Fréttablaðið - 24.06.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.06.2019, Blaðsíða 34
Blómsturheimar er heiti yfirlitssýningar á Kjar-valsstöðum á verkum S öl v a Helg a s on a r. Har pa Björ nsdóttir er sýningarstjóri. Um aðdragandann að sýningunni segir hún. „Á Kjarvalsstöðum verður opnuð í lok júní sýning á verkum William Morris. Ólöf Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykja- víkur, fékk þá hugmynd að tengja þá sýningu við verk Sölva Helgasonar, en þeir Morris eru samtímamenn og blómamynstur er afar áberandi í verkum beggja. Ólöf veit að ég hef verið að rannsaka verk Sölva og spurði hvort ég vildi vera sýningar- stjóri yfirlitssýningar á verkum hans. Ég sagði auðvitað já, takk! Ég hef lengi verið heilluð af verk- um Sölva, eða allt frá því ég sá þau fyrst á skólaárum mínum í Mynd- Hver mynd Sölva Helgasonar er einstök veröld „Ég hef lengi verið heilluð af verkum Sölva,“ segir Harpa Björnsdóttir, en sýning á verkum hans stendur yfir á Kjarvalsstöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verkin á sýningunni eru fimmtíu og átta. „Myndverk hans eru falleg og áhrifamikil,“ segir Harpa Björnsdóttir. Yfirlitssýning á verkum Sölva Helgasonar á Kjarvalsstöðum. Við opnun varð að hleypa gestum inn í hollum.  lista- og handíðaskólanum. Árið 2011 lét ég gamlan draum rætast og setti upp litla sýningu á verkum Sölva í Safnasafninu á Svalbarðs- strönd, þannig að ég þekki mynd- verk hans vel og hef sömuleiðis farið yfir skrif hans. Ég hef einnig leitað að verkum eftir hann í einkaeigu til skráningar og fundið ýmislegt sem ekki var vitað um, eins og verk í Dan- mörku sem eru nú komin heim.“ Hleypt inn í hollum Við opnun sýningarinnar á Kjarvals- stöðum varð að hleypa inn í hollum svo mikill var áhuginn. Verkin á sýningunni eru alls fimmtíu og átta og segir Harpa stærstan hluta þeirra koma frá Þjóðminjasafni Íslands og Landsbókasafni Íslands en einnig eru verk fengin að láni úr einkaeigu, þar með talin verkin 18 sem hingað til hafa verið varðveitt í Danmörku. „Sölvi Helgason snertir okkur á svo margan hátt. Myndverk hans eru falleg og áhrifamikil þó þau séu mörg hver smá í sniðum, hver mynd er ein- stök veröld. Blómafléttur og blóma- flúr einkenna verkin og alltaf er vor og sumar í myndum Sölva. Litirnir eru fallegir, hann notar mikið rautt og gult, heita liti sem fanga augað og sem höfða til okkar,“ segir Harpa. Krafðist réttinda Sölvi fæddist árið 1820 í Skagafirði og lést 1895. Hann var f lakkari, fræðimaður og listamaður og mikill sérvitringur. Hann komst í kast við lögin og var árið 1854 dæmdur til þriggja ára betrunarvistar í Dan- mörku. „Maðurinn sjálfur og líf hans hafa alltaf vakið forvitni. Það hafa verið skrifuð um hann skáldverk, leikrit, ljóð og Magnús Eiríksson samdi lagið fræga um hann,“ segir Harpa. „Ég held að allir íslenskir listamenn hljóti að tengja við hann að einhverju leyti. Hann var mjög f lókinn maður og lenti í hremm- ingum af því hann gaf sig ekkert með það að hann ætlaði sér að ferðast um Ísland sem náttúrufræðingur og listamaður. Hann átti sjálfsagt ein- hverjar fyrirmyndir, hafði séð hinn þekkta landmælingamann Björn Gunnlaugsson við vinnu sína og hann vissi af Jónasi Hallgrímssyni sem fór um landið og safnaði steina- og plöntusýnum, og sjálfur safnaði Sölvi steinum og skráði hjá sér athug- anir á landi og náttúru. Sölvi var að krefjast réttinda sem voru ekki í boði á þessum tíma, jarðnæðislaust fólk var bundið við sinn fæðingarhrepp með svokölluðu vistarbandi og ekki frjálst ferða sinna. Enda hafði Sölvi ekki annað upp úr krafsinu en hýð- ingar og fangelsisvist.“ LITIRNIR ERU FAL- LEGIR, HANN NOTAR MIKIÐ RAUTT OG GULT, HEITA LITI SEM FANGA AUGAÐ OG SEM HÖFÐA TIL OKKAR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 2 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R18 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 4 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :2 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 4 4 -7 9 6 C 2 3 4 4 -7 8 3 0 2 3 4 4 -7 6 F 4 2 3 4 4 -7 5 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.