknar borgarstjórakosn- ingar í Istanbúl. Ekrem Imamoglu, frambjóðandi stærsta stjórnarand- stöðuflokksins, sigraði og fékk 54 prósent atkvæða. Þetta er í annað sinn sem kosn- ingarnar eru haldnar en Imamoglu bar óvæntan sigur úr býtum með 13 þúsund atkvæða mun í mars síðastliðnum. Þær kosningar voru ógiltar eftir kvartanir frá hinum ráðandi AKP flokki. Voru kosning- arnar endurteknar vegna frávika í talningu atkvæða. Niðurstöðurnar eru talsvert bakslag fyrir Erdogan sem hefur áður sagt að sá sem vinni Istanbúl, vinni Tyrkland. Imamoglu sagði í sigurræðu sinni útkomuna marka „nýja byrjun“ fyrir bæði borgina og landið. „Við erum að fletta nýrri blaðsíðu í sögu Istanbúl,“ sagði Ima- moglu. „Á þessari síðu verður rétt- læti, jafnrétti, ást.“ Sigur Imamoglu með rúmlega 775 þúsund atkvæða mun sýnir stór- aukið fylgi samanborið við niður- stöður kosninganna í mars. Erdogan, sem er frá Istanbúl, var kosinn borgarstjóri þar árið 1994 og stofnaði svo AKP árið 2001. Í kjöl- farið var hann forsætisráðherra frá árinu 2003, þar til hann varð loks forseti Tyrklands 2014. „Erdogan er mjög áhyggjufullur,“ sagði Murat Yetkin, blaðamaður og rithöfundur, í aðdraganda kosn- inganna. „Hann er að spila hverju einasta trompi sem hann hefur. Ef hann tapar markar það endalok stöðugs pólitísks gengis hans síð- asta aldarfjórðunginn.“ - pk Flokkur Erdogan tapar í Istanbúl aður öldrunar, það er eftirlauna- greiðslna, heilbrigðisþjónustu, menntunar og atvinnuleysisbóta, aukist um um 1,7 prósentustig og verði því 26,7 prósent af vergri landsframleiðslu,“ sagði í tilkynn- ingu um þá skýrslu. Þessi lága fæðingartíðni og hækk- andi meðalaldur hefur í för með sér, samkvæmt umfjöllun The New York Times um skýrslu SÞ, erfiðleika við að viðhalda grunnstoðum vel- ferðarkerfis vegna þess aukna álags sem von er á. Og að því er kemur fram í umfjöll- un Sameinuðu þjóðanna um þau vandamál sem fylgja öldrun sam- félaga er um að ræða eina stærstu breytingu 21. aldarinnar „sem hefur áhrif á nærri öll svið samfélagsins, þar á meðal atvinnumál, fjármála- kerfi og eftirspurn eftir vörum og þjónustu“. thorgnyr@frettabladid.is Lækkandi fæðingar- tíðni í Evrópu þýðir mikla fólksfækkun fyrir aldarlok. Hærri meðalaldur innan álfunnar gæti reynst erfið áskorun. Heilt yfir fjölgar jarðarbúum í tæpa ellefu milljarða árið 2100 og mun mest fjölgun eiga sér stað í Afríku sunnan Sahara. Stuðningskona Ekrem Imamoglu fagnar sigrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA TÉKKLAND Tékkar söfnuðust í gær saman í Letna-garðinum til þess að kalla eftir afsögn forsætisráðherra landsins, Andrej Babis. Mótmælin eru þau stærstu í landinu síðan í Flauelsbyltingunni árið 1989 sem steypti kommúnískri ríkisstjórn Tékkóslóvakíu af stóli. Mótmælin eru hápunktur raða mótmæla á síðustu vikum gegn Babis, sem hefur sætt rannsókna vegna meintra fjársvika og hags- munaárekstra, ásökunum sem hann harðneitar. Tékkar eru um 10,7 milljónir talsins en skipuleggjendur mót- mælanna telja að um 250 þúsund hafi mætt. Mótmælendur báru skilti og borða sem á stóðu „Segðu af þér“, „Við höfum fengið nóg“ og „Við munum ekki láta lýðræðið eftir.“ Aðrir veifuðu fánum Tékklands og Evrópusambandsins. Vantrauststillaga sem stjórnar- andstaðan hyggst leggja fram á miðvikudaginn verður að öllum líkindum felld en Babis nýtur nægs stuðnings þingsins og hefur fast- lega neitað því að segja af sér sem forsætisráðherra. Lögreglan í Tékklandi lagði til að Babis, sem er oft líkt við Donald Trump forseta Bandaríkjanna vegna fjárhags hans og viðskipta- umsvifa, yrði kærður fyrir fjár- svik vegna notkunar hans á niður- greiðslu frá ESB til þess að byggja hótel rétt fyrir utan Prag. Babis neitar öllum misgerðum. Skipan nýs dómsmálaráðherra stuttu eftir tilkynningu lögregl- unnar leiddi svo til fjöldafundar mótmælenda. - pk Fjölmenn mótmæli í Prag 2 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 4 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :2 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 4 -7 9 6 C 2 3 4 4 -7 8 3 0 2 3 4 4 -7 6 F 4 2 3 4 4 -7 5 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.