Fréttablaðið - 24.06.2019, Page 10

Fréttablaðið - 24.06.2019, Page 10
FÓTBOLTI Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir mun ekki snúa aftur inn á völlinn þetta sumarið eftir að  Harpa  þurfti að gangast undir aðra aðgerð vegna rifins lið- þófa í vor. Meiðslin má rekja aftur til þess þegar Harpa sleit kross- band og reif liðþófa á sama tíma í úrslitum Mjólkurbikarsins í fyrra. Þetta staðfesti Harpa í samtali við Fréttablaðið um helgina. „Það er mjög algengt að liðþófinn rifni við krossbandsslit og hann var saumaður saman í aðgerðinni. Svo þegar ég fór að auka álagið í vor við æfingar var ég farin að finna að það var ekki allt eins og það á að vera. Svo kemur þetta í ljós í vor og ég fór í speglun til að láta laga lið- þófann sem tafði endurhæfinguna. Krossbandið lítur mjög vel út eftir aðgerðina en það þurfti að laga lið- þófann á ný.“ Harpa hefur leikið stærstan hluta ferilsins á Íslandi með upp- eldisfélaginu sínu, Stjörnunni. Hún hefur einnig leikið með Breiðablik á Íslandi og Charlton á Englandi. Harpa vann tvöfalt, bæði gullskó- inn sem markadrottning Pepsi- deildarinnar og var valin besti leikmaður deildarinnar þrisvar á fjögurra ára tímabili frá 2013-2016. Alls hefur Harpa skorað 181 mark í 252 leikjum í efstu deild á Íslandi. Þá hefur Harpa leikið 67 leiki fyrir A-landslið Íslands, farið tvisv- ar á Evrópumótið og skorað nítján mörk í landsliðstreyjunni. „Ég var alltaf búin að ákveða að taka þetta sumar í endurhæfingu og gefa mér góðan tíma í hana til að styrkja mig. Ég er kominn yfir þrí- tugsaldurinn og hef aldrei gengið í gegnum hnémeiðsli þannig að ég var undir það búin að þessi endur- hæfing myndi taka sinn tíma,“ sagði Harpa sem fór eftirminnilega á Evrópumótið í Hollandi sumarið 2017 tæpum fjórum mánuðum eftir barnsburð. „Þá var mikil hvatning að komast með liðinu á EM. Núna ákvað ég að gefa mér meiri tíma enda var mikið álag á líkamanum í aðdraganda meiðslanna síðasta sumar.“ Harpa er samningslaus þessa dag- ana eftir að hún kaus að framlengja ekki við Stjörnuna síðasta haust. „Ég skrifaði ekki undir nýjan samning í haust til að gefa mér meira svigrúm. Ég hef verið að æfa upp á eigin spýtur og í raun í fríi frá öllu. Ég mun svo skoða hvað gerist þegar maður kemst aftur út á völl. Þetta er í fyrsta skiptið sem maður er ekki á fullu á tímabilinu og ég hef náð að eyða auknum tíma með fjöl- skyldunni sem er ágætis tilbreyt- ing,“ sagði Harpa létt og bætti við: „Ég veit alveg að ég er ekkert ung- lamb og var við því búin að kannski yrði endurhæfingin erfið. Þá þarf maður að hugsa sinn gang en ég finn mikinn mun eftir aðgerðina og er komin á ágætis ról. Við það fer það að kitla mann að komast aftur út á völlinn,“ sagði Harpa sem sagðist vilja fara út á eigin forsendum. „Það er erfitt þegar maður er búinn að eiga langan og nokkuð far- sælan feril hérna heima að fara ekki út á mínum forsendum. Það drífur mig svolítið áfram. Það er erfitt að hugsa til þess að þessi meiðsli hafi verið endalokin.“ kristinnpall@frettabladid.is Harpa fór aftur undir hnífinn Ekkert verður úr því að landsliðsframherjinn Harpa Þorsteinsdóttir snúi aftur inn á völlinn í sumar eftir að hún þurfti að gangast undir aðra aðgerð vegna rifins liðþófa. Hún stefnir á að snúa aftur næsta sumar. KR-ingar skildu FH eftir í miðjumoði Alex Freyr Hilmarsson fagnar hér fyrra marki KR í 2-1 sigri á FH í Pepsi Max-deild karla í gærkvöldi þegar KR-ingar tylltu sér í toppsæti deildar- innar á nýjan leik. KR og Breiðablik virðast vera í sérf lokki í deildinni í sumar og eru komin með gott forskot á næsta lið en aðeins eitt stig skilur að liðin þegar þau eru búin með tíu leiki. Sigur KR-inga í gær var sá sjötti í síðustu átta deildarleikjum gegn FH í Kaplakrika. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Harpa í leik með Stjörnunni síðasta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ FORMÚLA 1 Yfirburðir Mercedes á þessu tímabili héldu áfram þegar Lewis Hamilton vann sjötta kapp- aksturinn af átta á tímabilinu og áttunda kappaksturinn í röð sigraði ökuþór frá Mercedes þegar keppni fór fram í Frakklandi. Hamilton og liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, hafa verið í sérflokki og er Hamil- ton kominn með 76 stiga forskot á Sebastian Vettel frá Ferrari sem er í þriðja sæti. Sigur Hamilton í gær var afar öruggur og leiddi hann allan kapp- aksturinn eftir að hafa náð ráspól á laugardaginn. Hann stefnir hrað- byri að sjötta heimsmeistaratitli ökuþóra og vantar nítján sigra til að jafna met Michaels Schumacher yfir f lesta sigra í sögu Formúlu 1. Hamilton sjálfur virtist gefa lítið fyrir gagnrýni um að einokun hans væri að draga úr skemmtanagildi kappakstursins. „Það þýðir ekki að benda á okkur ökuþórana, við semjum ekki regl- urnar. Þetta er undir stjórnendun- um komið að setja reglurnar og þeir hafa tekið slæm- ar ákvarðanir ár eftir ár.“ - kpt Enn einn sigur Lewis Hamilton Ég veit alveg að ég er ekkert unglamb og var við því búin að kannski yrði endurhæfingin erfið. Harpa Þorsteinsdóttir KÖRFUBOLTI Martin Hermanns- son og félagar í Alba Berlin þurftu að láta silfurverðlaunin duga eftir að  Bayern tókst að vinna þriðja leikinn í röð í úrslitakeppninni í gær. Bayern tókst að landa titlinum á heimavelli með 93-88 sigri eftir framlengingu. Eru þetta þriðju silfurverðlaun Alba Berlin á fyrsta ári Martins með félaginu. Liðin mættust í Bæjaralandi þar sem tímabilið var undir hjá gestunum frá Berlín. Þeir byrjuðu leikinn af krafti og leiddu í hálfleik 46-31. Stefndi allt í að liðin myndu mætast á ný í Berlín. Bayern tókst að jafna metin þegar fjörutíu sekúndur voru eftir og þurfti því að grípa til framlengingar þar sem heimamenn reyndust sterkari. Alba Berlin með Martin innan- borðs fékk því silfurverðlaun í þýska bikarnum, þýsku deildinni og Evrópubikarnum á fyrsta tíma- bili hans með þýska félaginu eftir að hann kom frá franska félaginu Champagne Châlons-Reims síðasta sumar. – kpt Þriðja silfur ársins hjá Alba Martin var með sjö stig í leiknum í gær. NORDICPHOTOS/GETTY 2 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 2 4 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :2 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 4 -6 0 B C 2 3 4 4 -5 F 8 0 2 3 4 4 -5 E 4 4 2 3 4 4 -5 D 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.